Morgunblaðið - 24.09.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.09.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987 21 götum, í verslunum eða á öðrum vinnustöðum. Ég hef enn ekki haft spurnir af menningarþjóð sem hefur afsalað sér menning- arlegu sjálfstæði með þeim hætti sem íslenska ríkið hefur gert með stofnun og rekstri „rásar tvö“. Til að fínna sambærilegt ástand varðandi útvarpsrekstur og aðstæður á tónlistarmarkaði verður að leita út fyrir Evrópu, til landa eins og Puerto Rico, Kenya, Srí Lanka, Filippseyja og Túnis, en í síðastnefnda ríkinu koma áhrif hins gamla vemdarríkis Frakklands í stað engilsaxneskra áhrifa í hinum löndunum. En jafnvel í þessum löndum verða þeir sem vilja h'iýða á tónlist á götum úti að bera með sér ferðatæki og hafa heymartól á eymnum. Jafnvel á torginu fyrir framan forsetahöllina í Manila mundi kaupmönnum ekki leyfast að halda popptónleika daginn út og daginn inn eins og hér gerist við Lækjartorg. Hver er réttur þinn? í lögreglusamþykkt Reykja- víkur er kveðið svo á að enginn megi hafa í frammi hávaða eða ofsalegt eða móðgandi háttarlag sem ónáðar vegfarendur, við- stadda eða þá sem búa í nágrenn- inu. Þá er og bannað að raska næturró manna og hafa nokkuð það að sem veldur ónæði (samþ. nr. 2(1930, 3. og 4. gr.). Þetta ákvæði er eldra en svo að það geri ráð fyrir hjómflutnings- tækni nútímans eða að hljómlist geti hljómað sem hávaði. í nýrri lögreglusamþykkt eru ákvæði í meira samræmi við að- stæður nú á dögum. Þannig er samkvæmt lögregiusamþykkt Norður-ísafjarðarsýsiu óheimilt að þeyta hátalara eða hafa hljóm- flutningstæki svo hátt stillt að það valdi ónæði eða truflun (samþ. nr. 387/1986, 4. gr.). Sam- hljóða ákvæði er í lögreglusam- þykkt Bolungarvíkur nr. 158/1987 og í Kópavogi getur lögreglan bann- að notkun magnara, hljómflutn- ingstækja eða sambærilegs búnaðar, ef sýnt þykir að slíkt valdi ónæði. Að öðru leyti eru m.a. ákvæði um háreysti og hávaða- mengun í lögum nr. 109(1984 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, lögum nr. 35/1980 um Heymar- og talmeinastöð íslands, lögum nr. 46/1980 um búnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, 20. kafla heilbrigðisreglugerðar nr. 45/1972 og reglugerð um hávaðavamir á vinnustöðum og heymareftirlit. Ákvæði þessi miða að því að dregið verði úr eða komið í veg fyrir heilsu- spillandi hávaða og hávaða til óþæginda. Langtímamarkmið reglnanna um hávaðavamir em að hávaði á vinnustöðum verði undir 85 desibelum eða svo lítill sem kost- ur er. Um umhverfíshávaða hafa ekki verið sett viðmiðunarmörk, en erlendis em viðmiðunarmörk fyinr umhverfíshávaða víðast hvar 45—55 desíbel. Árið 1980 mældust 63—69 desíbel í nálægð Reykjavík- urflugvallar og 1976 72—96 desíbel víða í borginni. Niðurstöður hávaða- og heymarmælinga benda ekki til þess að tónlistarflutningur hafí í för með sér heymarskerðingu. Þegar skráðum ákvæðum sleppir taka við óskráðar reglur grenndar- réttar. Menn mega ekki viðhafa neitt það á eign sinni sem valdið getur nágrönnum meiri óþæg- indum eða ónæði en almennt gerist og við er að búast. Af einhveijum ástæðum virðist þeim sem eiga að gæta laga og réttar fallast hendur gagnvart tón- listarhávaða á almannafæri og má vera að skýringanna sé að nokkm leyti að leita í því hve ófullkomnar og ónákvæmar lagareglur em á þessu sviði. Ég mun engan dóm leggja á það í þessari blaðagrein hvemig beita beri framangreindum lagareglum við það athæfí sem ég hef gert að umtalsefni hér að framan. Hinsveg- ar vil ég ekki víkjast undan að ræða nokkur atriði varðandi al- mennt siðferði