Morgunblaðið - 26.11.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.11.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1987 Jafntefli blasir við í 17. skákinni Skák Margeir Pétursson Spennan f heimsmeistaraein- viginu f Sevilla er að ná hámarki eftir að Karpov jafn- aði metin í 8-8 með þvf að vinna á svart i sextándu skákinni. í þeirri sautjándu hafði hann hvftt, en honum tókst ekki að ná nægilegu frumkvæði gegn kóngsindverskri vörn heims- meistarans. Þegar skákin fór f bið f gærkvöldi eftir 42 leiki var jafnteflið óumflýjanleg nið- urstaða. Það má vænta gffur- lega harðrar baráttu f næstu skákum, þvf það er líklegt að sá sem næstur vinnur skák fari með sigur af hóhni f einvíginu. Eftir er að tefla sjö skákir. Kasparov stendur enn betur að vígi í einvíginu, því ljúki því 12-12 heldur hann heimsmeistaratitlin- um. Eftir því sem jafnteflum Qölgar á lokasprettinum eykst því pressan á áskorandann. Keppendumir komu sérfræð- ingum eina ferðina enn á óvart með byijanavali sínu í 17. skák- inni. Strax í fyrstu leikjunum var sálfræðinni beitt, báðir voru greinilega að reyna að koma hin- um út úr sínu uppáhaldsafbrigði. Báðir höfðu nokkum árangur, Karpov losnaði við að tefla gegn Griinfeldsvöm heimsmeistarans, en lenti sjálfur í því að þurfa að tefla afbrigði gegn kóngsind- verskri vöm sem hann hefur sjaldan eða aldrei teflt. Kóngsindverska vömin sem Kasparov beitti í gær leiðir oft til mjög hvassrar baráttu og heims- meistarinn hafði mikið dálæti á henni í æsku, þótt hann hafí síðan gefið henni frí í mörg ár. Byijun- inni hefur ekki verið beitt í heimsmeistaraeinvígi, frá því að Spassky beitti henni gegn Petro- sjan í Moskvu 1966. 17. einvígisskákin: Hvftt: Anatoly Karpov Svart: Gary Kasparov Kóngsindversk vörn I. RfS - Rf6 2. c4 - g6 3. Rc3 - Bg7 Kasparov vill ekki reyna að komast út í Grunfeldsvöm og leika 3. — d5, væntanlega vegna þess að það gefur Karpov kost á afbrigðinu 4. cxd5 — Rxd5 5. Da4+. Nú lendir heimsmeistarinn út í kóngsindverskri vöm. 4. e4 - d6 5. d4 - 0-0 6. Be2 — e5 7.0-0 - Rc6 8. d5 - Re7 9. Rd2 Þessum leik var mjög oft beitt á dögum Fischers, en nú er miklu vinsælla að leika 9. Rel og stað- setja riddarann síðan á d3. 9. - a5 Fischer kom hér með leikinn 9. — c5, sem gafst honum svo vel að 9. Rd2 fór úr tizku. Kasp- arov hefur eigin skoðanir á málinu. Nú er 10. Hbl talið bezt, en Karpov velur fremur rólega leið. 10. b3 - c5!? Nú lokar Kasparov taflinu. í skákinni Korchnoi-Geller, ásko- rendaeinvígi 1981, lék svartur 10. - Rd7 11. Ba3 - Rc5 12. b4 - axb4 13. Bxb4 — Ra6 14. Ba3 — b6 og náði að jafíia taflið. II. a3 — Re8 12. Hbl - f6 13. b4 — axb4 14. axb4 — b6 15. Db3 - Rf6 16. Bd3 - Bh6! Miðtaflið í þessu afbrigði kóngs- indversku vamarinnar einkennist venjulega af því að hvítur sækir á drottningarvæng, en svartur á kóngsvæng. Taflið verður þá oft gífurlega tvísýnt, en Kasparov velur hófsamari áætlun. Hann lokar ekki stöðunni með f5-f4, en heidur þrýstingi sínum á mið- borðið og með síðasta leik sínum undirbýr hann að ná hagstæðum uppskiptum á biskupum. Karpov tekst ekki að fínna vænlega áætl- un þó hann hafí meira rými í stöðunni, næsti leikur hans er t.d. frekar klunnalegur. 17. Hb2 - Hal 18. Dc2 - Bf4!? Ögrandi leikur sem freistar hvíts til að veikja kóngsstöðu sína með g2-g3. Karpov fínnur ekkert betra svar en að stofna til mikilla uppskipta. 