Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988 snillingurinn reiðubúinn að grípa í hljóðfæri; það var talað, spilað og sungið af hjartans lyst — og list- fengi. Veislumar á Smiðjugötu voru menningarviðburðir út af fyrir sig. Það var líka stórhátíð þegar yngri kynslóð Qölskyldunnar kom heim, þótt ekki væri nema til skammrar dvalar. Anna Áslaug frá Róm eða Munchen; Sigga yngri og Jónas frá Bandaríkjunum eða ein- hvers staðar úr þýska heiminum; og yngsta bamið, Hjálmar Helgi, frá Brandeis eða Hollandi, eða hvaðan hann var nú að koma. Allt er þetta fólk hið mannvænleasta. Þau em ekki bara böm Ragnars og Siggu (eða tengdaböm); þau höfðu líka gengið á skóla hjá þeim, strangan skóla og agasaman. Þau vom fullnuma í tónlist, andlega lif- andi, stútfull af hugmyndum. Og allir létu gamminn geysa. Ég var að vísu vanur að stríða þeim með því að þau hefðu ekki roð við gamla manninum. Hann var á áttræðis- aldri, en lífsorka hans, andlegt fjör, lífsreynsla, þekkingarsvið og ótrú- legt minni var allt af slíkri gnótt, að maðurinn átti engan sinn líka. Þess var varla að vænta að ungling- ar á þrítugsaldri fengju rönd við reist í orðræðum við slíkan mann. En samtal við Ragnar var jafnan svo örvandi að allir gerðu meir en þeir máttu. Ragnar H. var eitt með öðm hápólitískur maður. Hann var íhaldsmaður í ætt við Solzhenítsyn. Á uppvaxtarámm hans á bökkum Laxár var fomöldin eins og hún hefði gerst í gær. En hann var af- sprengi aldamótakynslóðar, einn af vormönnum Islands, sem sleit bam- skónum á vori gróandi þjóðlífs, útskrifaður úr skóla Jónasar frá Hriflu upp á óbilandi bjartsýni og endumýjunarkraft íslenskrar þjóð- menningar. En hann var líka landnemi af sléttum Ameríku, sem af eigin reynslu hafði upplifað hvílíka reginkrafta þjóðfélag frjálsra manna getur leyst úr læð- ingi. Hann var repúblíkani af skóla Lincolns og hann varði heiður Ameríku öm hjarta þegar yngri kynslóðin kom heim og flutti mál sitt í skugga þeirrar bölsýni sem Víetnam-stríð, umhverfismengun og vígbúnaðarkapphlaup kyntu undir. Og þau fundu enga von í forsvarsmönnum „Guðs eigin lands", sem áður hafði verið hið fyrirheitna land kúguðum og snauð- um landnemum sem flykktust þangað frá hnignandi stéttarþjóð- félögum gömlu Evrópu, í trúnni á frelsi einstaklingsins og sköpunar- mátt hans. I þessum samtölum kynslóðanna um tíðarandann var oft tekist hart á og þá dugði ekki minna en að fara yfir sögusviðið allt frá Homer til Hemingways eða frá Ljósvetningagoða til Lincolns. En þetta var ekki bara þeirra heimili. Heimili Ragnars og Sigríðar var jafnframt skóli, hús, sem stóð opið ísfirskum æskublóma í fjóra ára- tugi, þangað sem fólk kom til að læra músík. Þessi skóli var aldrei talinn í árgöngum (eins og fiski- fræðingar reiknafyskistofna) heldur í einstaklingum. í þessum skóla var hver einstaklingur nemandinn, án viðmiðunar við aðra. Dætur okkar þijár sóttu þennan skóla og hafa ekki sótt annan jafn góðan, hvað þá betri. Auðvitað njóta tónlistar- nemar einstaklingsbundinnar kennslu á hljóðfæri í öðrum tónlist- arskólum. En þeir koma ekki saman um hveija einustu helgi til þess