Morgunblaðið - 06.03.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.03.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1988 Bjónnn —Böl eða bnóstbirta? eftir Margrétí Þorvaldsdóttur Fyrir Alþingi liggur nú bjórfrum varpið og bíður afgreiðslu og eru líkur á því að það verði afgreitt innan fárra daga. Umræðan, sem fylgt hefur frumvarpinu, bæði í þingi og úti í þjóðfélaginu, hefur verið ijörleg og oft málefnaleg, en hún hefur einnig einkennst af mikl- um tilfínningahita. Margir hafa bent á neikvæðar hliðar drykkju á sterkum bjór, bæði fyrir einstakl- inginn og þjóðfélagið í heild, en aðrir telja það höft á persónulegu sjálfstæði að geta ekki fengið keyptan sterkan bjór. Málið hefur þó ekki verið lagt undir dóm þjóðar- innar. Þar sem bjórmálið snertir lands- menn alla, á einn eða annan hátt, hvort sem þeir drekka bjór eða ekki, þá munu þeir taka afstöðu til þess annað hvort með eða á móti. Þess vegna er mikilsvert að sem flestir þættir sem tengjast máli þessu nái að koma fram. Verður því drepið hér á mikilvæga þætti, mönnum til íhugunar. I ræðu sem próf. Sigmundur Guðbjamason, rektor Háskóla Is- lands, hélt við afhendingu prófskír- teina til kandidata í síðustu viku, minntist hann m.a. á ábyrgð þegn- anna og afstöðu þeirra til þjóðfé- lagsmála eins og t.d. heilbrigðis- mála, öryggis- og umferðarmála og dægurmála eins og bjórmálsins. En þessi mál eru í raun samhangandi. Hann ræddi um nýafstaðið heil- „Það þýðir að hver Is- lendingur 15 ára og eldri, en þeir voru 183 þúsund í des. ’87, hafi drukkið sem svarar til 28,8 lítra af léttbjór eða pilsner á síðasta ári, það er 0,5801 eða rúm- an hálfan lítra af hreinu alkóhóli með „óáfenga ölinu.“ brigðisþing þar sem tekin var fyrir íslenska heilbrigðisáætlunin, en henni er ætlað að marka stefnu í aðgerðum til að koma í veg fyrir sjúkdóma og slys í þjóðfélaginu. Meðal nýmæla í þessari áætlun sagði Sigmundur vera þau, að mað- urinn líti ekki á sig sem neytanda eingöngu heldur sem virkan þátt- takanda í allri heilbrigðisþjón- ustunni. Sigmundur sagði m.a.: „Heilbrigðisáætlun þessi er merki- leg viðleitni til að vinna að heil- brigði allra og fyrirbyggja eða fækka slysum. Hins vegar er komið fram á Alþingi bjórfrumvarpið svo- kallaða, þar sem gert er ráð fyrir að heimila sölu á áfengum (sterk- um) bjór. Ef bjórfrumvarpið verður samþykkt mun það vinna gegn markmiðum heilbrigðisáætlunar- innar." Hann sagði ennfremur: „Bjórinn virðist saklausasta áfengið en hann er það ekki í raun. Bjórinn gerir menn sljóa og syfjaða, hann slævir vitund manna og viðbragðsflýti og veldur aukinni slysahættu þótt ekki komi til ölvunar. Munur á bjór og víni eða sterkum drykkjum er m.a. sá, að við drykkju á víni eða sterk- ara áfengi þá gera menn sér ljósa hættuna, þeir taka síður áhættu og aka sjaldan sjálfír. Bjórinn blekkir og gefur falska öryggiskennd. Menn telja sér trú um að þeir séu jafn snjallir ökumenn eða jafnvel snjallari eftir bjórdrykkju. Slíkar blekkingar hafa valdið mörgum heilsutjóni og eignatjóni. Heilbrigðisáætlunin getur stuðl- að að betra samfélagi því hún stefnir að því að koma í veg fyrir sjúkdóma og slys. Áfengur bjór mun hafa andstæð áhrif og mun jafnframt vinna gegn átaki í um- ferðarmálum og þeirri viðleitni að bæta umferðarmenninguna," sagði Sigmundur í ræðu sinni. Nú er sú sérkennilega staða kom- in upp í þjóðfélaginu að unnið er samtímis að þremur metnaðarfull- um átökum í þágu almennings. Það er Heilbrigðisáætlunin, sem vinna á gegn sjúkdómum og slysum, það er átak í umferðarmálum og það er bjórfrumvarpið, sem heimila á sölu á sterk-áfengum bjór. Það sem er sérkennilegt er hin „sér-íslenska“ staða sem kemur upp þegar sömu aðilarnir vinna af eldmóði að fram- gangi allra „átakanna“, jafnvel þó hið síðastnefnda, „bjórinn", geti gert heilbrigðisátakinu og umferð- arátakinu stór skaða. Ofneysla á áfengi, sem margir óttast að fylgi sterkum bjór, er HUGBÓNABARFRAMLEWENDUR KYNNING Á OS/2 STÝRIKERFINU! IBM