Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1988 35 inds nella remur hlutum - dum o g almenningi ans. Kom fram að ekki hefði verið gert ráð fyrir því að niðurstöður matsnefndarinnar myndi leiða til svo verulegra _ viðbótarútgjalda fyrir ríkissjóðs. í fyrri áætlunum um heild- artapið hafði einungis verið gert ráð fyrir tapi eigin Qár bankans að upp- hæð um 700 milíjónir miðað við upp- gjörsdag og 500-600 milljónum vegna yfirtöku ríkissjóðs á lífeyris- skuldbindingum starfsmanna gamla bankans. Viðskiptaráðherra sagði hins veg- ar að á móti kæmi að verðmæti hluta- bréfa ríkissjóðs og Fiskveiðasjóðs, sem ríkið á, í nýja hlutafélagsbank- anum hefði aukist en þetta hlutafé er nú að nafnverpi 964 milljónir. Ástæðumar væru í fyrsta lagi að útlánaáhætta Útvegsbankans minnkaði vemlega vegna afskrifta ótryggustu útlánanna og í annan stað væri rekstrarstaða nýja bankans að ýmsu leyti betri en annarra banka eftir að létt hefur verið af honum lífeyrisskuldbindingum sem aðrir bankar bera. Þá hafi afkoma nýja bankans verið góð þá átta mánuði sem hann starfaði á síðasta ári og framtíðarhorfur um rekstur hans taldar vænlegar. Komið hefur fram að hagnaður Útvegsbankans hf. á sl. ári er talinn vera f kringum 100 milljónir króna en aðalfundur bank- ans er hinn 12. apríl nk. Jón Sigurðsson sagði að allt þetta bæri að hafa til hliðsjónar þegar að því kæmi að bjóða hlutabréf ríkisins í Útvegsbanka íslands hf. til sölu á ný og mátti á honum skilja að hann teldi verðmæti bankans talsvert meira heldur en lagt var til grand- vallar í fyrra hlutabréfaútboðinu. Ríkið ætti því að geta fengið meira í sinn hlut heldur en þar var ráð fyrir geti og því hafi það verið rétt ákvörðun að fresta sölu bankans þar til lokauppgjörið lægi fyrir. Við- skiptaráðherra vildi þó ekki nefna neinar dagsetningar varðandi nýtt útboð á hlutafé Útvegsbanka íslands hf. f nefndinni er mat eiginíjárstöðu Útvegsbankans áttu sæti Amljótu Bjömsson, prófessor, formaður, Ragnar Hafliðason, lögg. endurskoð- andi hjá bankaeftirliti og Stefán Sva- varsson, lögg. endurskoðandi. Morgunblaöið/Bjöm Blöndal laxness styttu af hestinum Krapa jöf og tók dóttir hans, Sigríður lönd föður sins sem ekki gat verið Vígreifir þremenningar í Tóbaksvarnamefnd, með hluta þeirra veggspjalda sem veður dreift í tilefni Reyklauss dags, f.v.: Þorsteinn Blöndal, Hjartavernd, Ánu Johnsen formaður og Þorvarður Örnólfs- son, formaður Krabbameinsfélags Reykjavíkur. Reyklaus dagur í nánd ALÞJÓÐA heilbrigðisdagurinn, fimmtudagurinn 7. apríl næstkom- andi verður haldinn hátíðlegur sem Reyklaus dagur. Sendur verður pakki með veggspjöldum og ávörpum heilbrigðisráðherra og fram- kvæmdastjóra Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar á þúsundir vinnustaða, skóla og heilsugæslustöðvar. Ennfremur verður í tilefni dagsins, dregið i vísna- og slagorðasamkeppni, dreginn út reyklaus 9. bekkur og kynnt aðstoð við þá sem vilja hætta að reykja. Á fundi sem Tóbaksvamarráð efndi til, kom fram að tilgangurinn með honum sé fyrst og fremst að gefa mönnum sameiginlegt tilefni og tækifæri á að hvíla sig á tóbaki og tóbaksreyk. í könnun sem Hag- vangur gerði fyrir Tóbaksvamar- nefnd í fyrra kemur fram að mikill meirihluti aðspurðra taldi gagn vera að slíkum degi. Krabbameinsfélag Reykjavíkur, í samvinnu við BSI og HSÍ hafa ákveðið að verðlauna einn reyk- lausan 9. bekk með bekkjarferð í Þórsmörk og verður hún dregin út í beinni útsendingu á Rás 2. Auk þess fær hver reyklaus 9. bekkur einn vikufrímiða með BSÍ. Þá efndi Tóbaksvamamefndar til samkeppni um vísur eða texta sem mætti nota sem slagorð. Þrenn verðlaun verða veitt, 50.000 kr., 30.000 og 20.000. Sagði Ámi Jo- hnsen, formaður nefndarinnar, að vísunum rigndi inn en skilafrestur er nú um helgina. Þetta er fjórði Reyklausi dagur- inn sem haldinn verður hérlendis en að honum