Morgunblaðið - 15.11.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.11.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1987 39 fluttu aftur til Akureyrar. Gunnar gerðist þá ráðsmaður við sjúkrahús Akureyrar og gegndi því starfi næstu 15 árin. Árið 1954 fluttu Sólveig og Gunnar síðan til Reykjavíkur og á örstuttum tíma tókst þeim að koma sér upp glæsilegu heimili í rúm- góðri íbúð við Laugamesveginn. Þar átti heimili þeirra eftir að standa á meðan bæði lifðu. Mér og mínu fólki þótti fengur í að fá þau suður. Hús þeirra stóð okkur opið sem áður fyrr og samverustundim- ar með þeim bera allar hátt í minningunni. Á síðari hluta ævinnar gáfu þau sér tíma til að ferðast til æskustöðv- anna fyrir austan og til bama sinna erlendis. Þau bjuggu í indælis ein- býlishúsi í Espegerde á Sjálandi. Til að sýna fram á hve tilviljanimar geta verið skemmtilegar get ég þess að hús þetta hafði áður verið í eigu sonar Jakobs Appel, skóla- stjórans í Askov, sem minnst var á. Við dóttir mín minnumst ein- stakrar gestrisni þeirra allra í Espegerd þetta sumar. Gunnar andaðist vorið 1969, 74 ára gamall. Þau Sólveig höfðu þá verið í farsælu hjónabandi í 45 ár. Stuttu síðar fór Sólveig að kenna sjúkdóms þess sem hijáði hana síðustu árin. Við vinir hennar áttum bágt með að sætta okkur við ótíma- bær veikindi hennar. Þó ber að þakka að Sólveig hélt andlegum kröftum lengst af og gat notið gleði- stunda með bömum sínum og íjölskyldum þeirra. Næstu 7 árin eftir lát manns síns bjó Sólveig í eigin íbúð í Bakka- gerði 1 í skjóli Guðmundar sonar síns, og hennar kæm tengdadóttur, Önnu. Lögðu þau ásamt öðmm bömum hennar mikið að sér til að hún mætti sem lengst njóta sam- vemstunda með sínum nánustu. Með því auðnaðist þeim að auðsýna móður sinni þakklæti fyrir allt það, sem hún hafði verið þeim og best er lýst með orðum Matthíasar Joch- umssonar, hvað er „ástar og hróðrar-dís og hvað er engill í Paradís hjá góðri og göfugri móð- ur“. En síðustu árin dvaldi Sólveig á Gmnd, og þegar ég heimsótti hana þar, varð ég snortin af and- legri reisn hennar og æðmleysi og þeirri góðvild og hlýju er geislaði frá henni. Blessuð sé minning mikilhæfrar konu, sem vegna breytni sinnar átti hlýhug og virðingu allra þeirra er hún átti samleið með um ævina. Öllum afkomendum hennar og tengdafólki votta ég dýpstu samúð mína. Bergljót Guttormsdóttir Ambjörg Sverrís- dóttir - Kveðja Fædd 16. febrúar 1905 Dáin 4. nóvember 1987 Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Þessi bæn kom í huga mér ásamt ótal góðum minningum þegar ég fékk þær sorgarfréttir að hún amma mín væri dáin. Hún kenndi mér þessa bæn þegar ég var lítil og bað með mér þegar ég gisti hjá henni og afa, en það var ósjaldan. Eg held að þetta hafi verið uppá- haldsbæn hennar ömmu, sem var mjög trúuð kona. Amma mín fæddist og ólst upp á Norðfirði. Þar kynntist hún afa, Haraldi Víglundssyni og eignuðust þau fimm böm. Lengst af bjuggu þau á Seyðisfirði, en árið 1968 fluttu þau búferlum til Hafnarfjarð- ar. Þegar afi dó, árið 1974, flutti amma í Kópavog og átti þar heima til dauðadags. Þegar amma og afí fluttu til Hafnarfjarðar eignaðist ég mitt annað heimili. Ófáar stundir áttum við saman, amma og ég, á meðan hún sat við hannyrðir og kenndi mér að pijóna og hekla. Þá sagði hún mér sögur og rifjaði upp liðnar Leiðrétting stundir. Ég gat unað mér hjá ömmu tímunum saman. Á milli okkar var ekkert kynslóðabil, heldur varð hún minn allra besti vinur. Ég gat trúað henni fyrir leyndarmálum, þegið af henni góð ráð og ávallt var hún reiðubúin til hjálpar ef eitthvað bját- aði á. Ég veit að amma mín óttaðist ekki dauðann. Trú hennar sagði henni að ekkert væri að óttast og hún efaðist aldrei um að hún myndi hitta afa aftur. Mig tekur það sárt að vera víðs fjarri og geta ekki kvatt ömmu nema með þessum fátæklegu orð- um. Það er erfítt, fyrir okkur sem fengum að njóta návistar hennar og leiðsagnar, að sætta okkur við að hún er horfin á braut. Ég þakka elsku ömmu minni fyrir þær yndis- legu stundir sem við áttum saman og bið góðan Guð að varðveita hana og gæta. Addý + Innilegar þakkir færum við vinum okkar og vandamönnum er sýndu samhug og vináttu við fráfall sonar míns, bróður okkar og frænda, BARÐA GUÐMUNDSSONAR Elfn Guðjónsdóttir, Kristján, Kolfinna, Marfa Haraldur, Emil Hjartarson, Hildur, Hlöðver Jón Heiöar Sigriður og systkinabörn. Minningargrein um Stefán Guð- mundsson frá Eystri-Hól birtist hér í blaðinu í gær. Hún átti að birtast í dag, sunnudag, en útför hans verð- ur gerð á morgun frá Bústaða- kirkju, kl. 13.30. ALCr ÁHREINU MEÐ OTDK Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjóm blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. I minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. sj FERDA ^ Í!l MIDSTODIN CetticaíTetutel ADAl.STRÆTI 9 IQt REYKJAVIK -TELEPHONE 2Ö133 THLEX 2154 ICTL.AND ™ * ÓDÝRAR HELGARFERÐIR TIL STÓRBORGA EVRÓPU London...........verðfrákr. 19.420 Luxemburg..........verð frá kr. 15.390 Glasgow..........verðfrákr. 16.835 Hamborg..........verð frá kr. 19.065 Kaupmannahöfn.....verðfrá kr. 18.510 Amsterdam.........verðfrákr. 17.540 Verð er miðað við tvo í herbergi m/baði og morg- unverði. Þægileg hótel - hagstæð innkaup - fjölbreytt leikhúslíf - íþróttaviðburðir - úrval veit- inga- og skemmtistaða. Starfsmannafélög og hópar hafi samband sem fyrst. Allar nánari upplýsingar á skrifstofunni. POTT- ÞETTAR AGOÐU Allar RING bílaperur bera merkið (D sem þýðir að þær uppfylla ýtrustu gæðakröfur E.B.E. RING bilaperurnar fást á bensínstöðvum Skeljungs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.