Morgunblaðið - 06.02.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.02.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1988 Síðari umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar: 80 minjóna króna útsjaldahækkun fra fyrri umræðu Þrjár breytingatillögur minnihlutans samþykktar SÍÐARI umræða um fjárhagsáætlun Reykjavikurborgar fyrir árið 1988 fór fram í borgarstjórn síðastiiðið fimmtudagskvöld og að- faranótt föstudags. Við síðari umræðu hækkuðu niðurstöðutölur reikningsliða borgarsjóðs um 41 milljón króna að tillögu meirihluta Sjálfstæðisflokksins. Þar af nemur hækkun rekstrargjalda um það bil 26 miiyónum króna, en eignabreytingagjöld hækka um 15 milljón- ir króna. Minnihlutinn í borgarstjórn lagði tii tilfærslu útgjalda upp á um 600 miiljónir króna, en aðeins 3 tillögur minnihlutans voru samþykktar í atkvæðagreiðslu. Hafa þær í för með sér rúmlega einnar milljónar króna útgjaldaaukningu, þannig að heildarniður- Morgunblaðið/BAR Arni Sigfússon formaður Félagsmálaráðs og Júlíus Hafstein formað- ur íþrótta- og tómstundaráðs ráða ráðum sinum við aðra umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. stöðutalan hækkar um 80 milljómr. Davíð Oddsson, borgarstjóri, flutti framsögu fyrir breytingartil- lögum meirihlutans í borgarstjóm. Davíð benti á, að við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar hefði verið gert ráð fyrir 37,2 milljónum króna í frumvarpinu til að mæta kostnaði af breytingum á rekstrargjöldum milli umræðna, þannig að heildar- breyting útgjalda nemur 78,2 milljónum króna. Davíð sagði að samhliða þessum breytingum mætti gera ráð fyrir auknum tekj- um af fasteignagjöldum um 20 milljónir króna, miðað við það sem reiknað var með við fyrri umræðu. Aðrar tekjur hækka um 21 milljón króna. Hækkun styrkveitinga nemur í heild 16,9 milljónum króna. Munar mest um 9,6 milljónir til félags- mála. Styrkir til íþrótta- og tómstundamála hækka um samtals 3,5 milljónir króna. Styrkir til ýmiss konar menningar- og fræðslustarf- semi hækka um tæplega 3,7 miilj- ónir. Kostnaður vegna nýrra stöðuheimilda hækkar um 14,7 milljónir króna og kostnaður vegna ýmissa annarra breytinga á rekstri borgarsjóðs hækkar um 31,5 millj- ónir. Eignabreytingagjöld hækka um samtals 15 milljónir króna, þar af um 4,8 milljónir króna vegna lækk- unar á áætluðu framlagi úr Framkvæmdasjóði aldraðra. Fram- lag til smíði bamaheimila hækkar samkvæmt tillögunum um 4 millj- ónir króna, framlag til smíði tengibyggingar Ásmundarsafns 3 milljónir, framlag til Húsvemdar- sjóðs um 2 miiljónir, framlag til áhaldakaupa um tæplega 1,8 millj- ónir og áætlaður kostnaður af frágangi menningarmiðstöðvarinn- ar í Gerðubergi hækkar um 1 milljón króna. Áætluð aukning tekjufærðra eftirstöðva er hins veg- ar lækkuð um 1,4 milljónir króna. Tilfæringar á útgjöldum Stjómarandstaðan í borgarstjóm stóð að mestu sameinuð að tillögu- flutningi að breytingum á §ár- hagsáætlun, en auk sameiginlegra tillagna fluttu sumir borgarfulltrú- ar minnihlutans nokkrar eigin tillögur. Stjómarandstaðan lagði ekki til neinar