að spila fyrir skólastjórann eins og gerðist í skóla Ragnars H. Þetta gerðist í skóla Ragnars H. þegar aðrir menn og makráðari tóku sér hvíld frá amstri hversdagsins. Það er ýkjulaust að Ragnar fylgdist sjálfur með iðni, ástundun og fram- förum hvers einasta nemanda frá viku til viku, ár eftir ár. Svona skól- ar eru víðast hvar liðnir undir lok annars staðar á heimsbyggðinni. Þetta var þó hugmyndin hjá bresku mandarínunum með Oxford og Cambridge. Svona skólar eru til í Ameríku og hafa reyndar gert Bandaríkin að stórveldi í vísindum. Og Rússakeisarar hafa komið sér upp svona skólum sem hafa gert Rússum kleift að koma óhamingju- sömu fólki til tunglsins, þótt þá vanti bæði fisk og brauð. En skóli Ragnars H. hefur komið hveijum og einum til nokkurs þroska og þar að auki fóstrað marga af mann- vænlegustu tónlistarmönnum þjóðarinnar. Stundum er best að skoða heiminn í mikrokosmos. Það er svo margt einstakt við þennan skóla. T.d. tónleikahald þrisvar á ári, þar sem hver einasti nemandi kemur fram, ýmist sem einleikari, undirleikari eða í kammersveit. Tónverkaskráin ævinlega prentuð af listfengi og vandvirkni, reyndar oftast betur en hjá Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Ræður skólastjórans voru ekki aldeilis skýrslur upp úr einkunnaklöddum. Þær voru stuttar og knappar en innblásnar af tilvik- um eða hugsun tíðarandans, en ævinlega í einhveiju hnitmiðuðu samhengi. Allt var þetta starf unn- ið með öðrum störfum. Ragnar H. var allt í senn, skólastjóri tónlistar- skóla, tónlistarkennari, organisti kirkjunnar, stjómandi Sunnukórs og frömuður tónleikahalds, þangað sem hann bauð til innlendum og erlendum snillingum og spurði aldr- ei hvað það kostaði. Af mörgum minnisstæðum tónleikum er e.t.v. ógleymanlegast þegar Alþýðuhúsið gamla breyttist allt í einu í rökkvað- an tónleikasal við kertaljós, þar sem eingöngu voru flutt tónverk eftir ísfírsk tónskáld; ekki af gömlu kyn- slóðinni, Jón Laxdal, Jónas Tómas- son eldra; nei, eingöngu eftir ísfírsk tónskáld sem þá störfuðu við tón- listarskólann: Jónas Tómasson yngra, Hjálmar Helga, Leif Þórar- insson, Jakob Hallgrímsson o.fl. Það er hveiju orði sannara sem séra Gunnar Bjömsson sagði við minningarathöfnina um Ragnar í Fríkirkjunni: Hann var í lífi sínu og starfí velgjörðarmaður svo ótrú- lega margra. Með andlegri orku sinni og elju breytti hann þessu fískiþorpi við ysta haf í músíkbæ eins og hugsanlega hafa verið til í furstadæmunum þýsku á friðsam- legri öld og Kodály vildi gera f Ungveijalandi; en ég veit ekki hvort hefur tekist. Við höfum átt því láni að fagna að kynnast náið mörgum eftir- minnilegum mönnum um okkar daga; mönnum sem hafa skarað fram úr öðmm, hver í sinni grein. í þeim hópi hafa verið nokkrir stjómmálamenn; vísinda- og fræði- menn; skapandi framtaksmenn í atvinnulífí; og líka nokkrirtónlistar- menn í fremstu röð. Allir hafa þessir menn haft til síns ágætis nokkuð. Samt getum við með sanni sagt að enginn þeirra hefur heillað okkur svo gersamlega né gefið okk- ur eins mikið af sínu lífi eins og Ragnar H. Ragnar. I þessum skiln- ingi hefur hann átt engan sinn