Morgunblaðið - 24.09.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.09.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ETMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987 3 Væntanleg sundlaug' ásamt búnigsaðstöðu við Öldusels- skóla f Breiðholti. Jarðvinna er þegar hafínn við sundlaug Ölduselsskóla sem verður austan við skólann. HorgrimbUdið/ÞorkeU Kennslulaug við Olduselsskóla Áætlaður kostnaður um 30 milljónir króna BOÐIN hefur verið út upp- steypa á 260 fermetra búnings- aðstöðu ásamt sundlaug, 10,5 m x 16,6 m, við Ölduselsskóla í Breiðhoiti. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er um 12 til 14 miiyónir króna en heildar- kostnaður er um 30 milljónir króna. Tilboðin f uppsteypuna verða opnuð um næstu mánaðarmót en framkvæmdir eiga að heflast í byijun október og að vera lokið í mars árið 1988, að sögn Guð- mundar Pálma Kristinssonar forstöðumaður byggingardeildar. Jarðvinnan var boðin út sérs- taklega og var tilboði tekið frá Háfelli sf. Áætlaður kostanður er rúmar 2 milljónir króna. Laugin, sem er útilaug verður notuð til kennslu og verður að- staða til að æfa sundtökin í litlum sal, innan dyra. Þá hvefur verið ákveðið að aldraðir íbúar í Seljahlíð hafa aðgang að lauginni en hún annars ekki opin almenn- ingi. Hönnuðir laugarinna eru arki- tektamir Gunnar Hansson, Helga Gunnarsdóttir og Hildigunnur Haraldsdóttir en verkfræðilega hönnun Verkfræðistofa Stefáns Ólafssonar. Reykjavík: Lausar stöð- ur 6til 7% af mannafla Borgin hefur bjarg- ast nokkuð vel, segir Davíð Oddsson „VIÐ verðum að telja að borgin hafí bjargast nokkuð vel miðað við önnur fyrirtæki í borginni," sagði Davið Oddsson borgar- stjóri. Nú eru rúmlega 400 stöður af 7000 lausar í ýmsum greinum hjá Reykjavíkurborg. Stöðumar 400 svara til 6 til 7% af heildarmannafla, sem jafn- gildir þvf að að hjá 100 manna fyrirtæki væru 7 stöður lausar. „Ef við skoðum vinnuaflsskort- inn í borginni í heild, þá má segja að skorturinn virðist vera minni hjá okkur en hjá öðrum fyrirtækj- unum í heild miðað við vinnuaflið sem við erum með. Við getum því þokkalega við það unað,“ sagði Davíð. „Það er dálítið merkilegt þegar verið er að halda því fram að launin hjá borginni séu miklu lægri en annarsstaðar og þess vegna sé þessi mannaflaskortur. Þessar tölur virðast sýna allt ann- að.“ Davíð sagðist ekki telja þörf á sérstökum aðgerðum. Vinnuafls- skortur skapaði vissa örðugleika sem ekki bæri að undrast miðað við þá þenslu sem nú er. Ekki hefur verið rætt um að flylja inn erlent vinnuafl og sagðist Davíð vilja fara varlega í þær sakir. Bankarnir rannsaka kindakjöts- birgðimar ÞEIR bankar sem veita af- urðalán út á sauðfjárafurðir eru að láta rannsaka kinda- kjötsbirgðir hjá ölliun slátur- leyfishöfum landsins og bera saman við birgðaskýrslur þeirra. Stefán Pálsson banka- stjóri Búnaðarbankans segir að niðurstöður liggi ekki fyrir og ættu bankarnir eftir að fá skýringar á ákveðnum hlutum sem upp hefðu komið við rannsóknina. Auk Búnaðarbankans eru Landsbankinn og Samvinnubank- inn með sláturleyfíshafa í afurðal- ánaviðskiptum. Bankamir létu gera nákvæma birgðakönnun í byijun september til að sannreyna að kjötbirgðir stæðu á bak við öll afurðalánin. Bankamir em með birgðaeftirlitsmenn en samræmd heildarathugun hefur ekki verið gerð fyrr. Stefán sagði að rann- sóknin væri ekki gerð vegna tortryggni í garð sláturleyfíshaf- anna, heldur til að stemma birgð- imar af við skýrslur nú við upphaf sláturtíðar. Hann sagði að ekkert hefði komið fram sem benti beint til misferlis. í sumum tilvikum væri greinilegt að birgðimar hefðu minnkað mikið í ágúst. En hvort það væri eitthvað óeðlilegt ætti eftir að koma í ljós. INNLENTj ÞAÐ NÝJASTA ER: snjóþvegið og denim með „LEÐRI“ sendingar af Jp KARNABÆR Laugavegi 66, Austurstræti 22, Glæsibæ. Sími 45800. Umboðsmenn um land allt: Adam og Eva, Vestmannaeyjum. Báran, Grindavík. Fataval, Keflavík. Lindin, Selfossi. Nína, Akranesi. (sbjörninn, Borgarnesi. Tessa, Ólafsvík. Þórshamar, Stykkishölml'. Epliö, ísafiröi. Kaupfélag V-Húnvetninga. Hvammstanga Sparta, Sauöárkróki. Díana. Ólafsfiröi. Aldan, Seyðisfiröi. Búöin, Blönduósi. Garðarshólmi^ Hýtsavík^ ..... , ____________ Kaunfólan I annnnninna fcvSrchfnfn Nesbær, Neskaupstaö. Skógar, Egilsstööum. Viöarsbúö, Fáskrúðsfiröi. Hornabær, Höfn Hornafiröi. Kaupfélag Rangæinga, Hvolsvelli. Ylfa, Kópavogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.