Morgunblaðið - 19.03.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.03.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1988 Norræna húsið Sinfóníu tónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Efnisskrá: Liszt, Orfeus sinfónískt ljóð Sibelíus, Fiðlukonsert, op. 47 Lutoslavsky, Sinfónía nr. 3 Einleikari: Sigrún Eðvaldsdótt- ir Stjórnandi: Zygmunt Rychert Það er svo einkennilegt með þróun hugmyndanna, að það sem vakti athygli og hrifningu í eina tíð missir oft svip sinn og sér- kenni er frá líður og sá boðskapur sem listamaðurinn vildi tjá samtíð sinni er þar með orðinn merking- ar- og áhrifalaus. Skáldleg túlkun Liszts á sögunni um Orfeus hefur trúlega ekki snert marga áheyr- endur á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands en líklegra að þeir hafi notið þess að heyra fallega hljómandi tónaleik, sem var þokkalega leikinn. Að þessu leyti stendur hin svo nefnda „hreina tónlist" betur að vígi, því þar er merkingin aðeins bundih í leik með stef og blæ- brigði og tónræn átök aðeins gædd merkingu leikrænnar til- finningatúlkunar. Fiðlukonsertinn eftir Sibelíus býr yfir tónrænni fegurð, er fléttaður úr áhrifamiklu stefjaefni, sem reynir á tækni og listamennsku flytjenda. Þessu kom Sigrún frábærlega vel til skila og er ekki ofgert í hóli að kalla hana fiðlusnilling. Þessi unga stúlka er ekki aðeins „teknisk“, heldur er leikur hennar þrunginn af fegurð og krafti, sem aðeins getur að heyra hjá miklum listamönnum. Síðasta verkið á efnisskránni var þriðja sinfónían eftir Lutoslav- sky, fimm ára gamalt verk, sem hann samdi fyrir Sinfóníuhljóm- sveitina í Chicago. Þetta er áhrif- amikið tónverk og þó það sé gert af öðru tónefni en fyrri verkin á efnisskránni, á það ótrúlega margt sameiginlegt með þeim. Þama brá fyrir alls konar stefjum, leikið var með ýmiss konar blæ- brigði, allt frá fallegum til óþægi- legra hljóða og sterkra tónrænna átaka, sem höfundurinn fléttaði saman af mikilli kunnáttu. Hljómsveitin lék verkið mjög vel undir ákveðinni stjóm pólska hljómsveitarstjórans Zugmunt Rychert. Áheyrendur fagna Sigrúnu Eðvaldsdóttur eftir frábæra frammistöðu. Kontra-tenórsöngur Sverrir Guðjónsson og Snorri Öm Snorrason komu fram á Háskóla- tónleikunum sl. miðvikudag og fluttu íslensk þjóðlög, söngva eftir Caccini og Dowland og lútulög eft- ir Besard. íslensku þjóðlögin voru Blástjaman, Móðir mín í kví, kví og Eitt sinn fór ég yfir Rín, sem Sverrir flutti mjög fallega án undir- leiks. í samspili við Snorra Öm söng Sverrir fyrst Vestros ojos, spánskt lag eftir óþekktan höfund, og Am- arilli mia bella eftir Caccini. Júlíus Caccini var einn af frumkvöðlum óperannar á Ítalíu, afburða söngv- ari, sem ásamt Jacopo Peri lagði granninn að söngtækni ítölsku söngsnillinganna á 17. öld. Bæði þessi lög söng Sverrir mjög fallega og auðheyrt að hann er í mikilli framför sem kontra-tenórsöngvari. Snorri Öm Snorrason flutti á milli söngvanna nokkur lútulög eft- ir Besard (1561—1625). Jean- Baptiste Besard (stundum ritað Besardus) var franskur lögfræðing- ur, lútuleikari og tónskáld, starfaði í Köln og Augsburg og gaf út merkileg safnrit lútuverka. Lög Besards vora falleg og vel flutt af Snorra, þó skemmtilegasta lútulag- ið væri Mascherada eftir óþekktan höfund. Lögin eftir Dowland vora In darkness let me dwell og Come again, sem era meðal frægustu laga Dowlands. Sönghæfileikar