Morgunblaðið - 06.02.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.02.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1988 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1988 33 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 55 kr. eintakiö. Umræður Líklega er nokkuð langt síðan jafn ólíkar skoðanir hafa verið uppi um það og nú, hvort þörf sé gengisbreytingar. í viðtali við Morgunblaðið í gær sagði Jón Friðjónsson, framkvæmdastjóri Hvaleyrar hf. í Hafnarfírði, m.a.: „Mér stendur mest ógn af and- varaleysi stjórnvalda fyrir afkomu frystingarinnar. Þessi atvinnuveg- ur er að fara í rúst og leggst smám saman af miðað við núver- andi stefnu stjómvalda, sem virðast telja, að við öflum gjaldeyr- is með einhvetjum öðmm hætti en útflutningi sjávarafurða. Það er ekki hægt að laga stöðuna með neinu öðru en gengisfellingu." Þetta eru ummæli forsvars- manna myndarlegs fyrirtækis í sjávarútvegi. í umræðum á Al- þingi í fyrradag sagði Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra, að stærstur hluti útflutningsfram- leiðslunnar væri nátengdur gengi o g umtalsverð gengisfelling mundi því engu skila til sjávarútvegsins en hafa í for með sér mikla verð- bólgu. í sömu umræðum sagði Jón Baldvin Hannibalsson, fjármála- ráðherra, að ríkisstjómin hefði ekki látið undan kröfum atvinnu- rekenda um að fella gengið og að engin gengislækkun þyrfti að verða ef samningar næðust með raunsæjum og skynsömum hætti. Á hinn bóginn sagði Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráð- herra, í umræðunum í þinginu, að staða botnfískvinnslunnar væri algjörlega óviðunandi, fískverð hefði hækkað, svo og vextir og laun. Ef svo héldi áfram gæti ekki annað gerzt en að þessi rekstur mundi stöðvast og hjá því yrði að komast. Athyglisvert er, að á sama tíma og talsmaður sjávarútvegsfyrir- tækis í Hafnarfírði, sem rekið hefur verið með myndarbrag, seg- ir, að gengisfelling sé óhjákvæmi- leg, telja fíystihúsin á Vestfjörðum sér fært að semja við verkalýðs- félögin þar án þess að hafa nokkra tryggingu fyrir því, að gengi krón- unnar verði breytt. Sums staðar heyrast raddir um að gengi krónunnar sé ekki vanda- málið, heldur frystiiðnaðurinn í heild sinni. Þá er átt við, að þær miklu breytingar, sem orðið hafa í sjávarútvegi okkar á undanföm- um ámm, aukinn útflutningur á ferskum físki og margvíslegar aðrar breytingar í uppbyggingu þessarar atvinnugreinar, hafí kall- að á umbætur í frystiiðnaðinum, sem ekki hafí komið til fram- kvæmda nema að takmörkuðu leyti. Þess vegna sé óeðlilegt að lækka gengi krónunnar til þess að greiða úr vandamálum atvinnu- greinar, sem þurfí á víðtækri endurskipulagningu að halda. í þessu sambandi má ekki gleyma því, að samningamir á Vestfjörð- um gengi um byggjast á nýju bónuskerfí eða hlutaskiptakerfí, sem frystihúsa- menn þar telja að auki svo mjög framleiðni í fíystihúsunum, að þeir geti staðið undir kauphækk- unum með þeirri framleiðniaukn- ingu. Úr því að frystihúsin á Vestfjörðum geta staðið undir kjarabótum með þessum hætti, vaknar sú spuming, hvort frysti- hús annars staðar á landinu geti staðið að umbótum i rekstrinum með þeim hætti, að þau þurfi ekki á gengisfellingu að halda. Það tíðkaðist hér árum saman að undirstöðuatvinnuvegimir gerðu