Morgunblaðið - 19.03.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.03.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1988 3toncg«ttM«&a> í dag Morgunblaðlð/Ólafur K. Magnússon Ökumaðurinn borinn á brott eftir að hafa ekið bifreið sinni út af til að forðast árekstur. Ók út af til að forðast árekstur ÖKUMAÐUR lanjjferðabifreið- ar sá þann kostinn vænstan að aka út af veginum, þegar hann sá að bifreið, sem á móti kom, myndi annars lenda framan á bifreið hans. Hann meiddist lítillega við útafkeyrsluna. Öhappið varð um kl. 14 í gær, á Vesturlandsvegi, fýrir ofan Korpúlfsataði. ökumaðurinn gerði sér skyndilega grein fyrir, að bif- reið sem á móti kom færðist yfír á hans vegarhelming. Þar sem árekstur var fyrirsjáanlegur ók hann langferðabifreið sinni út af veginum. Bifreiðin skall utan í barð og skemmdist litillega. Öku- maðurinn, sem var einn á ferð, meiddist lítið. I klaustrinu ætla ég að vera stillt- ur og hljóður - segir Thor Vilhjálmsson rithöfundur norskir bókadagar gcsjHj JNORRÆNA HUSINU BLAO B „ÉG HEF ekki farið í ldaustur áður en hef góða von tun að geta batnað svolitið i samneyti við gott fólk sem lifir í ströng- um aga,“ sagði Thor Vilhjálms- son rithöfundur í samtali við blaðamann Morgunblaðsins en þann 25. mars fer Thor til dval- ar í klaustri í Loire-héraði ekki langt frá borginni Tourdes. Hann snýr heim um miðjan aprilmánuð. Thor er með skáld- sögu í takinu og mun einnig skrifa óperutexta með Atla Heimi Sveinssyni. Um efni skáldsögunnar sagðist hann ekki geta sagt neitt um fyrr en að aflokinni klausturdvölinni. „Ég hef haft svo óskaplega mikið að gera, það voru svo marg- ir sem vildu heyra eitthvað ofan í mig. En nú er ég kominn aftur til Parísar og geng hér um götur og horfí á mannlífíð og hugsa,“ sagði Thor. „Síðan ætla ég að fara og vera í klaustri, að vísu ekki lengi. Þar má ekki tala allan tímann en ég vona sA ég geti hitt fróða og Snæfellsnes: Blindhríð og skafrenningur Borg í Miklaholtahreppi. VONT VEÐUR var hér í gær, skafrenningur og hvöss norð- austanátt með 6-8 stiga frosti. Undanfaraa daga hefur fennt hér töluvert, sérstaklega þó í gær. Þá hlóð niður miklum snjó og var erfitt fyrir bifreiðir að halda sér á vegum vegna siyó- blindu og slæmrar færðar. Síðdegis herti á vindi og varð að hætta við að halda opnu Kerlinga- skarði. Þá hefur verið mjög þung- fært suður Mýrar, því þar er mikill skafrenningur og mikill snjór og bflar hafa átt þar í miklum erfíðleik- um. Páll Samningaviðræður í Eyjum og á Egilsstöðum: Samið um smærri atriði - launa- og vmnutímamál óleyst Jökull á Höfn boðar yfirvinnubann Tveggja daga fundi samninganefnda vinnuveitenda og Alþýðusam- bands Austurlands með ríkissáttasenýara lauk á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum um klukkan fjögur i gær. Gengið var frá samkomulagi um ýmis smærri atriði, en ósamið er enn um „stóru málin“, þar á meðal launamálin og vinnutímafyrirkomulag, en um þau tvö atriði vilja vinnuveitendur ekki semja nema fyrir allt landið í einu. Um tvöhundruð félagar í Verka- kvennafélaginu Snót í Vestmanna- eyjum mættu á fund í gær þar sem kynnt var samþykkt stjómar og trúnaðarráðs félagsins frá þvi í fyrrinótt um að fresta verkfalli ótímabundið gegn ýmsum breyting- um á samningum sem fram koma f bókun fulltrúa vinnuveitenda og verkalýðsfélaganna í Eyjum. Þar var samþykkt yfírlýsing þar sem lýst er yfír vonbrigðum með að ekki hafí verið hægt að komast lengra á þessu stigi og einnig er lýst yfír óánægju með samstöðu- leysi meðal fískvinnslufólks og að- gerðaleysi