Morgunblaðið - 23.03.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.03.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1988 23 Þátttaka íslands í vor- hátíð NATO í Norfolk eftir Ivar Guðmunds- son, Washington D.C. Það hefír verið siður undanfarin 34 ár, að deild Norður-Atlantshafs- vamarbandalagsins í Norfolk í Virginiafylki hefir gengist fyrir vor- og blómahátíð, sem kennd er við alparósina (azelia). Hátíðahöld- in fara m.a. fram með skrúðgöngu að bandarískum sið, þar sem sér- lega búnum skrautvögnum, er minna á þátttökuríki NATO, er ekið í fylkingunni. Sérlega kjörin „drottning" blómahátíðarinnar fer í fararbroddi, en eftir fylgja „prins- essur“ frá NATO-ríkjunum 15. Norfolk er aðalbækistöð Atl- antshafsfíota Bandaríkjanna og hefír það komið í hlut flotans að aðstoða við undirbúning og fram- kvæmd vorhátíðarinnar ásamt full- trúum frá NATO- löndum. Borgar- stjórinn í Norfolk og lið hans að- stoðar við hátíðarhöldin. Þátttaka íslands í þessum há- tíðarhöldum hefir ekki verið áber- andi að öðru leyti en því, að Island hefír lagt til „prinsessu", einsog önnur NATO-lönd og fulltrúar frá sendiráði íslands í Washington hafa venjulega verið viðstaddir með sendiherrann í broddi fylking- ar. Við alparósar-hátíðarhöldin, sem venjulega standa yfir í eina viku fara fram margskonar skemmtanir og leikir. I vor hefst hátíðin þriðjudaginn 19. apríl og lýkur sunnudaginn 24. íþróttakeppni, listsýningar, leik- sýningar og útiskemmtanir verða daglega á dagskránni. Aðalskrúð- gangan fer fram laugardaginn 23., en hátíðinni lýkur daginn eftir með flugsýningum. íslenskur skrautvagn kem- ur til sögunnar Það var ekki fyrr en á hátíðinni í fyrravor, að íslendingar áttu sinn eiginn skrautvagn í skrúð- göngunni. Áður hafði það fallið í hlut Bandaríkjaflotans að sjá um íslenska vagninn og var undir hælinn lagt hvemig til tókst í það og það skiptið. Þeir sjóliðar, sem skreyttu vagninn, voru ekki ávallt vel kunnugir íslandi eða íslenskum venjum og sérkennum. Þetta varð oft til þess, að íslensku prinses- sunni var ekið í vagni, sem ekkert átti skylt við né minnti á ísland eða Islendinga. íslendingafélagið tekur af skarið í fyrravor tók svo íslendingafé- lagið í Norfolk, undir forystu for- manns síns, Sesselju Siggeirsdótt- ur Seifert, að sér að láta gera vagn í líki víkingaskips, þar sem víking- ur stóð í stafni. Því miður var hjálmur hans skreyttur hrútshom- um, sem fyrst mun hafa komið í tísku í Wagner-óperum, illu heilli. Þetta tókst þó svo vel þrátt fyrir hrútshomin, að íslenska skipið hlaut önnur verðlaun hjá sýningar- nefndinni. Talið fmmlegt og við- eigandi „flot“, einsog þessir skrautvagnar í bandarískum skrúðgöngum em nefndir. Nátt- úmöflin vom ekki jafn gjafmild við landann að þessu sinni, því það var hellirigning allan daginn, jafn ofsaleg og úrkoman getur verið hvað verst á íslenskum afréttum. Segja má að það hafi verið þrek- virki af stjóm Islendingafélagsins í Norfolk að láta gera þennan vagn. Fyrst varð að fá að láni vömbíl í heila viku, en síðan kostaði það félagið um 1.200 dollara (um 40 þús. kr.) að útbúa vagninn. Leitað var til Coldwater og Iceland Sea- food til fjáröflunar. Fisksölufyrir- tækin gáfu físk, sem félagar í ís- lendingafélaginu keyptu og hressti það upp á fjárhaginn. íslendingafélagið hafði gert sér vonir um, að það væri kominn tími til, að ísland legði nú til sjálfa drottninguna á alparósarhátíð NATO. Aðeins tvö önnur NATO- lönd en ísland hafa orðið útundan við drottningarval í þau 34 ár, sem alparósarhátíðin hefír verið haldin. Það em Spánn, sem hefír verið hálfvolgur félagi í þessum félags- skap sem kunnugt er, og Tyrkland. Bandaríkin hafa lagt til drottn- ingu samtals 14 sinnum, Bretland Qóram sinnum og Þýskaland þrisv- ar sinnum. Kanada, Ítalía, Holland og Noregur þrisvar sinnum og eft- irtalin lönd einu sinni hvert: Grikk- land, Danmörk, Lúxemborg, Frakkland, Portúgal og Belgía. Ef ástæðan fyrir því, að Island hefír orðið útundan í drottningar- vali, er, að við áttum ekki nógu þokkalegt „flot“ í skrautgöngun- um, þá er sú mótbára úr sögunni. Þakka má það ötulli stjóm og for- göngu íslendingafélagsins í Nor- folk. Alparósarprinsessan í ár verður Kristín, dóttir Gunnars Guðjóns- sonar hjá Eimskip í Norfolk. Drottningin er þýsk. Þvottheldni og styrkleiki í hámarki í fjórum gijástigum • Kópal Innlmálnlngln fæst nú í fjórum gljástigum. • l\lú velur þú þann gljáa sem hentar þér best og málnlngln er tilbúln beint úr dóslnni. • IMú heyrlr það fortiðlnnl tll aö þurfa að blanda málnlnguna með herðl og öðrum gljáefnum. VELDU KÓPAL í FJÓRUM GLJASTIGUM:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.