Morgunblaðið - 06.03.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 06.03.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ1988 47 Jewell söngleikinn þegar hann var fluttur, og skrifaði hann einstaklega jákvæða gagnrýni í blað sitt Sunday Times. Þessi litla grein varð til þess að mun fleiri sáu verkið en höfund- amir höfðu ráð fyrir gert. Það var svo árið 1971 að frum- sýndur var fyrsti stóri söngleikur þeirra félaga: „Jesus Christ Sup- erstar". Áður en frumsýningin fór fram var gefin út lítil plata, svo tvöfalt albúm með öllum lögunum. Webber þoldi ekki leikstjórann Tom O’Horgan né heldur breytingar hans (lét Heródes klæðast eins og kynskipting, og Júdas stuttbuxum úr siiki). Engu að síður, eða kannski þess vegna, var verkið sýnt 720 sinnum áður en það var sett upp í stærsta leikhúsi Lundúna, og síðar út um allan heim. Fá leikhúsverk hafa vakið eins mikla athygli á síðari árum. Það var um þetta leyti sem Web- ber kvæntist æskuástinni sinni Söm Tudor Hugill. En um leið og tón- skáldið fór að sinna konu sinni meira þá fór textahöfundinum að leiðast æ meir samstarfið. Rice neit- aði að skrifa textann fyrir næsta söngleik Webbers, „Jeeves", sem hann byggði á gamansögu eftir Wodehouse. Webber fékk því annan textahöfund til liðs við sig. „Jeeves" var aðeins sýndur 47 sinnum og er eina verk Webbers til þessa dags sem ekki hefur hlotið náð fyrir aug- um almennings, Webber sneri sér því aftur til Rice með spennandi verk sem hann kallaði einfaldlega „Evita", en efnið í það sótti hann alla leið til Arg- entínu. Rice samþykkti að skrifa textann. „Evita" varð skjótt einn vinsælasti söngleikur allra tíma, og einn sá besti. En samstarfi þeirra gömlu félaga varð ekki haldið áfram. yVið emm svo ólíkir," segir Rice. „Eg vil ekki vinna og vinna og vinna aðeins vinnunnar vegna, eins og Webber. Hann vill vera alls staðar og helst miðpunkturinn sem allt snýst í kringum.“ Webber hélt því áfram án síns gamla vinar. Hann var fljótur að fínna efniviðinn í næsta söngleik, en það var „Old Possum’s Book of Practical Cats" eftir ljóðskáldið T.S. Eliot, og þótti mörgum harla ólík- legt að hægt væri að gera skemmti- legan söngleik eftir þeim texta. En til að allt blessaðist sneri Webber sér til leikstjórans Trevors Nunn sem af mörgum er talinn töframað- ur, snillingur. Á meðan æfingum stóð féll Webber fyrir einni söng- konunni í hópnum, hinni kattliðugu Söm Brightman. Webber skildi við konu sína (sem sfðan hefur verið kölluð Sara I) árið 1983 eftir tólf ára hjúskap og fylgdu böm þeirra tvö, Imogen tíu ára, og Nicholas átta ára, móður sinni. „Vofan“ Menn greinir á um ágæti þessar- ar Söm Brightman (sem gámng- arnir kalla Söm II), af sumum er hún talin hjónadjöfull. Síðan þau fóm að búa saman hafa bresku blöðin ekki látið þau í friði og mörg þeeirra birt vafasamar forsíðufrétt- ir um framhjáhald og ýmislegt í þeim dúr. Webber er dagfarsprúður maður en hann umtumast þegar hann sér svæsnar fréttir í gulu pressunni bresku. Á síðasta ári fór hann oft í mál við þessi blöð og vann í öll skiptin. Þegar Webber byrjaði að semja „Vofuna f ópemnni" ákvað hann að breyta örlítið til. Hann langaði nú til að semja hreina ópem; ekki söngleik sem samanstóð af mörgum ólíkum uppskrúfuðum popplögum sem sniðin vom fyrir vinsældalist- ana. „Vofan" er jafnframt hans flóknasta verk. Söguna fann Webb- er í gamalli bók, „Le Fantome de l’Opera", eftir Gaston Leroux og kom fyrst út árið 1910. Sagan sú hefur margoft verið rakin í máli og myndum, meira að segja hryllings- myndum, en Webber einbeitti sér að sérkennilegu sambandi tveggja aðalpersónanna; afmyndaða snill- ingnum sem gengur aftur í París- arópemnni, og ungu sænsku söng- konunni