ríkisstjómarinnar hvað varðar lífskjör fískvinnslufólks. Vilborg Þoreteinsdóttir, formað- ur Snótar, sagði að í bókuninni væri að fínna atriði bæði úr samn- ingi VMSÍ við vinnuveitendur og úr kröfugerð Snótar, sem sum hefðu verið lengi á kröfulistum verkalýðshreyfíngarinnar. Fjögur atriði væru þar mikilvægust, varð- andi desemberuppbót, mat á starfs- reynslu, áunninn veikindarétt, og áunnin réttindi eftir hlé á störfum. Vilborg sagði að viðræðum yrði haldið áfram, en engin ákvörðun lægi fyrir um hvenær verkfall gæti hafíst á ný. Þórarinn V. Þórarins- son, framkvæmdastjóri VSÍ, sagði að ýmis efnisatriði úr Vestmanna- eyjabókuninni myndu líklega koma inn í viðræður annars staðar á landinu. „Það eru nokkur smærri mál, ýmis réttindamál, sem búið er að afgreiða, en það er mikið verk óunn- ið og öll stæretu málin óleyst," sagði Bjöm Grétar Sveinsson, formaður verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfn og varaforeeti Alþýðusambands Austurlands er Morgunblaðið talaði við hann eftir fund vinnuveitenda og ASA á Egilsstöðum í gær. „Það tókst að hreinsa frá tals- vert mikið af minniháttar ágrein- ingsmálum, en það liggur hins veg- ar alveg ljóst fyrir að launamálin og ágreiningsefni um vinnutíma- breytingar eru óleyst," sagði Þórar- inn V. Þórarinsson. „Þau mál verða ekki gerð upp nema gagnvart öllum í einu og mér heyrist í viðræðunum í Eyjum og á Egilsstöðum að það sé rflcur skilningur á því meðal við- semjenda okkar. Það hefur verið kostur í þessum viðræðum að kom- ast í samband við býsna stóra hópa og það er ljóst að það hefur eytt misskilningi og greitt úr ágreinings- efnum." Verkalýðsfélagið Jökull á Höfn í Homafirði hefur boðað yfírvinnu- bann frá og með laugardeginum 26. mare. „Við notuðum tækifærið þar sem svo stutt var yfír til vinnu- veitenda og sáttasemjara að af- henda þeim bréf um boðun yfír- vinnubannsins," sagði Bjöm Grétar Sveinsson, formaður Jökuls, en Þórarinn V. Þórarinsson sagði .að það væru ný vinnubrögð að leggja fram tilkynningu um stríðsaðgerðir á miðjum sáttafundi. Fundur samninganefnda Lands- sambands iðnverkafólks og Lands- sambands íslenskra verslunar- manna með vinnuveitendum á að hefjast í Garðastræti klukkan tíu í dag, en honum var frestað þar sem samninganefnd vinnuveitenda tafð- ist á Egilsstöðum vegna veðure. Sjá Vestmannaeyjabókunina á bls. 35. Byggingar- vísitalan hækkaði um 1,30% VfSITALA byggingarkostnaðar hækkaði um 1,30% i mars og gild- ir vísitalan 108,7 fyrir april. Hef- ur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 14,1% siðustu 12 mánuði. Af hækkun vísitölunnar frá febr- úar til mare stafa um 0,3% af hækk- un á launakostnaði í kjölfar kjara- samninganna 26. febrúar. Um 1% stafa af verðhækkun ýmissa vöru- liða, einkum vegna gengisbreyting- arinnar 29. febrúar sl. 1«MI MORQUN8L A D S I N 9 lærða menn og lært svolítið af þeim. Ég er alltaf að læra, von- andi verð ég aldrei svo gamall að ég átti mig ekki á því að ég eigi svolítið ólært ennþá.“ Thor segist hlakka mikið tií að komast í klaustrið til að njóta góðs af. „Kona mín fer ekki með mér, það er alveg nóg að annað okkar fari í klaustur úr því að við megum ekki vera saman. Þar ætla ég að vera stilltur og hljóður og hugsa og tala við þessa fróðu karla.“ Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Mikið fjölmenni mætti á félagsfund hjá Verkakvennafélaginu Snót í gær, nær 200 konur af þeim rúm- lega 300 sem voru í verkfalli. JMðrgunblabiö BMP8 ■szrB Hann dreyinir um KÁ HkUh .vmja lefkrit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.