Morgunblaðið - 23.02.1988, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 23.02.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988 49 í einu gerum við okkur grein fyrir því að hann, sem var svo sjálfsagð- ur í tilverunni, er nú horfinn sjónum okkar. Við hugsum til baka, til bemsku og ungiingsáranna, til æskustöðv- anna á Siglufirði. Við minnumst þeirra ára sem foreldrar okkar bjuggu sambýli við þau Sigga og Boggu, tveggja heim- iia, sem voru þó okkur bömunum eitt. Við minnumst heimsókna okkar til Sigga frænda og afa, sem ráku verslun þar nyrðra á þeim árum, þangað var gott að leita fyrir litiar hnátur. Og árin liðu eins og elvan streymir um flúðir sínar, bömin uxu úr jjrasi. I þá daga var mikið um að vera á Siglufirði, litli bærinn breyttist á sumrin í einskonar gullleitarbæ, „silfri" hafsins, síldinni, var landað þar með öllum þeim darraðardansi sem því fylgdi. Þá var Sigga mikið í mun að koma okkur krökkunum í sveit, hann keyrði okkur gjaman á sveitabæinn að vori og sagði ákveð- inn, héma verðið þið þangað til í haust að ég næ í ykkur aftur. í dag væri þetta líkast til kallað forvamir, hvað uppeldis- og heil- brigðismál varðar — svo framsýnn var hann. Eins og oft vill verða með systk- ini sem missa móður sína ung, eykst kærleikur þeirra á millum, þannig var það með Sigga frænda og móð- ur okkar, þau áttu að vísu góða ættingja á Siglufirði, en þessi litli kjami hélt saman. Eins og hver einstaklingur er mikils virði hjá lítilli þjóð, er ekki síður nákominn frændi, vinur og trúnaðarmaður stór í fámennri kjamafjölskyldu. Söknuður okkar er því mikill. Um leið og við systkinin skrifum fátækleg þakkarorð fyrir allt sem elsku frændi hefur verið okkur um ævina, biðjum við algóðan guð að styrkja ykkur Boggu, Ragnheiði og bamabömin sem hann unni svo heitt. Magga, MiUa og Sophus í dag kveðjum við góðan dreng, Sigurð Sophusson. Hann var fædd- ur 15. september 1921, sonur hjón- anna Sophusar Ámasonar og Emelíu Sigfúsdóttur. Ungur að ámm fór hann í verzl- unarrekstur ásamt föður sínum, en samhliða því rak Sigurður einnig Skreytum við öll tækifæri lHHmim Reykjavíkurvegi 60, sími 63848. ÁHheimum 6, sími 33978. Bœjarhrauni 26, simi 50202. Blómastofa Fnöfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öii kvöld tii kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. Sjálfstæðishúsið á Siglufírði. Heyrt hef ég eftir samtíðarmönnum hans þar að oft hafi verið fjör á spila- kvöldum og í bingói hjá Sigga, enda hafði hann yndi af að skemmta öðmm og fínna að mönnum liði vel. Sigurði kynntist ég fyrst fyrir hálfum öðmm áratug og ávallt síðan hefur farið vel á með okkur, enda Sigurður einstakt ljúfmenni. Sigurður giftist árið 1943 Vil- borgu Jónsdóttur frá Djúpavogi, þeim varð ekki bama auðið, en eign- uðust tvö yndisleg fósturböm, þau Loga Jóhannsson og Ragnheiði Sig- urðardóttur, Loga misstu þau í bílslysi 1978 og var það þeim þungt áfall, Ragnheiður var kvænt Bimi Sigurðssyni bankamanni en þau slitu samvistir. Eiga þau tvö böm, Sigurð Gísla, nítján ára, og Vil- borgu Evu, tólf ára, miklir auga- steinar ömmu sinnar og afa. Eg var svo lánsamur fyrir um það bil 8 ámm að Vilborg tók að sér ráðskonustarf á heimili mínu, má þar með segja að böm mín hafi eignast nýjan afa og ömmu, slíku ástfóstri tóku þau við Vilborgu og Sigga, enda þau mjög natin og umhyggjusöm. Sigurður og Vilborg reistu sér glæsilegan sumarbústað á Laugar- vatni og fyrir þau var það paradís á jörð, enda vom þau þar öllum stundum. Þar unnu þau saman að uppbyggingu og sýndu hversu sam- stíga og samhent þau vom í því sem öðm. Sigurður var mikill ræktunar- maður og á landi hans á Laugar- vatni risu fleiri þúsund tré og mnn- ar, hann var nærgætinn þar sem annars staðar. Byijaði á að setja niður fræ í gróðurhúsunum sínum eða koma til sprotum og síðan að planta út og hlúa að. Sérstaklega var ánægjulegt að rölta með honum á fallegu sumarkveldi um landið hans og hlusta á hann segja frá hverri plöntu og tréi, þá naut hann