og umgengnisreglur svo og ýmis hagnýt álitaefni til íhugunar fyrir þá sem hlut eiga að máli. Háreysti og siðferði Það mun nú vera almennt álit lækna að tónlist, jafnvel hávær, skaði ekki heym manna, en þótt hávær tónlistarflutningur valdi þannig ekki líkamlegu heilsutjóni ber þess að gæta að annarskonar hávaði, einkum vélahljóð, geta vald- ið heymarskemmdum og hávær tónlist, sem reynt er að láta yfír- gnæfa vélahljóð á vinnustöðum og umferðargný, er áreiðanlega ekki til heilsubótar. Alkunna er og að andleg vanheilsa er engu léttbærari en líkamleg. Hverskonar hávaði getur valdið andlegri vanlíðan af ýmsu tagi. Hávær tónlistarflutning- ur getur valdið þeim sem á hlýða leiða og ógleði og staðið mönnum fyrir svefni. Tónlist, þótt ekki sé hávær, getur valdið skapraun. Öll tónlist hefur merkingu eins og önn- ur list. Sum tónlist er góð og göfgandi önnur lágkúruleg og höfð- ar til lægstu hvata. Sum tónlist er eins og leirburður í skáldskap og klessuverk í myndlist. í ísrael er tónlist Wagners útlæg af hug- myndafræðilegum ástæðum. Það sem einum er andstyggð vekur öðr- um gleði. Þegar vinsælt dægurlag hefur verið flutt nógu oft og lengi em flestir orðnir leiðir á því og sumir hafa fengið ofnæmi fyrir því. Sem betur fer fer slíkt lag venjulega úr umferð þegar svo er komið. Verra er þegar einhver teg- und tónlistar vekur mönnum leiða eða menn fá ofnæmi t.d. fyrir sin- fóníum eða popptónlist. Hveijum óspilltum manni hlýt- ur að vera ljóst að það er andstætt góðu siðferði að skap- rauna náunga sínum með því að viðhafa það sem vekur honum andstyggð og hugraun i návist hans. Sú skoðun nýtur nú alþjóð- legrar viðurkenningar að vinnandi menn eigi rétt á að þannig sé búið að þeim á vinnustað að þeir þurfí ekki að þola meiri hávaða en nauðsynlegur er vegna vinnunnar. Ég verð að játa að við ber að ég komist í það skap að ég vilji hlusta á háværa tónlist, jafnvel tónlist af því tagi sem ég hef farið heldur niðrandi orðum um í þessari grein. Ég get hins vegar ekki gert ráð fyrir að eins sé ástatt um heimilis- fólk mitt og nágranna og læt því ekki eftir löngun minni nema ég sé einn heima og gæti þess að hljóð- ið berist ekki til granna minna því að ég tel engan hafa leyfi til að neyða aðra til að hlýða á eigin tónleika. Enginn borgari getur átt rétt á því að helga sér opin- ber torg og götur með því að varpa yfir þær hljómlist að sínum geðþótta. Það nær auðvitað engri átt að kaupmenn komist upp með að ónáða vegfarendur og þá sem búa og starfa í nágrenni búða þeirra með því að útvarpa háværri og/eða hvimleiðri tónlist. Jafnvel þótt flutningur geti ekki talist hávær kann að vera illbærilegt fyrir nágranna að þurf að hafa hvim- leiða tónlist látlaust í eyrum, e.t.v. dögum, vikum og mánuðum saman svo sem gerist víða í hjarta höfuðborgarinnar. Eigendum fyrir- tækja er hinsvegar í sjálfsvald sett að flytja þá tónlist innan dyra sem þeim sýnist, enda sé það starfs- mönnum þeirra að meinalausu. Það kemur svo eins og af sjálfu sér að viðskiptavinirnir gera sér ekki óþörf erindi í fyrirtæki þar sem þeir mæta ógeðfelldu viðmóti. Margir virðast álíta að þar sem meirihluti starfsmanna vill hlusta á útvarp verði minnihlutinn að lúta í lægra haldi samkvæmt grunnreglu lýðræðis, en þetta er hinn mesti misskilningur. Vegna vinnunnar rekur enginn nauður til að haldið sé uppi tónlistarflutningi á vinnu- stöðum. Einn hópur manna á engan rétt á því að kúga minnihlutann með þessum hætti, hvorki á vinnu- stað né annars staðar. Um opinberar stofnanir gildir nokkuð öðru máli en um einkafyrir- tæki. Þær eru reknar í umboði allra