Morgunblaðið - 06.02.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 06.02.1988, Blaðsíða 58
,58 N. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1988 TM R«g. U.S. Pat Otf.—all nghts reMrvsd • 1987 Los Angales Times SyndKSts HÖGNI HREKKVÍSI Þessir hringdu . . . Mengunin er vegna óhóflegrar notkunar einkabíla Gunnar I. Sveinsson hringdi: „Fyrir skömmu var um það skrifað í Velvakanda að mengunin væri mest frá stóru bílunum. Þetta er rétt svo langt sem það nær. En mest mengun stafar þó frá óhóflega mikilli notkun einka- bfla. Notkun þeirra er komin út í öfgar." Með allt á þurru - ekki nógu sönn mynd Ólöf Berglind Halldórsdótt- ir - hringdi: „Mig langar til að segja nokkur orð vegna myndarinnar Með allt á þurru. Mér fannst þetta engan veginn nógu góð mynd ef reyna átti að sýna hvemig alkóhólismi er í raun og veru. Hvar var allur óhugnaðurinn sem fylgir þessum sjúkdómi t.d. öll lygin, svikin, kvíðinn, óttinn, hræðslan, vonin, vonleysið og niðurlægingin, eyði- legingin. Aðstandendur alkóhó- lista, til dæmis maki og böm sýkjast ekki síður en alkóhólistinn sjálfur, þannig að þessi sjúkdómur legst á alla fjölskylduna og er hrein hörmung. Mér fannst vanta allar tilfinningar í þessa mynd. Að lokum langar mig að minnast á stjómendur þessa þáttar. Mér fínnst það fyrir neðan allar hellur að hafa stjómanda sem greinilega veit ekki hvað alkóhólismi er til að stjóma umræðum um þetta málefni. Umræðumar tóku hálf hlægilega stefnu en að mínu mati er alkóhólismi ekkert gamanmái því er oftast er uppá líf og dauða að tefla." Of lítíð þungarokk G.S. hringdi: „Mér fínnst allt of lítið spilað af þungarokki á þeim útvarpsstöðvum sem í gangi eru og mætti bæta úr því að mínu mati. Stór hluti þjóðarinnar kann að meta þessa tónlist. Það mætti fá eitthvað í staðinn fyrir þá súk- ulaðitónlist sem glymur alla daga, heilaþvoandi og slævandi." Dux - fyrirmyndar viðskiptahættír Margrét Guðmundsdóttir - hringdi: „Mig langar til að lýsa ánægju minni með viðskipti mín við versl- unina Dux í Aðalstræti. Við keyptum þar dýnu fyrir nokkram áram en fyrir skömmu varð vart við galla í henni. Við létum versl- unina vita af þessu og bragðust þeir strax vel við og létu okkar hafa nýja dýnu. Þetta era við- skiptahættir til fyrirmyndar." Armband Armband með rauðum semilíu- steinum tapaðist í Casablanca eða þar fyrir utan á gamlárskvöld. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 31756 eftir kl. 18. Fundarlaun. Leikrit Solzhenítsyn Ellilífeyrísþegi hringdi: „Ætli menningarmafían fari ekíri að létta banninu á Solzhenít- syn og við fáum að sjá leikrit hans sem gerist í fangabúðum." Hvað hafa verkalýðsforingjar í kaup? Herborg Antoníusdóttir - hringdi: „Hvað era verkalýðsforingjam- ir með í kaup á mánuði? Þeir era að -semja um smánarlaun fyrir félagsmenn sína, hvað hafa þeir í kaup sjálfír?" Hárvöxtur Táningur hringdi: „Hvað getur maður gert til að fá hárið til að vaxa betur? Er ein- hver sérstök aðferð til?“ Hanski Rauðbrúnn loðfóðraður hanski fannst við Bergstaðastræti fyrir nokkra. Eigandi hans getur hringt í síma 27214. Stórkostlegir tónleikar Operuunnandi hringdi: „Ég vil þakka fyrir stórkostlega Vínartónleika sem sýndir vora í Ríkissjónvarpinu sl. sunnudag, það mætti vel endurtaka þessa tónleika. Þá vil ég þakka fyrir góð lög á Stjömunni milli klukkan 6 og 7.