sín einna bezt. Fyrir tveimur ámm keypti hann land gegnt sínu gamla landi og v.ar byijaður að undirbúa það fyrir ræktun, hafði hann hug á að geta þegar aldur færðist yfir og hann hætti að vinna úti, eingöngu stund- að ræktun og lifað af því einu, sú ósk rættist því miður ekki. Sérstaklga er mér nú kært að minnast hversu einlægur og hrein- skiptinn Sigurður var, hann var ekki að kasta kveðju á vini sína, heldur vafði hann þá vinarörmum og sýndi í verki að honum þætti vænt um þá. Að kynnast manni eins og Sig- urði er bæði þroskandi og ekki síður mannbætandi, manni sem háfði tíma til að spjalla og hlusta og ræða um það sem er að gerast í dag, maður sem hafði áhuga á þjóðlífinu. Kæra Vilborg, um leið og ég sendi þér mínar innilegustu samúð- arkveðjur vil ég þakka ykkur Sig- urði hvað þið hafið ávallt verið mér og bömum mínum góð. Matthías Guðm. Pétursson Mánaðardagurinn 15. febrúar hefur breytt gildismati sínu fyrir mér. Þessi venjulegi dagur er nú orðinn dagur sorgar og söknuðar og mun verða það um ókomin ár. Þann 15. febrúar andaðist ást- kær afi minn, Sigurður Á. Sophus- son. Afi var einn besti vinur og félagi sem ég hef átt. Hann studdi mig alltaf í gegnum þunnt og þykkt og var eins og stór klettur. Alltaf var hægt að leita til hans með hvað sem var og ávallt var hann fús að veita aðstoð og hjálp. Nú, þegar hann er horfinn, 'er eins og öll fjölskyldan hangi í lausu lofti, enginn afi sem var svo glað- ur, hress og alltaf að hugsa um aðra en sjálfan sig. Afi sem aldrei hafði veikst eða farið á spítala. Afi og amma eiga sumarbústað austur á Laugarvatni, sem þau fóru saman í um hveija helgi sem tæki- færi gafst. Var það sannkallaður sælureitur okkar allra í fjölskyld- unni. Þau lifðu fyrir að fara austur í bústað og stunda sameiginlegt áhugamál sem var tijárækt. Þau eru ófá handtökin sem unnin hafa verið fyrir austan í kringum blóm og plöntur. Fyrir nokkru stækkuðu þau svo við sig og keyptu aðra lóð fyrir neðan þá gömlu. Lét afi byggja þar tvö gróðurhús sem hann notaði til að rækta upp plöntur sem síðar voru færðar út á lóð og seldar til sumarbústaðaeigenda í kring, þannig að áhugamálið var að verða tekjulind sem afi ætlaði að una glaður við í ellinni. Hryggilegast við dauða hans var að hann var búinn að hlakka mikið til að komast á eftirlaun og geta þá helgað sig lífínu fyrir austan. Því miður rættist sá draumur ekki. Með þessum fáu minningarbrot- + SIGRÍÐUR INGIBJÖRG KVIST andaðist í sjúkrahúsi í Danmörku þann 20. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda. Guðrún Guðmundsdóttir, Ingiberg Sigurgeirsson, Páll Ingibergsson. t HAROLD WRIGHT, faðir okkar, tengdafaðir og afi, lést á heimili sínu fimmtudaginn 18. febrúar. Linda Wright og fjölskylda, Pamela Wright og fjölskylda, Cristine Denson og fjölskylda. + Útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GÍSLA SVEINSSONAR fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 25. janúar kl. 15.00. Rósinberg Gfslason, Marfa Bender, Sveinn Gfslason, Kolbrún Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, GARÐAR SIGFÚSSON húsvörður, Espigerði 2, Reykjavfk, verður jarðsunginn miðvikudaginn 24. febrúar kl. 13.30. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju. Emilfa Böðvarsdóttir. um minnist ég afa með þakklæti og söknuði í huga fyrir þær ljúfu stundir sem við áttum saman. Eg bið Guð að veita ömmu, sem nú hefur misst lífsförunaut sinn, styrk í hennar miklu sorg. Víst er að afi er okkur ekki horfínn úr huga þó svo jarðlífi hans sé lokið. Hvíli hann í friði, minn elskaði afi. Sigurður Björnsson Frændi minn og vinur, Sigurður Sophusson, er látinn. Það haustaði snemma hjá þess- um ágæta manni, en eins og öðru í náttúrunni fáum við mennimir litlu um okkar lokadag ráðið. Þegar fyrstu merkin komu, og enginn áttaði sig á hvað í vændum var, ætlaði Siggi að bíta á jaxlinn og ná sér upp úr þessu, þannig var hann vánur að taka hlutunum, en því miður, við þetta fékk enginn ráðið. Eg átti með honum margar