samninga um kaup og kjör, sem raunvemlega byggðu á því, að gengi krónunnar yrði lækkað í kjölfar samninga. Þetta þýddi að það skipti engu hvort þessi fyrirtæki voru vel eða illa rekin. Þau björguðust vegna gengis- breytinga. Núverandi ríkisstjóm hefur hins vegar haldið fast við þá stefnu að breyta ekki gengi krónunnar nema það verði með engu móti umflúið. Það þýðir auð- vitað mikið aðhald með rekstri fyrirtækja í landinu yfírleitt og gerir þá kröfu til sjávarútvegsins og þá ekki sízt til fískvinnslunnar, sem stendur verst að vígi, að þess- ir aðilar leiti annarra leiða til þess að bæta rekstur sinn. Þessi harða afstaða ríkisstjómarinnar kann að leiða til þess að verst reknu frysti- húsin loki en á móti kemur hitt, að þá verður væntanlega meiri fískur unninn í öðmm húsum sem á að bæta rekstrarafkomu þeirra og nýtingu. Fyrir nokkmm misserum vom tvö stór sjávarútvegsfyrirtæki í Reykjavík, Bæjarútgerð Reykjavíkur og ísbjöminn, sam- einuð. Á því leikur enginn vafi, að sameining þessara fyrirtækja hefur orðið til þess að auka mjög hagkvæmni í rekstri útgerðar og fískvinnslu i Reykjavík. Er óhugs- andi að hægt sé að fara þessa sömu leið annars staðar á landinu til þess að auka hagkvæmni í vinnslunni? Það er ákaflega margt sem mælir með því, að einingar verði stærri í fiskvinnslunni. Víða út um land háttar svo til, að skammt er á milli sjávarplássa. Það er a.m.k. eitt frystihús á hveij- um stað. Er ekki hugsanlegt, að sameining fyrirtækja geti stuðlað að aukinni hagkvæmni? Víða er fjarlægðin á milli staða ekki lengri en milli Breiðholts og hraðfrysti- húss Granda. Það.á því ekki að standa í vegi fyrir slíkri samein- ingu, þótt fólk úr einu sjávarplássi þurfí að sækja vinnu í annað. Það er nauðsynlegt að forráða- menn frystiiðnaðarins hugi að þessum málum. Það kann ekki góðri lukku að stýra að fella gengi krónunnar vegna kröfu atvinnu- greinar, sem ef til vill getur bætt rekstur sinn verulega með ýmsum öðrum aðgerðum. Biskupsvígsla í Krístskirkju; Tók Reykjavík fram yfir Róm af því að ég er íslenskur — segir Alfreð Jolson sem tekur í dag við störfum sem kaþólskur Reykjavíkurbiskup í dag gerist einstæður atburð- ur í íslandssögunni i Kristskirkju. Vígður verður kaþólskur biskup, hinn fyrsti af íslenskum ættum, sem vigður er hér á landi. Einu sinni áður, 1929, hefur kaþólskur biskup verið vígður hér, þegar Marteinn Meulenberg tók vígslu í hinni nývigðu dómkirkju Krists konungs i Landakoti. Biskupar hinnar fornu kaþólsku kirlgu ís- lendinga voru vigðir af erkibisk- upi, fyrst í Hamborg/Brimum en síðar í Lundi og einnig Niðarósi. Alfreð Jolson sem nú tekur vigslu sem Reykjavikurbiskup átti þess kost að verða vígður af páfa í Péturskirkjunni i Róm 6. janúar siðastliðinn. Vegna islensks uppr- una síns kaus hann að verða vígður hér á landi. „Ég vildi með þessu leggja áherslu á rætur mínar á íslandi og minnast þeirra góðu íslensku áhrifa, sem settu sterkan svip á æsku mina og hafa mótað lífsviðhorf mitt,“ sagði Alfreð Jolson á dögunum i bisk- upshúsinu við Hávallagötu, þegar hann ræddi við Morgunblaðið um aðdraganda þess að hann varð biskup, uppruna sinn, viðhorf og stöðu kaþólsku kirkjunnar á ís- landi. Kaþólski söfnuðurinn hér hefur verið án biskups frá því Hinrik Fre- hen andaðist 