líka. Oft hefur okkur orðið til þess hugsað og af ýmsum tilefnum hvað gerði þennan mann svona óvenju- legan. Vissulega var hann „súper intelligent"; við emm að hugsa um rússneska orðið intelligentzia, orð sem stöðugt vefst fyrir okkur þrátt fyrir allt og engan veginn verður þýtt sem menntamaður. Hann var ljóngáfaður eins og Rússar meina þegar þeir tala um þvílíkan mann: Hann var maður með djúpan skiln- ing á mannlífinu. Þetta íýsti sér í ótal mörgu. Hann bjó yfír ótrúlegri þekkingu. í hversdagslegu samtali við hann var honum tiltækt allt það háleitasta sem hugsað hefur verið um umræðuefnið. Minni hans var ótrúlegt; honum virtist fyrirmunað að gleyma nokkm því, sem var þess virði að muna það, af því sem hann hafði numið einhvemtíma á lífsleiðinni. Ef til vill var það þessi eiginleiki hans sem fyrr en varði sneri fróðlegu samtali upp i andleg veisluhöld; það var einfaldlega hreinasta unun að tala við mann- inn. Annað var orkan: Ragnar var kominn á áttræðisaldur þegar við kynntumst honum náið. En það er okkur eiður sær að við þekkjum engan mann þrítugan sem fann til og hrærðist í samtíð sinni af þvílíkri atorku, hraða og snerpu. Það var eins og hjartað í honum slægi tvisv- ar sinnum örar en í venjulegum ■ dauðlegum mönnum. Og eftir því var atfylgið í starfi, úthaldið og þrekið. Lífsreynsla hans var líka óvenjuleg. Stundum er talað um að vera alinn upp í fásinni íslenskra sveita. Við höfum aldrei komið að Ljótsstöðum í Laxárdal og söknum þess að hafa aldrei verið í för með Ragnari á heimaslóðir. En af frá- sögn hans af uppvaxtarárum á fátæku heimili í þingeyskri sveit á ■ fyrstu áratugum aldarinnar vitum við að það uppeldi var líklegt til að þjálfa og þroska andlega hæfileika til dáða. Faðir Ragnars var sjálfur músíkant, organisti. Þarna flæddi músík um allar sveitir; skáldskapur náði háu risi; stórvirki heimsbók- menntanna skiptu um hendur milli bæja eins og sendibréf frá fjarlæg- um ástvinum. Sjálfur er Ragnar dóttursonur Torfa í Olafsdal, sem augljóslega var afburðamaður á sinni tíð; ætli Ragnar hafí ekki notið þess að að honum stóðu sterk- ir stofnar. Kannski er Ragnar líka dæmi um yfírburði hins sjálfmenntaða manns. Að vísu er þetta þversögn, því að enginn maður er menntaður nema hann sé sjálfmenntaður. Samt er eins og oft verði lítið úr hinum bestu mannsefnum sem sitja slímu- setur hálfa ævina við strangan húsaga akademísks sérfræðináms. Það er eins og margur maðurinn þomi upp af lífsfjöri og fmm- kvæði, sem þannig hefur verið ræktaður undir gleri tilraunastof- unnar. Ragnar naut góðrar heiman- fylgju úr foreldrahúsum; vandist ströngum aga hinnar hversdags- legu lífsbaráttu fátæks bændafólks, sem gerði miklar kröfur um skyldu- rækni og vinnusemi. Hann átti greiðan aðgang að góðum bóka- kosti og naut örvunar af tónlistar- ástundun í umhverfínu; hann útskrifaðist úr skóla Jónasar frá Hriflu, þar sem leiðtogaefni í stjóm- málum þjóðarinnar vom kennarar. Hann ólst upp á tímaskeiði sem var við mörk fomaldar og byltingar- skeiðs nýrrar aldar. Hann hleypti heimdraganum ungur. Hann gerð- ist landnemi í nýjum heimi, þar sem hann