Morgunblaðið - 29.10.1987, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 29.10.1987, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1987 23 Einar Hákonarson: Kærir til RLR sölu á verkum sínum framhaldi af því gróðurkortagerð af öllum landshlutum. 3. Efla þarf fræðslu um um- hverfísmál og vistfræði í skólum landsins og fjölmiðlum. 4. Efla þarf sérstaklega fræðslu um umhverfísmál og vistkerfí í bændaskólum og garðyrkjuskólum landsins. 5. Efla þarf rannsóknarþáttinn í þágu gróðureflingar bæði hjá Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins, Landgræðslunni, og við tilrauna- stöð Skógræktar ríkisins að Mó- gilsá. 6. Endurskoða þarf áhersluatriði í menntun og fræðslu ráðunauta á vegum búnaðarfélaganna, svo þeir viti allt um vistkerfí, samhengi og þjóðarhag. 7. Auka þarf útgáfustarfsemi og fræðslu um þessi mál, svo aðgengi- leg verði og áhugaverð fyrir alla aldursflokka, allt frá bömum á for- skólaaldri og upp úr. 8. Stórauka þarf tijáplöntufram- leiðslu með áherslu á góðar og sterkar plöntur og koma á fram- færi fræðslu um meðferð ung- plantna. 9. Koma þarf á skattaívilnunum til þeirra einkaaðila sem leggja í meiriháttar kostnað vegna land- bóta/skógræktar. 10. Styðja þarf vel við bakið á þeim bændum sem búa í héruðum sem eru vel fallin til skógræktar í stórum stíl, og vilja sinna slíkri ræktun, svo þeir geti vel við unað. 11. Fylgjast þarf vel með öllum tækninýjungum í tijá- og skógrækt svo afköst geti orðið meiri. í framhaldi af þessum óskalista eru hér tilgreind gildandi lög sem þarf að endurskoða og breyta og tilvitnum tekin úr framtíðarkönnun- inni um landnýtingu til aldamóta: 1. Lög um náttúruvemd 2. Lög um skógrækt 3. Lög um afréttarmál og fjallskil 4. Lög um girðingar 5. Ábúðarlög 6. Jarðalög 7. Jarðræktarlög Þessi lög þarf m.a. að samræma og sníða eftir breyttri landnýtingu svo að hagsmunir allra viðhorfa til landnýtingar njóti jafnréttis. Sam- ræma þarf störf skógræktar, landbúnaðar og landgræðslu og hagnýta betur þá þekkingu sem til er og það takmarkaða fjármagn sem er fyrir hendi. Við sem búum hér verðum auð- vitað að nýta auðlindir okkar, annað er innantómt hjal, og við eigum geysilegar auðlindir, við erum rík á því sviði eins og svo mörgum öðr- um, ríkari en flestar þjóðir heims. Eiginlega emm við forréttindaþjóð á heimsmælikvarða þegar tekið er tillit til þess að gildismat á auðæfum er mjög að breytast. Við höfum hreint vatn og nóg af því. Það eru gífurleg forréttindi. Við höfum hreint loft, margir eiga því ekki að fagna. Sumir þurfa að anda að sér menguðu lofti og stundum hættulegu. Jarðvegur okkar er að vísu rýr, og rýmar enn ef við snúum ekki vöm í sókn, en hann er ekki meng- aður, það er mikil auðlegð sem eykst ef okkur tekst vel til. Þetta vitum við öll mæta vel, en þurfum að íhuga betur og af alúð, koma vel fyrir okkur orði, nýta þá rökrænu hugsun sem guð gaf, horfa fram á veginn og vera bjartsýn. Þá getum vð hrint af stað átaki með þátttöku allrar þjóðarinnar. En stjómvöld verða að hafa for- ystuna, marka stefnuna og skipu- leggja vinnubrögð svo sem við verður komið. Höfundur er formaður