breytingar á tekju- hlið Qárhagsáætlunar. Hins vegar vom lagðar til tilfæringar á út- gjöldum, sem námu um 600 millj- ónum króna. Minnihlutinn hafnaði því að fjármagni væri veitt til bygg- ingar vetrargarðsins í Öskjuhlíð og byggingar ráðhúss Reylqavíkur. Einnig lagði minnihlutinn til að fallið yrði frá ýmsum umferðar- mannvirkjum. Vildi minnihlutinn að íjármunum þessum yrði varið til „þarfra" framkvæmda á vegum borgarsjóðs. Úttekt á rekstri Reykjavíkurborgar Minnihlutinn flutti fjölda breyt- ingartillagna við fjárhagsáætlun, en þær hinar helstu vom lagðar fram sem sérstakar ályktunartil- lögur; samtals 18 talsins. Sigurjón Pétursson (Abl) hafði framsögu fyrir fyrstu ályktunartil- lögu minnihlutans, en hún hljóðaði svo: „Borgarstjóm samþykkir, að á þessu ári verði fengnir viður- kenndir sérfræðingar í hagræðing- armálum til að gera heildarúttekt á rekstri Reykjavíkurborgar. Að lokinni þeirri úttekt geri þeir tillög- ur um endurbætur á skipulagi, stjómun og rekstri, þar sem þeir telja að úrbóta sé þörf. Felur borg- arstjómin borgarstjóra og borgar- ráði að annast framkvæmd þéssarar tillögu." Kvað Siguijón ástæðu þessa vera þá að ekki næð- ust tök á rekstri borgarinnar, sem sæist í leigubílakotnaði langt um- fram áætlanir, sífellt aukinni yfírvinnu og auknum rekstrar- kostnaði. Davið Oddsson, borgarstjóri lagði fram eftirfarandi frávísunar- tillögu vegna þessarar tillögu: „Tillaga þessi er gamalkunnug. Slík tillaga var flutt reglubundið á kjörtímabilinu 1974—1978. Ekki fylgdi meiri hugur en svo, að frá þessum hugmyndum var fallið um leið og tækifæri gafst til að hrinda þeim í framkvæmd. Reynslan hefur sýnt, að „hagræðingarúttektir" á jafn umfangsmiklum rekstri og borgarreksturinn er, skila sjaldan öðm en mjög löngum greinargerð- um og misjafnlega raunhæfum tillögum. Betur hefur reynst að athuga afmarkaða þætti í rekstrin- um og taka á því, sem aflaga hefur farið eða betur mætti fara. Borgar- yfírvöld hafa rekstur sinn sífellt í endurskoðun með þeim hætti." Til- lögunni var því vísað frá. B-álma Borgarspítala Kristín Á. Ólafsdóttir (Abl) flutti framsögu fyrir tillögu minni- hlutans varðandi B-álmu Borg- arspítalans. Lagði hún til að 66,5 milljónum króna yrði varið til bygg- ingar B-álmunnar á árinu 1988 og við það miðað að Ijúka B-álmunni á árinu 1990. í greinargerð flutn- ingsmanna segir meðal annars að ekki sé lengur hægt að láta ríkið stjóma framkvæmdahraða B- álmunnar. „Þó borgarsjóði beri aðeins lagaskylda til að greiða 15% stofnframlag á móti ríkinu, þá er ekkert sem bannar að gera betur. Ástandið í hjúkrunarmálum aldr- aðra Reykvíkinga og fyrirséð fjölgun aldraðra á næstu árum kallar á úrbætur hið fyrsta." Páli Gíslason, formaður bygg- ingamefndar aldraðra, lagði til að ályktunartillögunni yrði vísað frá. I bókun frá fulltrúum sjalfstæðis- flokksins með frávísunartillögunni sagði meðal annars, að það væri sameiginlegt hinum fjölmörgu samningum sem Reykjavík hefði gert við hina ýmsu fjármálaráð- herra, að aldrei hefði nægjanlegu fé verið veitt á Ijárlögum ríkisins til að standa