varð að leggja á sig ómælt erfíði við að láta hugsjón sína ræt- ast; að nema tónlist og kenna tónlist, þrátt fyrir lítil efni og engin námslán. Ameríka reyndist honum vel, enda skildi hann hana djúpum skilningi og elskaði það land heitu hjarta, þótt föðurlandsástin reynd- ist að lokum rammari taug og togaði hann heim til sín. Ragnar var um aldarfjórðungs skeið for- ystumaður þess merkilega menn- ingarlífs sem íslenska þjóðarbrotið lifði í vesturheimi á þeim tíma. Enginn maður búsettur á íslandi var eins gjörkunnugur örlögum Is- lendinga og íslenskrar menningar vestur þar og Ragnar. Það er óbæt- anlegt tjón íslenskri menningar- og bókmenntasögu að enginn skyldi koma því í verk í tæka tíð að skrá ævisögu Ragnars. En það sem ég vildi sagt hafa er að einhvem veg- inn röðuðust þessi brot í eina list- ræna heild: Óvenjulegt atgervi mannsins, óvenjulega örvandi tímar og óvenjuleg lífsreynsla til að skapa persónuleika, sem átti engan sinn líka. Og svo er annað. Þegar Ragnar var fimmtugur að aldri, og þá er venjulega farið að halla undan fæti hjá flestum dauðlegum mönnum, hóf hann sitt annað ævistarf heima á Fróni. Og hann er á líkum aldri og við núna, þegar hann nam konu- efni sitt brott úr föðurgarði, Sigríði Jónsdóttur frá Gautlöndum. Þá hef- ur hún verið 23ja ára að aldri. Á þeim var því mikill aldursmunur í árum talið. En svo hefur líf þeirra verið samtvinnað að setningunni er ekki lokið ef þú nefnir annað þeirra án þess að geta hins. En þannig lifðu þau lífínu saman að við minn- umst þess ekki að við tækjum eftir því að á þeim væri nokkur aldurs- munur. Þau vom eitt. Óaðskiljan- leg. Trúlega er það henni að þakka að Ragnar virtist alltaf vera þessum tuttugu ámm yngri en fæðingar- vottorðið sagði til um. Ég sé hann enn í anda þar sem hann stendur á tröppunum fyrir framan heimili þeirra Sigríðar á Smiðjugötunni og kveður okkur við veislulok: Meðal- maður á vöxt, grannur, teinréttur, kvikur í hreyfingum. Bregður hönd að enni og kveður með sveiflu, að hermannasið. Fríður, hárprúður, prúðbúinn; andlitsdrættimir fínleg- ir en karlmannlegir (myndin minnir mig ýmist á Abraham Lincoln eða Bertrand Russel). Og heimili þeirra var í fjóra áratugi mesta menning- arheimili sinnar samtíðar á Íslandi. Það var heimili og skóli og sam- kvæmissalur; þar var mikið starfað, hugsað hátt og notið unaðsstunda. Löngu eftir að þau hjón eru öll, mun áhrifa þessa menningarheimil- is gæta í lífí og verkum þess mannkostafólks, sem þau hjón hafa fóstrað og komið til nokkurs þroska. Það leikur ljómi um líf þessa manns. Sámstarf þessara samhentu hjóna bregður birtu yfír samtíð þeirra og umhverfí — birtu, sem seint mun fölskvast. Ragnar H. Ragnar var trúaður maður. Verkamaður í víngarði Drottins. Hann vissi flestum öðrum betur að í vondum heimi sem ein- lægt fer versnandi verður hver maður um síðir að leita á náðir síns innri manns, treysta á sinn innri auð, þann sem mölur og ryð fær ekki grandað. Það er þar sem músíkin tekur við. Hann vissi manna best, að jafnvel smáar hend- ur geta hrært hina fegurstu tóna. Þrátt fyrir mannlegan ófullkom- leika verður viðleitnin