Morgunblaðið - 23.03.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.03.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1988 r »■ - > SAGAN UM HJÓNIN SEM MINNKUÐU VIÐ SIG* Þetta er sagan um hjónin, sem seldu stóru íbúðina sína í Hlíðunum, keyptu sér minni íbúð og töluvert af Tekjubréíúm hjá Fjárfestingarfélaginu. Þetta væri svo sem ekki í frásögur færandi, ef þessar framkvæmdir hefðu ekki gjörbreytt lífi þeirra — til hins betra! En byrjum á byrjuninni. Einu sinni var... Það kannast margir við hjónin. Konan heitir Dóra Guðlaugsdóttir en maðurinn Helgi Kjartansson. Helgi var skrifstofústjóri hjá banka í Reykjavík, en Dóra sá um kaffistofúna í sparisjóðnum. Dóra og Helgi og börnin tvö bjuggu á 185 fermetra sérhæð í Hlíðunum. Það má segja að þetta hafi verið ósköp venjuleg fjölskylda, — tiltölulega ánægð með lífið og tilveruna... En svo... r Einn góðan veðurdag, fyrir um það bil ári síðan, kom Helgi heim með bækling frá Fjárfestingarfélaginu. Bæklingurinn var um Tekjubréf. í bæklingnum stóð, að með Tekjubréfúm gæti venjulegt fólk safúað sér sparifé og jafnvel lifað af vöxtunum - verið þannig á föstum tekjum hjá sjálfú sér. Helga fannst þetta vera nákvæmlega það sem þau hjónin ættu að gera, en það verður að segjast eins og er að Dóra var dálítið efins fyrst í stað. .. .tóku þau sig til Helgi tók af skarið. Hann er árinu eldri en Dóra (og töluvert frekari!). í október- mánuði 1986 seldi hann gömlu, góðu íbúðina þeirra í Hlíðunum. íbúðin fór fyrir 5.550.000 krónur, svo að segja á borðið. Hann ætlaði sér aldrei að selja Volvoinn. En kaupandi íbúðarinnar var svo spenntur fyrir honum, að hann bauð Helga 760.000 krónur, ef hann vildi láta hann. Helgi stóðst ekki mátið. Þetta var líka kostaboð fyrir lítið notaðan Volvo 240 GL 1986 árgerð á þeim tíma. Áfram í vesturbæinn... Nú var Helgi kominn í stuð. Sem gamall KR-ingur kom ekki til greina annað en að kaupa nýja íbúð í vesturbænum, nærri sundlauginni og knattspyrnunni. Aftur fékk hann að ráða. Þau Dóra keyptu sér stóra 3ja herbergja íbúð í fjölbýlishúsi skammt frá lauginni. Dóra hélt því fram að þau hefðu ekkert með bíl að gera á slíkum stað. Þá kom Dóra á óvart... Heldurðað ’ún haf ekki sagt upp vinnunni hjá sparisjóðnum. Ekki nóg með það. Hún lét innrita sig á sundnámskeið. Þær stöllumar í sundinu ætla síðan á matariistarnám- skeið hjá Elínu og Hilmari B. í Hafnarfirði í næsta mánuði. Helgi er búinn að minnka við sig vinnuna, „rýma til fýrir yngri manni,“ segir hann og glottir. Hann vinnur nú hálfan daginn. ... en Tekjubréfin sjá fyrir sínum Hjónin Dóra Guðlaugsdóttir og Helgi Kjartansson búa í fallegri íbúð í vesturbænum. Það fer vel um þau, þó að plássið sé ekki mikið. Bæði börnin eru flutt að heiman. Dóra og Helgi eru um sextugt. Þau em við hestaheilsu og njóta þess að vera til. Þau lifa nú þokkalegu lífi á lífeyrissjóðsgreiðslum, sem em 28.364 krónur á mánuði, og Tekjubréfagreiðslum, sem em nú 137.900 krónur ársfjórðungslega. Helgi fær 36.318 krónur á mánuði fyrir háift starf á skrifstofunni. Samtals em þau hjónin með 110.649 króna mánaðarlaun, tekjuskattfrjálst. P.S. Dóra er búin að panta sér Fiat Uno. „Það er svo ágætt að eiga smábíl, til þess að geta heimsótt bömin, sem búa í Mosfellsbæ." • Petta er alveg satt. Sögunni og nöfiium hcftir að vísu verið breytt - af augljósum ástæðum. FJÁRFESTINGARFÉIAGIÐ __Kringlunni 123 Reykjavík S 689700_ Morgunblaðið/Magnea Guðmundsdóttir Guðmundur Finnbogason ásamt eiginkonu sinni, Ásthildi Gunnlaugs- dóttur, og börnum að kaupa sér miða. Kristín Gunnlaugsdóttir, mágkona hans, afgreiðir hann og hlýtur það að vera góðs viti að hafa Kristínu við lottókassann, en það var hún sem keypti hinn fræga miða, sem gerði fjölskylduna rúmum 2,4 milljónum króna ríkari. Flateyri: Milljónamæringur og lottókassi um hæl Flateyri. FLATEYRINGAR eignuðust milljónamæring og um hæl kom hinn langþráði lottókassi, svo nú þurfa Flateyringar ekki lengur að keyra yfir á Isafjörð til þess að geta tekið þátt í þessum spennandi leik. Lottókassinn er staðsettur í Esso-skálanum á Flateyri og það má með sanni segja að það sé millj- ónamæringnum að þakka að lottó- kassinn kom svo skjótt, eða rúmri viku eftir að hann fékk vinninginn. Guðmundur sagðist myndi halda áfram að spila í lottóinu þó að hann teldi engar líkur á að hann fengi annan stóran vinning, en hann gerði það til þess að styrkja gott málefni. - Magnea AÐAL FUNDUR Aðalfundur Útvegsbanka íslands hf. árið 1988 verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu við Hagatorg í Reykjavík, þriðju- daginn 12. apríl 1988. Fundurinn hefst kl. 16:30. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf í samræmi við ákvæði 28. greinar samþykkta bankans. 2. Önnur mál löglega upp borin á fund- inum. Hluthafar sem vilja fá ákveðin mál borin upp á aðalfundi skulu, samkvæmt ákvæði 25. greinar samþykkta bankans, senda skriflega beiðni þar að lútandi. Hún þarf að berast bankaráði í síðasta lagi 28. mars 1988. Aðgöngumiðar að fundinum og at- kvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í aðalbanka, Austurstræti 19, 3. hæð, dagana 7., 8. og 11. apríl næstkomandi og á fundardag við innganginn. Ársreikningur bankans fyrir árið 1987, dagskrá fundarins og tillögur þær sem fyrir fundinum liggja verða hluthöfum til sýnis á framangreindum stað í aðalbanka frá 5. apríl næstkomandi. úo Utvegsbanki Islandsnf Bankaráð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.