Morgunblaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.03.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1988 45 Stjómsýsluhúsið í Búðardal tekið í notkun: Kaupfélag Hvammsfjarð- ar sá um flesta verkþættína Morgunblaðið/Bene- dikt Jónsson Stjórnsýsluhú- sið í Búðardal. Fjölmenni var við formlega opnun og af- hendingu Stjórnsýslu- hússins í Búð- ardal. \ 1 u Búðardal. FORMLEG opnun og afhending stjórnsýsluhúss í Búðardal fór fram að viðstöddu fjölmenni föstudaginn 26. febrúar sl. Sveit- arstjóri Marteinn Valdimarsson bauð gesti velkomna til þessa fagnaðar og lýsti aðdraganda, undirbúningi og byggingarsögu Sýsluhússins. A fundi sýslunefndar Dalasýslu 1980, skýrði Pétur Þorsteinsson sýslumaður frá því að leigusamn- ingur um það húsnæði sem embætt- ið hafði á leigu rynni út árið eftir. Mælti sýslumaður með því að sem fyrst yrðu gerðar ráðstafanir til þess að tryggja embættinu húsnæði til frambúðar með því að byggja yfir það og aðra sameiginlega starf- semi í sýslunni. M.a. slökkvilið og lögreglu. Sýslunefnd samþykkti þessa tillögu. I október sama ár kom sýslumað- ur á fund hreppsnefndar Laxárdals- hrepps og ynnti eftir því hvort hreppsnefnd hefði áhuga á að ger- ast aðili að byggingu stjórnsýslu- húss í Búðardal. Frá því er skemmst að segja að hreppsnefnd tók mjög vel í hugmyndir sýslumanns og skipaði þá þegar tvo menn til að vinna með honum að undirbúningi framkvæmda og því að fá fleiri aðilatil samstarfs um bygginguna. Fljótlega var ljóst að eftirtaldir aðilar stæðu saman að byggingunni og er eignarhlutur þeirra sem hér segir: Ríkissjóður, eignarhluti 28,59%, séreign erum 173 m2. Búnaðarsam- band Dalamanna, eignárhluti 6,17%, séreign er um 40 m2. Verka- lýðsfélagið Valur, eignarhluti 5,14%, séreign er um 25 m2. Bruna- bótafélag íslands, eignarhluti 14,39%, séreign er um 91 m2. Bún- aðarbanki Islands, eignarhluti 3,62%, séreign er um 44 m2. Laxár- dalshreppur, eignarhluti 42,09%, séreign er um 237 m2. Þar af er héraðsbókasafn með 16,10%, sér- rými er um 100 m2, húsn. leig bygg- ingarfulltr., 7,84%, sérrými er um 39 m2, skrifstofa hreppsins 18,15%, sérrými er um 98 m2. í júlí 1983 var gengið frá samn- ingi milli dóms- og kirkjumálaráðu- neytsins og fjármálaráðuneytisins f.h. ríkissjóðs og Laxárdalshrepps um byggingu hússins. í samningn- um var gert ráð fyrir að Laxárdals- hreppur gerði samninga við aðra aðila um hlutdeild í byggingunni. Samkvæmt samningum tilnefndi hvor aðili tvo menn í byggingar- nefnd. í byggingamefnd voru til- nefndir af ráðuneyti þeir Pétur Þorsteinsson og Þorleifur Pálsson, en af Laxárdalshr. Gunnar Jónsson og Marteinn Valdimarsson, sem hefur gegnt formennsku í nefnd- inni. Aðrir aðilar að byggingunni hafa ekki óskað að eiga fulltrúa í byggingarnefnd. I fyrsta verkhlutanum bárust Ijögur tilboð. Lægsta tilboðið var frá Trésmiðju Kf. Hvammsfjarðar og var því tekið. Lítill munur var á tilboðum. Leitað var eftir því við aðila í héraði að þeir byðu í annan verkhluta. Aðeins Kf. Hvammfjarð- ar gerði tilboð í verkið, sem var því næst jafn hátt kostnaðaráætlun hönnuða. Tilboði kaupfélagsins var tekið. í þriðja verkhlutann bárust fjög- ur tilboð. Samþykkt var að taka tilboði Kf. Hvammsfjarðar þótt ann- að tilboð hafi verið lægra, sem nam nær 3% enda höfðu hreppsn. Laxár- dalshrepps og Verkalýðsfélagið Valur, sem eru meðal eigenda húss- ins, ásamt öðrum éindregið mælt með því. Kaupfélag