Morgunblaðið - 16.01.1988, Side 21

Morgunblaðið - 16.01.1988, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988 21 ritgerðimar'lesnar upp á myndasýn- ingunni og birtar á prenti. Einnig eru áætlanir um sam- keppni meðal framhaldsskólanema, í samvinnu við Félag raungreina- kennara. Þar er fyrirhuguð sam- keppni þar sem nemendur geta valið um einhver eftirtalinna verkefna til að spreyta sig á: Að búa til stutta sjónvarpsmynd um tækni: að hanna sýningarbás þar sem einhver tækni er kynnt; upp- finningasamkeppni um tækni til að létta líf fatlaðra eða auka öryggi sjómanna; tölvutækni til stýringar á einhvetju ferli (bæði tæki og stýri- forrit); og einhver forritun á sviði gervigreindar. Þrenn verðlaun verða sennilega veitt. Tækninni fylgja ýmis siðfræðileg vandamál sem hollt getur verið að ihuga og því er það sérstaklega ánægjulegt að biskupsembættið hef- ur tekíð vel í þá hugmynd að beina því til presta, að einhvem ákveðinn sunnudag í febrúar eða mars taki þeir efnið „Maðurinn, tæknin og trú- in“ fyrir í stólræðu. Svo vel vill til að Ríkisútvarpið Sjónvarp hefur ákveðið að auka enn frekar hlutdeild íslensks efnis í þætt- inum Nýjasta tækni og vísindi á árinu 1988, og er fyrirhugað að vera með myndir um íslenskar rann- sóknir mánaðarlega í þættinum það árið. Einnig standa vonir til að unnt verði að auka norrænt efni í þessum þætti. Ýmsar ráðstefnur em á döfínni í tilefni af Norrænu tækniári, og flest- ar þeirra öllum opna'r. Meðal ráðstefna má nefna að 4. mars munu konur í Tæknifræðinga- félagi íslands og Verkfræðingafélagi Islands halda ráðstefnu um „Konur og tækni". Ráðstefna þessi er öðrum þræði til undirbúnings kvennaráð- stefnunni í Osló næsta sumar, þar sem m.a. verður fjallað um svipað efni. Háskóli Islands verður sennilega með ráðstefnu í vor um „Áhrif tækni á samfélög manna í nútíð og framtíð". Reynt verður að fá ekki aðeins fyrirlesara úr tæknigreinum, heldur einnig úr greinum eins og heimspeki, guðfræði og félagsvís- indum, auk rithöfunda. Rannsóknaráð ríkisins, Iðntækni- stofnunin o.fl. munu gangast fyrir ráðstefnu í maí um efnið „Tækniþró- un og sjálfvirkni í atvinnulífínu“. Þátttakendur verða forsvarsmenn tæknistofnana, forsvarsmenn at- vinnulífs (bæði launþegar og at- vinnurekendur) svo og stjómmála- menn. í tengslum við ráðstefnuna verður sýning á sjálfvirknitækni. Verkfræðingafélag íslands verður næsta haust með ráðstefnu um „Tækni og umferðaröryggi“ og fleiri ráðstefnur eru í undirbúníngí. Hópur fyrirtækja í Skýrslutækni- félagi íslands mun standa fyrir svonefndum „Upplýsingatæknidegi" þann 25. september, þar sem þau munu leggja áherslu á að kynna þátt upplýsingatækni í starfsemi sinni. Af öðru sem fyrirhugað er má nefna skoðanakönnun á viðhorfí fólks til tækni og tæknivæðingar, útgáfu tæknispils, og svo verður að sjálfsögðu lokahóf um miðjan des- ember, þegar Norræna tækniárinu lýkur formlega. Þetta eru í stórum dráttum þær áætlanir sem fyrir liggja í byijun tækniárs. Ýmislegt fleíra er þó í bígerð og verður sagt frá því síðar. S.H.R. Ólafur Davíðsson hægt að sljjóta sér á bak við það að aðstöðuna eða peningana vanti. Hér verður að sjást áþreifaniegur árangúr á næstu árum. Alþjóðleg samvinna er eitt af þeim lykilorðum sem daglega heyrast í alþjóðlegri umræðu, hvort. sem um er að ræða pólitíska samvinnu, efna- hagssamvinnu eða einnig tæknisam- vinnu. Evrópa er að verða einn markað- ur, ekki síst til þess að Evrópuþjóðir geti notfært sér möguleika tækm'- þróunar. Sama gpldír einnig um samvinnu milli Norðurianda sem einnig munu taka þátt í samstarfi innan Evrópu. íslendingum hættir til að líta á samvinnu við útlendinga með tor- tryggni — eða minnimáttarkennd — eyjarskeggjans. Víð verðum að hrista þetta af okkur. Víð verðum að líta á samvinnu við útlendínga sem sjálfsagðan, eðlílegan og reynd- ar nauðsynlegan hlut. Tæknísam- starf milli íslenskra og erlendra vísindamanna eða fyrirtækja er e.t.v. góð leið inn í víðtækara samstarf. Aukínn skilníngur á mikilvægi tækninnar og samvinna á þessu sviði eru markmíð Norræna tækniársíns vegna þess að víð sem að þessu stöndum erum sannfærð um að í nýtingu nýrrar tækni