31. október 1986 en séra Georg, skólastjóri Landakots- skóla, hefur farið með stjóm ka- þólska safnaðarins hér síðan. Val á biskupi innan kaþólsku kirkjunnar er að lokum í hendi páfa. Þegar valinn er biskup til starfa á Norður- löndunum er það erindreki eða sendiherra páfa þar, sem nú heitir Lemaitre og situr í Kaupmannahöfn, er hefur forgöngu um að leita að biskupsefnum í samráði við kaþólska biskupa á Norðurlöndunum en þeir eru þrír í Noregi (í Tromsö, Niða- rósi og Ósló) tveir í Svíþjóð, einn í Finnlandi og einn í Danmörku fyrir utan þann sem situr í Reykjavík. „Ég hafði ekki hugmynd um að ég kæmi til álita sem biskup á ís- landi fyrr en fulltrúi páfa hafði samband við mig og tilkynnti mér að ég hefði verið valinn. Áður en sú stund rann upp hafði ferill minn verið kannaður nákvæmlega og samstarfsmenn mínir fengið senda spumingalista, þar sem leitað var álits þeirra á hæfni minni. Sjálfur átti ég ekki neinn hlut að máli. Á grundvelli athugana af þessu tagi, sem fara fram með hinni mestu leynd, lagði fulltrúi páfa á Norður- löndunum síðan tillögu um þrjá menn fyrir"hans heilagleika Jóhann- es Pál páfa II. í tillögunni eru biskupefnin sett í röð eftir mati á hæfni þeirra en það er páfí sem hefur síðasta orðið. Páfí vígði biskupa í Róm 6. jan- úar síðastliðinn og hann efnir aftur til biskupsvígslu 29. júní. Mér var boðið að taka vígslu í Péturskirkj- unni í janúar en í samráði við söfnuðinn á íslandi kaus ég heldur áð vígjast hér í Kristskirkju. Vegna íslensks uppmna míns þótti mér sjálfsagt að feta í fótspor Meulen- bergs og þiggja vígslu hér.“ íslenski strengurinn Guðmundur Hjaltason frá ísafírði var afí Alfreðs biskups. Guðmundur fæddist árið 1872, hann fluttist til Noregs og kvæntist þar norskri konu, Karólínu Amundsen, en þau fóru síðan til Bandaríkjanna og eign- uðust þar son, Alfreð Jolson, sem kvæntist þar Justine, konu af írskum ættum, og sonur þeirra er Alfreð, sem nú tekur við biskupsembætti hér; hann fæddist árið 1928 og verð- ur því sextugur síðar á þessu ári. Guðmundur afí hans varð 95 ára. „Hann ræktaði í mér íslenska strenginn," segir Alfreð. „Hann fylgdist alla tíð vel með því sem var að gerast á íslandi. Ég man til dæm- is eftir því þegar þið áttuð í þorsk- astríðinu 1958, þá var gamli maðurinn ákafur stuðningsmaður íslendinga. Hann sat í stól sínum, barði í borðið og sagði að Bretar ættu að snauta á brott af íslands- rniðurn." Móðir Alfreðs, Justine, er nú 84 ára og er í hópi þeirra sem koma hingað til lands í tilefni vígslunnar. Þekktastur hinna erlendu gesta er O’Connor, kardínáli í New York. „Ég hef starfað í umdæmi kardínálans. Þegar ég hringdi til hans og spurði hann hvort hann gæti tekið þátt í vígslu minni, sagði hann: „Reykjavík er ein þeirra borga sem mér þykir vænst um. Hingað kom hann fyrir nokkrum árum og hitti þá meðal annars fólkið í Landakoti. Hann hefur nauman tíma, ætlar að koma að morgni vígsludagsins og fara síðdegis en dveljast eins lengi og kostur er til að hitta kirkjugesti." Alfreð Jolson telur að það sem réð úrslitum að páfí valdi hann til bisk- ups hér sé íslenski strengurinn og uppruninn. „Fyrir mig persónulega er þetta ekki síst ánægjulegt vegna þess hve mér hefur alltaf verið það vel ljóst að hér á ég rætur. Eins og sagt var við