Morgunblaðið - 23.02.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 23.02.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988 55 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS /^ uvtv 'u ir Þessir hringdu . . Börnin eiga rétt á umönnun móður sinnar Móðir hringdi: „Ég vil taka undir það sem Salka segir í bréfi er birtist í Velvakanda fyrir skömmu en þar færir hún rök fyrir því að böm ættu að fá að vera hjá mæðrum sínum fyrstu árin. Uppendisstofn- anir þurfa auðvitað að vera til og eru nauðsynlegar en þær koma ekki í stað móðurumhyggju. Ég held að um of sé þrýst á ungar mæður að þær gegni fullu starfi á vinnumarkaði en láti böm sín á dagvistarstofnanir. Auðvitað er þetta mál hvers og eins, en hins verðum við einnig að gæta að hér eiga bömin líka hlut að máli pg þau hljóta að hafa einhvem rétt.“ Smátt letur R.M. hringdi: „Mig langar að vekja máls á því hversu smátt letrið er á að- göngumiðum Þjóðleikhúsins. Þetta er bagalegt fyrir eldra fólk sem fyrir bragðið á erfitt með að rata í sæti sín. Eins er oft of smátt letur á dyrasímum og kem- ur það sér illa fyrir sjóndapra." •• Oskuhaugamir Reykvíkingur hringdi: „Senn fer að líða að því að svæðið þar sem öskuhaugar Reykjavíkurborgar hafa verið sé fullnýtt. Ég vil koma með þá upp- ástungu að Grafarvogurinn verði tekinn undir öskuhauga, þar mætti fylla upp með-sorpinu og breyta Grafarvognum í útivistar- svaéði. Ef þetta yrði gert þyrfti ekki að aka sorpinu langt og þannig myndi mikið fé sparast. Þetta þykir kannski einhveijum fáránleg hugmynd en ég tel hana vel athugandi." Skautar Skautar töpuðust fyrir skömmu við Rauðavatn eða við Suður- landsveg. Finnandi er vinsamleg- ast beðinn að hringja í síma 671211. Gerið Korpúlf sstaði að ráðhúsi S.G. hringdi: „Mikið ofurkapp er lagt á að koma upp ráðhúsi og áætlað að veija til þess miklum ^ármunum. En hvers vegna ekki að nýta eitt glæsilegasta hús sem Reykjavík- urborg á og breyta því í ráðhús, það liggur vel við öllum aksturs- leiðum og við það eru ótakmörkuð bílastæði. Hér á ég við Korpúlfs- staði sem nú er notaðir sem geymsla fyrir Árbæjarsafn og fleiri aðila.“ Kvenskór Nýlegur svartur kvenskór nr. 38 tapaðist aðfaranótt sunnudags 7. febrúar á leiðinni frá Naustinu og niður í Aðalstræti. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 16012 eftir kl. 19. Kápa Kápa var tekin í misgripum í Síðumúla 35 hinn 21. janúar. í vösum kápunnar var lyklakippa og ný slæða. Sú sem tók svarta kápu í misgripum þennan dag er beðin að hringja í síma 621559. Áfengt öl yrði til mikill- ar bölvunar hér á landi f Til Velvakanda. Það hefur mikið verið ritað og rætt um ölið að undanfömu og lang- ar mig til þess að leggja orð í belg, vegna reynslu minnar hvað þetta snertir, þegar ég var búsettur í Kaupmannahöfn á árunum 1950—54, eða í tæp 5 ár. Danir eru miklir öldrykkjumenn, eins og flestir vita. Gosdrykkja- neysla er þar mjög lítil, gagnstætt því, sem tíðkast hér á landi. Kaffís, sem má kalla þjóðardrykk íslend- inga, er ekki mikið neytt, nema í smáum stíl í heimahúsum. Kaffi- stofur fínnast þar næstum engar, en hins vegar eru bjórstofur á hveiju götuhomi, eða því sem næst, og eru þær vel sóttar. Þar koma menn saman til þess að ræða lands- ins gagn og nauðsynjar yfir bjórglösum. Enginn lætur sér til hugar koma að leggja sér vatn til munns, eins og margir gera hér heima, þegar þá þyrstir. Öldrykkja meðal Dana er mikið þjóðarböl og þeir viðurkenna það sjálfir, þó geta þeir ekki án þess verið, margir neyta þess daglega í stórum stíl, og eru