Morgunblaðið - 23.03.1988, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 23.03.1988, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1988 59 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS iMi Mtaai a"i HVER ER MÖNURINN fl ÞESBUM TVBMÖR ÞINGMÖMJM ? RNNRR SEL*3T/ HINN EKKI Um verðlagn- íngu bílastæða í Morgunblaðinu í síðustu viku er í dálkum Velvakanda spurt hvemig borgin geti leyft sér að hækka stöðumælagjöld svo mjög sem nú hefur nýlega verið gert. Dýrasta tímaleigan er 100 kr./klst. eða 50 kr. fyrir 30 mínútur á stöðu- mæli og dýrasta mánaðarleigan 4.000 kr. á mánuði fyrir fasta leigu í bílastæðahúsi. Allir Reykvíkingar sem aka bíl þekkja þann skort á bflastæðum sem víða er farið að gæta í borg- inni. Ur þessu þarf að bæta með fjölgun bílastæða og byggingu bíla- stæðahúsa. En það er einnig mikil- vægt að nýta vel þau stæði sem fyrir hendi eru. Á það er m.a. hægt að hafa áhrif með verðlagningu. Bestu stæðin eru við stöðumæla og eðlilegt að þau séu dýrust. Skammt frá miðbænum má oftast fá ókeyp- is stæði, en þá þarf að labba smá- spotta. Oft eru laus stæði í Kola- porti, þau kosta 40 kr./klst, og á Bakkastæði kostar hálfur dagur 80 kr. Á þessum stöðum er ekki hætta á að „tíminn renni út“. Benda má viðkomandi á að á Bakkastæði er hægt að fá mánaðarleigu á 3.000 kr. og getur það hæglega verið ódýrast auk þess sem þá fæst kvitt- un fyrir þessum útlagða kostnaði ef viðkömandi er í viðskiptaerindum eins og virðist vera um bréfritarann. Ekki veit ég hvort þessar ábend- ingar koma að gagni en 'þær ættu að lýsa þeirri stefnu sem miðað er við. Með þökk fyrir birtinguna, Stefán Hermannsson, aðstoðarborgar- verkfræðingur Heimilis- kötturinn er týndur Þetta er heimiliskötturinn í Auð- arstræti 19, sem er svartur og hvítur. Hann hvarf að heiman á föstudaginn var. Hann var með rauða hálsól og merktur. Síminn á heimilinu er 16337. Þessir hringdu .. Læða fundin Kona hringdi og sagðist hafa sérkennilega læðu undir höndum. Væri hún svart/grábröndótt með hvíta fætur og kvið. Hún hefði græna ól með hálfri tunnu, þ.e.a.s. hinn helminginn vantar og nafn- miðinn því týndur og tröllum gef- inn. Læðan er í góðu yfirlæti í Goðheimum og síminn þar er 76206. Góður sótari Sigrún Stefánsdóttir hringdi og var nýbúin að sjá Litla sótar- ann hjá íslensku óperunni. „Ég fór þama með bamahóp og orð eins af yngstu kynslóðinni í lok sýningar segja allt sem segja þarf, hann sagði: „Hvenær verður þetta sýnt næst?“ Þetta er fjölskyldu- skemmtun í hæsta gæðaflokki. Horfinn leðurjakki Jóna Jónsdóttir hafði sam- band. Hún hafði verið á árshátíð sagnfræðinema í Skíðaskálanum í Hveradölum á föstudagskvöldið. Þar varð það hins vegar til að skyggja á gleðina að nýr herraleð- uijakki, svartur á lit, hvarf, ann- aðhvort í misgripum eða af ásetn- ingi og er hans nú sárt saknað. Jóna sagði að rífleg fundarlaun væri í boði fyrir skilvísa fínnendur og síminn væri 71891, eftir klukk- an 18.00. Óánægja með afgreiðslu fimleikamóts Svanhildur Gísladóttir í Vest- mannaeyjum hringdi og var tölu- vert niðri fyrir. Hún sagðist afar óhress með afgreiðslu Bjama Fel- ixsonar íþróttafréttamanns Sjón- varpsins á meistaramóti íslands í fímleikum um sfðustu helgi. „Þessa þáttar var beðið með mik'- illi eftirvæntingu á landsbyggð- inni, en svo urðu vonbrigðin mik- il. Bæði var lítið sýnt og svo illa sagt frá og þar bar mest á hlut- drægni viðmælanda Bjama, fyrr- verandi fimleikakonu sem starfar nú sem flugfreyja. Saman gátu þau ekki fjallað um mótið svo gagn væri af, þvert á móti og gekk svo langt að gert var lítið úr sumu af okkar besta fímleika- fólki. Ég er formaður Fimleikadeildar ÍBV og em innan vébanda þess 100 iðkendur. Allir em á einu máli um þetta og hef»ég heyrt óánægjuraddir víðar. Ekki skil ég hvers vegna Bjami Felixson valdi sér þessa stúlku sér til fulltingis og sinnir því ekki að nóg ér til af fólki með alþjóðleg dómararétt- indi og enn fleiri hafa þekkingu á fímleikastiganum, mómentum og gráðum. Með þökk fyrir birtinguna. NYR VALKOSTUR VANDLATRA NORÐURSALUR HÓTEL ÍSLANDS Opið í kvöld Breskci hljómsveitin slcemmtir. SIMI.678111 MiðaverA kr. 400,- Hámarksþœgindi fyrir íágmarksverð. Hann er loksins kominn stóllinn sem sameinar þessa ivo kosti. Pessi stóll styður vel við bakið og gœtir þess að þú sitjir rétt. Hann er með létlri hœðastillingu, veltanlegu baki og fimm arma öryggisfœti. g^vpetta er gœðastóll á góðu verði. 'xjíiy Þetta er góð fermingargjöf. rmiuto- Hallarmúla 2 Sfmi 83211
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.