Morgunblaðið - 06.03.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.03.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1988 Sovétríkin: Tölvuvæð- ing með að- stoð Breta Moskvu, Reuter. Tölvunámskeið fyrir stjórnendur ELDHÚSKRÓKURINN Inngangur Ostur hefur verið framleiddur frá ómunatíð og var áður fyn- lausn hins mikla vandamáls, hvernig varðveita mætti óskemmd hin dýr- mætusti efni mjólkurinnar. Nú er osturinn ekki lengur fram- leiddur með þetta eitt fyrir augum. Ostur í tugum tegunda er orðinn ein af eftirsóttustu fæðutegundum í mörgum löndum. Ostur er ekki einungis gómsæti, heldur einnig ein bezta og heilnæm- asta fæða, sem hugsast getur. Aðalefni ostsins eru eggjahvítuefni (prótein), sem nauðsynleg eru öll- um, jafnt ungum sem gömlum. Bömin þarfnast þeirra til eðlilegs vaxtar og fullorðnir til viðhalds líkamanum. Eggjahvítuefni mjólk- urinnar eru ein hin beztu sem völ er á, og í osti eru þau auk þess nokkru auðmeltari en í ferskri mjólk. Mjólk inniheldur 60-70 önnur mikilvæg næringarefni, sem flest finnast í nær óbreyttri mynd í osti, þar á meðal mörg vítamín, kalk og steinefni. HEITIR OSTARÉTTIR Gott er að nota ost til að krydda með ýmsa rétti, hann gefur fyllingu í bragðið, eykur fjölbreytni matar- ins og gerir gamla rétti sem nýja. Eigið ávallt rifinn ost í kæliskápn- um. Rifna ostinn má nota á eftirfar- andi hátt: Strá honum yfir ofnsteikta eða pönnusteikta fisk- og kjötrétti. Blanda honum saman við brauð- mylsnu. Strá honum yfir grænmetis- og lauksúpur, rétt áður en þær eru bomar fram. Strá honum yfir soðið græn- meti, kartöflur, makkarónu- eða spagetti-rétti, og baka þar til ostur- inn er bráðnaður. Blanda honum í eggjakökur, hrærð egg, sósur og gratin. Ostasúpa 2 matsk. smjör, 2 matsk. hveiti, 1 lítri kjötsoð (vatn og súpukraft- ur), 1 egg, 1 dl. rjómi, 3 dl. rifinn ostur (mildur gouda og schweitzer til helminga), Vi tesk. basil (þurrk- að blaðkrydd). Leysið súpukraftinn upp í sjóð- andi vatni. Bræðið smjörið í potti, hrærið hveitið saman við og þynnið með soðinu. Sjóðið í fímm mínútur. Þeytið saman egg og ijóma, rífið ostinn á rifjámi og bætið honum í eggjahræruna. Hellið sjóðandi heitri súpunni hægt saman við osta- og eggjahræruna, og þeytið rösklega um leið. Kryddið súpuna með basil. Osta-kjúklingar 2 kjúklingar, 4 laukar, 150-200 gr. nýi sveppir eða samsvarandi magn af niðursoðnum sveppum, 3 dl. rifinn ostur (sterkur gouda, schweitzer), 1 dl. ijómi, l>/2 dl. lcjúklingasoð (úr teningi), 1 tesk. þurrkuð paprika. Látið sveppina krauma í smjöri á pönnu nokkra stund, brúnið smátt saxaðan laukinn í feiti. Hreinsið kjúklingana, hlutið þá í sundur og brúnið á pönnu. Sjóðið upp af pönnunni. Leggið kjúkling- ana, sveppina og laukinn í smurt ofnfast mót. Hellið ijómanum og soðinu yfir, stráið rifna ostinum yfir og papriku efst. Steikið í ofni við 225-250 gráður C í 15-20 mínútur. í stað kjúklinga má hafa lambakótilettur. Ostbakaðar pylsur 100 gr. makkarónur, 8-10 stk. vínarpylsur, 4 