Kristínu, sem vofan er meira en lítið hrifin af. Webber var ekki í nokkram vafa um hver skyldi leika ungu sænsku söngkonuna. Segja má að hann hafi samið hlut- verkið með eiginkonu sína Söm (þá seinni!) í huga. Hún hefur fengið mjög góða gagnrýni fyrir leik og söng. En lengri tima tók að finna karlinn í hlutverk vofunnar. Með aðstoð leikstjórans Hal Prince fannst gamall refur innan breska leikhússins, Michael Crawford. Vofan hafði ekki lengi fengið að ráfa um leiksviðið breska á síðasta ári þegar ákveðið var að flytja hana vestur um haf. En þá kom babb í bátinn. Leikarafélagið bandaríska neitaði Söm Brightman um at- vinnuleyfi, á sama tíma og margar þarlendar söngkonur gengu um at- vinnulausar. Onnur ástæða var að Sara þótti ekki nógu fræg fyrir bandaríska áhorfendur. Þá varð Andrew Lloyd Webber vondur. Hann ætlaði ekki að leyfa að setja vofuna upp þar vestra nema Sara Brightman fengi aðalhlutverkið. Þess vegna urðu menn að setjast að samningaborði. Niðurstaðan varð sú að Sara fær að leika aðal- hlutverkið fyrstu sex mánuðina, og þá í aðeins sex sýningum af átta í viku hverri. Að þeim tíma liðnum tekur bandarísk söngkona við. Crawford fær hins vegar að leika fyrstu níu mánuðina. Það þykir nokkuð ömggt að „Vofan“ gangi lengur en tólf mán- uði, því löngu áður en fmmsýning fór fram höfðu, eins og áður sagði, miðar selst fyrir 18 milljónir dala (sem mun vera tæpar 700 milljónir ísl. króna). Það má kalla þokkalega byijun. En það má líka kalla undar- lega hegðun hjá fólki þar vestra að láta svona. Áldrei í sögunni hafa selst svo margir miðar (á svo háu verði) áður en nokkur lifandi sála hefur heyrt svo mikið sem lagstúf úr verkinu eða lesið sér til um hvort verkið sé peninganna virði. En það virðist vera með „Vofuna“ eins og svo mörg önnur verk Webbers; nafn hans eitt tryggir vinsældir. Tónskáld með viðskiptavit Andrew Lloyd Webber er eins mikil andstæða gömlu ímyndarinn- ar um hinn sanna listamann og hægt er að ímynda sér. Listamaður- inn átti að vera einfari í eðli sínu en halda til manna til þess að drekka frá sér vit og rænu; hann átti að vinna að list sinni einn og óstuddur og hafa helst ekkert vit á peningum; þess vegna var listamað- urinn alltaf staurblankur og átti ekki einu sinni fyrir súpu; og best var ef hann fór ungur inn í eilífð- ina. En þannig verður Webber vist aldrei lýst. „Hæfileikar hans ná ekki aðeins til tónlistarsköpunar," segir félagi Webbers, framleiðandinn Cameron Mackintosh, sem hefur flármagnað nokkur leikverk, þeirra á meðal „Cats“, „Vesalingana" og „Vof- una“. Cameron heldur áfram: „Andrew kann svo sannarlega að notfæra sér aftur og aftur það sem vel tekst í gömlu verkunum. Hann kann að skemmta fólki, finnur létt- leikandi lög sem líkleg eru til að falla fólki í geð, hann veit hvaða listamaður hæfir hveiju hlutverki, og hann veit hvemig og hvenær er hentugast að veita blöðum og tíma- ritum viðtöl." Og hann lætur ekki staðar num- ið. Hann vinnur um þessar mundir að nýjum söngleik sem kallast „Aspects of Love“, sem á óskáld- legu máli mætti þýða sem „Eitt og annað um ástina“. Sagt er að hér sé á ferð hrein og klár ópera frá Andrew Lloyd Webber, byggð á skáldsögu eftir David Gamett, sem út kom 1955, og fjallar um hvað nema ástir lítils vinahrings. „Þetta verk verður mitt alvarleg- asta til þessa," segir tónskáldið. „Ég læri alltaf eitthvað nýtt í hvert skipti sem ég byija á nýju verki.“ HJÓ. FORD SIERRA Ford Sierra 1988, Glœsilegur þýskur gœðabíll, vel búinn og traustur. Verð frá kr. 639.800.- Útborgun aðeins 25% og eftirstöðvar lánaðar í allt að 30 mánuði. SVEINN EGILSSON HF. Framtíð við Skeifuna. S. 685100/689633
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.