sé að fínna eína mikilvægustu forsendu bættra lífskjara í framtíðínní. Það er hínn raunverulegi trlgang- ur þeirrar starfsemi sem á þessu ári verður skipulögð í nafni Norræna tækmársins. Útvarpshúsið Efstaleiti 1. Ríkisútvarpið hljóðvarp — Opið hús í tilefhi af Norrænu tækniári 1988 verður Ríkisútvarpið með „opíð hús“ í nýja útvarpshúsinu við Efstaleiti 1, Reykjavik, á Fjöln- isgötu á Akureyri og á Fagradals- braut 9 á Egilsstöðum, sunnudag- inn 17. janúar, klukkan 13—17. Nú eru liðin 57 ár frá því Ríkisútvarpið var stofnað í desem- ber 1930. Það er sjálfstæð stofnun í eígu ríkisins og með sjálfstæðan flárhag. Lengi vel rak Ríkisútvarp- ið eingöngu hljóðvarp, en síðan 1966 hefur Sjónvarpið _ starfað undir sömu yfirstjórn og Útvarpið. Árið 1983 bættist rás 2 við og 1985 tók svæðisútvarpið á Akur- eyri til starfa og 1987 fylgdi í kjölfarið svæðisútvarp á Egilsstöð- um. Áformað er að fleiri svæðisút- varpsstöðvar hefji starfsemi á næstunni. Enda þótt ísland sé iítið land, þá er það erfítt til útvarpssend- inga. Dreifð byggð og fjallendi gerir að verkum að fyjldi endur- varpsstöðva er miklu meiri en ætla mætti, til að koma útvarpsefni til liðlega 240 þúsund íbúa. Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins eru í Reykjavík. Eins og landsmenn vita hefur Útvarpið lengst af verið á hrakhólum með húsnæði og þurft að leigja. Fýrst í Edinborgarhúsinu svonefnda, síðan í Landssímahús- inu við Austurvöll, þaðan flutti það í hús Fiskífélagsins við Skúlagötu, en er nú loksins komið í myndar- legt eigíð húsnæði í Efstaleíti 1 í Reykjavík. Stefnt er að því að Sjón- varpið flytji þangað innan þriggja ára. Á Akureyri var Útvarpíð fyrst til húsa í „Reykhúsinu“ svonefcda við Norðurgötu, en er nú í eigin húsi við Fjölnisgötu og á Egilsstöð- um er Útvarpið til' húsa í leiguhús- næði á Fagradalsbraut 9. Útvarpsstjóri er ábyrgur fyrir rekstri og fjárreiðum Ríkisútvarps- ins en honum er einnig ætlað að undirbúa og stjóma framkvæmd dagskrár. Sér t£l fulltingis hefur hann Útvarpsáð, sem er skipað sjö fulltrúum sem kosnir eru hlutfalls- kosningu á Alþingi. Undir yfírstjóm útvarpsstjóra starfar Ríkisútvarpið í Ijórum deildum, fjármáladeild, tæknideild, hljóðvarpsdeild og sjónvarpsdeild. Um 370 manns starfa nú hjá Ríkisútvarpinu, þar af liðlega 180 hjá Sjónvarpi. Ríkisútvarpið hefur alltaf lagt áherslu á blandaða dagskrá, byggða á efíii ætluðu bæði til fróð- leiks og skemmtunar fyrir unga sem aldna. Tónlist hefur verið í hávegum höfð frá upphafi í Út- varpinu og hefur það verið mikil lyftistöng _ fyrir tónlistarlíf í landinu. í Útvarpinu er fullkomn- asta plötusafn landsins og er það óspart notað við dagskrárgerðina. Það er vel við hæfí á Norrænu tækniári að það komi í híut Ríkisútvarpsins að ríða á vaðið með „opið hús“ í nýja útvarps- húsinu við Efstaleiti. Þar hafa verið sköpuð góð skilyrði til lifandi dagskrárgerðar, í einu tæknivædd- asta húsí landsins. Þegar Útvarpið tók fyrst til starfa var eins og þjóðin hefði færst nær umheiminum. íslending- ar gátu þá fengið fréttir af atburðum erlendis samdægurs. í upphafi voru skráðir hlustendur útvarps innan við 500 talsins og dagskráin aðeins nokkurra klukku- stunda löng. í dag er útvarpið snar þáttur í lífí allra landsmanna og útsend dagskrá allan sólarhring- inn. Ríkisútvarpið á sér sögu sem spannar yfir meira en hálfa öld. Þröngur fjárhagur hefur háð starf- semínni á ýmsa vegu, en þrátt fyrir það eru uppi áform um að efla og bæta þjónustuna við lands- menn. Miklar hræringar eru um þessar mundir í fjölmiðlun í landinu og Ríkisútvarpið er ekki lengur eitt um -rekstur útvarps og sjón- varps. Ríkisútvarpið mun þó gera sitt til að halda þeim sessi sem það hefur áunnið sér í hugum fólks á þeim fimmtíu árum sem það hefur þjónað íslensku þjóðinni sem út- varp allra landsmanna. Það er von starfsmanna Ríkisút- varpsins að fólk komi og skoði starfsemi og tælq'abúnað Utvarps í Reykjavík, á Akureyri og á Egils- stöðum nú á sunnudaginn og fylgist með því sem þar fer fram. l3* itunbetóut^^úar. id vel*o«^n* KoUa Kenn1 sla^ Vet HVERFiSGATA 46 SIMI 621088

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.