19. Rf3 — fxe4 20. Rxe4 — Rxe4 21. Bxe4 — Hxcl 22. Hxcl - Bxcl 23. Dxcl - Rf5 24. Dg5 - Rd4! Eftir þennan leik sem þvingar fram uppskipti á riddurum er svartur nokkuð ömggur með jafn- tefli. í endataflinu sem kemur upp ræður hvítur að vfsu b línunni, en miðborðspeð svarts era öll á svörtum reitum, þannig að hvíti biskupinn getur ekki ógnað þeim. 25. Dxd8 - Rxf3+ 26. Bxf3 - Hxd8 27. bxc5 - bxc5 28. Hb8 - Hf8 29. Hb6 - Hf6 30. Hb8 - Hf8 31. Hb6 — Hf6 32. Be4 Karpov hafnar að lokum jafn- tefli með þráleik, en þetta leiðir aðeins til meiri uppskipta. 32. - Bf5 33. Bxf5 - Hxf5 34. g3 - Hf6 35. h4 - h6 36. Kg2 - Kg7 37. f3 — Kg8 38. Kf2 - g5 39. hxg5 - hxg5 40. Ke3 - Kg7 41. Hb8 - Kh7 42. Hd8 í þessari stöðu fór skákin í bið og svartur lék biðleik. Það er langlfklegast að samið verði jafn- tefli án frekari taflmennsku og raunar undarlegt að staða sem er svo fátækleg af möguleikum skuli vera sett í bið. Það gekk einnig illa að semja f fímmtándu skákinni sem fór í bið í álíka steindauðri stöðu á föstudaginn. Þá var Kasparov óánægður með hvað það tók Karpov langan tfma að bjóða jafntefli og Karpov var síðan mjög óhress með að heims- meistarinn skyldi taka sér þriggja tfma frest til að íhuga boðið. Karpov vildi draga boð sitt til baka og tefía skákina áfram, en það er óheimilt samkvæmt skák- reglum, framkomið boð skal standa. Þar sem Karpov hafnaði þráleik í 32. leik er það í samræmi við siðareglur að hann bijóti odd af oflæti sínu og bjóði jafnteflið. Sjálfstæðisflokkurinn stend- ur að fjárlagafrumvarpinu - segir Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra ÞORSTEINN Pálsson forsætis- ráðherra segir að það sé út í bláinn að segja að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi óbundnar hendur varðandi fjár- iagafrumvarpið þar sem flokkur- inn hafi samþykkt að standa að því með venjulegum fyrirvara og fullur vilji sé af hálfu ríkis- stjórnarflokkanna að standa þannig að málúm að takist að afgreiða frumvarpið þótt það geti orðið erfitt á lokasprettin- um. Á flokksráðsfundi Sjálfstæð- isflokksins, og á Alþingi, lýsti Eyjólfur Konráð Jónsson því yfir að hann gæti ekki samþykkt þær stórfelldu skattahækkanir sem fælust I frumvarpinu. Í Morgunblaðinu á miðvikudag var sagt frá þeim sjónarmiðum Eyjólfs Konráðs sem hann lýsti á flokksráðsfundinum. Þegar þetta var borið undir Þorstein Pálsson í gær sagði hann að Sjálfstæðisflokk- urinn hefði að sjálfsögðu samþykkt að standa að fj árlagaframvarpinu með þeim venjulega fyrirvara að það taki einhvetjum breytingum í flárveitingamefnd og með þeim fyr- irvara að ekki náðist samkomulag í ríkisstjóminni milli landbúnaðar- ráðherra og fjármálaráðherra um framlög til landbúnaðarmála. „Það er þess vegna út í bláinn að halda því fram að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafí óbundnar hendur varðandi fjárlagaframvarp- ið enda hefur það verið rætt í þingflokknum í dag og Sjálfstæðis- flokkurinn- stendur auðvitað að frumvarpinu eins og venja stendur til um,“ sagði Þorsteinn. „Að því er varðar þá tekjuöflun sem í framvarpinu felst er það að segja að við sem voram í viðræðu- nefndinni við Framsóknarflokk og Alþýðuflokk síðastliðið sumar tregðuðumst við að fallast á tillögur um viðbótartekjuöflun þegar á þessu ári. Okkar megintillaga var sú að ná jöfnuði f ríkisfjármálum á þremur árum. Eyjólfízr Konráð flutti