Morgunblaðið - 19.03.1988, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 19.03.1988, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1988 63 Marfc Lawranson ÍÞR&mR FOLK ■ MARK Lawrenson hinn sterki leikmaður Liverpool mun líklega leggja skóna á hilluna fljót- lega, vegna þrálátra meiðsla f hás- in, ef marka má fréttir enskra dag- blaða. Hann fór í aðgerð í fyrra, en meiddist svo aftur í janúar í leik gegn Arsenal. Hann fer þvf aftur í aðgerð fljótlega, sem verður sú þriðja á ferli hans sem margir telja að sé að ljúka. Þá þykir ólíklegt að hann verði með írum í Evrópu- keppninni f knattspymu sem hefst íjúní. ■ BRIAN Clough fram- kvæmdastjóri Nottingham Forest fór illa með kollega sinn Alex Ferguson sem stjómar liði Man- chester United. Þeir vildu báðir kaupa ungan og efnilegan leikmann frá Preston sem heitir Nigel Gim- son og er aðeins 18 ára. Ferguson bauð honum að æfa með Man- chester United á þriðjudag og miðvikudag. Hann mætti fyrri dag- inn, en ekki þann síðari. Þegar Ferguson fór að spyijast fyrir um hvað hefði orðið um strákinn, var honum sagt að hann væri á æfing- um með Nottingham Forest. í gær skrifaði hann svo undir samning við Nottingham fyrir 150.000 pund, en tilboð Manchester United var 50.000 pundum lægra. Alex Ferguson mun því ekki vera sér- lega hlýtt til Nottingham Forest þessa dagana. ■ GRAEME Souness hefur fengið slæma gagnrýni fyrir leik sinn með Rangers gegn Steua Bukarest í Evrópukeppni meistara- liða. Þar braut hann mjög gróflega af sér strax í upphafí leiksins og bresku blöðin köliuðu hann öllum illum nöfnum fyrir vikið. Gámn- gamir segja að Souness geti valið um tvennt: Að hætta að leika knatt- spymu eða spila í balletskóm! ■ EVRÓPUDRA UMUR Ran- gers er nú úti og þá er ekki líklegt að liðið hafi frekari not fyrir Tre- vor Francis, en hann mun hafa verið keyptur gagngert fyrir Evr- ópukeppnina. Q.P.R. hefur mikinn áhuga á að kaupa hann enda vom þeir saman hjá Birmingham Fran- cis og Jim Smith framkvæmda- aóri Q.P.R. WEST Ham keypti í gær framherjann Leroy Rosenior frá 3. deildar liðinu Fulham. Kaup- verðið var 275.000 pund og mun Rosenior leika fyrsta leik sinn með West Ham f dag gegn Watford. Það er kannski kaldhæðnislegt því að Watford hafði gert margar til- raunir til að kaupa þennan efnilega leikmann, en án árangurs. John Lyall framkvæmdastjóri West Ham hafði áður reynt að kaupa Kerry Dixon frá Chelsea og Mick Harford frá Luton, en báðir neit- uðu. ■ HOWARD Wilkinson, fram- kvæmdastjóri Sheffield Wednes- day, reynir nú að fá vamarmanninn Ian Cranson frá Ipswich til að skrifa undir samning við Sheffield Wednesday. Wilkinson bráðvantar vamarmann, eftir að Nigel Pier- son fótbrotnaði, og hefur boðið 400.000 pund f Cranson. KÖRFUKNATTLEIKUR / ÚRVALSDEILD Auðveldur sigur Njarðvíkinga Njarðvfkingar höfðu þegar tryggt sór efsta sœtið í úrvals- deildinni og þar með úrvals- deildarmeistaratitilinn fyrir þennan leik. Þeir komu samt ákveðnir til leiks greinilega staðráðnir í að hefna tapsins í UMFN-UMFG 101 - 64 íþróttahúsið f Njarðvfk, úrvalsdcildin f körfuknattleik, föstudaginn 