Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988 47 okkur leið vel á þessum stað. Þegar nýir kennarar bættust í hópinn tók hún þeim ætíð af sérstakri alúð. Slíkt er að sjálfsögðu ómetanlegt á vinnustað og var okkur öllum mik- ils virði. Ragna var spaugsöm og hnyttin í tilsvörum og hafði einstakt lag á því að koma fólki í gott skap, en allt var það græskulaust því hún umgekkst fólk af nærfæmi og háttvísi og vissi það manna best að aðgát skal höfð í nærvem sálar. Ragna var mikill mannþekkjari. Fordómalaust tók hún hveija per- sónu eins og hún var, með kostum og göllum, og það var eins og henni tækist að laða fram það besta hjá hverjum og einum. Nýlega sagði einn samkennarinn: „Ég hef reynt að læra það af Rögnu að taka fólk eins og það er og líta á jákvæðu hliðarnar." Á orð Rögnu var hlustað og margt sem hún sagði festist í minni, enda miðlaði hún bæði af lífsreynslu, visku og mikilli hjarta- hlýju. Tengslin við skólann rofnuðu ekki eftir að Ragna hætti að kenna fyrir réttu ári, því hún kom oft að finna okkur. Jafnan bar hún með sér andblæ glaðværðar og hlýju. Það birti yfir kennarastofunni þeg- ar hún kom í heimsókn. Hún var sannarlega mikill aufúsugestur. Á skemmtunum og ferðalögum okkar kennaranna var Ragna hrókur alls fagnaðar, með sitt geislandi bros og sérstæða leiftrandi blik í auga sem yljaði manni um hjarta. Hún var ómissandi á spilakvöldunum og í haust kom hún á spilakvöld gal- vösk að vanda, daginn áður en hún fór á sjúkrahúsið. Hún bar sig ætíð vel, var hress í tali, kvartaði aldr- ei. Rögnu verður sárt saknað á kennarastofunni í Ármúla. Fyrir hönd Starfsmannafélags Fjölbrautaskólans við Ármúla flyt ég hjartans þakkir fyrir allt það sem Ragna var okkur. Við sendum böm- um hennar og fjölskyldu allri inni- legar samúðarkveðjur. Minningin um góða konu mun lifa. Rannveig Jónsdóttir Það er sárt að kveðja manneskjur á borð við Rögnu Jónsdóttur. Hún . var einstök manneskja á allan hátt og erfitt að skilja þá forsjón sem tekur hana frá okkur svona í fullu fjöri því það var hún sannarlega þar til hin þungbæru veikindi slitu hana burt. Hún fæddist og dó í desember, dimmasta mánuði ársins, en frá því ég kynntist henni og áreiðanlega alla tíð færði hún með sér líf og ljós og gleði. Ég hef fáum manneskjum kynnst sem höfðu eins og hún lag á því að lífga upp á umhverfi sitt hvar sem hún fór. Hún var sérstakur mannþekkjari og hafði til að bera mannskilning og umburðarlyndi svo fágætt var. Mér fínnst hún hafí hlotið að kalla fram það besta sem til var í hverri manneskju sem hún átti skipti við. Hún hafði lifandi áhuga á með- bræðrum sínum og systrum og afskiptaleysi og tjáningarleysi var ekki hennar stíll. Ragna var Austfirðingur, fædd í Hjaltastaðaþinghá og alin upp á Norðfírði frá fimm ára aldri í glað- værum hópi systkina og félaga. Ýmislegt sagði hún mér frá upp- vexti sínum og einhvem veginn fékk ég þá hugmynd að vart hefði verið til skemmtilegri staður á ís- landi og þó víðar væri leitað en Norðíjörður á uppvaxtarárum hennar. Heimilið var fjölmennt, mikill gestagangur og svo voru afí hennar og amma á heimilinu og minntist hún oft á þau og það sem þau höfðu sagt henni og kennt. Það má með sanni segja að hún hafí sótt sinn ríkulega menningararf í nítjándu öldina ekki síður en þá tuttugustu í gegnum þau en þó var hún nútímamanneskja í besta skiln- ingi þess orðs. Ég hafði oft á tilfínn- ingunni að samband hennar við sín eigin bamaböm hefði á sinn hátt verið Iíkt því sem hún hafði við afa sinn og ömmu og víst er að hennar kæm bamaböm hafa misst mikið — en þau hafa líka notið mikils. Þegar Ragna