Morgunblaðið - 11.09.1987, Side 44

Morgunblaðið - 11.09.1987, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987 4 © 1966 UnivefWil Ptms Syndlcal* upa& hefur ckki enn ver)& srrii&ob pwð rimlarúm áem hel dur mérr " TM R*g. U.S. Pat Off.—aH righta raaarvad • 1987 Loa Ang*!#* Timaa Syndicata Þetta ætti að halda kettin- um í hæfilegri fjarlægð. HÖGNI HREKKVlSI Verum staðföst í trú og bæn Kæri Velvakandi Eitt sinn átti ég tal við hermann sem háð hafði mörg návígin i stríði við óvininn. Margar voru sögumar af hættunum sem hann sagði frá. Oft á tíðum þutu hinar banvænu kúlur yfir höfði og engin virtist undankomuleið. Svo særðist hann illilega þegar sprengja sprakk skammt frá honum og brot úr henni er búið að fylgja honum siðan. Þó margir fari illa út úr stríði, sem markar djúp sár, líkamleg sem and- leg og skilji tilvemna eftir í rúst bæði hið innra og ytra með mannin- um, geislaði viss gleði frá manni þessum. Hann komst lífs af, sagði hann og bætti við, að sér þætti unun af þvi að fá að lifa. „Á hveij- um degi þakka ég Guði fyrir lífið, íyrir það að fá að vera til, þvi ég komst lífs af úr þessum hörmung- um,“ segir hann. Þannig er það svo oft með mann- inn. Hann þarf að kynnast hör- mungunum til þess að hversdags- leikinn verði honum ljúfur sem hátíð og gleðistundir. Hann þarf að kynn- ast þjáningunni til að kunna að elska tilvemna og beyja sig undir takmörk sín þegar allt leikur í lyndi. Þá minnist ég einnig unga mannsins sem hafði lent í slysi og fótbrotnað illilega. Ég gleymi ekki tilfinningum hans þegar hann fékk að stíga í fætur sína á ný. Þegar hann létti sér eins og hjörtur, fékk að ganga á ný. Hann ljómaði af gleði og kátínu og þakkaði Guði. Já, lífið er dásamlegt þegar allt leikur í lyndi. Þá er gott að lifa og njóta lífsins. En einmitt þá ber okk- ur að staldra við og færa Guði þakkir. Þvf enginn veit hvað átt hefiir fyrr en misst hefur. Þvf þeir dagar geta mnnið upp að manneskj- an í vanmætti sínum óttist komu þeirra sem hina verstu fyrirburða. Þegar sálin er aðþrengd slíku niða- myrkri að hvergi sjáist nokkurt skin í fjarska og ekkert virðist fram- undan annað en ringulreið og hin skelfilegasta bijálsemi, þá hugur fær engan frið. í hinu myrkasta vonleysi og vanlíðan, í augnabliks ótta, hrópar manneskjan á Guð. Undirmeðvituð vitneskja kallar þá til hans, sem ávallt var og er, þó manneskjan hafí falið mynd hans og orð bak við hinar fjölskrúðugu grímur mannlegs atferlis. Ég vil ráðleggja hveijum þeim sem finnst Guð fjarri sér og horf- inn, eða jafnvel hafi jafnvel aldrei fyrirfundist, og kannast við ágjöf mannlegrar tilvem að lesa Jobsbók í Heilagri ritningu. Og kannski ekki síst þeim sem lífið leikur við. Eitt kvöldið fyrir skömmu, þegar ég sá storminn í fjarska og leit augum litla bátinn sem maraði á sléttum sjónum varð mér hugsað um þetta rit í Biblíunni sem nefnt er Jobs- bók. Þá hresstist sál mín óneitan- lega við. Job minnist Guðs nefninlega bæði í neyðinni og ekki síst þegar allt lék í lyndi. Tökum eftir því. Við skulum því hafa það hugfast að trúin og Guðsóttinn em eins og jurt sem aldrei þarf að vökva eins mikið og einmitt þegar sólin skín. Einar Ingvi Magnússon Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvað- eina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 13 og 14 , mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orða- skiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfúðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Yíkverji skrifar Bjórleysið hérlendis getur á stundum tekið á sig hinar und- arlegustu myndir. Nýlega frétti Víkveiji af manni, sem á háttsettan vin í miklu fyrirtæki erlendis. Þetta . fyrirtæki á talsverð viðskipti við Island og sendir oft starfsmenn sína hingað til lands. Og viti menn, starfsmennimir hafa beiðni frá yfir- manninum, að komi þeir til Islands eigi þeir að kaupa einn kassa af bjór í fríhöfninni og færa vininum á Islandi. Það mun því koma iðu- lega fyrir, að þessi íslendingur fær boð frá einhveiju hóteli, hann eigi bjórkassa á ákveðnu herbergi og er vinsaamlegast beðinn um að nálgast hann. Heidur er þetta niðurlægjandi fyrir íslendinga, ástandið, sem ríkir í bjórmálum. Væri ekki nær að leyfa hér sölu á þessum miði, sem alls staðar fæst, meira að segja á ís- landi, þótt forboðinn sé, í gengum alls konar krókaleiðir. Víst er að svo hlæja útlendingamir að þessu ástandi, sem hér ríkir. XXX kyldu vera mörg lönd í veröld- inni, þar sem sinfóníuhljómsveit gttur farið í hljómleikaför til og státað af því að verða fyrst sinfóníu- hljómsveita til þess að spila í landinu. í þessu hlutverki er nú Sinfóníuhljómsveit Islands, sem fór á þriðjudag utan til Grænlands, þar sem hún ætlaði að leika fyrir bæði fuliorðna og böm. Það er í senn bæði skemmtilegt og ánægjulegt að það skyldi verða hlutverk sin- fóní- unnar okkar að heimsækja hina góðu granna okkar í norðvestri og kynna þeim nokkrar perlur tón- menntanna. Þá er og gaman að endurtaka heiti hljómsveitarinnar á grænlenzku: „Nunani Avannarlemi piorsarsimassutsikkut Attaveqaat". XXX Mikið hefur verið rifizt út af orðunum prósent og prósentu- stig. Víkveiji minntist á þetta hinn 1. september síðastliðinn, er hann fjallaði um hina ágætu útgáfu Gætum tungunnar, sem Helgi Hálf- danarson hefur tekið saman. Menn hafa jafnvel skrifað heilu greinam- ar í Morgunblaðið um þessi tvö orð og muninn milli þeirra. Enn Qallar Helgi um þetta í Morgunblaðinu á miðvikudag undir fyrirsögninni Seint útrætt?. Vfkveiji verður að viðurkenna, að engin þau orð, sem Helgi stingur þar upp á, geta kom- ið í stað orðsins prósentustig, sem skýra muninn á orðunum tveimur. Það er í raun að bera í bakkafullan lækinn að tíunda hér merkingar- mun orðanna, en víst er að fyrirsögn Helga hittir í mark — seint verður þetta orð útrætt. Og þar sem málið er í raun enn ekki útrætt og Helgi mótmælir því að nota megi orðið prósentustig ætti með sama rökstuðningi ekki að vera hægt að tala um að hinar ýmsu vísitölur hækki um stig. Þær era í eðli sínu ákveðinn mælikvarði á breytingar í þjóðfélaginu, sam- bærilegar við prósentur, þar sem viðmiðun þess sem mæla á er sett 100 á einhveijum ákveðnum tíma- punkti. Prósentan og prósentustigið er því aðeins sama hugtakið í fyrsta skipti, sem breytingin er mæld frá viðmiðunartölunni 100. 4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.