Morgunblaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐEÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1987 27 íbúar Klaksvikur tóku vel á móti forseta íslands. Morgunblaöið/RAX Ibúar Klaksvíkur fögnuðu Vigdísi forseta innilega Þórshöfn, Færeyjum. Frá Sigurði Jónss KRAKKARNIR í Klaksvík voru vel með á nótunum þegar Vigdis forseti kom þar i gær með ferjubátnum Ternuni. Þau mynduðu tvær raðir frá bryggj- unni að ráðhúsinu þar sem Jógvan við Keldu bæjarstjóri og frú Betty tóku á móti forset- annm og kynntu fyrir bæjar- stjórnarmönnunum ellefu, en þar af er ein kona. María Jakobsen 11 ára afhenti forsetanum blómvönd fyrir fram- an ráðhúsið og að því búnu lék lúðrasveit Klaksvíkur þjóðsöngva íslands og Færeyja. Þessi mót- tökuathöfn var mjög hátiðleg og mikill fjöldi fólks fylgdist með. li, fréttaritara. í stuttu ávarpi gat Jógvan við Keldu þess meðal annars að veru- legur hluti tekna Færeyinga kæmi frá Klaksvík. Hann vitnaði til kvæðis eftir Hannes Hafstein um Kiaksvík og gat þess að bærinn hefði áður fengið góðar heimsókn- ir frá íslandi. Það mátti reyndar sjá í snyrtilegum fundarsal bæjar- stjómar þar sem voru veifur frá nokkrum bæjarfélögum á íslandi, Kópavogi, Selfossi og ísafírði. Forsetinn sat hádegisverðarboð bæjarstjómar Klaksvíkur ásamt fyldarliði áður en ekið var til Við- areiðis á Viðarey. Þar var byggðin skoðuð í fylgd Dánjal Lydersen sveitarstjóra. í Viðareiði var for- setanum afhent tréskurðarmynd, táknræna fyrir færeyska sjómenn á íslandsmiðum. Skólabömin voru eins og aðrir í sínu fínasta pússi og sungu fyrir forsetann á fær- eysku og íslensku. Á þéttbýlisstöðum þar sem for- setinn fer um en hefur ekki viðdvöl reynir fólk eftir megni að fylgjast með ferðum hennar. í Leirvík komu skólaböm hlaupandi niður á bryggju áður en forsetinn fór um borð í feiju á leið til Klaksvíkur. Þau fögnuðu Vigdfsi áður en hún fór um borð og uppi f bænum mátti sjá þá eldri gefa því auga sem var að gerast þó þeir færu sér hægar. Hressir Leirvíkurkrakkar á bryggjunni að fylgjast með forseta íslands. Ungur íslendingur í boði forseta íslands í Norðurlandahúsinu. Að baki hans heilsar Vigdis upp á gesti. Gaman að sjá hvað I slendingum líð- ur vel í Færejjum Þórshöfn, Færeyjum. Frá Sigurði Jóns- syni, fréttaritara Morgunbladsins. „Það er gaman að sjá hvað ís- lendingum líður vel á Færeyj- um,“ sagði Vigdís Finnboga- dóttir forseti meðal annars þegar hún tók á móti íslending- um, búsettum í Færeyjum. íslendingahófið í Norðurlanda- húsinu var vel sótt og þar voru forsetanum afhentar ýmsar gjafir og ferfalt húrra hrópað fyrir Færeyjum og íslandi. „Það var gaman að hitta forset- ann,“ sagði Björg Poulsen, 11 ára, sem tók á móti Vigdísi með blómum. Hún er dóttir Ingu Þor- bjömsdóttur frá Seyðisfírði og Klemm Poulsen frá Þórshöfn. Vigdfs heilsaði upp á fólkið, fagnaði bömunum sérstaklega og auðséð var að heimsókn hennar var mikils metin. Meðal gesta var vinnuhópur frá ístaki sem vinnur við byggingu nýrrar verslunar- miðstöðvar f Þórshöfn. Vigdís lét f ljósi þá ósk að það erlenda vinnu- afl sem fengið væri til íslands væri ámóta því myndarlega og hrausta fólki sem ynni fyrir Fær- eyinga. Þessi orð féllu í góðan jarðveg viðstaddra. Ámi Dahl bókmenntafræðing- ur afhenti Vigdísi forseta eintak af nýrri kennslubók í íslensku fyrir gmnnskóla í Færeyjum. Bókin heitir Grannamálið fyrir vestan. Ámi kvaðst vona að bókin styrkti samband íslands og Fær- eyja. Undir þau orð tók Vigdís forseti. Þjóðminjasafnið fær Tungufellskirkju að gjöf Syðra-Langholti. TUNGUFELLSKIRKJA f Hruna- mannahreppi var færð Þjóðminja- safni íslands til formlegrar eignar nýlega. Kirkjan var bændakirkja og næst elsta kirkja á Suðurlandi. Það var sunnudaginn 23. ágúst sem eigendur Tungufellskirkju afhentu Þjóðminjasafni Islands kirkju sfna að gjöf við hátfðlega athöfn á Tungu- felli. Kirkjan var byggð árið 1856 og tekur 36 manns í sæti. Hún er tum- laus og eru þrír gluggar á hvorri hlið. „Ég vildi ekki hugsa til þess að þessi kirkja yrði rifín,“ sagði Þór Magnússon, þjóðminjavörður, í sam- tali við fréttaritara, en hann tók við kirkjunni fyrir hönd Þjóðminjasafns- ins. „Það er gleðilegt að af þessu skyldi verða og ég er mjög þakklátur gefendum," sagði þjóðminjavörður ennfremur. Gefendur eru eigendur jarðarinnar Tungufells en það eru niðjar Jóns Ámasonar sem var bóndi á Tungu- felli 1897—1946. Þessari látlausu kirkju hefur alltaf verið haldið vel við og mun Ólafur Jónsson sem nú er nýlega látinn hafa annast það að mestu en hann var mikill hagleiks- maður. Vitað er um kirkju í Tungufelli um árið 1200 og í þessari kirkju eru æfafomar kirkjuklukkur, e.t.v. frá þeim tfma. Altari, prédikunarstóll og rammi um altaristöflu em frá eldri kirkjum sem þama hafa staðið og telja menn sig kenna handbragð Ófeigs Jónssonar frá Heiðarbæ á þessum munum. Árið 1915 tók þáverandi þjóðminja- vörður Matthías Þórðarson foman kross úr kirkjunni til varðveislu á safnið, var hann til sýnis við athöfn- ina á dögunum. Tungufellssókn sem taldi nokkra bæi f nágrenninu var aflögð á sfðasta ári og lögð undir Hmna en messað er þó stöku sinnum í þessari gömlu kirkju. — Sig.Sigm. í Tungufellskirkju um aldir, en er nú geymdur f Þjóðminjasafn- inu. Fulltrúar gefenda færa Þór Magnússyni Þjóðminjaverði gjafabréf. Frá vinstri eru: Einar Jónsson, Tungufelli; Þór Magnússon, þjóð- minjavörður og Svandís Pétursdóttir. Tungufellskirkja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.