til að glæða líf okkar fegurð að veruleika í list- inni. Að láta þann draum rætast — það var ævistarf mannsins. Jón Baldvin og Bryndís Mig langar til að minnast þessa vinar míns nokkrum orðum. Ragnar fæddist á Ljótsstöðum í Laxárdal, S-Þing., hinn 28. septem- ber 1898, og lést á leið til Reykjavíkur til sjúkrahúsvistar á aðfangadag jóla, 24. desember sl. Foreldrar hans voru Hjálmar Jóns- son, bóndi og organisti, á Ljótsstöð- um og Áslaug Torfadóttir. Hjálmar var _af hinni kunnu Skútustaðaætt, en Áslaug dóttir Torfa í Ólafsdal í Dalasýslu. Ekki eru mér kunn upp- vaxtarár Ragnars, en ungur eða um tvítugt fer hann til Ameríku þar sem hann dvelst meðal íslend- inga í Kanada og gat sér þar mikið orð sem kórstjórnandi og píanóleik- ari. Hann gerist bandarískur ríkis- borgari, gengur í bandaríska herinn, er sendur áleiðis til vígvall- anna, en fyrir Guðs forsjón lendir hann til íslands, og þar bíður hans lífslán hans, því þar hittir hann þá konu er átti eftir að verða lífsföru- nautur hans, Sigríði Jónsdóttur frá Gautlöndum. Þau gengu í hjóna- band hér á Islandi, fluttu til Bandaríkjanna að loknu stríðinu, en heim til íslands flytjast þau aft- ur 1948. Þau eignuðust þijú börn, tvær dætur, Önnu Áslaugu og Sigríði, og einn son, Hjálmar Helga. Öll hafa bömin fetað í fótspor föður síns hvað músíkina snertir. Anna Áslaug er píanókennarí og býr í Þýskalandi, Sigríður er skólastjóri Tónlistarskólans á Isafirði. Hjálmar er við tónlistarkennslu í Reykjavík og er, eða var, auk þess stjómandi Háskólakórsins í Reykjavík. Það var. veturinn 1949 að Jónas Tómasson var að æfa Sunnukórinn til söngferðar um Norðurland. Þá ræður hann Ragnar H. til að vera undirleikari með kómum. Þarna kynntist ég Ragnari fyrst, og síðan má segja að leiðir okkar hafí legið saman í gegnum söngstarf. Ekki ætla ég að skrifa um þetta söng- ferðalag, þótt það sé mér einna minnisstæðast af þeim söngferðum, sem ég hefí farið með Sunnukóm- um, kannske vegna þess, að það var það fyrsta. Eitt atvik úr þessu ferðalagi er mér sérstaklega minnisstætt, en það snertir einmitt Ragnar H. Við vomm að syngja í hálfbyggðu Hótel Reynihlíð og i sönghléinu kemur Ragnar fram með aldraða konu, og þar er komin Lissý Þórarinsson á Halldórsstöðum í Laxárdal og segir að hún ætli að syngja fyrir okkur eitt lag. Ég held að flestir hafi fengið tár i augun er þessi aldraða kona söng með sinni silfurbjörtu rödd „Home Sweet Home“, að minnsta kosti fékk ég það. Þessu litla atviki gleymi ég ekki. Hingað til ísafjarðar flytjast þau hjónin árið 1949 og tekur Ragnar þá við stjóm Tónlistarskólans og er óslitið stjómandi hans þar til nú fyrir fáum ámm, að Sigríður dóttir ______________________________19 hans tók við skólastjóminni. Fljót- iega eftir að Ragnar fluttist hingað var Karlakór ísafjarðar endurreist- ur, en hann hafði þá um nokkur ár legið í dái. Ragnar var fenginn til að stjóma honum, og hafði hann söngstjóm hans á hendi þar til árið 1968, að kórinn tók sér hvíld um nokkur ár. Þegar Jónas Tómasson lét af stjóm Sunnukórsins til að helga sig organistastarfí við ísa- fjarðarkirkju tók Ragnar við