Morgunblaðið - 24.09.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.09.1987, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987 13 ÚTIVIST Békmenntir Erlendur Jónsson ÚTIVIST. Ritstj. Kristján M. Bald- ursson. Reykjavík, 1987. Ferðafélagið Útivist gefur út þetta samnefnda rit sem nú kemur fyrir almenningssjónir í þrettánda sinn. Það er að venju prýtt mörgum og góðum litmyndum. Eru þær bæði til augnayndis og eins til stuðnings við textann, svo sem vera ber. Fjórir þættir eru að þessu sinni birtir í rit- inu. Fremstur er Vikið til Viðeyjar eftir Lýð Bjömsson sagnfræðing. Viðey liggur fyrir dyrum okkar Reykvíkinga en er þó alls ekki öllum kunn, nema tilsýndar, síður en svo. En saga byggðar í Viðey er bæði löng og merkileg. Og þá sögu rekur Lýður Bjömsson i stómm dráttum í þætti sínum og tengir við ömefni sem mörg em í eynni. Mannvirki standa færri eftir í Viðey en ætla mætti ef höfð er hliðsjón af að þar var t.d. blómlegt þorp og ærin umsvif á fyrstu áratugum þessarar aldar; stór- búskapur og togaraútgerð svo nokkuð sé nefnt. Þó stendur í Viðey, auk kirkju og húss sem við blasa, vatnsgeymir gamall sem Viðeyinga- félagið hefur innréttað sem félags- heimili. Ræktarlegt, en þó fyrst og fremst frumlegt! Frá Þjórsárverum til Kerlingar- fjalla nefnist ferðasaga og leiðarlýs- ing eftir Hörð Kristinsson; gagnleg fyrir þá sem kunna að leggja land undir fót þar um slóðir. Gönguferð um hálendið er hin prýðilegasta að- ferð til að viðra sálina. 0g varla þarf að fjölyrða um hvílík líkamleg heilsubót það hlýtur einnig að vera! Einar Kristjánsson ritar þáttinn Litið viðíDölum. Leiðsögn meðsögu- legu ívafi um Dalahérað. Margt er þar vel mælt; og vafalaust einnig réttilega. En ekki kann ég við fyrir- sögnina: litið við og svo framvegis ef það á að merkja að koma við eða staldra við; hef vanist hinu að um- rætt orðasamband merki að horfa um öxl eða líta til baka. Ekki er þó fyrir að synja að þetta heyrist stund- um nú orðið í óvönduðum auglýsing- um. En varla er það til eftirbreytni; og ekki meira um það. Meðal þeirra, sem gert hafa garð- Lýður Björnsson inn frægan í Dölum vestur, nefnir Einar séra Eggert Jónsson á Ballará og telur að Jón Thoroddsen hafi haft hann að fyrirmynd »þegar hann skóp sr. Sigvalda í Manni og konu«. Steingrímur J. Þorsteinsson taldi hins vegar — og færði fyrir því gild rök — að séra Friðrik, sonur séra Eggerts, hefði fremur verið fyrir- mynd Jóns þótt séra Eggert kæmi þar seinnig lítið eitt við sögu«. Séra Friðrik Eggerz lét eftir sig stórmerka ævisögu sem heitir Úrfylgsnum fyrri aldar en ekki Úr fylgsnum fyrri alda eins og stendur í þætti Einars. Ann- ars er sem fyrr segir margt fróðlegt í þessari leiðsögn Einars; staðhátta- fræði og sögufróðleik haganlega saman blandað. Að lokum er svo þátturinn Vemd- un íslenskra hraunhella eftir Bjöm Hróarsson. Hefur efni það verið svo rækilega kynnt í flölmiðlum nýverið að óþarft er að fara mörgum orðum um það hér. Hellar eru meðal kynleg- ustu listaverka náttúrunnar. En gagnstætt t.d. spjöllum á gróðri, sem unnt er að bæta með alúð og þolin- mæði, verður það, sem brotið er úr hellum, ekki endurbætt af mönnum. Það getur náttúran ein — á