tilkynnti á síðasta ári að væntanlegt væri á markaðinn nýtt stýri- kerfi eða staðall fyrir PS/2 tölvur. Nýja stýrikerfið nefnist OS/2 og tekur við af PC-DOS sem helsta stýrikerfi PS/2 véla. Nú er fyrsta útgáfa af OS/2 kerfinu fullbúin í íslenskri útgáfu og til af- greiðslu. Af því tilefni bjóðum við íslenskum hugbúnaðarframleiðend- um til sérstakrar kynningar á nýja stýrikerfinu. Kynning 7. mars. OS/2 verður kynnt framleiðendum hugbúnaðar mánudaginn 7. mars kl. 10.00 - 12.30 hjá IBM, Skaftahlíð 24. Sértilboð á vél- og hugbúnaéi! IBM býður þeim hugbúnaðarframleiðendum, sem hyggjast þróa hug- búnað undir OS/2 stýrikerfinu, að kaupa vél- og hugbúnað af IBM með verulegum afslætti og á góðum greiðslukjörum. Allar upplýsingar um kynninguna og hin nýju kjör veitir Gunnar Linnet í síma 2 77 00 eða heimasíma 5 18 46. fyrstcg'fremst SKAFTAHLÍÐ 24 105 REYKJAVÍK AHGUS/SIA Margrét Þorvaldsdóttir líkamanum ekki skaðlaus. Lifrar- skemmdir, eins og skorpulifur, er illvígur fylgifískur. Sagt er að Frakkar fari með lifur sína til lækn- is fái þeir kveisu. Munchenar-bjór- hjartað er ofvöxtur á hjarta sem hrjáir bjórdrykkjumenn í Suður- sé beinlínis verið að ganga á mann- réttindi landsins þegna að leyfa ekki sölu á sterkum bjór. Það mætti ætla að mönnum sé ekki kunnugt um að í verslunum og söluturnum hér á landi er á boðstólum bjór og pilsner með all-nokkru áfengisinni- haldi. Þetta öl, sem bæði er inn- flutt og innlend framleiðsla, inni- heldur um 2—2,25% áfengismagn og er það selt í 330 ml flöskum og í 500 ml (V2I ) dósum. Áfengis- magnið í V2 1 bjórdós samsvarar einum snafsi af sterkum drykk eins og whisky eða vodka. Þennan „óáfenga" bjór drekkur þessi „þurrbijósta" þjóð í miklu magni. „Hvað! Þetta er bara eins og „Trópí", segja ungiingarnir og drekka sem ávaxtasafi væri. Við foreldrar myndum þó sennilega ekki rétta þeim whisky-„sjúss“ eða vodka í glasi til að svala sér á, eða hvað? Það er áhugavert að bera saman áfengismagn létta bjórsins og sterka bjórsins við áfengismagn annarra en áfengra drykkja: Whisky 43% — 1 „sjúss" (30 ml) = 12,9 ml alkóhól Romm 40% — 1 „sjúss" (30 ml) = 12,0 ml alkóhól Sherry 18% - 1 glas (42 ml) = 7,6 ml alkóhól Hvítvín 12% — 1 glas (84 ml) = 10,1 ml alkóhól Létt-bjór 2,25% — 1 flaska (330 ml) = 7,4 ml alkóhól Pilsner, bjór 2,25% — 1 Bjór (sterkur) 4,5% — 1 Þýskalandi. Þessar afleiðingar snerta fyrst og fremst einstakling- ana sjálfa sem drekka hömlulítið. Slysin aftur á móti, sem oft fylgja ofneyslu áfengra drykkja, snerta saklaust fólk sem oft bíður óbætan- lega skaða og jafnvel örkuml ævi- langt. Slysin snerta þjóðfélagið allt, því það er í gegnum skatta og gjöld sem fólkið í landinu greiðir lækna- þjónustu 0g sjúkrahúsvist og síðan skaðabætur til þolenda. Hafa menn ekki veitt athygli miklum hækkun- um iðgjalda tryggingafélaga að undanfömu? Meðmælendur bjórsins segja ís- lendinga vera skynsamt fólk og það dós (500 ml) = 11,3 ml alkóhól flaska (330 ml) = 14,9 ml alkóhól dós (500 ml) = 22,5 ml alkóhól Sala á léttbjór var mjög góð á síðasta ári, en að sögn söluaðila var hún aðeins brot af því sem seldist af gosdrykkjum. Erfítt er að fá uppgefnar ákveðnar tölur hjá fram- leiðendum, en aðspurðir kváðust þeir álíta að innflutti bjórinn tæki 40% af markaðinum. Samkvæmt upplýsingum frá tolladeild, þá voru á síðasta ári flutt til landsins 2.109,8 tonn af yfirgeijuðu maltöli með áfengismagni 2% og minna. Undir þennan flokk fellur allt létt- öl. Ef sala innflutts létt-öls er 40% eða 2.109,8 tonn, þá mun íslensk framleiðsla vera um 3.164 tonn. Það em samtals um 5.274 tonn eða Glugginn auglýsir Rýmingarsala á peysum og blússum. Mikill afsláttur. Glugginn, Laugavegi40, Kúnsthúsinu. Sýning AHIRÐINGIATEPPUM FRÁ PERSÍU laugardaginn 5. mars og sunnudaginn 6. mars frá kl. 13-18 á Hrísateigi 47. Teppagalleríið, HRI'SATEIGI 47. OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 13-18. ........—....... ..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.