Morgunblaðið - 02.12.1987, Síða 33

Morgunblaðið - 02.12.1987, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987 33 Morgunblaðið/Magnús Gíslason Úr leikþætti nemenda á foreldrakvöldinu. Gott félagslíf í Barnaskóla Staðarhrepps Stað í Hrútafirði. NEMENDUR Barnaskóla Staðar- hrepps ásamt kennurum og skólastjóra gangast öðru hvoru fyrir foreldrakvöldum og var eitt slíkt haldið nú fyrir skömmu. Bamaskóli Staðarhrepps er ekki með mikinn fjölda nemenda, þeir eru átján talsins á aldrinum 6 til 12 ára. Við skólann starfar einn fastráðinn kennari, það er skóla- stjórinn Kristinn BreiðQörð, ásamt sex stundakennurum. Skólahúsið er nýlegt, rúmgott og hentar vel til kennslu og félagsstarfa. Skólinn er starfræktur í 8V2 mánuð og er heimaakstursskóli. Félagslíf er all- gott og eru helstu þættir þess foreldrakvöld, spilakvöld, diskótek, danskennsla, skíðaferðir og skóla- ferðalag að sumrinu. Árlega er skólablaðið Pennarugl gefið út, vandað blað, 20—30 síður. Góð að- staða er í Reykjaskóla til íþrótta- kennslu, og hafa nemendur Bamaskólans haft aðstöðu í íþrótta- sal skólans. - m.g. Skólahljómsveit Barnaskóla Staðarhrepps. wæthél.gtw^SwiœW sett. blandari • spaði. Hein*tóeW ... hf kWNGLUNNIs: 691520 Sendu vinum þínum erlendis gjafaáskrift! Hringdu STRAX! Sími 84966, Höfðabakka 9, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.