Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988 Tónleikar til styrktar byggingu tóniistarhúss TÓNLEIKAR verða haldnir laugardaginn 9. janúar kl. 21.30 í Háskólabíói til styrktar byggingu tónlistarhúss. Þessir tón- leikar eru haldnir undir yfirskriftinni „Gerum drauminn að veruleika" og koma vel á annað hundrað þekktir íslenskir tónlistarmenn fram og gefa allir vinnu sína. Dagskrá tónleikanna verður sem hér segir: 1. Ávarp — Ármann Öm Ár- mannsson, formaður SBTH. 2. Gunnar Þórðarson og Karl Sighvatsson ásamt 4 söngv- urum og hluta úr Sinfóníu- hljómsveit íslands flytja lag Gunnars Þórðarsonar „Söngur um draum“. 3. Sinfóníuhljómsveit íslands, stjómandi Páll P. Pálsson. 4. Sigurður Björnsson, óperu- söngvari, ásamt Sinfóníu- hljómsveit íslands. Stjómandi Páll P. Pálsson. 5. Ólöf Kolbrún Harðardóttir ásamt hljómsveit. 6. Kór Langholtskirkju ásamt Hljómsveit Guðmundar Ing- ólfssonar. 7. Guðný Guðmundsdóttir, Halldór Haraldsson og Gunnar Kvaran. 8. Bergþóra Árnadóttir. 9. Hljómsveitin Súld. 10. Hljómsveit Tómasar Einars- sonar (jass). 11. Látúnsbarkinn Bjarni Ara- son ásamt hljómsveit. 12. Hljómsveitin Mezzoforte. 13. Þursaflokkurinn. 14. Bubbi Morthens. 15. Vinningsnúmer í happ- drættinu tilkynnt. 16. Kristinn Sigmundsson ásamt Sinfóníuhljómsveit- inni. Stjómandi Guðmundur Emilsson. 17. Lag Gunnars Þórðarsonar „Söngur um draurn" flutt af Sinfóníuhljómsveit Is- lands. Stjómandi Páll P. Pálsson. 18. Tónleikunum slitið. Kynnir verður Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráð- herra. í frétt frá Samtökum um byggingu tónlistarhúss segir m.a.: „Full samstaða er meðal al- mennings og tónlistarfólks um byggingu tónlistarhúss og fólk gerir sér grein fyrir því að bygg- ing þess mun hafa jákvæð áhrif á alla tónlistarstarfsemi í landinu og mun þjóna öllum Is- lendingum. Húsinu hefur verið ákveðinn staður í Laugardaln- um. Fmmteikningar hafa verið lagðar fram og nú er unnið af krafti við að ganga þannig frá þeim að hægt verði að leggja þær fram til endanlegrar sam- þykktar hjá borgaryfirvöldum. Til þess þarf að sjálfsögðu fjár- magn og hafa margar fórnfúsar hendur lagt á sig ómælda vinnu til stuðnings þessu málefni. í fjáröflunarskyni er i gangi happdrætti, þar sem einungis er dregið úr seldum miðum. Vinningar em um 50 talsins og þar á meðal eiguleg bifreið, Chevrolet Monza. Margir hafa fengið heimsenda miða en einnig er hægt að fá keypta miða í hljómplötuverslunum fram á föstudag. Dregið verður á laug- ardag og vinningsnúmer til- kynnt á stórtónleikunum um kvöldið. Um þessar mundir er að koma á markaðinn hljómplata sem ber heitið „Söngur um draum" eftir Gunnar Þórðarson og rennur söluágóði hennar óskiptur til tónlistarhússins. Tónleikunum, sem hefjast kl. 21.30 á laugardaginn, verður sjónvarpað í beinni útsendingu um allt land. Húsið verður opnað kl. 20.30 og er verð miða krónur eitt þúsund. Forsala aðgöngu- miða stendur nú yfir í Há- skólabíói og Gimli við Lækjargötu. Við vonumst til að sjá sem flesta velunnara tónlistar." Ein útgáfan af Brimkló frá þvi um miðjan áttunda áratuginn. Frá vinstri: Arnár Sigurbjörnsson, Ragnar Siguijónsson, Sigurjón Sig- hvatsson, Hannes Jón Hannesson og Björgvin Halldórsson. Þeir munu allir koma fram með hljómsveitinni nú að því undanskildu að Haraldur Þorsteinsson tekur stöðu bassaleikara í stað Siguijóns Sighvatssonar. Brimkló endurreist HLJÓMSVEITIN Brimkló hefur nú verið endurreist og kom hún fram í veitingahúsinu Hollywood um áramótin, og mun koma aftur þar fram um næstu helgi. Brimkló var ein af vinsælustu hljómsveitum á íslandi á sínum tíma og lék inn á fjölda hljómplatna. Má þar nefna lög eins og „Síðasta sjóferðin", „Síðan eru liðin mörg ár“, „Nína og Geiri“, „Eitt lag enn“, „Rock’n roll öll mín bestu ár“ og „Mannelska Maja“. Margir hljómlistarmenn léku með Brimkló og þeir sem skipa hana nú eru Björgvin Halldórsson, Amar Sigurbjömsson, Ragnar Siguijóns- son, Haraldur Þorsteinsson og Hannes Jón Hannesson. örbVra!ndstÆW ^ye®sp"-ARAR o »»" - erumme&0» l0vttcna foahAAkcli UeiiarA Reykja vík - Garðabæ - Haf narfjörður - Mosf ellsbær, símar 20345 og 74444 kl. 13-19 daglega. Hveragerði - Selfoss, sími 4588 kl. 16-20 fimmtud. 7. jan. Keflavík - Grindavík - Garður - Sandgerði, sími 68680 kl. Einkatímar Síðasti innritunardagur er laugardaginn 9. janúar. ■ Hiónlpöð^ tae9raeö» ferðinniy )!,'ltb6r^'"an'*'adaos- 1d'e9u,rn„ HUj RocV’nR°!" Vle,5se<y 10 ''"Ifur sér'ríe6'r'9U **£»*£*& TVm* irftur s\6K«',*u tra«'ha'd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.