mig, þá getur það ekki verið tilviljun að ég velst til þessa starfs hér í landi forfeðra minna, sem hefur verið mér kært og orðið mér til blessunar vegna áhrifa frá afa mínum og frændfólki sem flutti vest- ur um haf þegar ég var ungur, og hlúði að þessum dýrmætu rótum. Vegna þessara áhrifa tók ég þátt í störfum norræns félagsskapar ka- þólskra í New York og ég kynntist Jóhannesi Gunnarssyni biskupi á sínum tíma þar. Mér er það minnis- stætt að 1970 fór ég á heimssýning- una, EXPO, og hitti þar son Gunnars J. Friðrikssonar á íslenska sýningar- svæðinu, frænda Jóhannesar bisk- ups. Alltaf hefur eitthvað orðið til að minna mig á íslenskan uppruna minn og hingað hef ég oft komið og heimsótt skyldmenni mín. Nú ætla ég að leggja mig fram um að læra íslensku." Eðlileg þróun en ekki stefnubreyting Hinn nýi biskup er af reglu Jes- úíta. Undanfarið hafa kaþólskir biskupar hér verið af reglu heilags Montforts. Ber að líta á val Jesúíta sem stefnubreytingu innan kirkjunn- ar? „Montfort-reglan hefur unnið mjög gott starf á íslandi," segir Alfreð Jolson „við sjáum það best hér í Landakoti. 1968 var ísland gert að sjálfstæðu biskupsdæmi inn- an kirkjunnar. Ég lít á það sem eðlilega þróun i nútímalegu starfí kirkjunnar að nú sé valinn hér mað- ur til biskups sem ekki er af reglu Montforts. Páfínn velur biskupa án tillits til reglu þeirra, hann velur manninn. Ég er valinn af því að ég er íslendingur en ekki vegna þess að ég er Jesúiti." Kaþólskir prestar hér eru nú 11, þar af tveir íslendingar, fimm frá Hollandi, tveir frá Irlandi, einn Bandaríkjamaður og einn Frakki. Sjö prestanna eru „heimsprestar", það er þeir tilheyra ekki neinni reglu, en regluprestar eru fjórir, þar af þrír af reglu hl. Montforts. Undir biskupsdæmið hér heyra klaustrin í Hafnarfirði og Stykkishólmi en príorinnur nunnanna hafa skipunar- vald yfír þeim. Kirkjan er alþjóðleg Hvert er viðhorf manns sem kem- ur hingað sem kaþólskur biskup, Bandaríkjamaður af íslenskum ætt- um? Hvemig metur hann þjóðarvit- und og þjóðemi? „Kirkjan er alþjóðleg, það er einkenni hinnar rómversk-kaþólsku kirkju. Frá því. að Jóhannes XXIII var páfi hafa páfar lagt æ ríkari áherslu á það að minna á alþjóðlegt hlutverk kirkj- unnar. Núverandi páfí hefur ferðast um heiminn þveran og endilangan; ekki til þess að stunda trúboð í venju- legri merkingu þess orðs heldur til þess að efla trúarvitund þeirra, sem eru í hinni alþjóðlegu kirkju rækta tengslin við þá eftir fremsta megni. Jóhannes Páll páfí II kemur hingað Morgunblaflið/Ólafur K. Magnússon Alfreð Jolson í þessum erindagjörðum á næsta ári. Ég hef í starfí mínu innan kirkj- unnar kynnst því af eigin raun hve alþjóðleg hún er, fyrir utan að starfa í Bandaríkjunum hef ég verið í Mið- Austurlöndum og Afríku og þjónað þar sem prestur. Ég álít að það hafí mikið gildi fyrir ísland að tengjast hinni alþjóðlegu kirkju. Þótt kaþólski söfnuðurinn hér sé fámennur nýtur hann viðurkenningar sem biskups- dæmi í hinni alþjóðlegu kirkju, þetta hefur ekki aðeins gildi fyrir kaþólska menn heldur alla íslensku þjóðina." Kaþólska kirkjan á íslandi hefur ekki stundað trúboð, hún hefur ekki lagt sig fram um að snúa fólki til kaþólsks siðar. Er líklegt að það verði breyting á þessu með nýjum biskupi? „Á íslandi búa