Morgunblaðið - 26.11.1987, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 26.11.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1987 59 Félag íslenskra bifreiðaeftirlitsmanna: Mótmælt aðf ör og niðurrifsstarfsemi FÉLAG íslenskra bifreiðaeftir- litsmanna hélt aðalfund sinn þann 10. nóvember. Þar var sam- þykkt ályktun, þar sem félags- menn mótmæla harðlega „þeirri aðför og niðurrifsstarfsemi sem beint hefur verið gegn bifreiða- eftirlitsmönnum og störfum þeirra af stjórnendum á þessu ári,“ eins og segir í ályktuninni. Þá segir enn fremur: „Fundurinn mótmælir harðlega að umferðar- og vegaeftirlit bifreiðaeftirlits- manna var lagt niður á þessu ári og virðist sú stefna stuðla að mik- illi aukningu slysa og óhappa í umferðinni, því slysum í umferðinni hefur flölgað mikið þrátt fyrir stór- átak tryggingarfélaganna til að draga úr slysum. Þá vill fundurinn mótmæla þeirri stefnu að stytta opnunartíma bif- reiðaeftirlitsins á sama tíma og bifreiðaaukning er meiri en nokkru sinni áður og hlýtur það að leiða til þess að biðraðir viðskiptavina í skoðun og annarri afgreiðslu stór- aukist, enda hafa elstu starfsmenn bifreiðaeftirlitsins ekki séð annað eins bifreiða- og umferðaröngþveiti við afgreiðslu sem á þessu ári. Fundurinn vill vekja athygli á því hve hagstæðara sé fyrir þjóðfélagið í heild ef hægt er að fækka slysum í umferðinni og stytta biðtíma við- skiptamanna eftirlitsins, þó svo það kosti nokkrar krónur í yfirvinnu nokkurra starfsmanna.“ í niðurlagi ályktunarinnar er bent á, að nauðsynlegt sé að taka öll umferðarmál til endurskoðunar og sé félagið nú sem fyrr reiðubúið til samstarfs við hvem sem er til að vinna að betri umferð en sé og muni vera á móti allri niðurrifsstarf- semi. Breska rokkhljómsveitin The Swingin’ Blue Jeans. The Swingin’ Blue Jeans leika hér um næstu helgi BRESKU rokkaramir The Swingin’ Blue Jeans koma fram „á sviði týndu kynslóðarinnar" í Hollywood um næstu helgi, 27. og 28. nóvember. Þetta er þeirra þriðja heimsókn til íslands en þeir komu fyrst fram í Austurbæjarbíói 1963. Swingin’ Blue Jeans er ein fárra breskra hljómsveita sem haldið hafa nær óbreyttri skipan frá upphafi. Lögin Hippi hippi shake, Good Golly, Miss Molly, ásamt mörgum bestu rokkurum sjöunda áratugar- ins eru löngu þekkt. (Fréttatilkynning) í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.