Morgunblaðið - 15.11.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.11.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1987 GRÆNLAND ÍSLAND NOREGUR NORÐUR AMÉRÍKA ISKOTLAND 2005: Eigum við að skella okkur til New York ? Lega umferðaræðar milli Evrópu og N-Ameríku skv. hugmyndum Frank P. Davison Morgunblaðió/ GÓI Framtíðarsýn um samgöngfur: Neðansjávargöng tengi Is- land við Evrópu og Ameríku SVO kann að fara, að íslendingar þurfi ekki eingöngu að reiða sig á skip eða flugvélar til að kom- ast á milli landa í framtíðinni. í árbók „Encyclopædia Brit- annica“ 1988, um „Vísindi og framtíð“ eru reifaðar hugmyndir um neðansjávargöng yfir Atl- antshafið, frá Labrador um Grænland og Island til Skotlands og Noregs. Þessi framtíðarsýn er þar siður en svo talin óraun- hæf í náinni framtið og er i því sambandi vitnað til stórstígra framfara í borunartækni á und- anförnum árum og áratugum. í sérstökum kafla um jarðgöng er rakin þróunin í þessum efnum og meðal annars vitnað til árangurs Japana varðandi Seikan-göngin milli eyjanna Honshu og Hokkaido. Einnig er rakin undirbúningur við hönnun jarðganga undir Ermar- sund, milli Englands og Frakklands, og bent á þá samgöngubót sem sú framkvæmd hafi í för með sér. 'Þá segir í greininni að enginn vafi sé á stórauknum umsvifum varðandi hönnun og notkun jarð- ganga og neðansjávarganga í framtíðinni. Þegar sé farið að tala um að tengja saman með þessum hætti Danmörku og Svíþjóð, Spán og Norður-Afríku, Sikiley og Ítalíu og Japan og Suður-Kóreu. Tækni- þróunin eftir stríð geri það að verkum að sífellt færri þurfi til að vinna við slíkar framkvæmdir og ekki sé óraunhæft að gera ráð fyr- ir að hægt verði að smíða ómannað tæki til þessara verka. Vitnað er í hugmyndir Frank P. Davidson hjá Tækniháskólanum í í DAG er aldursforseti íslenskra listamanna, Finnur Jónsson, 95 ára. Finnur er fæddur á Strýtu í Ham- arsfirði 1992 en fór ungur í gull- smíðanám til Reykjavíkur og síðan í myndlistamám. Á námsárum sínum í Þýskalandi um og eftir 1920 kynntist hann framúrstefnu- listamönnum, sem síðan áttu eftir að verða frægir og sjálfur varð Massachusetts um lofttæmd göng undir Atlantshafi eða rás sem sökkt er á hafsbotn, sem flutt gæti fólk og varning á 3.200 km hraða á klukkustund milli London og New York. „Hugmyndir þessar kunna að virðast óraunhæfar í dag, en hveijum datt í hug undir lok sjötta áratugarins, að menn myndu ganga á tunglinu tíu ámm síðar?“ er spurt í lok kaflans. Finnur þátttakandi í þeirri hreyf- ingu og aflaði það honum nokkurrar frægðar löngu síðar. Heimkominn sneri hann sér að hefðbundnara málverki, en alla tíð síðan hefur hann lifað af list sinni og er nú á heiðurslaunum Alþingis. Þrátt fyrir háan aldur hefur Finnur notið góðr- ar heilsu. Sjónin hefur þó verið að daprast og gert honum erfitt um vik með listsköpun síðustu árin. Finnur Jónsson 95 ára í dag Ók á staur og skilti MAÐUR, sem er grunaður um ölv- un við akstur, ók á ljósastaur og umferðarmerki á mótum Höfða- bakka og Fálkabakka aðfaranótt föstudags. Hann slapp ómeiddur, en bifreið hans er óökufær og töluverðar skemmdir urðu á Ijósa- staumum. í frétt frá lögreglunni í Reykjavík segir, að á föstudag hafi orðið 24 árekstrar. Radarmælingar: 28 kæmr fyrir of hraðan akstur. Kl. 03.34 vom tveir ungir ökumenn stöðvaðir og sviptir 3ja vikna göml- um ökuskírteinum sínum á staðnum en þeir vom t kappakstri austarlega á Miklubraut og mældust aka með 111 km/klst hraða. Kl. 23.50 var ökumaður mældur aka með 101 km/klst hraða um Klepps- veg, en á þeirri götu er hámark leyfðs hraða 50 km/klst. Aðrir öku- menn sem fóm of hratt í föstudags- umferðinni mældust aka með 95 km/klst hraða á Miklubraut, um Hringbraut með 85-89 km/klst hraða, um Reykjanesbraut