Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988 4 ■y . rm i ¥*} ? i / Morgunblaðið/Hulda Sigmundsdóttir Föndrað og bakað í Grunnskóla Þingeyrar Þingeyri. BORN, unglingar og foreldrar mættu fyrir skömmu til vinnu og náms í skólanum þó í öðru formi en flesta aðra daga. Strax kl. 9 mættu 10 ára og eldri í föndur og fljótlega eftir það upphófst piparkökubakstur undir umsjón Ingibjargar Þorláksdóttur formanns æskulýðsráðs en hún hef- ur haft umsjón með félagslífinu í skólanum í vetur. Eftir hádegi komu þau yngri ásamt foreldrum og ömmum og var föndrað af kappi og gætt sér á piparkökunum. Hiti og þungi þessa dags hvíldi á hand- menntakennurum skólans, Borgnýju Gunnarsdóttur og Sævari Gunnarssyni. - Hulda Ungur maður í óða önn að fletja út piparkökudeig. Steve Martin og Daryl Hannah í hlutverkum sinum í gamanmynd- inni „Roxanne“ sem Stjörnubíó hefur hafið sýningar á. Stjömubíó sýnir gam- anmyndina „Roxanne“ STJÖRNUBÍÓ hefur hafið sýn- ingar á gamanmyndinni „Rox- anne“ þar sem Steve Martin, Daryl Hannah og Rick Rossovich fara með aðalhlutverkin. Myndin er gerð eftir leikverkinu Cyrano frá Bergerac eftir Edmond Ro- stand. Handrit er eftir Steve Reghir um niðurgreiðslu smásöluverðs á neyslufiski Fjármálaráðuneytið hefur að höfðu samráði við viðskiptaráðuneytið ákveðið að eftirfarandi reglur skuli frá og með 7. janúar 1988 gilda til bráðabirgða um framkvæmd niðurgreiðslu smásöluverðs á neyslufiski. Reglur þessar miðast við að smásöluverð á neyslufiski hækki ekki umfram 10% við að sala á fiski verður söluskattsskyld. 1 ■ Niðurgreiðslan tekur til eftirtalinna fisktegunda, enda hafi þær aðeins sætt venjulegri aðgerð: Ýsu, þorsks, ufsa, steinbíts, karfa, löngu, keilu, lúðu, kola, skötu, skötusels, rauðmaga og grásleppu svo og lifrar og hrogna þessara tegunda. Með fiski, sem sætt hefur venjulegri aðgerð, er átt við fisk sem er flakað- ur, siginn, saltaður, kæstur, bútaður, hakkaður, reyktur (annar en álegg) eða frystur. Niðurgreiðslan tekur þannig t.d. ekki til vatnafiska, hákarls, humars, rækju, smokkfisks eða annarra fisk-, krabba- og lindýrategunda. Niðurgreiðslan tekur ekki heldur til fisks sem sætt hefur einhvers konar vinnslu- eða geymslumeðferð umfram venjulega aðgerð sbr. 2. mgr. og sölu á tilbúnum fiskréttum í verslunum eða veitingahúsum. 2. Matvöruverslanir sem m.a. selja fisk í smásölu skulu halda innkaupum á hverju uppgjörstímabili á þeim fisktegundum sem niðurgreiðslan tekur til skv. 1. tl. aðgreindum í bókhaldi sínu. Við söluskattsuppgjör er þeim heimilt að draga frá söluskattsskyldri veltu sinni fjárhæð sem svarar til 75% af innkaupsverði þeirra fisktegunda sem hér um ræðir. 3. Sérverslanir með fisk skulu halda sölu á þeim fiski sem niðurgreiðslan tekur til skv. 1. tl. aðgreindum frá annarri sölu. Við söluskattsuppgjör er þeim heimilt að draga frá heildarveltu sinni fjárhæð sem svarar til 54,545% af sölu á þeim fiski sem niðurgreiðslan tekur til og halda skal aðgreindri skv. framansögðu. 4« Reglur þessar gilda frá og með 7. janúar 1988. Fjármálaráðuneytið, 6. janúar 1988 Martin og leikstjóri myndarinnar er Fred Schepisi. í fréttatilkynningu frá kvik- myndahúsinu segir um söguþráð myndarinnar: „í bænum Nelson býr slökkviliðsstjórann C.D. Bales (Steve Martin) sem er greindur, gamansamur og glaðvær náungi. Þrátt fyrir þessa kosti á C.D. ekki upp á pallborðið hjá kvenfólki vegna hins gríðarstóra nefs sem hann hefur burðast með frá fæðingu og getur ekki losnað við. C.D. hefur nefnilega ofnæmi fyrir svæfingar- lyfjum og því kemur lýtaaðgerð ekki til greina. Dag nokkurn kemur í bæinn fönguleg, fyndin og vel máli farin stúlka að nafni Roxanne (Daiyl Hannah) og um svipað leyti og Roxanne birtist ræður C.D. nýj- an slökkviliðsmann, Chris (Rick Rossovich), sem er einstaklega myndarlegur maður en stígur ekki í vitið og á erfitt með að koma fyr- ir sig orði. En Roxanne þráir mann sem hefur útlit Chris og gáfur C.D. Bales. Hvað er til ráða? Jú, C.D. finnur lausn á þeim vanda.“ Faðir ákærð- ur fyrir brot gegn dóttur MAÐUR á miðjum aldri var á þriðjudag ákærður fyrir kyn- ferðisleg brot gegn dóttur sinni. Þá var honum einnig gert að sæta gæsluvarðhaldi þar til dóm- ur fellur, þó ekki lengur en’ til 4. mars og hefur hann þá setið samfleytt í gæslu frá miðjum október á síðasta ári. Skýrt var frá því í Morgunblaðinu í október að maðurinn, sem búsett- ur er á Suðurlandi, hefði verið handtekinn, grunaður um kynferð- isleg afbrot gegn dóttur sinni síðastliðin 5 ár. Dóttir mannsins er nú 14 ára gömul. A þriðjudag gaf embætti ríkissaksóknara út ákæru í málinu. Kjartan Þorkelsson, full- trúi sýslumannsins í Rangárvalla- sýslu sagðist búast við að dómur félli í málinu í febrúar. PIOIMŒER HUÓMTÆKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.