Morgunblaðið - 06.02.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.02.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1988 Skaðabóta krafizt af útgerð danska skipsins DANSKA flutningaskipið Katr- ine, sem sigldi frá landinu án leyfis og braut samninga um mjölflutninga frá Siglufirði, heldur enn striki sínu áleiðis til Bretlands. Hvorki útgerð né skipstjóri skipsins hefur gefið viðunandi skýringar á samn- ingsbrotinu né heldur því að hafa brotið iög með því að fara frá landinu án leyfis tollyfir- valda. Málssókn vegna þessa er í undirbúningi. 01 INNLENlJ Skipið er nýtt og var ferðin hing- að til lands jómfrúferð þess, en það er í eigu Orion Shipping í Kaup- mannahöfn. Slæmt veður var við landið er skipið beið færis til að komast fyrir Hom og telja menn að ein skýring þessa sé sú að skip- stjórinn hafí ekki verið nægilega kunnugur skipinu og því tekið þann kostinn að láta sig „hverfa" í stað þess að taka áhættu. Hugsanlegt er að útgerð skipsins verði sett á svartan lista skipamiðlara fyrir vikið. Jón Reynir Magnússon, fram- kvæmdastjóri Síldarverksmiðja ríkisins, sagði í samtali við Morg- unblaðið, að samningsbrotið kæmi sér illa. Mjölið, sem skipið hefði átt að flytja, 1.000 tonn, hefði verið selt á föstu verði og þar sem skipið hefði vantað fragt til baka frá landinu, hefði náðst hagstæð- ari samningur en ella, hefði þurft að fá tómt skip upp til að sækja mjölið. Því væru allar líkur á því að fragtin gæti orðið kostnaðars- amari nú. Jafnframt tefði þetta afhendingu mjölsins, en kaupandi þess gæti rift samningnum eftir næsta mánudag og keypt mjölið frá öðrum. Þyrfti hann að kaupa það á hærra verði, en samið hefði verið um við SR, ætti hann rétt á greiðslu frá SR, sem svaraði mis- muninum. Lögfræðingur frá okkur hefur fengið málið í hendumar. Við eig- um skýlausan rétt á skaðabótum en það er spumingin hvernig geng- ur að innheimta þær. Auk þess fínnst mér rétt að stjómvöld látið málið til sín taka, þar sem það varðar brot á landslögum. Geri þau ekkert í málinu getur það haft slæm áhrif í framtíðinni,“ sagði Jón Reynir Magnússon. VEÐUR / DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veöurspá kl. 16.15 i gœr) VEÐURHORFUR í DAG, 6.2.88 YFIRLIT f g»r. Búist er við stormi á Norðurdjúpi, Austurdjúpi og á Suðvesturdjúpi. Yfir Norðaustur-Grænlandi er 1027 mb. hæð en austan við Noreg er 970 mb. lægð sem þokast norðaustur. Vax- andi lægðardrag austur af Jan Mayen hreyfist suður. Við Nýfundna- land er vaxandi 970 mb. lægð á leið norðnoröaustur. SPÁ: Norðanstrekkingur Austanlands en mun hægari vestantil. Él með norðaustur- og austurströndinni en víða bjart veður annars staðar. Áfram frost um allt land. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Suðlæg átt meö snjó- , komu víða sunnan- og vestanlands en úrkomulaust norðaustan- lands. Frost á bilinu 2—10 stig. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 i gær að ísl. tima Akureyri Reykjavfk hltl +6 +7 veður snjókoma léttskýjað Bergen +4 rignlng Holsinki 0 súld janMayen +8 snjókoma Kaupmannah. e skýjaó Narsaarsauaq +4 láttskýjað Nuuk +6 snjókoma Osló 3 alskýjað Stokkhólmur 5 hélfskýjað Þórshöfn 2 slydda á s.klst. Algarve 16 hálfskýjað Amstardam 8 lóttskýjað Aþena 14 rignlng Barcelona 18 skýjað Bertfn 6 rigning Chlcago +18 heiðsklrt Feneyjar 9 þokumóða Frankfurt 7 rignlng Glasgow 4 skýjað Hamborg 7 skýjað Las Palmas 18 skýjað London 9 skúrás.klst. Los Angeles 7 heiðakfrt Lúxamborg 5 súld Madrfd 12 skýjað Malaga 19 skýjað Mallorca 17 skýjað Montreal +20 alskýjað NewYork 7 léttskýjað Parfs 8 skýjað Róm 14 skýjað Vln 8 lóttskýjað Washington vantar Winnlpeg +27 skafrenningur Valencia 19 skýjsð Morgunblaðið/Sigurður P. Bjömsaon Lárus Kjartansson, lögregluþjónn á Húsavík, við kassann sem fálk- inn var vistaður í. Húsavík: Fálki fangaður og gerður brottrækur Húsavík. FALKI var fangaður á fimmtu- dag í dúfnahúsi í Skógargerði á