Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987 „Mamma, babba, bæ, bæ, - shit!“ eftir Ómar Þ. Ragnarsson „Mamma, babba, Örn og Ör- Iygur!“ Þetta voru fyrstu fjögur orðin, sem dóttir mín, rúmlega eins árs, lærði í móðurmáli sínu haustið 1975. í sjónvarpinu buldi þá síbylja auglýsinga frá bókaforlaginu, sem allar enduðu á því, að Jón Sigur- bjömsson, leikari, sagði með miklum þunga: „Öm og Órlygur!" Þessi orð prentuðust inn í huga komabamsins, sem horfði á sjón- varpið á markvissasta og einfald- asta efni þess: auglýsingar. Síðan em liðin tólf ár, og ógn- vekjandi máttur myndmiðilsins mótar fyrsta tungutak bams af meira miskunnarleysi en nokkru sinni fyrr. Nú læra börnin ekki að tala við móðurkné, heldur við myndbandskné! Dóttir mín var heppin. Þá var aðeins sjónvarpað á kvöldin, þegar allir voru heima, og bamið því ekki eitt og berskjaldað fyrir hveiju, sem var. Samt vom fyrstu fjögur orðin: mamma, babba, Öm og Örlygur! Tímamótin voru fyrir 5—7 árum Fyrir fimm til sjö ámm hófu myndbandatækin innreið sína á íslenzk heimili, og nú er sjónvarpað á tveimur rásum margfalt lengri tíma en áður var. Er það tilviljun, að nú verða menn varir við skyndi- lega og róttæka breytingu á tungutaki bama? Eftir að mynd- böndin komu til sögunnar glápa böm á þau hvenær sem er, oftast án nærvem fullorðinna. Þau sitja nú ein og berskjölduð fyrir mis- kunnarlausum áhrifamætti myndmiðilsins, sem oft á tíðum mokar yfir þau lágmenningarsorpi og þaðan af verra, meðan foreldr- amir em fjarverandi við að vinna fyrir þeim lifnaðar- og þjóðlífshátt- um, sem meðal annars ráðast að rótum tungunnar. Fjölmiðlamir og þá einkum myndmiðlamir em ótrú- lega máttug tæki, sem búa ekki bara yfír miklum mætti til mennt- unar og skemmtunar, heldur líka yfír skelfilegum menningarlegum eyðingarmætti _og möguleikum til misnotkunar. í ofanálag beinist enskukennsla í skólum nú að mestu að því að kenna nemendum að hugsa á ensku, en þýðingar úr ensku á íslenzku þylq'a ófínar og em að hverfa. Það gleymist, að slíkar þýðingar auka kunnáttu í báðum tungumálunum. Skyndilega er orðaforði kom- ungra bama orðinn enskur að stómm hluta, eins og fóstmr og aðrir uppalendur em nú að upp- götva. Vissulega er það stór hluti orðaforðans, þegar yes og no, hæ og bæ, shit og önnur blótsyrði, mörg óprenthæf, hafa komið í stað- inn fyrir já og nei, komdu sæll, vertu blessaður, andskotinn!! Væri dóttir min eins árs nú, væru fyrstu fimm orðin sem hún lærði í móðurmálinu — fyrirgef- ið, myndbandsmálinu — „mamma, babba, hæ, bæ, shit!“ Aö hrökkva eÖa stökkva Þessar línur em ekki skrifaðar tii þess að taka afstöðu til þess, hvort við eigum að tala íslenzku eða ensku á þessu landi. Þær em skrif- aðar til þess að benda á, að það sem er að gerast nú, er ekki sambæri- legt við það, þegar íslenzkan stóð af sér áhlaup dönskunnar. Þá var Ung kona fer í flugvél heim til foreldra sinna austur á land. Það er ókyrrð í lofti og einnig í lífi hennar. Hún skoðar ævi sína og samband við nokkra karlmenn. Með þessari þriðju skáldsögu sinni sannar Ómar Þ. Halldórsson að hann er einn athyglisverðasti höfúndur okkar íslendinga. Blindflug eftir Ómar Þ. Halldórsson Ómar Þ. Ragnarsson „Það er nú, sem þarf að gera það upp við sig, hvort það hafi fleiri kosti í för með sér en ókosti, að enskan þoki íslenzkunni á braut á næstu árum og áratug- um.