standa að opinberri hálfu Heilbrigðisráðuneytið, Land- læknisembættið og Tóbaksvamar- nefnd. Þá má nefna Krabbameins- félag Reylgavíkur, sem kynnir að- stoð við þá sem vilja hætta að reykja í veitingahúsinu Lækjar- brekku og verður auk þess með fyrirlestra á sama stað. Einnig verða fulltrúar félagsins í Kringl- unni þar sem þeir dreifa fræðslurit- um og veita upplýsingar. Á báðum stöðum verður hægt að skrá sig á biðlista á reybindindisnámskeið fé- iagsins en þau standa í 7 vikur. Auk Krabbameinsfélagsins bjóða heilsuvemdarstöðvar upp á sams konar námskeið, sem hefjast 6. aprfl. 20 félagasamtök standa að RÍS, Reyklaust ísland árið 2000. Öll aðildarfélögin munu auglýsa reyk- lausan dag 7. aprfl og hvetja félags- menn sína til að gera slíkt hið sama á vinnustöðum sínum. Frasögn utaiiríkisráðuneytisins: Viðræður fulltrúa PLX) og utanríkisráðherra MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frásögn Þórðar Ein- arssonar sendiherra íslands í Stokkhólmi af viðræðum Steingríms Hermannssonar ut- anríkisráðherra og dr. Makalofs, fulltrúa PLO i Svíþjóð. Birtist hún hér á eftir í heild. Fundur þessi fór fram í Stokk- hólmi að morgni miðvikudags 23. mars 1988. í Stokkhólmi hefur um allmörg ár verið starfrækt upplýsingaskrif- stofa PLO-samtakanna og heitir for- stöðumaður hennar dr. Makalof. Að hans ósk samþykkti utanríkisráð- herra að veita honum viðtal að morgni miðvikudags 23. þ.m. Eftir- farandi er stutt frásögn um það sem þeim fór á milli: Dr. Makalof hóf mál sitt á því að lýsa yfir ánægju sinni, f.h. PLO- samtakanna, með þá yfirlýsingu sem utanríkisráðherra íslands hefði ný- lega gefið á Alþingi. Skýrði hann jafnframt frá því að leiðtogar PLO hefðu mikinn áhuga á að hitta ráð- herrann að frekara máli, hvort sem væri I Reykjavík eða þá í Túnis þar sem PLO hefði nú aðalstöðvar sínar. Ráðherra sagði að hann hefði ekk- ert á móti því að hitta fulltrúa og framkvæmdastjóm PLO að máli, en hvenær það gæti orðið og hvar yrði að ákvarðast nánar. Eflaust væri betra að slfkur fundur ætti sér stað í Túnis fremur en í Reykjavík, a.m.k. í fyrsta sinn. Ráðherra sagðist því næst vilja taka það strax og mjög ákveðið fram, að ísland og íslensk stjómvöld for- dæmdu hvers konar hiyðjuverk, hvar sem væri og af hvers völdum sem þau væra. Slflct væri á allan hátt fordæmt af þeirra hálfu. íslendingar styðja eindregið tilverarétt ísra- elsríkis, bætti hann við, en við lítum jafnframt svo á að Palestínumenn eigi einnig fullan rétt á að ráða sínum málum sjálfir og að þeir búi yfir ákvörðunarrétti um eigin málefni til jafns við aðrar þjóðir. Hér er það þjóðarétturinn, sem á að kveða á um framgang mála, þ.e. sjálfsákvörðun- arréttur fólks og þjóða hvar sem er. Ég lít svo á, sagði ráðherra, að efna eigi til alþjóðlegrar ráðstefnu, sem leitist við að leysa deilumál ísra- elsmanna og Palestínuaraba, og semja frið þeirra á milli með þátttöku fuiltrúa, sem Palestínumenn kjósa sér sjálfír og sem njóta umboðs frá þeim. Ég segi eins og áður að ég er tilbú- inn til þess að eiga viðræður við full- trúa samtakanna. Síðan sagði ráðherra: Ég er nú að Ijúka opinberri heimsókn minni hingað til Svíþjóðar, og ég get sagt að sænski utanríkisráðherrann, Sten Andersson, og ég áttum mjög gagn- legar og vinsamlegar viðræður. Hann er nýkominn heim úr heimsókn til Mið-Austurlanda og gat skýrt mér frá áhrifum þeim, sem hann varð fyrir í þessari heimsókn og þeim við- réeðum, er hann átti við leiðtoga í ísrael, en einnig í Jórdaníu og Sýr- landi, og sömuleiðis við leiðtoga Pa- lestínuaraba. Sjálfur heimsótti ég ísrael og Jórdaníu fyrir þó nokkra, er ég var forsætisráðherra. Þá hitti ég m.a. að máli borgarsljóra Bethle- hem og áttum við mjög fróðlegar viðræður saman. Ég vil segja, bætti ráðherra við, að mér virðist sem skoðanir okkar Anderssons á þessum málum séu mjög svipaðar. Dr. Makalof