Morgunblaðið - 11.09.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.09.1987, Blaðsíða 32
.. scBMMgTg'flP„ r r mrr>AaiTT8Aw ma* TfluiTnanv MORGUNBLABIÐ, FÓSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987 Edda Sigrún Björns dóttir — Minning Fædd 1. desember 1936 Dáin 5. september 1987 Edda hefur háð sitt dauðastríð af sömu reisn og æðruleysi og ein- kenndi hana í fullu fjöri. Hún stundaði stofu sína fram á sumar, dreif sig í ferð með breskum starfs- bróður sínum hingað austur í Neskaupstað í júlíbyijun. Nú tveim- ur mánuðum síðar er hún öll. Við vorum stúdentar sama vorið sitt úr hvorum skóla. Leiðir lágu saman í læknadeild þar sem ég kom við að nafninu til haustið eftir. Fáar konur lögðu út í slíkt nám á þeim árum. Þessi rauðhærða hnáta lét slíkt ekki hindra sig og strákam- ir máttu passa sig að standast henni snúning. í gleðskap var hún hrókur fagnaðar. Móðurhlutverkið rauf samt námsferil hennar að loknu 1. hluta prófi um sex ára skeið. A þeim tíma fæddust Ámi Bjöm og Helga, sem við nú höfum á meðal okkar. Með þennan efnilega hóp sneri hún heim frá Bandaríkjunum einstæð móðir, bjó þeim heimili og lauk sjálf læknanámi og sémámi í augnlækningum heima og erlendis. Dugnaður hennar og ósérplægni var með fádæmum. Bræðmm sínum yngri, læknunum Sigurði og Jóhannesi, var hún til stuðnings og fékk hann endurgoldinn er á reyndi. Á námsámm og að loknu kandí- datsprófi var Edda við störf á sjúkrahúsum, m.a. hér á Austur- landi. Þannig hljóp hún nokkmm sinnum í skarðið fyrir Kristínu við Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaup- stað. Með þeim tókst vinátta sem hélst til loka. Þær sóttu saman Iæknaþing í Bandaríkjunum fyrir fáum ámm og ferðuðust þar um borgir og þjóðgarða. Sumrinu seinna lét hún eftir sér að koma hingað austur í öræfaferð og hélt svo ein með tjald sitt heim á leið sunnan jökla. Hún naut landsins og íslenskra bókmennta, var róttæk í skoðunum eins og hún átti kyn til og lá ekki á sínu. Edda var veitandi í blíðu og stríðu. Hún hélt veglegt boð í Dom- us Medica á fimmtugsafmælinu í fyrravetur við fjölmenni þrátt fyrir magnaðan sjúkleika. Þeir sem ekki vissu betur sáu ekki annað en hún gengi heil til skógar með lífið fram- undan. Þannig var hún, keik og óbrotin fram í andlátið. Hjörleifur Guttormsson Þessi kveðjuorð um hina iátnu áttu að fylgja öðmm greinum í blað- inu í gær. Er greinarhöfundur beðinn afsökunar á því að svo varð ekki. Ætt er nefnd Svaðastaðaætt og er frá Svaðastöðum í Skagafirði. Við Edda emm bæði af þessari ætt móðurmegin, en auk þess em tengsl okkar fólks nánari, þar sem Krist- rún Jósefsdóttir, amma Eddu, var alin upp hjá ömmu minni, Margréti Símonardóttur í Brimnesi, og var samband þeirra fjölskyldna þar af leiðandi alltaf mjög náið. Ég man vel eftir því, þegar ég sá Eddu fyrst, nýkomna úr hinum „stóra heimi". Hún var með foreldr- um sínum í heimsókn í Laugarási hjá foreldmm mínum. Lítil, rauð- hærð „skotta", sem vildi stjóma öllu og öllum Oddgrað frá, og við systkinin, sveitabömin