“ það aðeins hluti þjóðarinnar, emb- ættismenn, menntamenn og þeir tiltölulega fáu, sem bjuggu í kaup- stöðum, sem töluðu dönskuskotið mál. Yfirgnæfandi meirihluti bjó_ í dreifbýli, þar sem húslestrar, ís- lendingasögur, rímur og biblía á íslenzku, vom heimilisfjölmiðlamir. Nú er öldin önnur. Varla fínnst það heimili í landinu, sem er óhult fyrir tæknivæddri stórsókn ensk- unnar inn í hugskot ungra og aldinna í myndefni og tónlist. Það er nú, sem þarf að gera það upp við sig, hvort það hafi fleiri kosti í för með sér en ókosti, að enskan þoki íslenzkunni á braut á næstu ámm og áratugum. Ef við hins vegar teljum íslenzkuna betri kost, þá kostar það mikið og dýrt átak, strax! Núverandi ástand eða eitthvert hálfkák mun ekki duga. Við höfum þegar: „mamma, babba, hæ, bæ, shit!“ Það getur orðið skemmra en við höldum, þangað til við munum standa frammi fyrir gerðum hlut og segja: „Shit! En ókey, lets feis itt. Þetta er tú leit og meikar ekki diff.“ Höfundur er fréttamaður lyá Sjónvarpinu. Umferðarmál: Enginn verður ágætur af engu 'ftir Ómar Smára * Krmannsson Allt of hraður akstur miðað við aðstæður og virðingarleysi fyrir hraðatakmörkunum er ábyrgðar- leysi, sem hefur verið orsakaþáttur allt of margra umferðarslysa hér á landi. í Reykjavík eða á Reykjavík- ursvæðinu er meira en helmingur bflaflota landsmanna, en þar verða hlutfallslega færri umferðarslys en út á þjóðvegunum. Hins vegar verða á þessu svæði hlutfallslega flest umferðaróhöppin, þ.e. óhöpp þar sem eingöngu er um að ræða eigna- tjón. Ökuhraðinn einn sér er því ekki eini orsakaþátturinn, en hann vegur þungt á metunum. Það er staðreynd að þar sem ökuhraðinn er meiri, því meiri líkur á alvar- legri meiðslum ef óhapp verður. Þessari staðreynd getur sæmilega skynsamur maður ekki hafnað, jafnvel þó að hann sé allur af vilja gerður. Enginn verður ágætur af engu. Það þarf að leggja á hvem og einn að taka ábyrga afstöðu til umferð- armála, sérstaklega þann þátt sem snýr að hveijum og einum. Hver og einn getur lagað það sem miður hefur farið og það á enginn að þurfa að bíða tjón á heilsu eða sál þó að hann þurfí að fylgja um- Ferðamála- sjóður kaup- ir Messann í Þorlákshöfn FERÐAMÁLASJÓÐUR hefur auglýst eftir tilboðum i kaup á veitingastaðnum Messanum í Þorlákshðfn fyrir 9. desember nk. en sjóðurinn eignaðist Mess- ann 13. október sl., að sðgn Snorra Tómassonar hjá sjóðnum. „Það var veitt lán til Messans úr sjóðnum. Það má heita að staður- inn hafí farið á hausinn, þó að ekki hafi verið um opinbert gjaldþrot að ræða. Sjóðurinn hefur ekki eignast önnur veitingahús nýlega," sagði Snorri. Ómar Smári Armannsson ferðarlögum og reglum. Skapa þarf jákvætt hugarfar gagnvart þessum málum og þar geta áhrifamenn komið inn í myndina. Það þarf að fá þá til þess að tjá sig um þessi mál, ekki síður en önnur mál, og reyna þannig að hafa áhrif á al- menningsálitið, en það vegur einna þyngst þegar upp er staðið. Helstu orsakir umferðaróhapp- anna undanfarið hefur mátt rekja til sofandaháttar ökumanna, að- gæsluleysis, of hraðs aksturs miðað við aðstæður, virðingarleysis fyrir hraðatakmörkunum og tillitsleysis gagnvart öðrum vegfarendum. Flest umferðaróhöppin hafa orðið vegna þess að ökumenn hafa ekki haft hugann við það sem þeir eru að gera þá stundina, þ.e. að aka bflnum, heldur eitthvað allt annað. Ef tækist að sýna ökumönnum fram á þá staðreynd að það sem skiptir máli við aksturinn er að vera vakandi fyrir því sem þeir eru að gera þá stundina er ákveðnum árangri náð. Þeir sem uppskera launin eru ökumennimir sjálfír. Með sameiginlegu átaki er hægt að gera stóra hluti. Það má heita kraftaverk ef hægt yrði að útrýma umferðaróhöppum, en það þarf ekki kraftaverk til þess að lækka tíðni umferðarslysa, að- eins samstillt átak, vilja, góða kynningu og breytt hugarfar al- mennings gagnvart umhverfínu. Höfundur er aðalvarðstjóri hjá lögreglunnií Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.