með 95 km/klst hraða, Suðurgötu 72-78 km/klst og á Sætúni vom 14 kærðir og hraðinn 80-95 km/klst. Mestur hraði á Reykjanesbraut frá Breið- holti reyndist 98 km/klst þar sem leyfilegt hámark er 60 km/klst. Stöðvunarskyldubrot: 4 ökumenn kærðir. Finnur Jónsson Finnur og Guðný kona hans verða að heiman á afmælisdaginn. Ekið mót rauðu ljósi á götuvita: 4 ökumenn kærðir. Ölvun við akstur: 4 ökumenn gmnað- ir og teknir til rannsóknar. Klippt vom númer af 3 bifreiðum fyrir vanrækslu á að færa til aðal- skoðunar. Kranabifreið fjarlægði 12 ökutæki fyrir ólöglegar stöður og einn öku- maður fannst réttindalaus í föstu- dagsumferðinni, segir í frétt lögreglunnar. Davíð Scheving Thorsteinsson: „Skil ekki upp- hlaup hjá for- stjóra Sanitas“ „ÉG skil ekki þetta upphlaup hjá forsljóra Sanitas vegna óska Pepsi Cola í Bandaríkjunum um að fá sendar plastdósir frá okk- ur,“ sagði Davíð Scheving Thor- steinsson forstjóri Sól hf., vegna fréttar um að Sóldósirnar sem Pepsi Cola i Bandaríkjunum hef- ur óskað eftir að kaupa, sé algerlega óviðkomandi Sanitas. „Upphaflega bað Pepsi Cola í Bandaríkjunum sína umboðsaðila hér á landi, Sanitas, um að útvega sér Sóldósir. Þeir sendum þeim full- ar dósir en síðan var óskað eftir tómum dósum og þá urðu menn að snúa sér til mín, því ég er eini fram- leiðandinn," sagði Davíð. „Ég fæ hins vegar ekki skilið af hverju þeir em að biðja um þessar dósir ef þær leka og em ónýtar. Og ég skil held- ur ekki af hveiju Ragnar Birgisson forstjóri Sanitas, kom til mín í síðustu viku með Svía, sem fram- leiða dósir fyrir hann, til að skoða verksmiðjuna hjá mér úr því hann telur dósimar vera svona ómöguleg- ar.“ Guðrún Zoega, aðstoðarmaður iðnaðarráðherra: Rannsóknir verða að vera í tengslum við markaðinn Á afmælisráðstefnu rannsókna í þágu atvinnuveganna sem haldin var á Hótel Loftleiðum á föstudag flutti Guðrún Zoega, aðstoðarmað- ur iðnaðarráðherra, erindi sem bar yfirskriftina „Stóriðja eða smáiðnaður - höfum við stefnu um nýtingu auðlinda?" Útdráttur úr erindinu fer hér á eftir. I byijun erindis síns varpaði Guð- rún fram spumingunni hvemig tslendingar gætu gert orkulindir sinar að auðlindum, og sagði m.a.: „í fyrsta lagi verður að vera um gæði að ræða sem eru mönnum ein- hvers virðí. t öðru lagi verður að borga sig að nýta auðlindina. Þann- ig er það i raun markaðurinn sem ákveður hvað er auðlind. Samkvæmt þessarri þröngu skilgreiningu eru ýmsar af orkulindum okkar ekki auðlindir núna, enda þótt þær geti orðið það í framtiðinni." Stóriðjuver verði í er- lendri eigu Guðrún benti á að orkufrekur iðn- aður kaupir nú meira rafmagn en allir aðrir raforkunotendur í landinu samtals, og þvi væri eðiilegt að menn litu til stóriðju um kaup á orku. „Þar sem [við stóriöju] er um miklar fjárfestingar og áhættu að ræða verður að leita samstarfs um það við erlenda aðila. Annað mikil- vægt atriði í því sambandi er tækniþekking og markaðsþekking sem þessir aðilar búa yfir. Það er stefna þessarrar ríkisstjómar að áfram skuli leitað samstarfs við út- lendinga um orkufrekan iðnað hér á landi, þannig að iðjuverin séu í eigu þeirra, en virkjanirnar í eigu íslend- inga.“ Guðrún fjallaði nokkuð um fslensk lagasjónarmið varðandi eignarrétt á auðlindum, sem hún sagði vera sam- bland af einkaeignarrétti og rétti ríkisins til að taka auðlindlr eignar- námi til almenningsþarfa. Hún sagði að þó væri óútkjjáð hver ætti eignar- rótt að almenningum og afréttum landsins, en frumvarp til laga um eignarrétt ríkisins að þessum auð- lindum hefði verið unnið í iðnaðar- ráðuneytinu í tfð Sverris Hermannssonar, en það hefur þó ekki enn verið lagt fram á Alþingi. Um stefnu ríkisstjómarinnar f stóriðjumálum sagði Guðrún: „Varð- andi nýtt álver við Straumsvík hefur verið gengið út frá þvf að fslenska ríkið ætti ekki aðild að því fyrir- tæki. Stefna iðnaðarráðherra er að eignarhald á stóriðjufyrirtækjum skuli vera f höndum erlendra aðila.