Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 25.03.1988, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1988 Éf6m FOLX ■ OSVALDO Ardiles mun leika með Blackbum Rovers í 2. deild- inni ensku til loka keppnistímabils- ins. Tottenham lánaði hann til Blackbum og þar mun hann leika við hlið félaga síns frá Tottenham, Steve Archibald. ■ BRIAN Clough, fram- kvæmdastjóri Nottingham Forest keypti í gær miðvallarleikmanninn Gary Parker frá Hull fyrir 250.000 Bnd. WATFORD seldi í gær Tre- vor Senior til Middlesbrough fyr- ir 200.000 pund. ■ CHELSEA borgaði 250.000 pund fyrir markvörð 3. deildar liðs- ins Mansfield, Kevin Hitchcock. Hann mun leika með Chelsea um helgina gegn Southampton. ■ MHLWALL keypti einnig markvörð í gær. Það var Keith Branagan frá Cambridge og borg- aði Millwall 100.000 pund fyrir hann. ■ JOHN Lyatl, framkvæmda- stjóri West ham borgaði í gær 300.000 pund fyrir bakvörðinn Jui- an Dicks frá Birmingham. Dicks ykir mjög efnilegur, en hann er aðeins 19 ára. ■ TREVOR Francis hefur skrifað undir samning við Q.P.R., en hann lék áður með Glasgov Rangers i Skotlandi. ■ HOWARD Wilkinson, fram- kvæmdastjóri Sheffield Wednes- day keypti í gær Ian Cranson frá Ipswich fyrir 450.000 pund. ■ CRYSTAL Palace keypti í gær John Pemberton frá Crewe fyrir 100.000 pund. HANDBOLTI ÍBV meistari IBV tryggði sér íslandsmeistara- titilinn í 2. deild karla í gær með sigri yfír Aftureldingu 33:12. Vestmannaeyingar höfðu mikla yfir- burði, en í leikhléi var staðan 15:5. Um miðjan síðari hálfleik varð munurinn mestur, 20 mörk, 26:6. Sigurður Friðriksson var markahæstur Vestmannaeyinga með 10 mörk og Sig- urbjöm Óskarsson skoraði 8 mörk. ^Jan BILLIARD VES-mótið VES-mót Kiwanisklúbbanna í Ægis- og Þórssvæði í knatt- borðsleik fer fram Billiardstofu Kópavogs á morgun, laugardag, kl. 9. VES-mótið er opið öllum kiwanis- mönnum í Ægis- og Þórssvæði og verður keppt í snooker. Áhugi er á að halda þetta mót árlega ef vel til tekst. Þátttaka tilkynnist til: Stefáns R. Jónssonar (43952 og vs. 44099), Sigurðar R. Péturssonar (32585 og vs. 43244) eða Guðlaugs Kristjánssonar (43840 og vs. 46777). OLYMPIULEIKARNIR Fjölmennur hópur fier til Seoul Áætlað að allt að fimmtíu manns verði í Ólympíuhópi íslands „ÞAÐ er vitað, eftir að hand- knattleiksmenn okkar unnu það frœkilega afrek að tryggja íslandi rótttil þátt- töku í Seoul, að hópurinn, sem sendur verður á ieikana, verður sá fjölmennasti, sem ferið hefur héðan til keppni á Ólympfuleikum," sagði Gísli Halldórsson, forseti Ólympíu- nefndar íslands fgœr, þegar nefndin veitti sórsamböndum lang hœsta styrk, sem nefnd- in hefur veitt. Olympíunefndin veitti styrki að upphæð 7.5 milljón kr., en áður heftir nefndin styrkt sérs- amböndin á sl. þremur árum með kr. 6.880.000 kr. vegna æfin- gaundirbúnings. „Það er einnig hlutverk ólympíunefdndarinnar að greiða alian kostnað, sem fylg- ir því að taka þátt í leikunum. Kostnaðaráætlun nefndarinnar vegna þátttöku íslands er 18.800.000 kr. ólympíunefndin reiknar með að allt að fimmtíu manns fari til Seoul. Nú er búið að hanna eina gerð af klæðnaði, sem reiknað er með að gengið verði ( inn á Ólympíuleikvanginn í Seoul og verði jafnframt hátíðarbúningur allra þátttakenda. KORFUKNATTLEIKUR / BIKARKEPPNI KR-ingar með átta stlg til Hafnarfjarðar Naumt hjá Njarðvíkingum gegn ÍR í Njarðvík KR-INGAR sigruðu Hauka í gœr, 85:77 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum bikarkeppni KKÍ. Leikurinn var í Hagaskól- anum og KR-ingar taka því með sór átta stig í síðari leikinn sem verður f Hafnarfirði eftir viku. ÆT Eg held að þetta forskot nægi okkur. KR spiíar alltaf best þegar mest liggur