Morgunblaðið - 04.10.1987, Side 47

Morgunblaðið - 04.10.1987, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987 47 Nýja Maginot- línan Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Jon Connell: The New Maginot line. Secker & Warburg 1986. Frakkar jusu óhemju fjármagni til virkisgerða á landamærum Frakklands og Þýskalands fyrir heimsstyijöldina síðari. Þeir treystu á hátækni í styijaldarrekstri við gerð þessa mannvirkis. Virkin áttu að tryggja öryggi Frakklands við þýska innrás. Svo braust síðari heimsstyijöldin út og virkin voru mönnuð, en komu ekki að neinu haldi, Þjóðveijar hundsuðu þau og réðust inn í Frakkland framhjá þessum rammefldu, tæknibúnu virkjum. Jon Connell er fréttaritari Sunday Times í Washington, sér- grein hans varnarmál. Inntak þessarar bókar hans eru varnarmál á villustigum. Hann telur að óhemju fjármagni sé varið til hermála og vamarmála, en spyr hvort öll þessi eyðsla komi að gagni, ef stytjöld brytist út. Connell sýnir fram á, að miklu af fjármagninu sé varið til kaupa og uppsöfnunar óhentugs búnaðar, sem hann telur að komi að litlum eða engum notum ef til styijaldar drægi. Talsverður hluti þessa vopnabúnaðar sé gagnslaus. Ýmiss konar rafeindatæki eru al- gjörlega misheppnuð, en þau kosta of fjár. Connell telur upp dæmi um slíkan búnað sem hafi verið beitt við heræfingar og nefnir í því sam- bandi ýmsa kátlega atburði, eins og þegar eitt af þessum tækni- undrum lýsti stríði á hendur nokkrum salernisskúrum og_ annað sem gerði engan greinarmun á skriðdreka og kletti. Connell telur að oftrú manna á tækninni sem slíkri, ekki ólíkt furðuhugmyndum frumstæðra þjóða, t.d. um örtölvubyltinguna, sem talin er munu leysa öll vanda- mál innan fárra ára. Þessi síbemska afstaða minnir einnig á viðhorf og tal pólitíkusa um „líftæknina", sem þeir fjasa endalaust um, án þess að hafa hug- mynd um hvað hugtakið líftækni merkir. Connell álítur að mikið skorti á að áhrifamenn innan NATO geri sér alvöru þessa ástands fylli- lega ljósa. Hann telur að notkun kjarnorkuvopna í varnarskyni sé óraunsær úrkostur og að stjömu- stríðsáætlanir Reagans séu vísinda- órar. Eftir Challenger-sllysið og Chemobyl ætti mönnum að vera ljóst, að kjarnorka er ekkert svar við orkuþörf mannkynsins og allt tal um leiðsögn tæknikratanna og kjamorkuvísinda feli í sér útþurrk- unarhættu alls lífs hér á jörðu. Höfundurinn sýnir ljóslega fram á að tæknikratar ráði ekki við þau öfl sem þeir hafa leyst úr læðingi, fremur en lærisveinn galdramanns- ins í Grimms-ævintýmm og að þeir geti leyst pólitísk vandamál sé fá- ránlegur hugarburður. Með því að halda áfram fjáraustri samkvæmt ráðleggingum tæknikratanna myndu vestræn ríki verða gjald- þrota innan tíðar. Connell telur brýna nauðsyn á nýjum viðmiðun- um, m.a. með því að láta tækniæv- intýri og vísindaskáldsögur lönd og leið og byggja meira á kenningum von Clausewitz og raunsærra her- fræðinga og herforingja. Eins og nú hagar til eiga Vesturveldin mun betri og geðþekkari stöðu í alþjóða- málum og með því að beita því forskoti sem þar er má gera allan sovéskan áróður marklausan. Conn- ell telur að það beri að leggja meiri áherslu á hefðbundna hemaðar- tækni, Vesturveldin eigi þar auðveldan kost. Þessi bók Connells er skrifuð af mikilli þekkingu á viðfangsefninu og raunsæju mati á stöðunni nú. dömufatnaður..! barnafatnaður..!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.