hafði aldur til sigldi hún til Norðurlands og settist í Menntaskólann á Akureyri og dvaldist þar næstu sex vetur. Þá var ekkert um það að ræða að far- ið væri heim í jóla- eða páskafrí — hvað þá helgarfrí — svo námsdvölin var óslitin frá hausti til vors. Gam- an var að heyra hana segja frá ýmsu sem þar gerðist bæði spaugi- legu og athyglisverðu, t.d. jólahaldi á vistinni, fólki sem hún kynntist þar og orðum sem mönnum hmtu af vömm en Ragna hafði alltaf sér- staklega gaman af því sem var vel og hnyttilega orðað og sjálf raunar málhög í besta lagi. Hún lauk stúdentsprófí 1936 og var í þeirri sérkennilegu aðstöðu — að vera eina stúlkan í hópi um 20 pilta. Ekki var að heyra að hún hefði látið neinn bilbug á sér fínna fyrir það, hún taldi flesta þessa menn til vina sinna það sem eftir var ævinnar og mikið hlýtur það að hafa lífgað upp á skólavist þess- ara pilta að hafa slíka snilldarmann- eskju í sínum hópi, ætli hann hefði ekki orðið dauflegur ella. Enda kunnu þeir að meta hana og sýndu bæði í orði og verki, ég hafði mikið gaman af því eitt sinn þegar ég tók eftir áletmn á gullfallegum skart- gripum sem hún bar: Frá bekkjar- bræðmm. Við kynntumst fyrir tæpum tutt- ugu ámm er Guðrún Halldórsdóttir leiddi okkur saman. Margt hefur hún gert mér gott en það best að kynna mig fyrir Rögnu. Við hófum þá spilamennsku og höfum átt ótrú- legar ánægjustundir við græna borðið og var alltaf jafn glatt á hjalla hver svo sem fjórði maður var hjá okkur stallsystmm en þeir hafa verið ýmsir gegnum árin. Ragna var snjöll bridgemanneskja og kunni þá list að leiðbeina þannig að unun var við að taka og alltaf var stutt í glens og hlátur jafnvel þótt alvara væri á ferðum í spilinu, og þolinmæði hennar við fákænsku í spilamennsku var óviðjafnanleg. Fýrir tíu ámm stóð svo á fyrir mér og starfsfélögum mínum við Lindargötuskólann að ákveðið var að leggja okkar góða skóla niður og ýta okkur út á kaldan klakann. Eftir nokkurt málþóf varð það úr að flestum okkar bauðst að starfa við Ármúlaskólann. Mér leist strax allvel á þann ráðahag, einkum vegna þess að þar vissi ég af Rögnu. Þegar þangað kom vom ýmsar blikur á lofti en ég held að ekki sé ofsagt að nærvera hennar og Gerðar Magnúsdóttur hafí átt dijúgan þátt í að sætta fólk við þessar aðstæður. Samstarf okkar þar var ánægju- legt að ekki sé meira sagt. Við hana var hægt að tala um allt. Hún hafði lag á að milda bræði og lægja ofsa og fá fólk til að athuga í róleg- heitum hvað væri í raun hægt að gera til að bæta það sem miður fór. Mér er mjög minnisstætt það sem hún sagði oft við mig þegar ég ræddi við hana um ýmislegt sem ég var óánægð með. Maður er svo ófullkominn sjálfur sagði hún, og það brást ekki að sljákkaði í mér því úr því hún, sem mér fannst flest- um kostum búin, hugsaði þannig hvað var ég þá að þenja mig? Ég var svo heppin að kenna sama fag og hún og þegar við mæltum okkur mót til að búa til verkefni eða próf var það ekki eins og verið væri að vinna venjuleg skyldustörf heldur voru það sannkallaðir skemmtifundir. Það var reiðarslag þegar ljóst var að hún væri haldin krabbameini en svo batnaði henni svo mikið að maður fór að gera sér vonir og þeim mun meira var áfallið þegar þær brugðust. En sá tími sem gafst frá því hún frískaðist aftur eftir fyrsta veikindatímabilið var dýr- mætur, ég held ég muni greinilega flestar samverustundir okkar og símtöl síðasta árið. Ragna átti marga vini sem nú sakna hennar sárt en sárastur er þó söknuður bama hennar, Ragn- ars, Guðrúnar og Ingibjargar, og tengdasonarins Áma að ógleymd- um barnabörnunum, Rögnu Áma- dóttur, Rögnu