Hvammsfjarðar hefur því verið aðalverktaki við alla verk- hluta hússins og unnið nánast alla smíðavinnu. Einnig hafa nokkrir undirverktakar verið heimamenn. Rafverktakamir Kristjón Sigurðs- son og Einar Stefánsson og Tak (sf.) sem annaðist jarðvegsvinnu og lagningu holræsa. Tiltölulega lítill hluti verksins hefur verið unninn af utanhéraðsmönnum. Fyrsta skóflustungan að húsinu var tekin 12. ágúst 1983 af Frið- jóni Þórðarsyni fv. ráðherra. Bygg- ingarframkvæmdir hófust nokkrum dögum síðar og hafa staðið yfir með litlum hléum þar til í lok sl. árs, og hafa því tekið á fimmta ár. Eftir er að ganga frá lóð en að því er stefnt að sú vinna fari fram næsta sumar. Þá verða Iiðin 5 ár frá því að framkvæmdir hófust. Þetta er alllangur byggingartími en ef til vill ekki óvenjulegur hér á landi. Mestu hefur ráðið takmarkað fé á hverjum tíma. Hönnun var unnin af eftirtöldum: Húsið teiknaði Gylfi Guðjónsson, arkitekt. Hönnun burðarþols og lagna var unnin af Rúnari G. Sig- marssyni hjá Hönnun hf. Jafnframt var hann byggingarnefnd mjög inn- an handar við áætlanagerð og út- reikning á skiptingu kostnaðar milli eigenda. Hönnun raflagna var unn- in af Jóni Otta Sigurðssyni hjá Rafhönnun hf. Eftirlit með verkinu hafa haft Jóhannes Ingibjartsson, áður hjá Verkfræði- og teiknistofunni sf., nú VT-Teiknistofunni hf., og Gunn- ar Jónsson. Húsið er reist á steyptum kjall- ara. Loftplötur eru steyptar og bornar uppi af steyptum súlum og kjörnum, sem í eru stigagangar, salerni og eldtraustar geymslur. Ut- og innveggir eru að öðru leyti úr timbri. Við hönnun hússins var mikil áhersla lögð á góða einangr- un. Húsið er alls 1.017 fermetrar og 3.386 rúmmetrar að stærð. Bygg- ingarkostnaður á verðlagi hvers tíma er kominn í 29,8 milljónir króna. Reiknaður á verðlagi í jan- úar 45,4 milljónir króna. I húsnæði ríkissjóðs er skrifstofa sýslumanns, aðstaða lögreglu og fangaklefar í kjallara til bráða- birgða. Verkalýðsfélagið á tvær skrifstofur og leigir aðra til Dala- blaðsins. I húsnæði Búnaðarsam- bandsins hefur héraðsráðunautur skrifstofu. í húsnæði Brunabótafé- lagsins hefur umboðsmaður skrif- stofu og væntanlega mun hluti af húsnæði félagsins leigður undir aðra starfsemi. Búnaðarbankinn á geymsluhúsnæði í kjallara. I hús- næði Laxárdalshrepps verður hér- aðsbókasafn á 1. hæð. Á 2. hæð eru skrifstofur hreppsins, skrifstofa byggingarfulltrúa Dala-, Stranda- og Austur-Barðastrandasýslu og skrifstofa atvinnumálafulltrúa Dalasýslu, sem er nýtt embætti á vegum Byggðastofnunar. Ennfrem- ur standa vonir til að Innheimtu- stofnun Vesturlands eða hluti henn- ar verði hér til húsa. Hlutverk hússins mun vaxa verði af sameiningu sveitarfélaga í Dala- sýslu í framhaldi af viðræðum sem staðið hafa yfír á annað ár. Eftir lýsingu sveitarstjóra sem einnig var formaður bygginga- nefndar bauð hann gestum að njóta veitinga sem boðið var upp á og óskaði sýslubúum og eigendum til hamingju með þetta glæsilega hús. Þá tók til máls dómsmálaráð- herra Jón Sigurðsson og lét í ljós ánægju sína með húsið og þakkaði Þorleifi Pálssyni og Pétri Þorsteins- syni sýslumanni ánægjulegt sam- starf. Hann bar fram þakkir til sýslumannshjóna fyrir gæfuríkt starf í héraðinu og samstarf, hann minntist á Þorstein Þorsteinsson fv. sýslumann Dalamanna og vitnaði ennfremur í ljóð Jóhannesar frá Kötlum „Þegar landið fær mál“ og bað menn að slá skjaldborg um réttlætið. Að endingu bar hann fram