þúsund- um ára! Leynd þeirra, Bjöms og félaga, er því skiljanleg. Ég óska Útivist langlífis og vona að ritið haldi áfram á sömu braut: að flytja efni sem er í senn fræðilegt og alþýðlegt og höfðar til þeirra sem áhuga hafa á landinu, náttúm þess og sögu. Fj ölsky lduraunir með rokkívafi Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóborgin: í Sviðsljósinu — Light of Day ☆ ☆☆ Leikstjóri og handrit: Paul Schrader. Framleiðandi: Keith Barish. Myndatökustjóri: John Bailey/Bruce Springsteen. Aðal- leikendur: Michael J.Fox, Joan Jett, Gena Rowlands, Jason Mill- er, Tom Irwin. Bandarisk 1987. Hér er ein sem kemur á óvart. Af auglýsingunni má draga þá ályktun að á ferðinni sé heldur þunn rokkmynd, krydduð með hin- um geysivinsæla Michael J. Fox og rokkstjömunni Joan Jett, til að hressa uppá miðasöluna. Svo sann- arlega bragðbæta þau myndina; Fox er bæði flinkur og geðugur leikari og Joan Jett getur hvort tveggja, leikið og sungið. En efnið er mikið athyglisverðara en maður getur álitið að óséðu. Þau Jett og Fox em miklir rokk- unnendur í litlu bandi. Hann er fyrirmyndarpiltur í flesta staði, en hún villt og skapstór,_ með son sinn ungan í eftirdragi. Ástæðan fyrir því er aðallega sú að hún vill ekki að hann komist undir of mikil áhrif ömmu sinnar. En bandinu vegnar ekki of vel, Fox hættir en Jett ge- rist söngkona hjá þungarokksbandi. Það er svo ekki fyrr en við dánar- beð móður þeirra að fjölskyldan sættist fullum sáttum, gömul deilu- mál afgreidd og falinn sannleikur kemur uppá yfirborðið. Og þau systkinin fara á fullri ferð saman útí rokkið á ný. Schrader er iðinn við að koma á óvart. Síðasta mynd hans, Mishima, fjallaði á leikrænan hátt um jap- anska skáldið samnefnda, og American Gigolo, Hardcore og Cat People geta tæplega kallast líkar. Nú snýr hann sér að fjölskyldu úr láglaunastétt og kryfur hin margvíslegu vandamál hennar. Flettir inní söguþráðinn talsverðri rokktónlist, en hún er jafnan í öðra sæti, á eftir dramanu. Þessi hrær- ingur tekst svona og svona frameft- ir myndinni, en þegar líður á fara línumar að skýrast og hún endar í sterku fjölskyldudrama sem snertir taugamar. Þau Fox og rokksöng- konan Joan Jett em sniðin i sín hlutverk. Rowlands er traust að venju og leikritahöfundurinn (That Championship Season) og kvik- mýndaleikarinn (The Exorcist) Jason Miller er einkar sannferðugur í yfirveguðum leik í hlutverki hins óframfæma og hlédræga föður. í sviðsljósinu er vissulega óvænt ánægjuefni. Micliael J. Fox og Joan Jett í ágætu fjölskyldudrama í í sviðs- Ijósinu. Dömupeysur, herrapeysur barnapeysur dömublússur frá Oscar of Vestur-þýskar dömubuxur frá Gardeur Nýjasta hausttíska -mmm > y -1- PRJÓNASTOFAN Uduntu Opið daglega kl. 9-6 og laugardag 10-4. HF VERSLUN VIÐ NESVEG Þú ert öruggur með Atlas Copco FYRIRLIGGJANDI í VERSLUN OKKAR: Loftþjöppur, lofthamrar, handverkfæri, borstál, borkrónur, málningarsprautur, sandblásturstæki, loftstýribúnaður, loftstrokkar og margtfleira. Fullkomin varahluta- og viðgerðarþjónusta. EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI: % LANDSSMIÐJAN HF.)^> Verslun: Ármúla23 - Sími (91)20680
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.