aldrei eldrú, að kalla. Ég átti vin, sem sagðist hafa 365 ástæður til þess að drekka öl. Annaðhvort vegna þess að það væri svo heitt í veðri, eða þá vegna þess að það væri of kalt, eða þá vegna þess að það rigndi, eða þá vegna þess að sólin skini. o.s.frv. Margir gerðu ekki meira en að vinna fyrir ölinu, sem þeir dmkku og síðan varð eiginkonan að sjá fyrir heimilinu. Ég er smeykur um að þannig færi fyrir mörgum hér heima, ef áfengt öl væri á boðstól- um. Margir myndu hafa það með sér til vinn, og hvert sem þeir fæm, og vera hálfir allan daginn, árið um kring. Afenga ölið er eins konar goð meðal Dana. Þeir, sem ekki vilja dýrka það, eiga það á hættu að verða utanveltu í samskiptum manna á meðal. Þeir em ekki tekn- ir sem full, gildir félagar, hvorki á vinnustöðum, né í samkvæmum. Hér yrðu þeir kallaðir félagsskítar og öðmm ámóta nöfnum og margir em ekki það staðfastir, að þeir láti ekki undan slíkum þrýstingi og gerist ofdrykkjumenn á öl, til þess að dragast ekki út úr félagsskapn- um. Yrði þetta ekki eins meðal okk- ar, ef áfengt öl væri aðgengilegt? Ég óttast að svo verði. Með tíð og tíma myndu ölstofur spretta upp út um ailt, þar sem menn eyddu hýmnni og drykkju frá sér vit og rænu. Ég er ekkert fanatískur hvað þetta snertir og gæti vel dmkkið eina og eina flösku af öli ef þannig stæði á, ef til vill með mat, en ég vil heldur neita mér um þá ánægju, heldur en að verða valdur að því, að aðrir falli í hina djúpu gröf áfengisnautnarinnar, ef til vill fyrir lífstíð, sjálfum sér til stórtjóns ög heimilum sínum til mikils ama, svo ekki sé meira sagt. Ég ætla ekki að skrifa meira um þetta að sinni, en tilgangurinn með þessum orðum, er að vekja menn til umhugsunar um þetta vanda- mál, áður en þeir lögleiða áfengt öl á íslandi, og læri af reynslu ann- arra, þar sem áfengt öl er á boðstól- um og veldur þjóðarböli, sem ekki verður séð fyrir endann á. Eggert E. Laxdal E. TH. MATHIESEN H.F. BÆJARHRAUNI 10, HAFNARFIRDI, SÍMI 651000. OTORAR VTTAMÍN - HEILSUEFNI Kröftugheilsuefni-unninúrbestuhráefnumnáttúivnnar. Bio-Selen einnig til staðar með seleninu. Zinkið stuðlar einnig að betri nýtingu A- vítamíns og myndunar gammalínoliu- sýnj i líkamanum. 8-6 vitaminið byggir upp rauðu blóðkomin og er nauðsyn- legt húð, hári og nöglum, auk þess að styrkia taugakerfið." Dr. Matti Tolonen segin Hinn kunni læknir og visindamaður dr. Matti Tolonen segir: „Besta selenefnið á markaðnum er Bio-Selen + Zink. Það inniheldur: Selen 100 mcg„ Zink 15 mg„ A-vitamín 3000 I.E., C-vitamin 90 Polbax blómatrjókomin vinsælu eru mg„ E-vitamín 15 mg„ B-6 vitamin 2 ekki aðeins gerð úr frjókomum eins og mg„ jámoxið og ýmis B-vítamín sem önnur pollenefni, heldur lika úr frævum enr í gerium. Þetta ern lifræn andoxun- og það gerir Polbax-pollenefnið mun arefni, 7 vitamín og steinefni í einni kröftugra heilsuefni. Þar að auki inni- töflu sem byggja upp ónæmiskerfið heldur Polbax Baxtin andoxunarefni, gegn sjúkdómum." Dr. Matti Tolonen sem ver fnrmumar gegrt hættulegum segi ennfremun „Líkaminn nær ekki súrefnisskemmdum. Þetta má þakka að nýta selenið nema hráefnið sé al- þrotlausu starfi sænska „Pollen-kóngs- gjörlega lifrænt og þvi aöeins að hin ins" Gösta Carlsons i 25 ár. afar mikilvægu efni, Zink og B-6, séu Polbax (75) kostar aðeins kr. 390,- Fæst í apótekinu, heilsubúðinni og markaðnum. Dreifing: Bio-Selen-umboðið,sími: 76610. PIONEER KASSETTUTÆKI polbax POLLEN & BAXTIN + Zink Bío-Glandin Bio-Chróm Bio-Fiber Bio-Caroten
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.