Morgunblaðið - 19.03.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.03.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1988 47 Guðrún A. S. Sigurð ardóttir — Minning Fædd28.júlí 1897 Dáin 8. mars 1988 Löngu lífshlaupi er lokið og Guð- rún Anna Sigríður Sigurðardóttir hefur fengið hvíldina. Með henni er gengin ein mesta sómakona, sem undirritaður hefur kynnst. Það sló mig strax, þegar ég hitti Guðrúnu fyrst fyrir tæpum 17 árum, að þar fór engin venjuleg manneskja. Meitluð af lífsreynsl- unni, sem oft hafði verið sár, hafði hún dýpri skilning á lífinu og tilver- unni en almennt gerðist og þessu miðlaði hún óspart. Hún átti svo auðvelt með að fylgja tíðarandanum hveiju sinni, að þrátt fyrir háan aldur varð hún aldrei gamaldags. Það var því ávallt sama tilhlökkun- arefnið að fara til fundar við hana á Siglufirði og alla jafna fór maður andlega endumærður heim aftur. Ahugi Guðrúnar á öllu, sem við- kom hennar nánustu og þá sérstak- lega ungviðinu, var einstakur. Þau em ófá skiptin, sem hún hringdi, þegar einhver átti afmæli eða „bara til að .heyra í fólkinu". Þær era ófáar sálmabækumar, sem komu frá Siglufirði handa tilvonandi fermingarbömum. Og svo allir jóla- pakkamir. Tryggðin stóð alltaf óhögguð og hjartahlýjan streymdi frá henni. Og þá var nú gestrisnin ógleymanleg. Það var lærdómsríkt fyrir allsnægtarfólk síðustu áratuga að sækja Guðrúnu heim og sjá hvemig ekkert var til sparað, þegar gestir vora annars vegar. Sjálf borðaði hún ógjanan fyrr en flestir höfðu lokið sér af og gulltryggt þótti, að allir hefðu fengið nóg og vel það. Guðrún kom alltaf til dyranna eins og hún var klædd, enda hafði hún aldrei neitt að fela. Hún var svo hrein og bein í öllu, sem hún aðhafðist og það var gæðastimpill á hveiju því, sem hún kom nálægt. Hún stóð fastar á sínu en flestir aðrir og það gat verið á við að lyfta Grettistaki að fá hana til að skipta um skoðun. Það var sjaldnast reynt nema einu sinni. Guðrún Sigurðardóttir fæddist á Ólafsfírði, en bjó lengst af á Siglu- fírði. Hún giftist Kristjáni Ásgríms- syni skipstjóra, hinum mesta öðl- ingi. Hann lézt 1974. ^örn þeirra: Bára (látin), Ásgrímur, Ólöf, Ólafur (látinn), Sigurður (látinn), Ægir (látinn), Haukur, Guðrún og Guð- björg. Afkomendumir skipta tug- um. Miiming: Kristín Guðmunds- dóttir — Bollastöðum Fædd 13. október 1901 Dáin 10. mars 1988 Mér var mjög bragðið er mér var sagt að Kristín þessi yndislega kona væri dáin. Fyrir þremur áram ákvað ég að fara úr sveit í sveit og var þá svo heppin að ég kynntist Kristínu og öllum á Bollastöðum. Ég gleymi aldrei er ég kom fyrst þangað, ég hafði aldrei farið neitt að heiman. Þama var ég umvafín og föðmuð eins og ég hefði þekkt Kristínu og Guðjón alla mína æfí. Kristín var mjög góð kona og þakklát fyrir allt sem maður gerði fyrir hana. Hún- fræddi mig um margt og kenndi. Kristín hafði mjög gaman af að taka á móti gestum enda mjög gestrisin. Oft hafði ég gleði af Kristínu, því hún hafði svo mikla ánægju af að ferðast en fannst verst hvað hún var orðin gömul og gat lítið farið. Þau Guéjón eiga 5 böm, mörg bamaböm og bamabamaböm. Margir hafa verið í sveit á Bolla- stöðum og öll höfum við haldið tryggð við hjónin þar enda era þau svo yndisleg. Kristín og Guðjón hafa verið mér svo góð að ég á ekki orð til að lýsa því. Síðasta kvöldið mitt á íslandi fyrir mánuði síðan sagði Kristín við mig að nú væri hennar tími kominn en ég sagði henni að ekki tryði ég því, mér fyndist hún svo hress. Að lok- um kvaddi hún mig með fallegu ljóði um Holland. Söknuðurinn er sár en margur má vera feginn að deyja í góðri elli án þess að þjást. Þrátt fyrir dvínandi líkamskrafta í seinni tíð hélt Guðrún reisn sinni. Síðustu árin vora henni erfið sakir heilsubrests og lá hún langdvöium á sjúkrahúsi. Mér segist svo hugur um, að hún hafí verið hvíldinni feng- in. Ég mun minnast Guðrúnar sem einlægs vinar og það era forréttindi að hafa fengið að kynnast henni. Fyrir það þakka ég. Blessuð sé minningin um ein- staka konu. Bjarni Jónasson Elsku Guðjón og fjölskylda, ég votta ykkur mína samúð héðan frá