tillögu um það í þingflokknum að við féllumst á tekjuöflun þegar á þessu ári. Sú tillaga var sam- þykkt og gerði það að verkum að við gátum náð samkomulagi um myndun þessarar stjómar. Þegar Ijóst var í lok september að viðskiptahallinn yrði mun meiri en áður vora horfur á lagði ég til í ríkisstjóminni að ráðstafanir yrðu gerðar til þess að leggja fram fjár- lagaframvarpið miðað við jöfnuð strax á næsta ári. Á þetta var fall- ist og þessar tillögur lagðar fyrir þingflokkinn. Þingflokkamir verða að sjálfsögðu að fjalla um hvert tekjuöflunarframvarp fyrir sig, bæði framvarpin varðandi tekjuöfl- unina frá í sumar og eins þá auknu tekjuöflun sem hlaust af aðgerðun- um mánaðamótin september/októb- er. Þingflokkamig geta auðvitað ekki skrifað blindandi undir út- færslu á þessum framvörpum fyrr en þau hafa verið lögð fram og sýnd. Þetta er ekkert nýtt af nál- inni og svona ganga málin fyrir sig,“ sagði Þorsteinn. Á flokksráðsfundinum var sam- þykkt breytingartillaga frá Eyjólfí Konraði við efnahagskafla stjóm- málaályktunar fundarins. Þorsteinn sagði að það væri alrangt, eins og látið hefði verið að liggja, að ráðið hafí tekið aðra afstöðu í ríkisfjár- málum og jjeningamálum en ríkis- stjómin. „I ályktun flokksráðsins, sem byggir á samkomulagi sem gert var í stjómmálanefnd fundar- ins og samþykkt samhljóða á fundinum sjálfíim, er skýrt tekið fram að það er álit flokksráðsins að aðgerðir ríkisstjómarinnar frá í júlí og október miði að betra jafn- vægi í þjóðarbúskapnum og þau skref í frjálsræðisátt sem þeim fylgdu miði að auknum spamaði á kostnað neyslu og innflutnings. Það kemur einnig fram í stjómmálayfir- lýsingu fundarins að komið verði á jafnvægi í ríkisfjármálum og pen- ingamálum. Hér hefur flokksráðið því talað eins skýrt og hægt er, á grandvelli samkomulags sem varð í stjómmálanefndinni og ályktunar sem samþykkt var á fundinum, um fullan stuðning við þær tillögur sem ríkisstjómin hefur haft i frammi,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði að lokum um þær upplýsingar sem Eyjólfur Konráð kom með um að tekjuafgangur væri af rekstri ríkissjóðs ef lán- veitingar úr lánasjóðum ríkissins væra ekki færðar sem óafturkræfír styrkir í A-hluta fjárlaga, að það væri ljóst að hagræða mætti tölum í bókhaldi eftir því hvemig hlutimir era skilgreindir. „En það sem kem- ur út sem meira jafnvægi þjá ríkisjóði kemur út sem meiri halli hjá einkaaðilum og niðurstaðan breytir engu um heildarlántökur né heldur um viðskiptahallann. Því miður er ekki hægt að losa sig undan þessum vanda með bókhalds- brellum einum saman," sagði Þorsteinn Pálsson. Framlög ríkisins til sjóða í raun óendurkræf: Endurgreiðslur lána fara beint til sjóðanna sjálfra - segir Gunnar H. Hall, skrifstofustjóri Fjárlaga og hagsýslustofnunar GUNNAR H. Hall, skrifstofu- stjóri Fjárlaga- og hagsýslu- stofnunar og formaður nefndar sem rannsakað hefur rikisfjár- mál síðustu ára, segir það vill- andi að stilla niðurstöðum nefndarinnar um tekjuafgang ríkissjóðs, miðað við breyttar reiknireglur á fjárlögum, upp á þann hátt sem Eyjólfur Konráð Jónsson gerði á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þar sagði Eyjólfur að i fjárlögum væru lán úr sjóðum ríkisins reiknuð sem óafturkræfir styrkir en ef miðað væri við að lánin séu endur- greidd með fullum vöxtum og verðtryggingu komi i ljós að rikissjóður sé