Sverris Guðjónssonar era miklir og því þarf hann að komast í læri til þeirra sem kunna þessa sérstæðu söngtækni og ekki síst hafa á valdi sínu þá tónlist sem var samin fyrir kontra- tenórsöngvara, en það era ekki aðeins endurreisnarsöngvar, heldur miklu fremur stór hluti af óperatón- list 17. og 18. aldar. Nú er verið að endurflytja þessa tónlist og reynt að nálgast sem best framgerð henn- ar og væri því ekki ónýtt að hafa á að skipa slíkum söngvara sem sjá má í Sverri Guðjónssyni ef honum tekst að bijóta undir sig þá tækni sem þarf til að skapa góðan kontra- tenórsöngvara. Iplskvkluhíllinn með mtwnileikana • 3ja dyra: Sportlegur en rúmgóöur engu að síður. • 4ra dyra: Klassískar línur — „Stórt skott“. • 5 dyra: Otrúlegt rými. • Þið finnið Sunny frá Nissan sem hentar ykkar jölskyldu. • 3 vélastærðir: 1300 cc, 1500ccog 1600 cc fjölventla. • 4ra, 5 gíra beinskipting eða sjálfskipting. • Aflstýri. • Sjálfstæð fjöðrun á hverju hjóli með tví- virkum dempurum. • Tvöfalt hemlakerfi. • 3ja ára ábyrgð Nissan Sunny - rétti fjölskyldubíllinn Verð frá kr. 455 þús. AInqvar t j I 1 Helgason hff. 45 r Sýningarsalurínn. Rauðagerði Slmi: 91 -33560 Verk eftir Messiaen á tónleikum MUSICA Nova efnir til tónleika i Norræna húsinu á morgun, sunnudag, kl. 17. Þar mun banda- ríski píanóleikarinn Fred Kam- eny leika verk Messiaens, Vingt Regards sur l’Enfant-Jésus, eða Tuttugu ásýndir Krists. Olivier Messiaen verður áttræður á þessu ári og því ákvað Musica Nova að efna til tónleika með verk- um hans. Þetta er éitt helsta verk Messiaens, en heyrist sjaldan á tón- leikum þar sem það gerir ýtrastu kröfur til flytjandans. Það er því full ástæða fyrir fólk að fjölmenna í Norræna húsið og hlýða á verk helsta núlifandi tónskálds Frakka. Fred Kameny fæddist í New York árið 1956. Að loknu BA-prófi í sögu frá Columbia háskólanum 1976 nam hann hjá Yvonne Loriod- Messiaen. Árið 1984 tók hann þátt í sumamámskeiðum í Darmstadt og hóf sama ár nám hjá Peter Serk- in. Kameny hefur unnið til alþjóð- legra verðlauna fyrir leik sinn og unnið við Groves Dictionary of Music síðan 1984. (Fréttatilkynning) Kópavogur: Taflmót æskunnar Kiwanisklúbburinn Eldey gengst fyrir Taflmóti æskunnar á morgun, sunnudag 20. mars kl. 14. Þetta er í fjórða sinn sem Tafl- mót æskunnar fer fram. Mótið er haldið í Kiwanishúsi Kópavogs, Smiðjuvegi 13a og er framkvæmd öll í höndum Taflfélags Kópavogs. Teflt verður um farandbikar. Kaffi- veitingar verða á staðnum. (Fréttatilkynning) Þrjú prests- embætti laus BISKUP íslands hefur auglýst þijú prestsembætti laus til um- sóknar og er umsóknarfrestur til 14. apríl 1988. Prestaköllin eru tvö: Fellsmúli í Rangárvallaprófastsdæmi og Ból- staðarhlíðarprestakall í Húnavatns- prófastdæmi. í Fellsmúla þjónaði sr. Hannes Guðmundsson um árabil en hann lést 23. janúar sl. Bólstaðarhlíðarprestakall í Húnavatnsprófastsdæmi hefur ver- ið prestlaust um skeið en fengið þjónustu af nágrannaprestum. Auk þess er embætti æskulýðs- fulltrúa þjóðkirkjunnar auglýst laust til umsóknar og verður ráðið í embættið frá 1. maí 1988. Sr. Guðmundur Guðmundsson, sem hefur gegnt embætti æskulýðsfull- trúa í tæp tvö ár, hefur sagt því lausu og hyggst fara til kristniboðs- starfa í Afríku á vegum Sambands íslenskra kristniboðsfélaga. ik 'í-'XÖm Wterkúrog k-/ hagkvæmur auglýsingamiöill!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.