Morgunblaðið - 06.10.1987, Page 37

Morgunblaðið - 06.10.1987, Page 37
h MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987 37 Heimildasafn um útgerðarstaði: íbúafækk- un í útgerð- arplássum Byggðastofnun hefur unnið upplýsingasaf n um atvinnulíf 55 sveitarfélaga með 200 ibúa eða fleiri, þar sem sjávarútvegur er aðalatvinnugrein eða er mikil- vægur á landsmælikvarða. í ritinu eru upplýsingar um þróun byggðar og atvinnulífs i sjávar- plássum frá 1980. „Fjallað er ítarlega um sjávarútveginn og þátt hans í þróuninni á tímum miklilla breytinga í stjórnun fiskveiða“, eins og segir í kynn- ingu á bókarkápu. Auk formála og inngangs geymir heimOda- safn þetta þijá efniskafla: 1) Stjórn fiskveiða, 2) Sjávarútveg- ur og byggðaþróun og 3) Útgerðarstaðir (upplýsingar um einstök sjávarpláss). I aðfararorðum segir að að „sjávarútvegur sé alls staðar mikil- væg atvinnugrein sem undirstaða útflutningsframleiðslunnar. Hann hefur reynst vera traustasta stoðin í frumframleiðslu og úrvinnslu (iðnaði) hér á landi...“. A_ hinn bóginn segir ennfremur: „í um- fjöllum um einstaka útgerðarstaði hér á eftir kemur í ljós að tilhneig- ingin til stöðnunar og jafnvel íbúafækkunar er mest á stöðum með hátt hlutfall starfa í sjávarút- vegi. Á sama hátt sést að íbáfjöldi staða með stór þjónustusvæði en lágt hlutfall starfa í sjávarútvegi fer vaxandi jafnvel þótt hlutur sjávarútvegs fari minnkandi". í lok árs 1986 fól ríkisstjómin Byggðastofnun að gera úttekt á ástandi atvinnumála í þeim sjávar- plássum, sem höllustum fæti virtust standa og sótzt höfðu eftir nýjum skipum eða auknum fískafla eftir öðrum leiðum. Niðurstaðan varð síðan að safna saman hlið- stæðum upplýsingum um atvinnu- mál allra íslenzkra sjávarútvegs- staða með 200 íbúa eða fleiri. í ritinu er m.a. að fínna upplýs- ingar um íbúaQölda, ársverk í sjávarútvegi, almennar tekjur í samanburði við landsmeðaltal, er- lent vinnuafl, tekjur sveitarfélaga, veiðikvóta, afla og ráðstöfun hans. XJöfðar til XAfólksíöllum starfsgreinum! 17% meira bil á milli sœta Vlð höfum fcekkað sætum, til þœginda fyrir farþega okkar. ’ —

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.