Pálsdóttur, Palla og Jónasi. Ég sendi þeim öllum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Veri sæl kær, ómetanleg vin- kona. Vilborg Sigurðardóttir t Eiginmaður minn, faðir okkar og afi, ÁRNI SIGURÐSSON fyrrverandi hafsögumaður, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði, lést í Borgarspítalanum miðvikudaginn 6. janúar. Ólafia Kristjánsdóttir, Sigurlina Árnadóttir, Eydis Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum inninlega þeim sem sýndu okkur samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar,' tengdamóöur og ömmu, GUÐRÍÐAR TÓMASDÓTTUR. VaigeirÁ. Einarsson, Jóhanna Valgeirsdóttir, Benedikt Axelsson, Guðrún Jóna Valgeirsdóttir, Hjörtur Guðnason og barnabörn. t Fóstra okka'r, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR frá Skorrastað, Sjafnargötu 12, verður jarðungin frá Hallgrímskirkju föstudaginn 8. janúar kl. 13.30. Blóm afþökkuð. Fyrir hönd aðstandenda, Halldóra Sigurjónsdóttir, Helga S.ÓIafsdóttir. t Faðir minn og afi okkar, VIGFÚS SIGURJÓNSSON, Norðurbyggð 15, Akureyri, verður jarðsunginn frá Víðimýrarkirkju í Skagafirði laugardaginn 9. janúar kl. 14.00. Sigurlaug Vigfúsdóttir, Maria Hreinsdóttir, Soffía Hreinsdóttir, Signý Jóna Hreinsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, INGÓLFUR EGILSSON hárskerameistari, Hellu, Garðabœ, sem andaðist í Landspítalanum 2. janúar, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 8. janúar kl. 13.30. Svava Júlíusdóttir. Þórunn Ingólfsdóttir, Hrefna Ingólfsdóttir, Sigríður Ingólfsdóttir, Sigrún Ingólfsdóttir, Grétar Ingólfsson, Július Ingólfsson Björn Sævar Númason, Jorn Nielsen, Hjörtur Bragason, Óskar Jóhannesson, Steinunn Hjálmtýsdóttir, og barnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og systir, ERNA GUÐLAUG ÓLAFSDÓTTIR, hjúkrunarfræðingur, Langholtsvegi 100, Reykjavík, verður jarðsungin frá Langholtskirkju föstudaginn 8. janúar kl. 10.30. Þeim er vildu minnast hinnar látnu er bent á Heilavernd. Sala minningarkorta er i Holtsapóteki og Blómabúðinni Dögg, Álfheimum. Sigurður Gunnarsson, Gunnar Óli Sigurðsson, Arnar Björn Sigurðsson, foreldrar og systkini. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, TÓMAS ÓLASON, Stóragerði 6, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 7. janúar næstkomandi kl. 13.30. María Emilsdóttir, Torfi B. Tómasson, Anna Ingvarsdóttir, Ásthildur Tómasdóttir, Gunnarsson, Sigríður Maria Torfadóttir, Tómas Ingi Torfason, Sturla Tómas Gunnarsson. t Móðir okkar og amma, STEINUNN BENEDIKTSDÓTTIR frá Vallá á Kjalarnesi, sem andaðist 21. desember sl. á Hrafnistu í Hafnarfirði verður jarðungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. janúar kl. 13.30. Margrét Jakobsdóttir, Bjarni Jakobsson, og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför sonar okkar, bróður og mágs, BJÖRNS ÓLAFSSONAR matreiðslumanns. Kristjana Jónsdóttir, Jón B. Ólafsson, Finnbogi Ólafsson, Ólafur H. Ólafsson, Valdimar Ólafsson, Ólafur Finnbogason, Guðrún Ingimundardóttir, Þórleif Drifa Jónsdóttir, Ásta Knútsdóttir, Steinunn Bragadóttir. t Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug vegna andláts STEINUNNAR JÓNSDÓTTUR, Hraunbraut 45, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks sambýlisins Skjólbrekku fyrir frá- bæra umönnun. Gisli Guðmundsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Við þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför eiginmanns mins, föður, tengdaföður, afa og langafa, EGILS FR. HALLGRÍMSSONAR, Bragagötu 38. Helga Jónsdóttir, Guðbjörg Egilsdóttir, Róbert Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.