við þessa samninga. Samkvæmt lögum um heilbrigðis- mál ættu 85% byggingarkostnaðar hjúkrunardeilda að greiðast úr ríkissjóði og við þær tölur væru hlutföll skatttekna ríkis og borgar miðuð. „Nú er svo komið, að fé verður veitt til að ljúka einni nýrri sjúkradeild fyrir aldraða, B-4, í haust. Mönnun slíkra sjúkradeilda veldur ávallt áhyggjum, en við verðum að vona að það takist." Taldi meirihlutinn ekki ástæðu til að leggja fram fé úr borgarsjóði til að greiða hlut ríkisins til þess- ara framkvæmda, enda væri mikil og löng reynslá fyrir því, að endur- greiðsla komi seint eða aldrei og skuld þar sé þegar stór. Ályktun- artillögu minnihlutans var því vísað frá. Hjúkrunarheimili fyrir aldraða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gerði grein fyrir þriðju ályktunartil- lögu minnihlutans. í ályktunartil- lögu þessari var lagt til að hanna og hefja framkvæmdir við nýtt hjpkrunarheimili fyrir aldraða. Á heimilinu yrði gert ráð fyrir rúmum fyrir 32 hjúkrunarsjúklinga auk húsnæðis fyrir dagvistun. Var lagt til að miða við að heimilið yrði tek- ið í notkun á árinu 1990 og lagt til að veija 90 milljónum til þessa verkefnis á árinu. í greinargerð með tillögunni seg- ir að verulegur skortur sé á hjúkrunarrými fyrir aldraða í Reykjavík og brýnasta verkefnið að mati sérfróðra manna að bæta úr þessari tegund stofnanaþjón- ustu. „Þyrfti nú þegar að he§a skipulegt átak í uppbyggingu lítilla hjúkrunarheimila í hverfum borg- arinnar, sem svara betur þörfum fólks en stórar hjúkrunarstofnan- ir.“ Páll Gíslason, formaður bygg- ingamefndar aldraðra, lagði til fyrir hönd meirihlutans, að borgar- stjóm vísaði tillögu þessari frá í bili. í bókun rneirihlutans segir meðal annars: „Á þessu ári mun hjúkrunarheimilið Skjól við Klepps- veg taka til starfa til fulls og verða þar 90 sjúkrarúm, 10-15 dagvistar- pláss, auk nokkurs rýmis fyrir styttri dvöl. Hefur gott samstarf verið milli sjálfseignarstofnunar- innar Skjóls og Reykjavíkurborgar. Mun borgin greiða upp sinn hluta á næsta ári, en greiðslan í ár er 31 milljón króna.“ Segir enn frem- ur í bókuninni að í byggingamefnd aldraðra hefði að undanfömu verið rætt um byggingu hjúkrunarheim- ilis á vegum borgarinnar í úthverfí; myndi nefndin undirbúa málið svo að framkvæmdir gætu tekið við af núverandi byggingarframkvæmd- um við hjúkrunarheimili. Dagvistarmál Kristín Á. Ólafsdóttir (Abl) mælti fyrir fjórðu ályktunartillögu minnihlutans, en hún var þess efn- is að auka framlag til byggingar dagvistunarheimila í borginni á næstu árum. Framlagið yrði 160 milljónir á þessu ári og miunar þar um hundrað milljónum frá því sem núer. í greinargerð með tillögunni seg- ir meðal annars að bömum á biðlistum dagheimila og leikskóla hafí fjölgað um 170 síðustu 2 árin. Um nýliðin áramót hafí þau verið rúmlega 1.900, auk þeirra sem bíða eftir plássi á skóladagheimili. Um þau andmæli gegn hraðari uPPbyggingu dagvistunarheimila, að starfsmannaskortur hamli, segir að slíkt sé ósættanleg uppgjöf. Á starfsmannavandanum verði að taka sérstaklega með því að leið- rétta launakjör