sex, létum vel að stjóm. Ég man að hún setti Himma bróður minn og jafnaldra sinn við hlið sér í brekkunni sem við sátum í. Hún sagði sögur frá „úttlandinu" og heimtaði að við lærðum „Red — white and blue“ með texta og tilheyrandi lagi. Eddu varð ekki orða vant þá né síðar, enda stjómsöm alla tíð sem ég þekkti hana. Ég kveð Eddu mína með miklum söknuði. Þegar ég sá hana síðast eftir sinfóníutónleika í febrúar, sagði hún við mig: „Við Himmi verðum fyrst," en Hilmar dó þann 28. desember 1986, og átti hún þá við bamahópinn í Laugarási, sem hún hafði meiri samskipti við eftir þessi fyrstu kynni. Ég kveð Eddu frænku mína með söknuði. Grétar Enn get ég ekki hugsað mér Eddu farna, þó ég vissi að hveiju stefndi jafn vel og hún sjálf. Við Grétar hittum Eddu síðast á sinfóníutónleikum í byijun árs. Við fóram út í hléi, þar sem við höfðum ýmislegt að gera. Edda hitti okkur í anddyrinu og bað mig að leiða sig út — var slöpp enda nýkomin aif Landakoti úr meðferð. Við ókum henni heim í Bjarkar- götu. Hún vildi að við kæmum inn með sér, og við þáðum það, þótt tímanaum væram, því þetta líktist alltaf síðari kynnum okkar Eddu að hittast í skyndi — hérlendis, er- lendis eða á milli landa og alltaf var nóg að ræða um þegar tími gafst til. Edda sýndi okkur afmælisgjafir sínar og myndir úr fimmtugsaf- mælinu frá 1. desember 1986 og sagði: „Þetta sýnir að við eigum að hittast oftar og hafa dansveislur eins og þessa, en ekki nein smáboð." Það var gaman að vera með Eddu í þetta sinn, eins og alltaf þegar við hittumst, nema ef til vill þegar ég sá hana í fyrsta skipti. Hún hringdi þá í Grétar frænda sinn og bað hann að taka sig með á 1. desemberball 1956. Þetta var dálítið snúið, þar sem Grétar var í stjóm stúdentaráðs og sat við há- borðið og hafði þegar boðið mér með sér. „En fjölskylda er fjöl- skylda." Grétari tókst að koma Eddu við háborðið með okkur, þótt til hliðar væram öll. Síðan, eins og áður er nefnt, tókust betri kynni og samskipti okkur vora alltaf góð. Við Grétar getum ekki fylgt Eddu síðasta spölinn, því við eram í útlöndum eins og á fimmtugsaf- mælinu, en við bæði kveéjum hana sem kollega og vin, þótt oft væri vík þar á milli, en þegar við hitt- umst var alltaf eins og við hefðum sést í gær. Hún barðist vel og hetju- lega af mikilli reisn. Requisce in pace. Fríða Kveðjuorð: Stefanía Eiríks- dóttir bókavörður Kveðja frá starfsfólki og bókasafnsstjórn Bæjar- og héraðsbókasafnsins á Akra- nesi. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim sér góðan getur. Stefanía Eiríksdóttir fyrrverandi yfirbókavörður við Bæjar- og hér- aðsbókasafnið á Akranesi er dáin, aðeins 69 ára gömul. Hún sem alitaf var svo full af bjartsýni, lífsgleði og athafnaþörf. Stefanía kom til Akraness á haustmánuðum árið 1970 til þess að taka við forstöðu bókasafnsins þar við mikil tímamót í sögu þess. Hún byijaði þegar að undirbúa flutning safnsins í eigið húsnæði, Bókhlöðuna, sem er ein af fáum sérhönnuðum bókasafnsbyggingum hér á landi. Ásamt