Morgunblaðið - 26.11.1987, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 26.11.1987, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1987 75 HANDKNATTLEIKUR / V-ÞÝSKALAND Alfreð Qlslason skoraði sjö mörk fyrir Essen. Páll Ólafsson og félagar hans hjá Diisseldorf unnu góðan sigur gegn Gross- wallstadt. Islensku skyttumar vom í sviðsliósinu * ALFREÐ Gíslason átti stórleik meö Essen þegar félagið vann sigur, 23:21, yfir Dortmund í Dortmund í gærkvöldi. „ÉG var heppinn að kalla á Alfreð heim frá Islandi á sunnudaginn. Hann var í miklu stuði og skor- aði sjö mörk fyrir okkur," sagði Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálf- ari Essen. Lansliðsmenn V-Þýskalands hjá Essen voru daprir í leiknum. Voru greinilega ekki búnir að jafna sig eftir Super Cup. „Við vorum undir, 12:14, í leikhléi. Strákamir náðu sér á strik í seinni hálfleiknum og sigurinn varð okkar," sagði Jó- hann Ingi. Peter Kovacs skoraði flest mörk Dortmund, eða sjö. Páll Ólafsson og félagar hans hjá Dusseldorf unnu góðan sigur, 20:19, yfir Grosswallstadt. „Þetta var mjög ljúfur sigur hjá okkur. Við vorum alltaf með yfirhöndina," sagði Páll Ólafsson, sem var lítið með í sókninni hjá Dusseldorf - skoraði tvö mörk. Dusseldof er í öðru sæti ásamt Grosswallstadt, með 12 stig. Gum- mersbach er í efsta sæti með 16 stig og á einn leik, í Kiel, til góða. Gummersbach vann öruggan sigur, 26:18, jrfir Lemgo í gærkvöldi. Sig- urður Sveinsson byijaði vel - skoraði strax tvö mörk og átti línud- endingar sem gáfu mörk. Hann var tekinn úr umferð þegar staðan var, 5:3, fyrir Lemgo og 15 mín. búnar. Þrátt fyrir það skoraði hann 8/2 mörk í leiknum, Kristján Arason skoraði 6/3 mörk fyrir Gummei^v bach. „Við vorum lélegir í vöminni og leikmenn Gummersbach keyrðu okkur niður í seinni hálfleik með hraðupphlaupum. Staðan var, 10:7, fyrir Gummersbach í leikhléi,“ sagði Sigurður Sveinsson. KRogÍBK KR og ÍBK leika í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik í kvöld og hefst viðureignin klukkan 20 í íþróttahúsi Hagaskóla. Liðin eru í 2.-3. sæti í deiidinni með átta stig- að loknum fímm leikjum, en UMFN er með 12 stig úr sex leikjum. Bikarkeppnl HSÍ Þrír leikir verða í 1. umferð bikar- keppni HSÍ í kvöld og byija allir klukkan 20. Valur og KA leika að Hlíðarenda, Grótta og KR-b í íþróttahúsi Seltjamaniess og UMFN og Fram í Njarðvík. KNATTSPYRNA Góður sigur Everton Everton sigraði Bayern Munchen í vináttuleik í til- efni af 100 ára afmæli ensku deiidarkeppninar á Goodison BIB Park gær- Frá Bob kvöldi.Lokatöiur Hennesy urðu 3-1 og átti í Elandi Everton stórleik. Bayem spiiaði líka vel og leikurinn var mikil skemmtun fyrir þó heldur fáa áhorfendur, aðeins rúmir 13.000 manns mættu. Graeme Sharpe fór á kostum í fyrri hálfleik, gerði endalaust usla í vöm Bayem og skoraði tvívegis, fyrst með skalla á 14. mínútu og síðan með þmmu- skoti eftir fyrirgjöf Kevin Sheedy á 22. mínútu. Mark Hughes skoraði faliegt mark fyrir Bayem á 36. mínútu, en lengra komst þýska liðið ekki, heimaliðið hafði tögiin og hagid- imar og Adrian Heath bætti þriðja markinu við tíu mínútum fyrir leikslok. Wanne- Eicken til