18. mare 1988. Gangur leiksins: 2:0, 2:5, 8:7, 20:13, 33:20, 44:23, 49:27, 56:29, 68:31,64: 37, 69:42, 77:44, 88:56, 93:66, 97: 62,101:64. Stig UMFN: Teitur örlygsson 25, Valur Ingimundareon 21, Hreiðar Hreiðareson 20, Ámi Lárusson 14, FViðrik Ragnarsson 8, Sturla Örlygsson 4, Jóhann Sigurðsson 3, Ellert Magnús- son 2, Friðrik Rúnarsson 2, fsak Tóm- asson 2. Stig UMFG: Hjálmar Hallgrfmsson 15, Jón Páll Haraldsson 14, Guðmundur Bragason 12, Rúnar Ámason 5, Ejjólf- ur Guðlaugsson 6, Sveinbjöm Sigurðs- son 4, Guðlaugur Jónsson 4, Marel Guðlaugsson 2, Óli Þór Jóhannsson 2, Steinþór Helgason 1. Áhorfendur: 180. Dómarar: Ómar Scheving og Kristinn Albertsson og dæmdu ágætlega. Grindavík og sigruðu 101:64. Leikur Grindvfkinga var hins- vegar ekki uppá marga fiska og reyndust þeir Njarðvfking- um auðveld bráð að þessu sinni. Jafnræði var þó með iiðunum fyrstu mínútumar, en síðan skildu leiðir. Grindvíkingamir æt- luðu sér greinilega stóra hiuti og gggggggggg fóm strax að beita FráBimi kröftum þegár illa Biöndat gekk. Við það datt iNJarðvik botninn gjörsam- lega úr leik þeirra og Njarðvikingamir, sem hafa þó oft leikið betur, náðu upp yfirburða- stöðu fyrir leikhlé. Heldur jafnaðist leikurinn í síðari hálfleik, en úrslitin vom þegar ráðin. Þrír Grindvíking- ar urðu að fara af leikvelli með 5 villur í leiknum á móti einum Njarðvíking. Bestir í liði UMFN að þessu sinni vom þeir Teitur Örlygsson og Hreiðar Hreiðarsson. Þetta var ekki dagur Grindvíkinga, Guðmundur Bragason var þó ágæt- ur í fyrri hálfleik og Hjálmar Hall- grímsson í þeim síðari. Þá átti Jón Páll Haraldsson góða spretti. Morgunblaöið/Einar Falur TaRur Örlygsson átti mjög góðan leik f gær og var stigahæstur Njarðvfkinga. KNATTSPYRNA / ENGLAND Tekst Liverpool aðslá met Leeds? BADMINTON ÞrírDanirf undanúrslit rír Danir em komnir í und- anúrslit á Opna enska meistaramótinu í badminton. Það era Morten Frost, Ib Frede- riksen og Jens Peter Nierhof, sem kom á óvart með sigri yfir Park Sung Bae frá Suður- Koreu. Morten Frost sigraði Darren Hall frá Englandi og Ib Fredriksen sigraði landa sinn Michael Kjellsen. Fjórði maðurinn í undanúrslitum er Eddie Kumiawan frá Indó- nesíu. Flestir spá Morten Forst sigri, enda er helsti keppinautur hans, Zhao Jianhua frá Kína, úr leik. í kvennaflokki em það Kifsten Larsen frá Danmörku, Lee Yo- ung-Suk frá Suður-Kóreu og Gu Jiaming og Zheng Yuli frá Kína, sem em komnar í undan- úrslit. LEIKMENN Everton eru stað- ráðnir f að sigra Uverpool er þessir erkifóndur mœtast á morgun. Liverpool hefur nú leikið 29 leiki f röð án taps og þar með jafnað met Leedds f rá 1974. En sfðasti leikurinn, sem Liverpool þarf til að slá metið er Ifklega eins erfiður og hugs- ast getur. Við höfum leikið þrisvar gegn Liverpool á þessu ári. Við höf- um sigrað einu sinni, en tvisvar hafa úrsiitin ekki verið eftir gangi leiksins," sagði Gary Stevens, leik- maður Everton í gær. „Það er okk- ur ekkert kappsmál að sjá Liver- pool komast á spjöld sögunnar. Við emm alveg jafn góðir og þeir, en munurinn er bara að við höfum ekki átt gott ár. Þeir