starfsfólki bóka- safnsins og bókasafnsstjóm vann hún af einstakri ósérjtlægni, áhuga og dugnaði mikið afrek við flokkun og skráningu safnsins, ásamt mörg- um öðram störfum. Þær vinnu- stundir vora ekki allar taldar. Áhugi hennar og eldmóður vora smitandi og unnið var af kappi og ánægju. Langþráðu marki var náð, þegar flutt var í Bókhlöðuna og safnið opnað fyrir almenning, 26. febrúar 1972. Áfram var unnið og hvergi dreg- ið af sér og 6. mars 1976 var opnuð sérstök bamadeild í Bókhlöðunni og lestrarsalur fyrir böm. Starfsfólk og bókasafnsstjóm minnast þessara tíma, sem oft vora erfiðir, með söknuði og eftirsjá. Þó fyrst og fremst með þökk og virð- ingu fyrir allar ánægjulegu sam- verastundimar. Dóttur, dætrabömum, ættingjum og vinum er vottuð einlæg samúð. Drottinn minn, gef þú dánum ró, en hinum líkn sem lifa. t Eiginmaður minn, faöir, tengdafaöir og afi, AÐALSTEINN STEFÁNSSON bifreiðastjóri, Langholtsvegi 73, sem lést 2. septmeber sl. veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 11. september, kl. 15.00. Kristjana Steinunn Guðjónsdóttir, Björn Aðalsteinsson, Guðjón Aðalsteinsson, Dagbjört Aðalsteinsdóttir, Stefán Aðalsteinsson, tengdabörn og barnabörn. raöauglýsingar, raöauglýsingar raöauglýsingar Aðalfundur Heimdallar HFIMDAIJ.UK F ■ U • S Sjálfstæðiskvennafélag ísafjarðar 30 ára Opið hús að Uppsöl- um þann 12. sept- ember nk. frá kl. 17.00-19.00. Allt sjálfstæðisfólk vel- komið. Gestir í til- efni dagsins verða: Þórunn Gestsdóttir formaður landsam- bands sjálfstæðis- kvenna og Matthías Bjarnason Alþingis- maður. Þórshöfn og nágrenni Þingmaðurinn ykkar Halldór Blöndal og Jónas Jóhannsson hreppsnefndarmaður á Þórshöfn, verða með viðtalstíma sunnu- daginn 13. september nk. á Sunnuvegi 3 á Þórshöfn. Viðtalstíminn verður frá kl.16.00-18.00 e.h. Einnig er hægt að hringja í síma 81184. veröur haldinn i Valhöll, Háaleitisbraut 1, kl. 14.00 laugardaginn 12. september. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Heimdellingar eru hvattir til þess að mæta á fundinn. Stjórn Heimdallar. Haustferð Óðins Sunnudaginn 13. september nk. fer málfundarfólagið Óðinn i sína árlegu haustferð. Að þessu sinni er feröinni heitið i Hjörleifshöfða. Lagt verður af stað frá Valhöll, Háaleitisbraut 1, kl. 09.00 f.h. Félag- ar fjölmennið og takið með ykkur gesti og nesti. Verðið er kr. 700 pr. mann og fritt fyrir börn. Ferðanefnd. Stjórnin. Kópasker og nágrenni Þingmaðurinn ykkar Halldór Blöndal og Tryggvi Aðaisteinsson hreppsnefndarmað- ur á Kópaskeri, verða með viðtalstfma mánudaginn 14. september nk. á skrifstofu hreppsins á Kópaskeri. Viðtalstíminn verð- ur frá kl. 17.00-19.00 e.h. Einnig er hægt að hringja i sima 52188. Raufárhöfn og nágrenni Þingmaðurinn ykkar Halldór Blöndal og Helgi Ólafsson hreppsnefndarmaður á Raufarhöfn, verða með viðtalstíma laugar- daginn 12. september nk. í fundarher- berginu á Hótel Norðurljósi á Raufarhöfn. Viötalstiminn verður frá kl. 16.00-18.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.