kristnir menn þótt aðeins lítill hluti þeirra sé kaþólskur. Við leggjum ríka áherslu á gott samstarf við íslensku þjóðkirkjuna. Kaþólska kirkjan hefur ekki litið á það sem hlutverk sitt á íslandi að stunda trúboð. Fyrir því er hefð hér á landi, allt frá því ein- staklingamir Jón Sveinsson (Nonni) og Gunnar Einarsson fóru að iðka kaþólska trú af innri þörf, að það sé undir einstaklingum komið hvort þeir gangi í kaþólsku kirkjuna. Við tökum á móti þeim sem fara í per- sónulega pílagrímsför á vit kirkjunn- ar. Við virðum vilja þess fólks og aðstoðum það eftir megni. Á sínum tíma veitti páfínn Gunnari Einars- syni nafnbót riddara, eftir að hann hafði verið eini kaþólski maðurinn í landinu í tuttugu ár. Við prestamir emm hér til að þjóna þeim sem til- heyra kaþólsku kirkjunni og sinna hverjum þeim sem leitar eftir að rækta trú sína innan hennar. í lífí sérhvers manns getur sú stund mn- nið upp að hann fínni hjá sér hvöt til að fara í persónulega pílagríms- ferð. Komi hann til okkar tökum við á móti honum." Kirkjan og þjóðmál Víða um lönd lætur kaþólska kirkjan vemlega að sér kveða og biskupar taka afstöðu til þeirra mála sem efst em á baugi í þjóðlíf- inu hverju sinni. Hér í Morgunblað- inu má oft lesa erlendar fréttir um þetta og ósjaldan flytur blaðið boð- skap páfa. A hinn bóginn er kaþólska kirkjan á íslandi ekki umsvifamikil að þessu leyti og þögul. Er líklegt að breyting verði í þessu efni. Alfreð Jolson segir, að hennar sé ekki að vænta. Kirkjan sé ávallt reiðubúin til að taka afstöðu til þess sem sé siðferðislega rétt og rangt. Að því er veraldleg mál varðar eigi biskups- dæmið á Islandi aðild að kaþólskri biskuparáðstefnu Norðurlanda, þar sem meðal annars séu rædd mál er snerta kirkjuna og hennar starf með hliðsjón af þróun þjóðfélagsmála í löndunum. Alls staðar á Nórðurlönd- unum séu kaþólskir söfnuðir fámennir og setji það óhjákvæmilega svip sinn á hlut þeirra í umræðum um þjóðmál. Norðurlandabiskuparnir hittast að jafnaði tvisvar á ári til skiptis í lönd- unum og verður fundur þeirra hér í Reykjavík í ágúst í ár. Hvorki frjálslyndur né íhaldssamur En hvemig Htur Alfreð Jolson á kirkjuna, er hann ftjálslyndur eða íhaldssamur. „Ég er hvomgt," segir hann. „Ég vil hægfara breytingar. Ef ég segist vera frjálslyndur telja ýmsir mig vera að boða byltingu, segist ég vera íhaldssamur telja aðr- ir mig staðnaðan. Ég vil fá tækifæri til að hlusta og læra og breyta, ef mér fínnst breytinga þörf. Ef til vill mætti kalla mig framfarasinnaðan. Innan kaþólsku kirkjunnar á sér stað hægfara þróun. Við höfum nefnt ýmis dæmi um hana í þessu samtali svo sem þá staðreynd, að ég er ekki af Montfort-reglunni og páfínn er væntanlegur hingað í heimsókn. Af sama méiði er sú ákvörðun að hætta að kenna kaþólska biskupsdæmið á íslandi við Hóla og velja Reykjavík í staðinn. Það er liður í því að færa starfshætti kirkjunnar í nútímalegra horf.“ Þegar minnst er á Hóla vaknar spuming um kröfu kirkjunnar til eigna. Hver er afstaðan í því efni? „Samkvæmt kirkjurétti fymast kröf- ur kirkjunnar til eigna á 100 ámm. Það þjónar engum tilgangi að vera að róta upp í gömlum málum af þessu tagi. Þessar reglur gilda um heim allan. Menn gætu rétt ímyndað sér hvaða ástand skapaðist ef kirkj- an neitaði til dæmis að viðurkenna það sem gerðist í frönsku stjómar- byltingunni fyrir 200 ámm.