Morgunblaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1988 Ekkibjór ettir Tómas Helgason Öll fræðileg rök benda tíl þess að sá skaði sem áfengi veldur vaxi með aukinni heildarneyslu. Rannsóknir hafa einnig sýnt að tíðni drykkjusýki er þvi meiri sem heildarneyslan er meiri. Reynsla annarra bendir ákveðið til að heildarneyslan aukist ef áfengu öli er bætt á markaðinn. Ekkert bendir tíl að dragi úr neyslu annarra áfengra drykkja að ráði þó að áfengt öl bætist við. Hefðbundnir drykkjusiðir munu haldast en nýir bætast við þar sem gera má ráð fyrir að áfengis verði neytt oftar ef áfengt öl er faanlegt. Aukning áfengisneyslu og skaðinn sem því fylgir er kjami umræðunnar um áfengt öl á ísiandi. Þess vegna snertir bjórfrumvarpið heil- brigðismál og læknum ber sið- ferðileg skylda að vara við þvi. Í Morgunblaðinu þann 8. mars reyn- ir Þorvaldur V. Guðmundsson lækn- ir að réttlæta ályktun sem hópur lækna sendi frá sér í desember til stuðnings bjórfrumvarpinu. Það er leitt til þess að vita að hann hefur ekki getað fylgst með þeim Qölda rannsókna, sem hafa sýnt hvemig aukið framboð áfengis stuðlar að aukinni neyslu og hún aftur að auknum vandamálum. Ef Þorvaldur hefði fylgst með hefði hann ekki yfirgefið hóp þeirra sem „hálfvegis trúðu flestu því sem andstæðingar bjórsins sögðu um samband bjórs og heildameyslu áfengis og vanda- mál tengd því“. Þetta sýnir í hnot- skum hversu erfitt er að koma óþægilegum niðurstöðum rann- sókna um skaðsemi áfengis til skila, m.a. vegnatilfinningalegraviðhorfa fólks og áróðurs framleiðenda og umboðsmanna þeirra. Heildameysla eykst með bjór Ekkert af því sem Þorvaldur bendir á sem veilur í röksemda- færslu gegn bjór dregur úr gildi þeirra raka sem fram hafa verið færð. Þau benda öll til þess að heild- ameysla muni aukast með tilkomu bjórsins. Það er furðulegt að nokkr- um lækni skuli detta í hug að skrifa undir ályktun þess efiiis að notkun á skaðlegu og jafnvel banvænu efni aukist jafnvel þótt í svo litlum mæli væri eins og látið er í veðri vaka í þessari fuiðulegu ályktun sem tveir læknar hafa nú firndið þörf hjá sér til að réttlæta. Þorvald- ur sýnir raunar línurit með grein sinni þar sem sést hveraig bilið á Tómas Helgason „Tæpur fimmtungnr íslenskra lækna sem vilja taka áhættuna af því að lögleiða áfengt öl, telja sér til afeökun- ar að sambandið milli heildarneysiu þjóðar og líkamlegra og félags- legra afleiðinga sé flók- ið. Það er þó ekki flókn- ara en svo að afleiðing- ar versna ef heildar- neyslan eykst. Slíkt ætti að nægja hverjum lækni til að taka ekki áhættuna í þessu efiii frekar en í venjulegum læknisstörfum.“ milli heildameyslu á íslandi annars- vegar og í Noregi, Svíþjóð og Dan- mörku hins vegar hefur aukist eink- um á ámnum 1967—1976. Hann notar þetta til að halda þvi fram að milliölið í Svíþjóð (sem innihélt 4,5% vínanda að rúmmáli) hafi ekki haft áhrif á þennan mun. Það er auðvitað alrangt. Þvert á móti sýna tölumar sem línuritið byggir á að auking á bilinu milli lslands og Noregs og Danmerkur stafar líka af aukningu á neyslu áfengs öls, en það kom ekki í veg fyrir aukn- ingu á öðra áfengi jafnframt á tíma- bilinu. Það hentaði hins vegar ekki að taka Finnland með á myndina, þar sem þetta kemur þó alskýrast fram. TAFLA 1 Hlutfall fullorðinna, sem eru dryklgusjúkir á ákveðnum tíma, og heildarneysla áfengis á íbúa á sama ári í þremur löndum. Drykkjusjúkir Heildameysla % lítrar á íbúa Bandaríkin 6,5-8 8,3 Svíþjóð 3,1 5,6 ísland 1,8 3,2 Meiri heildarneysla — meiri skaði Tæpur fimmtungur íslenskra lækna sem vilja taka áhættuna af því að lögleiða áfengt öl, telja sér til afsökunar að sambandið milli heildameyslu þjóðar og líkamlegra og félagslegra afleiðinga sé flókið. Það er þó ekki flóknara en svo að afleiðingar versna ef heildameyslan eykst. Slíkt ætti að nægja hveijum lækni til að taka ekki áhættuna í þessu efni frekar en í venjulegum læknisstörfum. Sér til afsökunar fyrir þessari furðuröksemd notuðu læknamir bandarískar dánartölur um skorpu- lifur. Þeim virðist hins vegar hafa láðst að lesa skýringar sem nefndar vora með tölunum, m.a. að tíman- legri greining og betri meðferð hefði getað stuðlað að lægri dánartölu. Hins vegar hefur þeim