samfélagsþegnanna og þangað eiga menn nauðsynjaerindi. Starfs- menn hins opinbera hafa ekkert umboð til að halda opinbera tón- leika í opinberum stofnunum umbjóðendum sínum til skap- raunar þegar þeir eiga þangað erindi. Hér gildir líku og um hávaða á götum úti, auk þess sem hver óspilltur maður hlýtur að skynja og skilja hversu óviðeigandi og óviðfelldið það er að láta glymja tónlist, sem mörgum er ógeðfelld og er allt annað en þjóðleg, í opinberum stofnunum þar sem fjallað er um málefni borgar- anna. Strætisvagnar og langferða- bílar eru hafðir til fólksflutninga á vegum sveitarfélaga eða með sérleyfi. Vegna einokunar eiga menn ekki margra kosta völ ef þeir verða að sniðganga þessi almenningsfarartæki, sem sum eru rekin að meira eða minna leyti fyrir fé almennings. Ekki verður betur séð en að það séu óskir bílstjóranna sem ráða því að bílarnir eru búnir hljómflutn- ingstækjum sem jafnan eru þannig stillt að farþegarnir hafa ekki annað en óminn og óþægind- in og heyra ekki orðaskil þá sjaldan hlé verður á sönglist. Sama máli gegnir um ýms veit- ingahús þar - sem ómur frá útvarpi berst inn í veitingstof- umar úr eldhúsum. Þeir sem reka þessi flutninga- og þjón- ustufyrirtæki mættu hugleiða þekkt dæmi um rekstrarörðug- leika SAS flugfélagsins og viðbrögð við þeim. Fyrir fáeinum árum tók við störfum nýr stjóm- arformaður sem treyst var til að bæta bágan fjárhag félagsins. Sjúkdómsgreining hans var að fyrirtækið væri rekið með áherslu á óskir og hagsmuni starfsmanna í stað viðskipta- manna. Nýi formaðurinn sneri þessum áherslum við og síðan hefur fyrirtækið blómgast sem aldrei fyrr. Það þarf auðvitað ekki að fara mörgum orðum um þá fúl- mennsku að leyfa fólki ekki að enda æfina í ró á heilbrigðis- stofnunum hins opinbera. Réttarbætur Standist það sem haldið hefur verið fram hér að framan er ljóst að upp er kominn vandi sem þarf að leysa úr með þjóðfélagsreglum. Auðvitað verða þeir sem hafa yndi af hverskonar tónlist að hafa tæki- færi til að njóta hennar, en vel að merkja, án þess að gera öðrum lífið leitt sem ekki eru sama sinnis. Jafn- Ijóst er að siða- og kurteisisreglur duga ekki einar sér vegna vanþró- unar þjóðarinnar á þeim sviðum. Almennar reglur, settar áður en hinn sérstaki vandi, sem hér hefur verið lýst, kom upp, duga skammt. Hér þarf að koma af stað al- mennum umræðum og vakningu líkri þeirri sem setti tóbaks- reykingamönnum stólinn fyrir dyrnar að eitra andrúmsloftið fyrir samborgurum sínum. Síðan þyrfti að fylgja skynsamleg löggjöf sem veitti löggæslumönnum og öðrum eðliiegt svigrúm til að framkvæma reglur eins og hæfír í lýðræðisþjóð- félagi. 1. gr. laga um hljóðmengun gæti hljómað eitthvað á þessa leið: Óheimilt er að hafa hljóm- flutningstæki, gjallarhorn, útvarpsviðtæki eða önnur slík tæki svo hátt stillt að valdi ná- grönnum eða vegfarendum ónæði eða truflun. Síðan mætti setja einstök nánari ákvæði sem kvæðu á um rétt meiri og minni hluta á vinnustöðum, um almenningsvagna, fjölbýlishús, op- inberar stofnanir, sundstaði, íþróttasvæði o.s.frv. Sveigjanleg ákvæði þyrfti að setja um hljóm- leikahald undir berum himni o.fl. Að hluta til væri eðlilegast að hafa þessar reglur í lögreglusamþykkt- um og gætu Kópavogs- og ísafjarð- arsamþykktimar þar verið til fyrirmyndar. En engin löggjöf er þess megnug að koma því til leið- ar sem einbeitt samtök almenn- ings og eindregið almenningsálit megna. Kyrrð og ró sem auðsuppspretta Þeir sem mestu valda um þann leiða borgarbrag sem lýst hefur verið eru atvinnurekendur sem eiga allt undir viðskiptavild. Þeir sem annast rekstur almenningsvagna mættu