“ Enginn skóli fyrir biskupa í níu daga hefur kaþólski söfnuð- urinn á íslandi beðið fyrir biskups- efni sínu og velgengni biskups í starfi. Að lokum: Hvemig er undir- búningi manns undir það að taka við biskupsembætti háttað? „Það er enginn skóli til fyrir verðandi bisk- upa. Áður fyrr máttu líða þrír mánuðir frá því að maður var út- nefndur biskup þar til hann hóf störf. Nú hefur þessi tími verið stytt- ur í tvo mánuði. Það hefur því verið í mörg hom að líta. Síðastliðið sum- ar gafst mér tóm til að eiga átta kyrrðardaga, það var áður en ég vissi að ég yrði biskup á íslandi, en ég bý enn að þeirn," segir Alfreð Jolson og brosir vingjamlega. „Menn em kallaðir til biskups á grundvelli starfa þeirra í kirkjunni. Ég hef starfað sem þjónandi prest.ur og það er þjónusta mín sem hefur orðið til þess að ég var valinn til þessa starfs, jafnframt því sem ég hef verið talinn til forystu fallinn. Að ég hef predik- að og þjónað við borð drottins er ástæðan fyrir því að ég kom til álita sem biskup. Biskupsvígsla er ein af sakramentunum og til þeirra starfa em valdir menn sem vilja starfa með páfa að því að útbreiða guðsorð og styrkja kirkjuna og efla. í þessum þjónustanda vil ég starfa sem biskup á íslandi." Bj.Bj. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Alfreð Jolson ásamt móður sinni Justine; hún er 84 ára og kom hing- að tíl að vera við biskupsvígslu sonar sins. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Við Kristskirbju. Eftir messu síðasta sunnudag var Alfreð Jolson ffyrir utan kirkjuna f Landakoti og heilsaði fólki úr söfnuði sfnum. Presturinn til vinstri á myndinni er séra Jakop, biskupsritari. Auglýsing SS: Atvinnurógnr af verstu gerð - segirHrafn Bachmann í Kjöt- miðstöðinni „EKKERT kjöt í mínum versl- unum er eldra en frá þvi í haust,“ sagði Hrafn Bachmann, kaupmaður í Kjötmiðstöðinni, einn þeirra sem best kom út úr könnun Verðlagsstofnunar á kjötverði, er leitað var álits hans á auglýsingu sem Sláturfé- lag Suðurlands birti hér í blaðinu á fimmtudag. Þar segir meðal annars: „Það er ekki á stefnu okkar að bjóða neytend- um upp á gamalt og feitt kjöt eingöngu 'til þess að státa af lægsta verðinu." „ÖLL stéttin krefst þess að fá að vita, að hveijum SS er að beina spjótum sínum," sagði Hrafn Bachmann. „Ég hef ekki hugmynd um við hvem auglýsingin á, en þetta er atvinnurógur af verstu gerð. „Ég ætla að bregðast við.þessu með því að birta opinberlega í auglýsingu yfírlýsingar frá mínum viðskiptaaðilum, þar sem fram kemur hvar og hvenær ég hef keypt það kjöt sem ég nota. Neyt- andinn er besti dómarinn," sagði Hrafn, „og mér fínnst að SS eigi að leysa sín vandamál innan veggja fyrirtækisins en ekki með því að ráðast að öðrum. Greiðslu- frestur á kjöti er að meðaltali 20 dagar þannig að það gefur auga- leið að ekkert fyrirtæki á mögu- leika á að geyma miklar birgðir. Auk þess væru það léleg- við- skipti. Með réttri stjómun á veltuhraði að vera grundvöllur að farsæld í rekstri." Grjótkast úr glerhúsi Sigurður Sófus Sigurðarson, innkaupastjóri hjá Hagkaup, sagði að þeir byðu aðeins upp á úrvals- kjöt og ekkert af þeirra kjöti væri eldra en frá haustslátran 1987. Hann sagði að í auglýsingu