starfsmanna dagvistarheimila. Júlíus Hafstein (S) lagði til að þessari tillögu yrði vísað frá og gerði grein fyrir bókun meirihlut- ans. „Á undanfömum árum hefur uppbygging dagvistarheimila verið meiri og hraðari en áður hefur þekkst hjá Reykjavíkurborg. Til- laga minnihlutans gerir ráð fyrir allt að einum milljarði til eigna- breytinga í þessum málaflokki á næstu fímm áram, þrátt fyrir þá staðreynd að ekki er hægt að nýta til fullnustu þann húsakost, sem dagvistir ráða yfír í dag, vegna skorts á starfsfólki. Engin fullgild rök styðja það að tvöföldun á hús- næði fyrir dagvistir muni nýtast að fullu. Staðreyndin í dag er, að starfsfólk til þessara starfa er ekki fyrir hendi. Tillaga minnihlutans er því fullkomlega óraunhæf og flutt í þeim yfirborðsstíl, sem hijá- ir minnihluta borgarstjómar." Kaupleiguíbúðir Fimmta ályktunartillaga minni- hlutans, sem Bjarni P. Magnússon (Afl) mælti fyrir, var þess efnis að veija 50 milljónum til leiguíbúða- kaupa í stað 20 milljóna. Keyptar yrðu 30 h iguíbúðir, þar af 12 fyrir aldraða, auk þess sem mótframlag yrði lagt fram til allt að 40 kaup- leiguíbúða. í greinargerð með tillögunni segir að gert sé ráð fyrir svipuðum leiguíbúðaQölda og und- anfarin ár, að viðbættum 12 íbúðum fyrir aldraða, sem og að tryggt verði, að framlag ríkisins vegna kaupleiguíbúða í Reykjavík nýtist að fullu. Hilmar Guðlaugsson, formaður byggingamefndar, lagði til að til- lögu minnihlutans yrði vísað frá. Segir í tillögunni: „I tillögu minni- hlutans er gert ráð fyrir að auka Qármagn um 30 milljónir króna til félagslegra íbúða og það fjármagn fari til byggingar kaupleiguíbúða. Kaupleiguíbúðir samrýmast ekki lögum um Húsnæðisstofnun ríkis- ins og ekkert framvarp hefur enn séð dagsins ljós á Alþingi, til breyt- inga á þeim lögum." Ung’ling’ahús í miðbænum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (Kvl) gerði grein fyrir sjöttu álykt- unartillögu minnihlutans. Hún var þess efnis að koma upp unglinga- húsi í miðbæ Reykjavíkur og gera unglingana að veralegu leyti ábyrga fyrir starfsemi hússins og rekstri þess, en þeim til aðstoðar verði starfsfólk á vegum íþrótta- og tómstundaráðs. Gerði tillagan ráð fyrir því að á fjárhagsáætlun ársins yrði gert ráð fyrir 20 milljón- um króna til kaupa á húsnæði fyrir þessa starfsemi og 6 milljónum til launa- og rekstrarkostnaðar. Júlíus Hafstein, formaður íþrótta- og tómstundaráðs, lagði til fyrir hönd borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins, að tillögu þessari yrði vísað til íþrótta- og tómstund- aráðs, þar eð aðstaða fyrir svonefnt unglingahús væri í skoðun f ráðinu. Æskulýðshús í Grafarvogi Sigrún Magnúsdóttir (F) gerði grein fyrir sjöundu ályktunartillögu minnihlutans, en hún var þess efn- is að veita sjö milljónum til kaupa á húsi í Grafarvogshverfí fyrir æskulýðsstarf. Segir í greinargerð með tillögunni að hvergi sé meðal- aldurinn lægri en f Grafarvogi og því mikil nauðsyn að skapa aðstöðu fyrir æskulýðsstarf. Er ráð fyrir því gert að þétta húsnæði sé aðeins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.