sneiðar reykt flesk (beikon), 3-4 matsk. tómatsósa, 3 dl. rifinn ostur (gouda mildur eða sterkur, schweitzer), 1 tesk. þurrkuð paprika. Sjóðið makkarónur í saltvatni í 5-10 mínútur. Saxið fleskið nokkuð smátt og steikið á pönnu. Skerið pylsumar í bita og brúnið í feitinni af fleskinu. Leggið makkarónumar, pylsumar og fleskið í smurt ofnfast mót, hellið tómatsósu yfir og stráið rifnum osti þar ofan á. Stráið dálítilli papriku yfir ostinn. Bakið í ofni við 225- 250 gráður C í 8-10 mínútur, eða þar til osturinn er bráðnaður og orðinn aðeins gul- brúnn. Berið hrærðar kartöflur með. BRESKT verktakafyrirtæki, Simon-Carves Ltd, hefur gert samning við yfirvöld í Sovétríkj- unum um byggingu verksmiðju, sem framleiða mun tölvur til iðn- aðarnota. Að sögn breskra stjórnarerindreka er þetta stærsti samningur sem Bretar og Sovétmenn hafa gert sín á milli á sviði iðnframleiðslu. Verksmiðjan mun rísa í Armeníu og er gert ráð fyrir að þar verði framleiddar 25.000 tölvur á ári hveiju. Tölvumar verða notaðar í sovéskum iðnfyrirtækjum og munu þær m.a. stjóma færiböndum, lýs- ingu og hitastigi í verksmiðjusölum. Kostnaður við byggingu verksmiðj- unnar er áætlaður um 16 milljarðar íslenskra króna og er gert ráð fyrir að framleiðslan hefjist árið 1991. Að sögn breskra stjórnarerind- reka er öldungis ömggt að Sovét- menn geta ekki nýtt sér tölvubúnað- inn á hernaðarsviðinu en reglur frá árinu 1949 kveða á um að óleyfí- legt sé að selja slíkan búnað til Sovétríkjanna. Verktakafyrirtækið hefur þegar reist nokkrar verksmiðjur í Sov- étríkjunum og sagði sovéska frétta- stofan Tass að vonir væm bundnar við áframhaldandi samstarf á þessu sviði. Fjölbreytt og vandað námskeið fyrir stjómendur og fjármálamenn. Á námskeiðinu er kennd notkun töflureiknis við ákvarðanatöku og þátttakendur fá góða yfirsýn yfír kosti og galla við tölvuvæðingu fyrirtækja. Athyglisverð dagskrá: * Hvað þarf stjómandi að vita um tölvur? * Notkunarmöguleikar töflureikna. * Grunnatriði við notkun töflureiknisins Multiplan. * Fjármálaútreikningar. * Fjáihags- og rekstraráætlanir. * Tölvuvæðing fyrirtækja. * Hugbúnaðarval. * Umræður og fyrirspumir. Leiðbeinendur: Halldór Kristjánsson verkfræðingur. Guðmundur Amaldsson viðskiptafræðingur TÍMI: 12. og 13. mars kl. 9 -16. Innritun í símum 687590 og 686790. BORGARTÚN! 28 skur hefur opnað nýjan veitingastað á Suðurlandsbraut 4. Par bryddum við upp á fjölda nýjunga í glæsilegu umhverfí, en breytum þó aldrei þrennu: Hráefhið og þjónustan skal vera fyrsta flokksog verðinu ávallt stillt í hóf. Salatbar í hádeginu og um kvöidmat. Fisk- og kjötréttir afmatseðli. Algjör nýjung á íslandi: Kjötvelsla á simmidögum, Þú velur þá tegund af kjöli sem þú vilt-svínasteik, lambalæri eða nautasteik. Við skerum og framreiðum. Þú færð eins mikið af hverju og þú viit og kemur eftir ábót svo lengi sem þú hefur pláss! Með fylgir súpa dagsins og salatbar. Velkoniin! Suðurlandsbraut 4. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.