Hollandi. Sigurborg Helgadóttir, Starmýri III, Geithellnahreppi. Minning: Guðjón Signrðs■ son frá Svæði Fæddur 9. október 1908 Dáinn 11. mars 1988 Ekki var ég nema veturgamall þegar ég fyrst fékk að dvelja sum- arlangt í Svæði og æ síðan fór megnið af vetrinum í undirbúning og tilhlökkun til komandi sumars. Keppikefli okkar var að komast norður sem fyrst, helst áður en skólaleyfí hæfíst. Á hveiju vori fylltist Svæði af bömum og bama- bömum afa og ömmu, því að hvergi var betra að vera. Kannski var húsið lítið, en hjarta þeirra afa og ömmu var stórt. Þessi sumur með afa mínum vora mér lærdómsríkari en nokkur skóli og mun ég búa að þeim meðan ég lifi. Hann kenndi mér ófá hand- tökin við hirðinguna og ekki lét hann mig sitja iðjulausan eitt andar- tak. Varla hafði ég náð yfír brún á fískkarí þegar hann tók mig með sér í flatninguna. Og þá var nú ekki stansað fyrr en allur fískur var kominn í salt. Hann afi minni kenndi mér að umgangast blessaðar skepnumar og yrkja jörðina sem honum þótt svo vænt um. Þær vora hijúfar hendumar hans afa af stöð- ugri vinnu, en fáar veit ég hlýrri og nærgætnari. Og ég væri glaður ef ég hefði aðeins brot af söngrödd- inni hans. Nú um stund er leiðinni lokið, en ég veit eins og áður að hann er ekki ijarri okkur. Afí minn stendur á hlaðinu og horfír á Qöllin speglast í sjónum. Situr svo-í eldhúsinu og hnýtir spyrður og loks eram við á heim- Ieið með síðasta heyvagninn af Brimnestúninu. Brátt mun sólin setjast bak við Upsann. Á morgun verður hann fyrstur á fætur og stendur við rúmgaflinn þegar ég vakna. Þorri t Þökkum innilega samúö og vinarhug viö andlát og útför EYJÓLFS STEFÁNSSONAR, Brunná, Dalasýslu. Guölaug Guölaugsdóttir, Stefán Eyjólfsson, Ragnhildur Hermannsdóttir, Sturlaugur Eyjólfsson, Birna Lárusdóttir, Guðlaugur Eyjólfsson, Gunnþórunn Gísladóttir og barnabörn. t Faðir okkar, ÁSGEIR Ó. MATTHÍASSON blikksmíðameistari, Hofsvallagötu 22, lést í gjörgæsludeild Borgarspítalans fimmtudaginn 17. mars. Dagmar Ásgeirsdóttir, Guðfinna Anderson, Ása Ásgeirsdóttir, Anna Ásgeirsdóttir. t MARÍA JÓNSDÓTTIR, andaðist á Elliheimilinu Grund 16. mars. .Útförin fer fram í Fossvogskapellu fimmtudaginn 24. mars kl. 13.30. Fyrir hönd vina og vandamanna, Bergur Felixson. t EYJÓLFUR BJARNASON, Laugavegi 79, lést í Borgarspítalanum aðfaranótt föstudagsins 18. mars. Fyrir hönd vandamanna, Anna Pálsdóttir. t Konan mfn, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSTRÍÐUR JÓHANNESDÓTTIR, Torfalæk, sem lést sunnudaginn 13. mars sl., verður jarðsungin frá Blöndu- óskirkju föstudaginn 25. mars kl. 14.00. Torfi Jónsson. Jóhannes Torfason, JónTorfason, Elín Sigurlaug Sigurðardóttir, Sigrföur Kristinsdóttir, og barnabörn. t Móðursystir min, ÞORGERÐUR JÓNSDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, áður Austurbrún 6, verður jarðsungin frá Áskirkju mánudaginn 21. mars kl. 13.30. Fyrir hönd aöstandenda, Ragnhildur Gfsladóttir. t JÓHANNA ÞORSTEINSDÓTTIR, Skagabraut 44, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju þriöjudaginn 22. mars kl. 14.15. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Sjúkrahús Akraness. Karl Hilmar, Elísabet Karlsdóttir, Sigurður Jóhannsson. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR GUDJÓNSDÓTTUR frá Stóru-Völlum f Landsveit. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild B-5, Borgarspítala, fyrir góða umönnun í langvarandi veikindum hennar. Jens R. Pálsson, Sigrfður Pálsdóttir, Óðinn Pálsson, - Þór Pálsson, Vallaður Pálsson, Gunnur Pálsdóttir, tengdabörn og barnabörn. Þýðrún Pálsdóttir, Ragnheiöur Pálsdóttir, Atli Pólsson, Ása Pálsdóttir, Guðrún Pálsdóttir, t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför PÁLS ÞORSTEINSSONAR bónda, Álftártungu. Anna Þóra Pálsdóttir, Svanur Pálsson, Erna Pálsdóttir, Egill Pálsson, Birgir Pálsson, Steinunn Pálsdóttir, Ásgerður Pálsdóttir, Gróa Guðmundsdóttir, Jóhann Guðmundsson, Kristfn Stefánsdóttir, Pótur Jónsson, Jónína Óskarsdóttir, Heiða Helgadóttir, Sigurður Þorsteinsson, Sturla Stefánsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.