kómum og stjórnaði honum óslitið til 1973, en^þá óskaði hann eftir að hætta, enda var ærið starf hjá honum að sinna skólanum og vera auk þess organisti við ísafjarðar- kirkju. En hann Ragnar hafði alltaf nóg- _ an tíma, eða svo virtist. Auk þess að stjóma tveimur kómm stofnaði hann og stjómaði karlakvartett. Ég, sem þessar línur rita, var svo hepp- inn að vera einn í þeim hópi. Þá fyrst sköpuðust þau kynni og sú vinátta sem aldrei dvínaði. Þá kynntist ég fyrst heimili þeirra hjóna og hans yndislegu konu, því allar kvartettsæfíngar vom heima hjá honum. Alltaf bauð Sigríður okkur velkomna og ævinlega vomm við eins og heima hjá okkur í Smiðjugötu 5. Þá kynntist maður líka bömum þeirra og fylgdist með uppvexti þeirra og þroska. Öll studdu þau föður sinn við kórstjóm hans, með því að vera undirleikarar hjá honum. Fýrst Anna Áslaug, og er hún fór suður til meira náms tók Sigga við. Ég man alltaf eftir henni Siggu litlu þegar hún var að lesa undir landspróf, þá kom hún með bækumar sínar og settist fyrir aft- an okkur og las, og þegar kallað var „Sigga, nú er komið að þér!“ þá kom hún eins og ekkert væri, og á konsertinum um vorið stóð hún sig með prýði. Þegar Sigga hafði svo stofnað heimili og átti ekki heimangengt, tók Hjálmar við. Er við vomm að æfa, báðir kóramir, fyrir söngferð til Norðurlands, — það var fermingarvorið hans Hjálm- ars, — þá var hann undirleikari og skilaði því svo vel að eftir var tekið. Eins og áður sagði, var Ragnar organleikari við Isafjarðarkirkju eftir að Jónas Tómasson dró sig í hlé vegna aldurs. Um mörg ár, og allan þann tíma, söng ég hjá honum 'í kirkjunni, og ef til vill á ég þaðan ljúfustu minningamar. Þá kom ég oft á heimili þeirra og var álltaf tekið með sömu hlýjunni og elsku- legheitunum. Ragnar H. var mikill stjómandi, og það var gaman að syngja hjá honum. Ég veit að ég var ekki einn um það að þykja vænt um hann sem stjómanda. Hann var mjög tilfinn- ingaríkur, sérstaklega þegar um ættjarðarkvæði var að ræða. Þá vildi hann að maður syngi af tilfinn- ingu, og færi vel með textann. Ég man er Karlakórinn var að æfa „Úr útsæ rísa íslandsflöll" eftir Pál ísólfsson við kvæði Davíðs Stefáns- sonar, er hann las fyrir okkur annað erindi kvæðisins, hvað hann las það af mikilli tilfínningu en það byijar svona: *!* • • Vér tölum íslenskt tungumál vér tignum Guð og landsins sál og foman ættaróð...“ Ragnar H. var gerður að heiðurs- borgara ísafjarðar fyrir allnokkram áram, og þótti víst flestum verð- skuldað. Elsku Sigga! Við hjónin sendum þér innilegar samúðarkveðjur og þökkum áralanga vináttu ykkar og elskulegheit. Börnunum ykkar sendum við hugheilar kveðjur, og þökkum þeim alla vináttu og tryggð. Ragnar kveð ég svo með innilegu þakklæti fyrir alla hans vináttu við okkur hjónin. Ég kveð hann með lokaorðum úr áðumefndu erindi Davíðs Stefánssonar, því mér finnst það endurspegla allt hans ævistarf. Þeir gjalda best sinn gamla arf sem glaðir vinna þrotlaust starf til vaxtar vorri þjóð.“ Fari hann í friði og hafi þökk fyrir allt. Ásgeir G. Sigurðsson SJÁ BLAÐSÍÐU 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.