Skógrœkt- arfélags íslands. — Greinin er byggð á erindi, sem flutt vari ráðstefnu „Lífs og lands" 27. sept sl. EINAR Hákonarson, myndlistar- maður, hefur kært tíl Rannsókn- arlögreglu rikisins að eftírprent- anir af grafíkmyndum eftír hann voru seldar á uppboði hjá borgar- fógeta í Reykjavík og komust þannig í sölu hjá verslun í Mos- fellsbæ. Nú hefur komið i ljós að um er að ræða ljósmyndir af grafikmyndum sem voru gerðar tíl kynningar á verktun Einars, en ekki ætlaðar til sölu. Listamiðstöðin, sem áður hét Gallerí Lækjartorg, seldi myndir eða leigði, þar á meðal grafíkmynd- ir eftir Einar. Jóhann G. Jóhanns- son, sem rak fyrirtækið, ákvað að myndimar skyldu ljósmyndaðar og settar í möppu, svo hægt væri að kynna verkin. Teknar vora þijár ljósmyndir af hveiju verki. Einar sagði í samtali við Morgunblaðið að það hafí verið gert í samráði við sig, en ljósmyndimar hafí aldrei verið ætlaðar til sölu. Jóhann G. Jóhannsson segir, að fyrirtæki hans hafí lent í rekstrar- erfíðleikum um áramót 1984-1985 og þá hafi veríð ákveðið að safna hlutafé og reyna að kaupa hús- næðið við Lækjartorg. „Við gerðum tilboð í húsnæðið, en voram dregn- ir á svari og því bættist enn við erfiðleikana," sagði Jóhann. „Áður en okkur tókst að safna hlutafé braust eigandi húsnæðisins inn og fjarlægði allar eigur fyrirtækisins, án þess að hafa útburðarheimild. Eigumar vora allar settar í gám, þar á meðal ljósmyndimar, og ég kærði þennan atburð til lögreglunn- ar. Málið var að þvælast í kerfínu í langan tíma og loks var húseig- andanum gert að skila gáminum til borgarfógeta, enda lágu þá fyrir kröfur í bú fyrirtækisins. Þegar borgarfógeti fékk gáminn óskaði ég eftír að fá að skoða innihald hans, enda vora þar munir sem fyrirtækið átti ekld. Áður en mér gafst tækifæri til þess var búið að selja innihald gámsins á uppboði. Það er því ekki við mig að sakast að myndir þessar skuli nú hafa verið til sölu,“ sagði Jóhann. Einar Hákonarson sagði, að þó svo að ekki væri um eftirprentanir að ræða, þá hefði hann ekki gefíð leyfi til að myndir sínar væra flöl- faldaðar með sölu í huga. Höföar til .fólks í öllum starfsgreinum! í lægstu stöðu rennur pallurinn um öll dyraop Með einu handtaki má hækka eða lækka vinnupallinn BRIMRASAR - innivinnupallarnir auka öryggi og afköst Takmarkað magn BRIMRÁSAR - innivinnupalla með 30% afslætti Við bjóðum upp á níðsterka, létta og meðfærilega innivinnupalla úr áli. Þeir eru á hjólum og í neðstu stöðu renna þeir auðveldlega um öll dyraop. Einn maður getur á þægilegan hátt hækkað hann eða lækkað með einu handtaki. BRIMRASAR - innivinnupallarnir eru viðurkenndir af Vinnueftirliti ríkisins, enda eru þeir bæði sterkir og öruggir. Nú bjóðast BRIMRÁSAR - innivinnupallarnir á verði sem verður ekki endurtekið. Komdu við hjá okkur í Kaplahrauninu og gerðu góð kaup áður en það verður um seinan, því birgðirnar eru takmarkaðar. Mesta Þyngd " ^Lerð ' Verð vinnuhæð áður / nú 5m 50kg i___ 45.522.-SiRr. VELDU VANDAÐ - VELDU BRIMRÁS VINNU EFTIRll I RlKISINS Sendum I póstkröfu Kaplahrauni 7 Haínaiíirði, simi 651960 -s
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.