íhuga hversu margir snið- ganga vagnana vitandi eða óaf- vitandi vegna hávaðans. Bóksalar eiga mikið' undir viðskiptamönnum sem reika um bókabúðimar, skoða bækur og falla fyrir freistingum sem á vegi þeirra verða á þessari vegferð. Hætt er við að margir þessara manna fælist frá þegar gjallarhorn leynast á bak við súlur og hllur. í Bandaríkjunum, þaðan sem sagt er að hávaðamenningin sé ættuð, hafa stórfyrirtæki sál- fræðinga á sínum snæmm, sem velja tónlist til að skapa hljómrænan bakgrunn í verslunum, skrifstofum og verksmiðjum með það fyrir aug- um að auka vellíðan starfsmanna og viðskiptamanna, örva afköst og auka viðskipti. Ekki þarf að taka fram að sú tónlist sem álitin er hæf í þessu skyni er ólíkt ljúfari og áheyrilegri en sú ruddalega og ögrandi tónlist sem oftast berst úr gjallarhomi íslenskra fyrirtækja. E.t.v. væri ómaksins vert fyrir einhvern verslunareigandann að fjarlægja allt sem ylli hávaða úr verslun sinni og auglýsa ræki- lega að þar gætu menn verslað í friði og ró og algerri þögn. Margir sem eiga leið fram hjá hljómplötuverslunum og fata- verslunum gera sér ekki grein fyrir að verslanir þessr selja hljómplötur með margskonar vandaðri tónlist og vönduð og falleg föt. Utan á sumum þessara verslana hanga gjallarhorn og úr þeim berst tónlist sem vekur þá hugmynd að fyrir innan sé ekkert að hafa annað en þvegnar gallabuxur og poppsnældur. Hvað skyldu kaupmenn hafa orð- ið af miklum viðskiptum af þessum sökum? Og hversu oft ber við að atvinnurekandi missir góðan starfsmann sem ekki end- ist til að sitja allan daginn og dag eftir dag undir óþægilegum og þreytandi hávaða við vinnu sína? Hversu mikil orka skyldi fara til spillis í að standast það álag, sem ella nýttist í afköstum? Margir þeir sem telja sig ekki geta verið án þess að hafa háværa tónlist stöðugt í eyrum gætu auð- veldlega fullnægt þörf sinni án þess að kveðja jafnframt viðskiptamenn sína og samborgara með þvi að nota smáviðtæki eða segulbands- tæki með heymartólum. Þetta á t.d. við um iðnaðarmenn, sem vinna við viðhald húsa, og bíleigendur við bílþvott í íbúðarhverfum. F erðaútvegnrinn Erlendir ferðamenn koma fæstir til íslands til að „hella sér út í skemmtanalífíð". Til þess eru þeim aðrir staðir tiltækari. Hinn dæmi- gerði ferðamaður kemur frá meginlandi Evrópu, talar þýsku eða frönsku og hefur, auk náttúruskoð- unar, áhuga á að kynnast íslensku þjóðlífi, bragða íslenskan mat, heyra þjóðlega tónlist og yfírleitt að kynnast og upplifa það sem er frábrugðið í íslenskum þjóðháttum. Sú þjóðlífsmynd sem fjölmiðlar og ýmsir ferðaútvegsmenn leit- ast við að draga upp fyrir þessu fólki getur sannarlega ekki til kynna að hér búi gömul menn- ingarþjóð með rika sagnahefð, miklu fremur einangruð, rótslit- in hálfnýlenduþjóð með van- metakennd. Menningarstef na Þeirri spurningu hafa aldrei verið gerð viðhlýtandi skil hvaða nauður rak til stofnunar afþreyingarrásar Ríkisútvarpsins og margir spyija hvað tilgangi hún eigi að þjóna eft- ir að nýfijálshyggjustöðvarnar eru teknar við hlutverki hennar. Því er líkast sem ríkisvaldið sé að reyna að draga þjóðina í dilka, annan þar sem menn eigi að lifa á eintómu andlegu léttmeti en hinn fyrir þá sem blandað fóður hæfir. Enginn maður getur lifað til lengdar ein- göngu á kaffi og vínarbrauði og enginn heldur andlegum þrifum til lengdar á afurðum afþreying- arrásanna. Það hlýtur líka hver maður að skilja sem skilja vill að það getur ekki verið hlutverk íslenska ríkisins að þylja ameríska (og enska) poppmúsík yfir lands- lýðnum allan sólarhringúm, ár út og ár inn. Það er eins og forráða- menn