Morgunblaðið - 02.12.1987, Page 52

Morgunblaðið - 02.12.1987, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987 Síðasta mánudagskvöld hélt Jassvakning jass- og blúskvöld á Hótel Borg. Þar komu fram Tríó Guðmunar Ingólf ssonar með munn- hörpuleikaranum Helga Guðmundssyni o g söng- konunum Björk Guðmunds- dóttur og Andreu Gylfadótt- ur. Helgi var fyrstur gestanna sem lék með tríóinu. Hann hóf leikinn á T-Bone blúsnum Stormy Monday, sem hefur líklegast verið leikinn oftar en flestir aðrir blúsar. Helgi fór á kostum í því lagi ekki síður en í öðrum blúsum sem hann lék þetta kvöld. Framúrskarandi munnhörpuleikari hvort sem hann var að leika blús „standarda" eða jassslagara á við C-jam Blues Ell- ington. Á eftir Helga átti Oktavía Stef- ánsdóttir að koma fram en hún Björk fer þar sem aðrir komast ekki. Jassadur borgarblús eða blúsaður borgaijass forfallaðist og Andrea Gylfadóttir, sem gert hefur garðinn frægan með Grafík, hljóp í skarðið. Ekki bar á því að Andrea hefði lítið sem ekkert æft með tríóinu, því svo vel gekk henni að komast inn í dagskrána að ótrúlegt mátti virð- ast. Hún hélt sig nær jassinum en Helgi, en aldrei var blúsinn þó langt undan. Það voru Ellington/ Strayhom slagara sem vora viðraðir, Take the A-Train og Satin Doll söng Andrea afbragðs vel og Summertime Gershwins fékk að fljóta með meðal annarra laga. Björk Guðmundsdóttir, sem kunnari er sem Sykurmoli, átti næsta leik. Hún sýndi svo um munar að það er í henni sveifla ekki síður en óþijótandi spuni. Björk söng meðal anarra laga snjalla útsetningu á gömlum íslenskum þjóðvísum og gott lag sitt sem hún nefnir Jóhannes Kjarval. Gaman var að heyra hana syngja Litla tónlistarmanninn og Stjömublik eftir 12. september, en mesta gamanið var þegar hún spann viðstöðulaust blúsana. Tónleikunum lauk síðan með því að þau komu þrjú á sviðið, Helgi, Björk og Andrea, og fluttu loka ópusana með tríóinu. Það var góður endir á framúrskarandi tón- leikum þegar Andrea og Björk enduðu báðar í sama tóninum eft- ir að hafa verið að spinna hvor á sinni hæðinni og hvor á sínum hraðanum óæfðar. Ekki má ljúka frásögninni án þess að geta tríósins sem var feikna gott að vanda. Sveiflan var góð og trommur og bassi traust undirstaða. Guðmundur Ingólfs- son var í blúsuðu formi, enda hefur hann meiri blús í hægri hendinni en kappar eins og May- all hafa leikið alla sína tíð. Þeim væri hollt að hlusta Ámi Matthíasson Helgi blúsar í anda Sonny Boy Williamson, Rice Miller og Little Walter. Ljósmynd/BS Andrea og Björk náðu ótrúlega vel saman óæfðar. Uósmynd/BS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.