ánægjustundir, oft sitjandi á fötu- botni í einhveiju gróðurhúsanna við sumarbústaðinn á Laugarvatni, við spjall og vangaveltur, meðan Siggi sinnti plöntunum sínum, en tijá- plönturækt átti hug hans allan og þær eru ekki svo fáar sem hann kom til vaxtar, natni hans og elju- semi var einstök. Það verður dauflegt á Laugar- vatni að Sigga gengnum, tómlegt að sjá hann ekki stússandi þegar komið er austur, tómlegt að geta ekki labbað sér niður í gróðurhús í spjall og hugleiðingar, en svona er lífið, þetta voru góðir dagar. En nú er þeim lokið. Siggi frændi er genginn á fund forfeðranna, enda hafði hann skilað góðu dagsverki. Við sem höldum áfram, omum okk- ur við góðar minningar sem við eig- um margar, stijúkum tár úr augn- hvarmi, réttum úr okkur og höldum áfram okkar verki, enda ekki í anda Sigga Sóf. að leggja árar í bát. Vilborgu, Ragnheiði og afaböm- unum sendum við hjónin innilegar samúðarkveðjur. Sveinn Geir Sigurjónsson Minn kæri einkabróðir er látinn um aldur fram, að því að mér fínnst, því hann hafði hlakkað til að nota sín efri ár og sinna sínum kærustu hugðarefnum, að rækta jörðina. • Sigurður var sonur hjónanna Emelíu Sigfúsdóttur, sem ættuð var frá Siglufírði, og Jóns Sophusar Amasonar, sem ættaður var frá Seyðisfirði. Áttu foreldrar mínir heimili sitt á Siglufirði, þar sem faðir minn var kaupmaður, en móð- ir mín dó 38 ára gömul, er Sigurð- ur var 13 ára og ég 11 ára. Reyndi þá á manndóm bróður míns, er hann gerðist vemdari minn og jafn- framt kær vinur, en það varð okkur jafnframt til mikillar gæfu, að þá kom til kasta Rannveigar Sigfús- dóttur, móðursystur okkar, . sem hélt heimili okkar sem kær móðir í systur stað. Ekki naut Sigurður bróðir þess, fremur en margir alþýðumenn þess tíma, á ámm hinnar miklu heims- kreppu, að njóta æðri skólamennt- unar, en var því fremur fljótur að tileinka sér þá menntun er skóli lífsins hafði til að bjóða. Sigurður bróðir kvæntist Vilborgu Jónsdóttur frá Djúpavogi, era fósturböm þeirra Ragnheiður og Logi Jóhannsson, en urðu fyrir þeirri sorg, er Logi var 32ja ára, að hann varð bráð- kvaddur, en þá hafði Logi lokið námi í Sjómannaskólanum og verið stýrimaður á far- og fiskiskipum. Þegar halla tók undan fæti í at- vinnulífí SigluQarðar, sem verið hafði miðstöð silfurs hafsins, síldar- innar, sem gert hafði menn bæði ríka og fátæka, varð það hlutskipti okkar systkinanna að flytja suður, ég 1952 en Sigurður ekki fyrr en 1963, því hann unni Siglufirði og vildi veg byggðarinnar sem mestan. Eftir að suður kom vann Sigurð- ur við viðskipti og verslun, lengst af hjá Sláturfélagi Suðurlands, en hin síðari ár hjá Víðisbræðram, úns heilsan bilaði. Sigurður bróðir var sögumaður góður, skynjaði af hlýju og velvild samferðamenn sína og umhverfi. Það varð okkur systkinum lán að fyrir allmörgum áram fengum við jarðnæði austur í Laugardal, byggðum okkur sumarhús hlið við hlið og þar var stóri bróðir leið- beinandi um gróður, en sérstaklega um tijárækt sem fórst honum vel úr hendi. Útför Sigurðar verður frá Garða- kirkju í dag, 23. febrúar, klukkan 13.30. Megi minningin um góðan eigin- mann verða mágkonu minni styrkur í sorg hennar. Þökk sé þeim báðum fyrir hjálp er mest á reyndi. Þóra Sophusdóttir + Útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóöur og ömmu, GUÐRÚNAR SIGRÍÐAR GÍSLADÓTTUR, Þórufelli 8, Reykjavík, sem lést 17. þ.m., fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 25. febrúar kl. 13.30. Þóröur Þorkelsson, Jakobína Ingadóttir, Erlingur Lúðvíksson, Sveinn B. Ingason, Hugrún Þórðardóttir, Gylfi Ingason, Björn Ingason og barnabörn. + Eiginmaður minn, faöir, afi og bróðir, SIGURÐUR Á. SOPHUSSON verslunarmaður, Laufási 1, Garöabœ, verður jarðsunginn frá Garðakirkju í dag, þriöjudaginn 23. febrúar kl. 13.30. Vilborg Jónsdóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir, Sigurður Björnsson, Vilborg Björnsdóttir, Þóra Sophusdóttir. Legsteinar MARGAR GERÐIR Mmorex/Gmíi Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.