líklega ekki verið kunnugt um bandaríska rann- sókn (Wilson 1984) sem fjallar um sama efni, dánartölur vegna skorpulifrar 1970—1977 ogheildar- neyslu áfengis. í þessari grein kem- ur fram með tímaraðagreiningu að heildardánartala vegna skorpulifrar lækkaði um 1,5% á ári, en að áfeng- isneysla jókst um 0,7% á ári og dánartala vegna skorpulifrar tengdri áfengisnotkun jókst um 2,3% á ári. MYND 1 Það línurit sem hér er sýnt ætti að nægja til að sýna hvemig skað- inn sem kemur fram í áfengistengd- um dánarmeinum margfaldast þeg- ar heildameysla áfengis eykst. Til skýringar er rétt að taka fram að það tekur nokkur ár fyrir sumar afleiðingamar að koma í ljós. Þar af leiðandi kemur toppurinn á dán- artíðninni af völdum áfengis aðeins á eftir toppinum á heildameysl- unni, og ekki dregur úr skaðanum fyrr en nokkra eftir að heildameysl- an minnkar. Meiri heildarneysla — fleiri drykkjusjúkir Þá heldur þessi læknahópur að lítið samband sé á milli fjölda drykkjusjúkra og heildameyslu. Þetta er alrangt eins og sést á töflu sem hér fylgir með og var birt í grein minni i Morgunblaðinu þann 1. mars sl. Af henni sést greinilega að fyöldi drykkjusjúkra er mestur .þar sem heildameyslan er mest. TAFLA 1 Þorvaldur vitnar til þess að stærstur hluti drykkjusjúklinga í Belgíu séu öldrykkjumenn og heldur að það sé óvenjulegt. Sýnir þetta enn ókunnugleika hans. Drykkju- sjúklingar í hvaða landi sem er neyta fyrst og fremst þeirra teg- unda sem mest era notaðar í því landi og þar af leiðandi era drykkju- sjúklingar öl-landa fyrst og fremst öldrykkjumenn. Lokaorð Öll rök benda til þess að heildar- neysla áfengis muni aukast með tilkomu áfengs öls og e.t.v. er áætl- un Þjóðhagsstofnunar um aukning- una lágmarksáætlun. Forsendur þessarar áætlunar er að finna í Morgunblaðinu frá 8. febrúar 1985. Vegna þess skaða sem aukin áfengisneysla veldur heilbrigði þjóðarinnar ber að hafha bjór- frumvarpinu, enda gengur það í berhögg við íslenska lieilbrigðis- stefinu. Þess í stað ber að fylgja ákvæðum núgildandi áfengis- laga, hætta öllum undanbrögðum og leyfa hvorki farmönnum né ferðamönnum að taka með sér áfengt öl inn í landið. Jafnframt þarf að gera ráðstafanir tíl að draga úr núverandi heildar- neyslu áfengis, sérstaklega ölv- unardrykkjunni. Höfundur er dr. med., prófeasor í geðlækniafræði við Háskóla ís- lands og forstöðulæknir geðdeild- nr Landspítalans. „Sveitapiltsins draumur" frum- sýndur á Isafirði Ísaíírði. FRUMSÝNING Litla leikklúbbs- ins á leikritinu Sveitapiltsins draumur eftir þá Guðjón Ólafs- son og Pál Ásgeirsson sl. sunnu- dag, fékk mjög góða dóma hjá leikhúsgestum. Sýningin var fjörleg og skemmtileg, hlutar leikmyndarinnar nyög vel gerðir og leikstjóm I öruggum höndum Harðar Torfasonar. Verkið fjallar um ungan Hom- strending sem hleypir heimdragan- um við upphaf rokktímabilsins og fær vinnu í smjöriíkisgerð á ísafirði. Köld og miskunnarlaus veröld töff- aranna hrekur hann út á kaldan klakann og draumurinn um að verða þeim fremri er kreflandi. Endalokin vilja oft verða jafn skelfí- lega aum og hátindurinn verður glæstur. Leikarar fara yfirleitt vel með hlutverk sín. Ber þar þó sérstaklega að nefna aðalleikarann, Jakob Fal Garðarsson, sem leikur Homstrend- inginn Lúðvík, og Bjöm Garðars- son, sem leikur tónlistarkennarann. Þá er leikur Baldurs Hreinssonar, sem leikur töffarann Tanna, vel útfærður og sannfærandi. Sama má segja um leik Rósu S. Jóns- dóttur, sem fer með hlutverk Seisei- ar, samsstarfsstúlku í smjörlíkinu og vinkonu töffarans. Hlynur Þór Magnússon í hlutverki Ragúels, föð- ur Lúðvíks, sýndi að hann kann vel til verka á leiksviðinu og er áhuga- verður leikari. Hinsvegar má segja að þeir sem slógu í gegn hafi verið pönkaramir þrír sem léku smáinn- skot úr nútímanum í verkinu. Leik- ur þeirra var heilsteyptur og sam- stilltur þrátt fyrir ungan aldur leik- endanna. Það vora þau Einar Gunn- laugsson, Margrét Sverrisdóttir og Ólafur Jónasson sem léku. Það er óhætt að óska leikritahöf- undunum til hamingju með leikrit- unina þótt augljóslega eigi þeir margt ólært og Litla leikklúbbnum með að hafa bætt leikritahöfundum við félagaskrá sína. Úlfar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.