íslands Bjami Guðmundsson, lands- liðsmaður í handknattleik og félagar hans hjá Wanne- Eicken, em væntanlega til íslands 10. desember. „Við mun- um leika þijá leiki heima - væntanlega gegn Fram, FH og Val,“ sagði Bjami, sem er enn í leikbanni í V-Þýskalandi. „Ég mun missa tvo leiki til við- bótar út áður en ég losna úr banninu 9. janúar," sagði Bjami, sem getur ekki leikið með íslenska landsliðinu í Polar Cup í Noregi. Krlstján Arason sést hér skora mark í leik með Gummersbach. KNATTSPYRNA / SKOTLAND McClair settur út í kuldann Andy Roxborough, landsliðs- þjálfari Skotlands, hefur sett Brian McClair, sóknarleikmann Manchester United, út úr 22 manna landsliðshópi sínum, sem fer til Luxemborgar til að leika gegn Lux- emborgarmönnum í Evrópukeppni landsliða. Ástæðan fyrir þessu er að McClair hefur ekki skorað mark í síðustu fimm landsleikjum Skota. Rox- borough hefur valið Mo Johnston, sem leikur með Nantes og Eric Black, sem leikur með Metz, í lands- liðshópinn, ásamt Ally McCoist, Glasgow Rangers. Willi Miller hjá Aberdeen er aftur kominn í hópinn, en aftur á móti hefur Jim Bett misst sætið sitt í honum. Landsliðshópur Skotlands er þannig skipaður: Markverðir: Jim Leighton, Aberde- en, Bryan Gunn, Norwich og Henry Smith, Hearts. Vamarleikmenn: Steve Clarke, Chelsea, Derek Whyte, Celtic, Steve Nicol, Liverpool, Maurice Malpas, Dundee Utd., Willie Miller, Aberde- en, Alex McLeish, Aberdeen, Richard Gough, Rangers og Gaiy Gillespie, Liverpool. Miðvallarspilarar: Ray Aitkenr Celtic, Gary Mackay, Hearts, Paul McStay, Celtic, Ian Wilson, Everton og Iain Durrant, Rangers. Sóknarleikmenn: Graeme Sharp, Everton, McCoist, Rangers, Jo- hnston, Nantes, Gordon Durie, Chelsea, Black, Metz og Pat Nevin, Chelsea. KNATTSPYRNA / ENGLAND „Hætti að æfa og fer í nálastungur" Sigurður Jónsson fer ekki undir hnífinn að svo stöddu „Þeir ákváðu það í sameiningu í dag, framkvæmdastjórinn og sjúkraþjálfarinn, að ég færi ekki í uppskurð vegna nára- meiðslanna í stöðunni, heldur skuli óg taka mór algert frí, hætta öllum æfingum og sjá hvort þetta lagast ekki bæði vegna þessa og þeirrar með- ferðar sem óg á að fara í samhliða, m.a. nálastungur,11 sagði Sigurður Jónsson knatt- spyrnumaður f rá Akranesi í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Sigurður sagði einnig, að hann hefði reynt að æfa eiris og hann hefði frekast getað síðustu vikumar, stundað lyftingar, skokk- að og hjólað, en hann hefði alltaf fundið til i náranum og ljóst hefði verið að meiðslin vom síður en svo á batavegi. „Skurðaðgerð er neyð- arráðstöfun hjá okkur, ég vil auðvitað allt til vinna að fá mig góðan af þessu og við verðum bara að bíða og sjá hvaða árangur hlýst af því að hvíla þetta. Mér líst sjálf- um ekki illa á það og ég fer til sérfræðings sem hefur lært bæði í Bandaríkjunum og Svíþjóð. Hann ætlar að reyna eitt og annað nýtt á mér, m.a. nálastungur,“ sagði Sigurður. Slgurður Jónsson i leik með Sheffield Wedensday gegn Oxford. Þetta var reyndar fyrsti likur Sigga, hann var 18 ára gamall og skoraði sigurmark Sheffield Wed. i 1-0 sigri liins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.