Húsavík. Fálkinn hefur verið dæmdur brottrækur úr sýslunni og eftir gæsluvarðhaldi hjá lög- reglunni á Húsavik var honum sleppt inn i Eyjafirði í gær. Búskapur hætti fyrir nokkrum árum að Skógargerði sem upphaf- lega var ein af þrem hjáleigum Húsavíkurprestakalls. Fengu þá áhugamenn um dúfnarækt íbúðar- húsið til afnota og innréttuðu það fyrir dúfur og þar eru nú um 125 dúfur. Oddur Örvar Magnússon er þar óðalsbóndinn. Hann á marga verðmæta fugla og dúfur hans hafa sigrað í öllum keppnum á Norður- landi undanfarin ár. Fyrir rúmri viku varð Oddur Örvar var við að eitthvað óargadýr heimsótti dúfnahúsið og voru ýmsar tilgátur hvaða dýrbítur þar væri á ferðinni en merki sáust um að dúfa hafði verið drepin og étin. Síðar sá hann fálka taka dúfu á flugi fyrir utan húsið og beindist þá grunurinn að honum. Sérhönnuð grind var þá sett fyrir gluggaop hússins sem gaf fuglinum möguleika á að komast inn en ekki möguleika til að fara út aftur. Á miðvikudaginn er fímm dúfur höfðu fallið í valinn sást að óboðni gesturinn hafði beygt teinana í grindinni sem loka átti og komist út eftir að hafa fengið fylli sína á staðnum. Grunur féll nú á fálkann sem sést hafði í nágrenninu. Oddur Örvar efldi þá gildru sína svo að dýrbíturinn kæmist ekki út ef inn færi. Um miðjan dag á fimmtudaginn varð hann svo var við að dúfumar flugu í nálægð við Skógargerði og grunaði hann að nú væri eitthvað að gerast við húsið og fór því strax á vettvang. Þegar hann kom inn í dúfnahúsið flaug strax á móti honum fálkinn sem nú hafði ekki komist út en dúfumar vom það minni að þær sluppu og gátu gert aðvart með því að fljúga í kringum húsið. „Fyrst datt mér í hug að drepa fuglinn," sagði Oddur „því hann hafði drepið m.a. eina af mínum betri keppnisdúfum en ég er nú mikill fuglavinur og hætti við það enda ekki heimilt að veiða fálka þó ég viti ekki hvað gildir í slíkum tilvikum sem þessum. Fór ég því til lögregl- unnar og Lárus Kjartansson lög- regluþjónn fór með mér á vettvang og við handsömuðum fuglinn sem lögreglan tók og hafði í gæsluvarð- haldi á lögreglustöðinni." Lögreglan hafði samband við Náttúmfræðistofnun íslands í Reykjavík. Eftir viðræður við yfír- mann þar var felldur sá úrskurður að fálkinn skyldi útlægur dæmdur úr Þingeyjarsýslu og honum sleppt í Eyjafírði og svo var gert í gær. Og vonast nú menn eftir því að fálk- inn rati ekki til baka. — Fréttaritari Leiðtogafund- ur NATO-ríkja LEIÐTOGAFUNDUR ríkja Atl- antshafsbandalagsins verður haldinn í höfuðstöðvum banda- lagsins í Bruxelles miðvikudaginn 2. og fimmtudaginn 3. mars nk. Af íslands hálfu sækja fundinn forsætisráðherra, Þorsteinn Pálsson, utanríkisráðherra, Steingrímur Her- mannsson, og fylgdarmenn þeirra. Tryg-gri Pálsson banka- sljóri Verzlunarbankans TRYGGVI Pálsson, framkvæmda- stjóri fjármálasviðs Landsbanka íslands, hefur verið ráðinn banka- stjóri Verzlunarbanka íslands og mun hann hefja störf í næsta mánuði. Fyrir eru bankastjórar við Verzlunarbankann, þeir Hö- skuldur Ólafsson og Kristján Oddsson, og munu þeir ásamt Tryggva skipa bankastjórn, en formaður hennar verður Höskuld- ur Ólafsson. Tryggvi Pálsson er 38 ára gamall hagfræðingur að mennt. Hann út- skrifaðist úr viðskiptadeild Háskóla íslands árið 1974 og lauk MA gráðu í þjóðhagfræði frá London Sehool of Economics árið eftir. Hann réðist til Landsbanka íslands árið 1976, fyrst sem forstöðumaður hagfræði- og áætlanadeildar, en frá 1. desember 1984 hefur hann verið framkvæmda- stjóri fjármálasviðs Landsbankans. „Ég veit að Verzlunarbankinn er vel rekinn banki á traustum grunni og með tölverða möguleika," sagði Tryggvi í samtali við Morgunblaðið. „Ég hygg gott til þess að fá ný verk- Tryggvi Pálsson efni að fást við, því það er engum manni hollt að vera of lengi í sama starfi og ég er mjög áhugasamur um þau verkefni sem framundan eru,“ sagði hann ennfremur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.