SS kæmu fram dylgjur í garð allra þeirra framleiðenda sem nefndir vora í könnun Verðlagsráðs. Ástæðan fyrir háu kjötverði hjá SS lægi einkum í mikilli yfirbygg- ingu félagsins og staðreyndin væri sú að vörar í verslunum SS væra yfirleitt dýrar. „Sláturfélag Suður- lands ætti að minnast þess að það varð á síðasta ári uppvíst að því að selja gamla hangikjötsfram- parta. Þetta viðurkenndu þeir í fjölmiðlum, þannig að segja má að þeir séu að kasta gijóti úr gler- húsi,“ sagði Sigurður S. Sigurðs- son að lokum. Upplýsum neyt-„ endur um mis- mun á fram- leiðsluvörum - segir Steinþór Skúlason fram- leiðslustjóri SS „ÞESSAR verðkannanir hafa það mikið vægi að við verðum að upplýsa neytendur um mis- mun á framleiðsluvörum, vegna þess að enginn annar gerir það,“ sagði Steinþór Skúlason framleiðslustjóri Sláturfélags Suðurlands er hann var spurður um efni auglýsingar sem SS birti í Morgunblaðinu á fimmtu- dag þar sem gerður er saman- burður á ffituinnihaldi frá SS annars vegar og „X—kjötvör- um“ hins vegar. „Eina aðhaldið frá því opinbera er verðlagseftirlit. Þaið er ekkert gæðaeftirlit ef undan er skilið hollustueftirlit Hollustuvemdar. Þar er ekki lagt mat á gæði var- anna,“ sagði Steinþór. „Við leggj- um metnað okkar í að franileiða góðar vörar og stöndum því höllum fæti þegar samanburðurinn er ein- göngu miðaður við verð og því verðum við að svara fyrir okkur.“ „Þessi tafla er byggð á könnun á vegum Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins frá 1984. Þá var könnuð framleiðsla fjögurra fram- leiðenda. Við erum einn þeirra en við vitum ekki hver x er eða hvaða verð er á hans vöra. Við eram að benda á að okkar vörar séu mun fítuminni en margt af því sem býðst á markaðnum, sagði Stein- þór. -Nú stendur í auglýsingunni: „Það er ekki stefna okkar að bjóða neytendum upp á feitt og gamalt kjöt, eingöngu til að státa af lægsta verðinu." Hvað eigið þið við með þessu? Eigið þið við að þeir sem era með lægsta verðið selji feitt og gamalt kjöt? „Við eram ekki að vísa til neinna nafngreindra aðila. Við erum ekki að tala um hvað aðrir gera. Við eram að tala um hvað við geram. Við notum nýtt og fítulítið hrá- efni. Við föram ekki þá leið að lækka verð okkar vara með því að nota annað og verra hráefni, sem er á boðstólum." -Geturðu fullyrt að aðrir fram- leiðendur geri það og ef ekki, hvað þýða þá þessar fullyrðingar? Að sjálfsögðu get ég ekkert fullyrt um það hvað aðrir gera. Það felst í þessari fullyrðingu að það sé hægt að bjóða lágt verð með því að nota feitt og gamalt kjöt. Að sjálfsögðu get ég ekki sannað að aðrir geri þetta. Hins vegar verður næsta skref hjá okk- ur að birta verðútreikninga sem munu sýna hvað það kostar að framleiða vörar úr nýju kjöti. Síðan verða aðrir að svara því hvemig þeir fara að því að fram- leiða sömu vöra, ef þeir nota nýtt ,kjöt, á miklu lægra verði. Þessi auglýsing birtist ekki í nafni okkar búða, heldur í nafni Sláturfélagsins og við eram að svara fyrir þijár framleiðsluvörar sem vora teknar inn í verðkönnun Verðlagseftirlitsins,“ sagði Stein- þór. „Við eram að svara því hvers vegna framleiðsla okkar sé hugs- anlega dýrari en annarra. Og það er ekkert fullyrt sem við getum ekki staðið við.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.