“ Víkverji skrifar Nú má lesa í blöðum að brátt eigi að fara að verðlauna at- hyglisverðustu auglýsingamar, sem birtst hafa á síðasta ári í blöðum og tímaritum, útvarpi og sjónvarpi, fyrir óvenjulegustu auglýsingunar í einhveijum af þessum miðlum og fyrir athyglisverðustu veggspjöldin og dreifíritin. Auglýsingaþjónusta er orðin tals- verð atvinnugrein hér á landi og áreiðanlegt að fagmennska fer vax- andi í greininni. A síðustu misseram hefur einnig mátt sjá merki um ýmsar breytingar í auglýsingaboð- skapnum og þær flestar í takt við alþjóðlega strauma. Auglýsingar eiga það núorðið til á vera áreitnar og oft stefnt gegn keppinautinum. Dæmi um slíkt voru blaðaauglýs- ingar Stöðvar 2 á fimmtudögum meðan Ríkissjónvarpið var ekki far- ið að senda út á fimmtudögum. Nýjast dæmið er svo blaðaauglýsing frá Sláturfélagi Suðurlands, sem birtist í vikunni. Það fyrirtæki fór ekkert alltof vel út úr síðustu verð- lagskönnun á kjörvöram og ver sig nú með því að vísa til þess að það bjóði nýrra og betra kjöt heldur en keppinautamir. I sjónvarpsauglýsingum sigla auglýsendur yfírleitt lygnari sjó. Þar má þó iðulega sjá ótrúlega íburðarmiklar og tæknilega vel unn- ar auglýsingar miðað við smæð íslenska markaðarins. En boðskap- ur þessara auglýsinga er ekki alltaf jafn markviss. Þekktur markaðs- maður hér á landi sem Víkveiji átti tal við, velti t.d. mikið fyrir sér auglýsingu frá einum sælgætis- framleiðandnum sem selur háls- eða hressitöflur. í auglýsingu þessari sést fjölskylda fyrir framan sjón- varpið fá sér þessar hressitöflur og fyrr en varir leikur allt á reiði- skjálfí í stofunni, sprengingar í sjónvarpsviðtækinu og húsgögn færast úr stað. Það er engu líkara en ærsladraugur hafí verið leystur úr læðingi. — En hver er boðskapur þessarar auglýsingar? spurði mark- aðsmaðurinn — sagði hún okkur neytendunum eitthvað um það hvers vegna við ættum að kaupa fremur þessar töflur en einhveijar aðrar? Von að spurt sé og þettai er alls ekki eina dæmið um glæstar um- búðir en þar sem boðskapurinn er á reiki. xxx Kunningi Víkveija kom að máli við hann og kvartaði yfír hve erfitt hefur verið undanfama daga að fóta sig á gangstéttum víða í borginni vegna klaka. Vegfarendur yrðu að fara með mikill gát til að renna ekki og detta, og hljóta við það marbletti eða jafnvel beinbrot. Þessu væri þó ekki allsstaðar til að dreifa, þar sem gangstéttir væra á r.okkram stöðum hitaðar upp með frárennslisvatni Hitaveitunnar og væra auðar og greiðfærar. Kvað hann þó furðu sæta að slíkt skyldi ekki vera víðar og undranarefni við þau hús þar sem gangstéttir hafa nýlega verið rifnar upp og lagfærð- ar. Sá aukakostnaður sem húseig- endur þyrftu að greiða fyrir slíka hitalögn væri hverfandi. Viðmælandi Víkveija sagðist vilja vekja athygli á þessu svo að enginn sem ætti þess kost, léti und- ir höfuð leggjast að láta hita upp gangstéttina við húsið sitt. Heita vatnið sem í þetta fer hefur þegar þjónað því hlutverki að hit'a upp íbúðina og þannig má nýta það enn frekar áður en það rennur til sjávar. XXX Bakarar vilja nú fá að hefja inn- flutning á eggjum eins og fleiri vegna þess að útlensku egginn séu margfalt ódýrari en þau íslensku. Talsmaður bakarar segir í viðtali við Alþýðublaðið í vikunni: „Við eram örugglega stærsti neytenda- hópurinn á markaðinum." Víkveiji hélt satt að segja að það værum við öll hin sem borðuðum mest af brauðunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.