hafa ekki enn tapað í deildinni og allir em ömggir um að þeir taki titilinn. Áhangendur okkar geta varla farið á kránna eða i vinnuna án þess að stuðningsmenn Liver- pool hæðist að þeim. Þessi leikur er bikarúrslitaleikur okkar. Við ætlum okkur að ná í 2. sætið og við munum beijast. Þeirra aðalsmerki er vömin og ég held að við þurfum aðeins að skora eitt mark til að sigra," bætti Gary Ste- vens við og hann mun án efa leggja sig allan fram á morgun tii að stöðva Liverpool. „Sigur er ávallt númer eitt, metið er ekki svo mikið mál, heldur bara eitthvað sem manni er klappað á bakið fyrir," sagði Kenny Dalglish, framkvæmdastjóri Liverpool. Hann var ekki ánægður með að fá aðeins eitt stig gegn Derby á miðvikudag- inn: „Markmið okkar er alltaf að taka eins mörg stig og við mögu- lega getum í hveijum leik og það munum við gera." , Morgunblaðið/Þorkell Islandsmótlö f flmlslkum hófst I gær og heldur áfram I dag og á morgun. Það em 26 bestu fimleikamenn íslands sem keppa á þessU móti. Keppni hófst t gær í skylduæfíngum, en í dag verður keppt í ftjálsum æfíngum og á morgun er úrslitakeppnin á áhöldum. Á myndinni er einn keppandi t kvennaflokki t skylduæfíngum á slá. ÍÞRÚniR FOLK ■ BÚW er að ganga frá samn- ingum við John Gardner, sem er írskur atvinnumaður f golfi og mun hann þjálfa landslið íslands t golfi. Hann mun taka við liðinu f sumar og líklega halda áfram ef vel geng- ur. Hann mun koma til tslands þrisvar sinnum í sumar, en ekki hefur verið endanlega frá því geng- ið hvenær það verður. ■ WALDOF Mannheim sigraði Borussia Mönchengladbach, 1:0 f leik liðanna í v-þýsku úrvalsdeild- inni f knattspymu f gær. ■ KENNY Sansom og George Graham, framkvæmdastjóra Ars- enal hefur ekki samið vel að undan- fömu. Sansom er ekki f byijunarlið- inu f dag er Arsenal mætir New- castle. I hans stað kemur Lee Dix- on sem var keyptur fra'Stoke fyrir skömmu. Sansom mun þó leika með enska landsliðinu sem mætir Hollendingum á miðvikudaginn. ■ INGIMAR Stenmark hélt upp á 32 ára aftnæli sitt í gær. Hann hefur keppt í 15 ár f heimsbikar- keppninni og hrósað sigri á 81 móti. Flestir hafa reiknað með að hann hætti í vor, en hann sagðist vera að hugsa um að halda áfram einn vetur f viðbót og taka þátt í heimsmeistarakeppninni f Vail 4^ Kólaradó á næsta ári. „Það væri gaman að keppa í Vail, en ég er ekki búinn að ákveða mig ennþá,“ sagði kappinn um leið og hann skar sneið af risastórri afmælistertu. ■ TERRY Cooper fram- kvæmdastjóri Bristol City var rek- inn nú fyrir skömmu. Hann var sagður hafa slæm áhrif á liðið með of mörgum nýjum leikmönnum. Hann var framjcvæmdastjóri þjá Bristol City f 6 ár og átti 16 mán- uði eftir af samningi sfnum. Við starfi hans tók gamla kempan Joe Jordan sem lék lengi með Leeds, Manchester United og Sout- hampton. Hann var aðstoðarþjálf- ari Bristol City og hefur einnig leikið með liðinu annað slagið. ■ MARK Dennis leikmaður Q.P.R. hefur nú tekið út 8 leikja bann sem hann var dæmdur f vegna* §ölda brottvísanna. Hann mun leika með Q.P.R. gegn Norwich.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.