sagði: Mér virðist að skoðanir yðar, ráðherra, og skoðanir þeirra samtaka, er ég fer með umboð fyrir falli í mjög svipaðan jarðveg. Við styðjum tilvera Ísraelsríkis og öryggi þess. Okkar markmið er að tryggja frið á milli þessara þjóða, og á þessum landsvæðum. Þetta eru landsvæði, er hafa verið hemumin af ísrael, sem við eram að ræða um. Ég held að lausnin hljóti að vera í því fólgin að stofnað verði sjálf- stætt ríki Palestínuaraba á Vestur- bakka Jórdanár og í Gaza. Kannski er önnur lausn í þvi fólgin að stofnuð verði tvö aðskiiin landsvæði með al- geram sjálfstjómarrétti fbúanna. Við teljum að almenn ákvæði þjóðaréttar hljóti að skipta hér mestu máli. Sérhver einstaklingur hlýtur að eiga rétt á því að eiga hlutdeild að ákvörðun um framtíð sína og hlut- Sveitarfélög ráði inn- heimtuhlut- falli útsvars . JÓHANNA Sigurðardóttir fé- Iagsmálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á lögum nr. 73/1980 um tekjustofna sveitarfélaga sem fela það í sér að sveitar- stjórnir ákveði í stað félags- málaráðherra innheimtupró- sentu útsvara og að innheimtu- og álagningarhlutföll stað- greiðslufjár séu hin sömu. Ráð- herra gerði grein fyrir þessu I ávarpi sinu við upphaf fulltrú- aráðsfundar Sambands islenskra sveitarfélaga i gær. Tii samræmis hefur félagsmála- ráðherra lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda þar sem segir meðal annars að þrátt fyrir að inn- heimtuhlutfall útsvars í stað- greiðslu sé hið sama alls staðar á landinu skuli skipting og skil bráðabirgðagreiðslu útsvars til sveitarfélaga miðast við þann hundraðshluta sem hver sveitar- stjórn hefur ákveðið. „Ég mun leggja áherslu á að þessi frumvörp verðj afgreidd sem lög frá Alþingi í vor þannig að þessar breytingar geti komið til framkvæmda á næsta ári. Það er mikilvægt að sveitarsljómir viti að hverju þær ganga í þessu efni þeg- ar farið verður að undirbúa gerð flárhagsáætlana fyrir næsta ár,“ sagði Jóhanna. I ávaipi sínu við setningu fundarins sagði félags- málaráðherra einnig að hún myndi beita sér fyrir því að breytingar á lögum um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga komi til fram- kvæmda í einum áfanga og taki gildi um næstu áramót. Fram- kvæmd fyrri hluta breytinganna var sem kunnugt frestað vegna efnahagsaðgerða rikissljómarinn- ar. skipti. Ráðherra spurði: Hvert er álit ykkar á tillögum George Shultz? Dr. Makalof svaraði: Við teljum að þar geti verið gagnlegur grand- völlur til viðræðna. Ráðherra: Hann bauð fulltrúum Palestínuaraba til viðræðna við sig, er hann var þama á ferð nýverið. Dr. Makalof: Já, en hann valdi þá sjálfur. Ráðherra: Hvað með ályktanir ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna og allsherjarþinga þeirra? Dr. Makalof: Við samþykkjum og styðjum allar ályktanir SÞ í þessu máli, og þar í felst samþykki á til- vera Ísraelsríkis. Ráðherra: Samþykkir og styður PLO hryðjuverk og álíka starfsemi? Dr. Makalof: Alls ekki. Það era auðvitað til ýmiss konar hópar hryðjuverkamanna, og annarra, bæði-f utan og jafnvel innan okkar heildar- samtaka, sem stunda slík ógnarverk. Sumir þeirra njóta stuðnings frá Líbýu, Sýrlandi, írak o.s.frv. Það er oft mjög erfítt að henda reiður á þessu. Enginn vafi er á því, að hryðjuverkamenn hafa á laun laum- ast inn í okkar samtök, en síðan við urðum að hörfa frá Líbanon höfum við verið betur vakandi gegn slíkri starfsemi, sem er algjörlega andstæð okkar stefnu og tilgangi samtakanna í heild. Ráðherra: Hveija teljið þið vera afstöðu Sovétríkjanna í raun í þessu máli? Dr. Makalof: Þau hafa ekki lýst yfir ákveðinni stefnu í þessu efni. Arafat var í Moskvu í nóvembermán- uði sl. og þá lýstu þeir yfir stuðningi sínum við friðarráðstefnu um málefni ísraels og Palestlnumanna, alþjóð- lega ráðstefnu með hlutdeild Sov- étríkjanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.