“ Auknar rannsóknir fyr- irtækjanna „Ekki þýðir að eyða stórfé í rann- sóknir á iðjukostum alveg án tengsla við markaðinn og iðngreinina. Dæmi um slíkt er sá mikli kostnaður sem lagður var í hönnun kísilmálmsverk- smiðju, áður en ljóst var hvort af fyrirtækinu yrði. I því sambandi er rétt að geta þess að sú frumhag- kvæmniáætlun sem nú er unnið að varðandi nýtt álver er unnin í nánu samráði við helstu álfyrirtæki í Evr- ópu. Ekki verður ráðist í frekari kostnað við það verkefni nema er- lent álfélag eða félög fálst til þátt- töku í gerð endanlegrar hagkvæmniathugunar. Til þess að greiða fyrir erlendu samstarfi um iðnrekstur hefur iðnað- arráðherra lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á iðnaðarlögum, þar som honum er heimilað að veita undanþágu frá þvf ákvæði laganna að meiríhluti hluta- bréfa í iðnfyrirtæki skuii vera f eigu manna sem búsettir eru hér á landi." Guðrún sagði-'að æskilegt væri að rannsóknir og þróunarstarf verði kostað að hluta af einkaaðilum og fyrirtækjum f samvinnu við sjálf- stæðar rannsóknarstofnanir. „Þessi stefna hefur verið mörkuð í lögum um rannsóknasjóð, en þar er skilyrði fyrir framlagi úr sjóðnum að um- sækjendur leggi fram a.m.k. jafnháa upphæð á móti. Sú ánægjulega þró- un hefur átt sér stað á seinni árum að fyrirtækin kosta og stunda æ meira af þeim rannsóknum sem stundaðar eru hér á landi. Enn erum við þó eftirbátar nágranna okkar f þessum efnum. í þessu sambandi má spyija hvort æskilegt sé að rann- sóknarstofnanir séu greindar eftir atvinnuvegum í eins ríkum mæli og nú er. Rannsóknastofnanir fái aukið sjálfstæði Guðrún sagði að eðlilegt væri að vissar grunnrannsóknir séu kostaðar af ríkinu, en að ríkisstjómin stefndi að þvf að ýmsar stofnanir ríkisins sem þjóna atvinnuvegunum verði sjálfstæðari, og að þeim verði gert að afla sér tekna í auknum mæli fyrir veitta þjónustu. Guðrún sagði að samstarf við er- lenda aðila á sviði rannsókna og fyrirtækjareksturs gæti leitt til margs góðs. Til að greiða fyrir slíku samstarfi á, samkvæmt stefnuskrá ríkisstjómarinnar, að endurskoða lög og reglur um erlent fjármagn í íslensku atvinnulífi. „Erlent áhættufjármagn geti komið í stað erlends lánsfjár við íjarmögnun fyr- irtækja hér á landi, en jafnframt verði tiyggt að erlendir aðilar nái ekki tökum á náttúruauðlindum til lands og sjávar.“ Markaðurinn velji „Reynslan sýnir að tækniþróun er svo ör og kröfur viðskiptalífsins svo harðar að við megum ekki ryörva viðskipti okkar við útlendinga niður með allt of föstum reglum. Við eig- um ekki að vera hrædd við útlend- inga þótt við verðum vitanlega að standa fast á okkar málum. Aðalat- riðið er að í slfkri samvinnu hagnist báðir aðilar.“ Guðrún sagði að valið stæði ekki á milli stóriðju eða smáiðnaðar, held- ur þyrftum við á báðum að halda eftir þvf hvað væri hagkvæmast hveiju sinni. „Það á að láta einstakl- ingum, fyrirtækjum þeirra og samtökum að mestu eftir að skera úr um það hvort er hagkvæmast hveiju sinni, en einblína ekki á ann- að af þessu tvennu. Slík fyrirtæki stefna að hámarksarði og hætta eig- in peningum og eru því líklegri til að taka hagkvæmari og skynsam- legri ákvarðanir en stjómmála- menn.“ í lokin sagði Guðrún Zoega: „Við verðum að geta staðið á eigin fótum á alþjóðlegum vettvangi og verið þar fyllilega samkeppnisfær, en til þess þurfum við að nýta auðlindir okkar á sem skynsamlegastan hátt. Því má segja að skynsamleg auðlinda- stefna sé forsenda tilveru okkar og andlegrar reisnar sem menningar- þjóðar."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.