rekinn með veru- legum tekjuafgangi. Gunnar H. Hall sagði að það sem Eyjólfur Konráð vísaði til séu vangaveltur nefndarinnar um sam- band viðskiptahalla og ríkisfjár- mála. Verið sé að skoða hvort rétt sé að nota þröngar eða víðar skil- greiningar í þessuu sambandi. Sú skilgreining sem Eyjólfur Konráð vísi til sé víðari skilgreining en sú hefðbundna. Gunnar sagði það vera bókhalds- legt atriði hvort framlag ríkisins til lánasjóða væri reiknað ofan eða neðan við strik en þessi fjárframlög séu hvort sem er útgjöld sem ríkis- sjóður þurfi að fjármagna. Endur- greiðslur lána í byggingarsjóðum og Lánasjóði íslenskra námsmanna fari til dæmis beint til viðkomandi sjóða en Eyjólfur Konráð miði hins- vegar við að endurgreiðslumar skili sér inn í ríkissjóð. „Þetta er í raun- inni óafturkræft tillag ríkissjóðs til að byggja upp sjóðina en ef eiginfj- árstaða þeirra verður það sterk að þeir geti farið að standa undir sér sjálfír þarf ríkið ekki lengur að koma með sín framlög," sagði Gunnar. Umrædd nefnd er að sögn Gunn- ars vinnuhópur sem settur var á stofn að framkvæði Þorsteins Páls- sonar þáverandi fjármálaráðherra til að skoða opinber fjármál frá ýmsum hliðum árin um 1980-85. Gunnar benti á að helstu tilslakanir sem gerðar hefðu verið í ríkisfjár- málum voru gerðar 1986 í kjara- Leiðrétting í veiðiþætti Morgunblaðsins á þriðjudaginn var ranglega farið með væntanlegt verð laxveiðileyfa í Laxá í Kjós á sumri komanda. Mátti skilja af textanum að upplýs-. ingamar væra frá leigutökunum komnar, en svo var ekki. Var þar sagt, að nýir leigutakar stanga- veiðifélagið Laxá væri þessa daganna að bjóða veiðileyfi í ána á besta tíma á 35.000-40.000 krónur. Að sögn Áma Baldurssonar, eins leigutaka árinnar, er þetta ekki rétt. Gaf Ámi upp yfirlit yfír verðskrá sum- arsins en það lítur þannig út: 12. júní-22. júnf kosta dagamir frá 15.000 til 22.00 krónur. Frá 22. júní til 15. ágúst kostar dagurinn 26.000 til 35.000 krónur og frá 15. ágúst til 10. september kostar dag- samningunum þá og til stæði að skoða sérstaklega þann tíma. í nefndinni era, auk Gunnars, Þórólfur Matthíasson frá Fjárlaga- og hagsýslustofnun, Tór Einarsson frá Háskóla íslands, Már Guð- mundsson frá Seðlabanka íslands og Jóhann Rúnar Björgvinsson frá Þjóðhagsstofnun. Gunnar sagði að niðurstöður nefndarinnar ættu að liggja fyrir í skýrslu eftir 2-3 vikur Þar væri ma. borið saman hvort íslenska ríkið væri skuldugra en önnur ríki og sagði Gunnar að fslenska rfkið kæmi áægætlega úr úr þeim samanburði. urinn 24.000 til 10.000 krónur. Ámi gaf einnig þær upplýsingar, að hann hefði boðið 15,8 milljónir í ána í félagi með Skúla G. Jóhanns- syni og Bolla Kristinssyni, en til samanburðar hefði leiguupphæð síðasta sumars verið 15,4 milljónir, en það samsvaraði 2,6 prósent hækkun. Verðið á sumri komanda er að sögn Ama nánast það sama í krónutölu og á síðasta sumri. Alls buðu fímm aðilar í Laxá og vora tilboðin frá 12,1 milljón og upp í 16 milljónir. Loks sagðist Ámi ekki kannast við það sem fram kom í áðumefndum veiðiþætti, að erlendi viðskiptavinahópurinn, því nú þegar væri tímabilið 22. júní-15. ágúst nánast uppselt og væra þar á ferð- inni bæði traustir erlendir Laxár- veiðimenn og innlendir stangveiði- menn. Er hið ranga verð hér með leið- rétt og hlutaðeigendur beðnir velvirðingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.