þakkir og óskir um bjarta framtíð héraðinu til handa. Þá tók til máls Ingi R. Helgason forstjóri Brunabótafélags Islands. Hann lýsti ánægju sinni yfir því að vera viðstaddur og óskaði byggðar- laginu til hamingju með húsið sem er í senn glæsilegt og öll aðstaða hin besta til handa þeim sem í þessu húsi eiga að starfa og ennfremur hver staðarprýði byggðarlagsins húsið er og þakkaði þeim sem unn- ið hafa að verkinu og byggt upp þetta hús, og sagði að þeir hjá Brunabót væru stoltir af því að eiga hér hlut að máli. Umboðsmaður Brunabótafélagsins í Dölum er Melkorka Benediktsdóttir og er hún fimmti umboðsmaður félagsins frá 1932, en þá var fyrsta umboð hér- í Dölum. Aðrir sem tóku til máls og fluttu kveðjur og árnaðaróskir voru al- þingismennimir Alexander Stefáns- son og Friðjón Þórðarson og Pétur Þorsteinsson sýslumaður og sagði hann m.a.: „Vissulega er ánægjulegt að vera hér kominn með ykkur af því tilefni sem kynnt hefur verið. Þótt sögu- frægir atburðir hafi gerst í Dala- sýslu þá hlýtur sú stund, sem við heimamenn deilum hér með að- komnum, verða okkur minnisstæð og hvetja okkur til að halda þeirri stefnu sem mótað hefur hér í byggð margháttaða uppbyggingu, undan- farin allmörg ár. Af þessu tilefni vil ég ítreka þakkir til þeirra félagsheilda, sem hér hafa um fjallað, þá fremst til hæstvirts dómsmálaráðuneytis fyrir þess hlut og það samstarf, sem gerði mögulegt það átak sem við nú fögnum. Verður þá naumast komist hja því að nefna nafn Þorleifs Pálsson- ar, sem hefur frá upphafi átt sæti í bygginganefnd. Hús þetta ber vott um myndarskap og félags- þroska og styður enn þá grundvall- arskoðun og sjónarmið okkar litlu þjóðar og þegna, að fáir þurfa ekki að vera smáir. Okkur öllum óska ég til hamingju með húsið. Fyrir hönd byggingamefndar og sýslubúa þakka ég öllum gestum sem hingað komu. Við vonum þó að enn sé tóm til að dvelja hér um stundarsakir og njóta þess sem fram er reitt og hyggja betur að húsakosti." „ . .. — Knstjana Snjómokstur við félagsheimilið á Neskaupstað. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal N eskaupstaður: Mikill kostnaður við snjómokstur Neskaupstað. HÉR SETTI niður talsvert mikinn Segja má að snjómoksturstæki snjó í janúar og fyrripart febrúar, þann mesta frá því veturinn 1974 til 1975. Þessi mikli siyór hefur valdið Norðfirðingum talsverðum óþægindum í sambandi við umferð innanbæjar og hafa samgöngur til og frá firðinum einnig verið ansi stopular. hafí verið að störfum innanbæjar hvern dag janúarmánaðar, enda er kostnaður bæjarfélagsins við snjó- mokstur, þegar einn og hálfur mán- uður var liðinn af árinu, orðinn tvö- falt meiri en allt árið 1987, en það ár nam hann um 300 þúsund krón- um. Tolli sýnir á Sauð- árkróki ÞORLÁKUR Kristinsson, Tolli, opnar málverkasýningu í Safnahúsinu á Sauðárkróki þann 12. mars nk. Þorlákur hefur lagt rækt við að sýna verk sín úti á lands- byggðinni og var hans fyrsta sýn- ing úti á landi einmitt á Sauðár- króki fyrir rúmum þremur árum. Þetta er því í annað sinn sem hann sýnir verk sín þar. Á sýningunni verða um 25 olíu- málverk sem máluð eru á undan- Þorlákur Kristinsson, Tolli, við verk sín. Morgunbiaðið/Ámi sæberg fömum þremur árum. Sýningin 13. mars kl. 14 til 21, 17., 18. verður opin sem hér segir: Laug- og 19. mars kl. 16 til 21 og 20. ardaginn 12. mars kl. 16 til 21, mars kl. 14 til 21.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.