útvarpsins álíti að íslend- ingar þoli ekki að sjá kvikmynd eða hlusta á lag nema með ensk- um texta og að venjulegt fólk hafi svo einhæfan tónlistar- smekk að það geti ekki notið nema skemmtitónlistar af sér- stakri tegund. Svo undarlega vill til að þegar þetta sama fólk fer á sjó eða spítala biður það um allt annarskonar tónlist í óska- lagaþáttum þessa sama ríkisút- varps. Það sama fólk, sem sagt er horfa á bláar ofbeldismyndir og ekki hlusta á annað en pönk og rokk, fyllir leikhús og óperuhús kvöld eftir kvöld þótt fjarri fari því að allt sé léttmeti sem leikhúsin sýna. Vandaðar kvikmyndir frá Frakklandi, Rússlandi og Japan vekja slíkan áhuga á kvikmynda- hátíðum að aðgöngumiðar seljast upp á sumar sýningar löngu fyrir sýningardag. Það er svo eins og hver önnur bábilja ef menn halda að ekki þýði að flytja lag í útvarp nema með enskum texta. Mér er til efs að þeir sem hafa mest dá- læti á poppmúsík séu þeir sem best eru heima í móðurmáli Shakespear- es. Textar dægurlaga eru að jafnaði aukaatriði og boðskapurinn sjaldan svo burðugur að hann megi ekki missa sín, enda komast söngtextar sjaldnast til skila í útvarpi. Víst er að á tónleikum matvörukaupmanna og langferðabílstjóra heyrast ekki orðaskil. Það ætti að vera stjórnendum útvarpsstöðvanna nokkurt umhugs- unarefni að efni sem einungis höfðar til 10% þjóðarinnar getur þó safnast 25.000 mansn að við- tækjunum, og mér hefur verið sagt að von um mun minni hlustun standi því ekki í vegi að efni sé flutt í ' utvarp eða sjónvarp erlendis. Á einhverri útvarpsrásinni er dagskrárliður sem nefnist „Lög frá ýmsum löndum" en sker sig í raun ekki úr. Ef sljórnendur einhverr- ar stöðvarinnar tækju sig til og flyttu fjölbreytta dagskrá með margbreytilegri tónlist frá ýms- um timum, þjóðum og menning- arsvæðum i ýmsum málum með góðum kynningum kæmi mér ekki á óvart þótt vinsældir henn- ar ykjust um allan helming og þar með auglýsingatekjur, en þá mundu hinar auðvitað verða að fylgja á eftir. Yrði þá ólíkt bæri- legra að búa við hljómleika bílstjóra og kaupmanna þótt ekki tækist að hafa þá ofan af kaupbætisviðskipt- um að sinni. Þeir sem mögnuðu þann draug sem nú gengur aftur og bera ábyrgð á ástandinu eru nú loks famir að óttast afleiðingar gerða sinna. Þeir virðast þó ekki sjá annað ráð en að efla íslenska dagskrárgerð, og er það auðvitað góðra gjalda vert að því marki sem slík aðferð kemur að gagni. Hins vegar mætti með minni tilkostnaði mikið bæta úr með stóraukinni fjölbreytni í efnisvali. Hvers vegna ekki að kynna alþýðu- og skemmtitónlist frá ýmsum heimshlutum, og fá þá sem til þekkja til að útskýra það sem lætur annarlega í eyrum við fyrstu kynni. Óperutónlist er að langmestu leyti alþýðleg skemmtitónlist og þarf ákaflega lítið til að gera hana að- gengilega. Létt dagskrá af þessu tagi ásamt skemmtilegri og þjóð- legri dagskrárgerð mundi gjörbreyta yfirbragði menning- arlifsins eins og það birtist i starfsemi ljósvakamiðlanna. Að lokum Megintilgangur minn með þess- um skrifum er að koma af stað umræðum um mál sem mér virðist snúast um ljótan blett á þjóðlífinu. Ég hef ekki velt upp öllum hliðum málsins, t.d. ekki þeim spaugilegu og grátbroslegu, og tel mig ekki hafa sagt allt sem sagt verður um málið. Ég eftirlæt öðrum að segja það sem ósagt er og leiðrétta það sem kann að vera missagt. Þannig vona ég að menn finni hvöt hjá sér til skoðanaskipta og að sú umræða verði málefnalegri en vant er og leiði til þess að umgengnismenning þjóðarinnar komist á hærra stig. Höfundur er borgardómari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.