Morgunblaðið - 23.02.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.02.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988 21 Brynjólfur Bjamason, Reykjavík: Gengið verður aðleiðrétta „Rekstrarstaða frystihúsa okkar er mjög slæm á þessum tíma. Taprekstur hefur verið mikill undanfarna mánuði og er svo komið að veltu fé hefur rým- að gífurlega. Greiðslustaðan er þvi erfið og bitnar mjög á ölluni viðskiptavinum fyrirtækisins. A siðasthðnu ári naut framleiðsla frystihúsanna nokkurra er- lendra verðhækkana, allt fram á mitt sumar, en frá þvi á vormán- uðum fór verðlag hér á landi úr böndunum og urðu innlendar kostnaðarhækkanir langt um- fram tekjuhækkanir. Gífurleg umskipti urðu síðan siðastliðið haust, þannig að saman fór launahækkun ásamt hækkun á öllum aðföngum, aflatregða og tekjulækkun vegna falls doilar- ans,“ sagði Brynjólfur Bjarna- son, forstjóri Granda hf. Það er augljóst að raungengi íslenzku krónunnar hefur hækkað gífurlega á síðustu 8 mánuðum. Skilyrði útlfutningsatvinnugreina er því óviðunandi og raungengið verður að leiðrétta. Markmiðið hlýt- ur að vera að ná verðbólgu niður á það stig, sem gerist í viðskiptalönd- um okkar eða 4 til 5%. Það má vera að um of miklar fjárfestingar sé að ræða í frystiiðn- aðinum í heild. Hins vegar má ekki missa sjónar á því hvemig þessi atvinnugrein hefur þróazt með upp- byggingu á framieiðslu víðs vegar um land og hinni miklu tæknibreyt- ingu, sem frystiiðnaðurinn hefur farið í gegn um á undanfömum áratugum. Vel má vera að nýting þessara ijárfestinga sé ekki næg og kemur það berlega í ljós í þeirri samkeppni, sem landfrysting á nú í við sjófrystingu. Að sjálfsögðu er ekki hægt að alhæfa neitt um það hvemig frysti- húsin em rekin. Hitt er þó ljóst, að í þessari atvinnugrein sem öðmm verður ætíð að vera vel á verði varðandi stjómun og aðgerðir til framleiðniaukningar. Á undanföm- um rúmum tveimur ámm hefur verið beitt hér svonefndri fastgeng- isstefnu. Það er álit mitt, að á þess- um tíma hafi útflytjendur í ftysti- iðnaði tekið sig vemlega á í að beita ýmsum aðgerðum til aða ná fram aukinni framleiðni og hafa miklar endurskipulagningar átt sér stað í frystihúsum víða,“ sagði Brynjólfur Bjamason. Baldur Jónsson, Suðureyri: Ovitaskapur og vanþekking „NÚ er staðan orðin svo glóru- laus að eina svarið, sem frysti- húsamenn hafa er að stöðva reskturinn. Ef þjóðin getur verið án þessara fyrirtækja, þá gott og vei. Geti hún lifað af ferða- mannaþjónustu, laxeldi og að menn skrifi reikninga hver á annan í þjónustugeiranum fyrir sunnan, á hún að gera það. Þetta er algjörlega komið á heljarþröm og þessi atvinnuvegur hefur ver- ið rústaður. Það er fyrst og fremst óvitaskapur og vanþekk- ing á þessum undirstöðuatvinnu- vegi þjóðarinnar, sem hefur lagt hann í rúst“ sagði Baldur Jóns- son, framkvæmdastjóri Fiskiðj- unnar Freyju á Suðureyri. „Staðan í dag er langt fyrir neð- an núllið. Hér á Vestfjörðum em mörg gróin og gömul frystihús með þægilegan rekstur og eitthvað eigið fé. Þau geta kannski haldið svona áfram í eitt ár eða svo. Ég veit ekki hve margir hafa áhuga fyrir því. Þó nokkur frystihúsanna em komin á heljarþröm. Eigið fé er uppétið og það er tímaskekkja mið- að við aðstaeður að halda rekstrin- um gangandi. Orsakimar em margvíslegar, en þrír meginþættir ráða mestu; Það er fiskveiðistefnan, sem hefur dreg- ið mög verulega úr afla til stærstu húsanna á svæðinu. Þau nýta ekki eignir sínar eins og þau gerðu áður og við þurfum meiri umsetningu; Hinn almenni rekstrargmndvöllur hefur verið mjög lélegur allan þenn- an áratug. Á honum hafa aðeins verið gerðar óraunhæfar lagfæring- ar; Vaxtastefnan er svo að ganga af öllum dauðum. Það er hvergi í hinum vestræna heimi að þjóðir búa að aðalatvinnuvegum sínum eins og hér er búið að frystingunni og öllum atvinnurekstfi. Þetta er fá- heyrt vaxtaokur og eignaupptaka. Maður á engin orð yfir það. Það verður að skrá gengið rétt á hveijum tíma. Það verður að selja gjaldeyrinn á að minnsta kosti sama verði og kostar að framleiða hann. Þetta em svo gömul sannindi, að menn virðast vera búnir að gleyma þeim. Það getur ekki nokkur lifandi maður framleitt gjaldeyri með tapi. Það þarf að lækka vextina. Það verður að hafa sérstaka vaxtaskrá fyrir þessa atvinnugrein eins og lengi hefur verið hjá Fiskweiða- sjóði. Ifyrir þau hús, sem ekki lenda á uppboði eftir þessi ósköp, verður síðan að breyta skuldahalanum, lengja lánatíma verulega og lækka vexti. Ég held að ekki hafi verið um ofljárfestingu að ræða á þessum áratug. Að vísu vom sum fiystihús hér fyrir vestan, sem í byijun ára- tugarins undirbjuggu sig fyrir meiri átök í fyrstingu meðan togaraafli var mikili. Það má kannski segja að ekki hafi verið þörf fyrir alla þessa Qárfestingu eftir að kvótinn kom til. Þá tel ég að undantekning- arlítið séu ftystihúsin mjög vel rek- in. Það em takmörk fyrir því hve nærri hráefni er hægt að ganga hvað varðar nýtingu og við emm löngu komnir á þann topp. Hins vegar verður stöðug endurskoðun á rekstrinum að eiga sér stað. Menn verða alltaf að ieita hagræðingar og alitaf má gera betur. Frystihús- in er vel flest vel rekin með þaul- reyndu starfsfólki. Að vísu hefur fólk verið að yfirgefa frystinguna vegna lágra launa. Það er þjóðar- skömm að bjóða fiskverkafólki upp á þau laun, sem því hafa verið boð- in,“ sagði Baldur Jónsson. œSi SKAKLANDSLIÐIÐ: Jón L Árnason, alþjóólegur meistari. Jóhann Hjartarscn. stórmeistan Guömundur Sigurjónsson. stórmeistari. Karl Þorsteins, alþjóölegur meistari. Margeir Petursson. stormeisiari. Helgi Ölafsson, stormeistari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.