við,“ sagði Birg- ir Guðbjömsson, þjálfari KR, í sam- tali við Morgvnblað- LogiB. ið eftir leikinn. Eiðsson „Okkur tókst að skrifar stöðva Palmar og trufla leik þeirra og það hafði mikið að segja. Leikurinn í Hafnarfirði verður erfiðari, en við ætlum okkur að komast í úrslita- leikinn." Leikurinn var mjög jafn og liðin skiptust á að leiða í fyrri hálfleik. í leikhléi var staðan 37:30, KR í vil. KR-ingar byijuðu vel í síðari hálf- leik, en Haukar tóku við sér jöfnuðu um miðjan síðari hálfleik. KR-ingar gáfust ekki upp og náðu tíu stiga mun með góðum endaspretti. Matthías Einarsson var besti maður KR. Hann hitti vel og var mjög sterkur í vöminni og tókst að halda Pálmari Sigurðssyni niðri. Birgir Mikaelsson og Johannes Krist- bjömsson áttu einnig góðan leik. Pálmar Sigurðsson og Ivar Webster vom bestu menn í liði Hauka. Pálm- ar hitti mjög vel og ívar var hirti mörg fráköst. Tryggvi Jonsson átti einnig góðan leik. Stig KR: Birgir Mikaelsson 24, Matthias Einarsson 18, Jóhannes Kristbiömsson 17, Guðni Guðnason 12, Simon Olafsson 10, Guðmundur Jóhansson 2 og Gauti Gunnars- son 2. Stig Hauka: Ivar Webster 25, Pálmar Sig- urðsson 17, Tryggvi Jónsson 10, fvar Ás- grfmsson 9, Henning Henningsson 9, Reyn- ir Kristjánsson 2, Sveinn Steinsson 2, Skarphéðinn Eiriksson 2 og Ingimar Jóns- son 1. Jóhannes Kristbjörnsson góðan leik í gærkvöldi með KR. átti Naumt hjá NJarövfkingum Njarðvíkingar sigmðu ÍR-inga í fyrri leik liðanna í undanúr- slitum bikarkeppninar í Njarðvík í gærkvöldi 69:62. Aðeins sjö stiga IHHl munur og liðin eiga FnáBimi eftir að leika í Selja- Blöndal skólanum. i Njarðvik j fyrstu virtust heimamenn ætla að vinna auðveldan sigur, en ÍR- ingar sem börðust eins og ljón allan leik- inn gáfust aldrei upp, náðu að vinna forskot Njarðvíkinga upp og halda síðan í við þá allan leikinn. í hálf- leik var staðan 45:40 fyrir UMFN, en þegar um tvær mínútur vom til leiksloka var munurinn aðeins 3 stig, 63:60. Njarðvíkingum tókst þó að auka forskotið á síðustu m(nú- tunni. Njarðvíkingar hafa oft leikið betur en að þessu sinni og gerðu mörg mistök. Valur Ingimundarson og ísak Tómasson vom atkvæðamestir að þessu sinni, en í heild náði liðið sér ekki á strik. ÍR sem er skipað tiltölulega ungum og efnilegum leikmönnum sem áreiðanlega eiga eftir að láta að sér kveða í framtíðinni. Kappsemi þeirra er mikil og ef til vill fullmik- il á köflum sem kostuðu of mörg mistök. Stig UMFN: Valur Ingimundarson 20, ísak Tómasson 17, Hreiðar Hreiðarsson 8, Helgi Rafnsson 7, Teitur örlygsson 7, Sturla Örlygsson 5, Friðrik Rúnarsson 3 og Frið- rik Ragnarsson 2. Stig ÍR: Jón öm Guðmundsson 16, Vignir Hilmarsson 15, Karl Guðlaugsson 9, Ragn- ar Torfason 8, Bjöm Steffensen 6, Jóhann- es Sveinsson 6 og Bragi Reynisson 2. KNATTSPYRNA Jón Gunnar Bargs Valsmenn leika sýn- ingarieik í Kingston Valsmenn sigmðu 1. deildarliðið Fogot á Jamaíku í gær, 2:0. Þrjátíu stiga hiti var þegar leikurinn fór fram. Jón Gunnar Bergs skor- aði fyrra markið með skalla og hinn ungi Þórður Bogason skoraði annað markið, eftir að hafa leikið á mark- vörð Fogot. Valsmenn fara frá Montego Bay í dag og halda til höfuðborgarinnar Kingston. Þar leika þeir sýningar- leik gegn Maimi Jaws á sunnudag- inn. Eins og hefur komið fram í Morgunblaðinu, þá gerðu Valur og Jaws jafntefli, 0:0. Liðin hafa sigrað í öðmm leikjum sínum. SKIÐI / HEIMSBIKARINN Figini sigraði í heimsbikarkeppninni SPÁÐU / L/Ð/N SP/LADU MEÐ Hægt er aö spá i leikina símleiöis og greiöa fyrirmeð kreditkorti. Þessi þjónusta er veitt alla föstudaga frá kl. 9:00 til 17:00 og laugardaga frá kl. 9:00 til 13:30. Síminn er688 322 iíá ÍSLENSKAR GETRAUNIR - eini lukkupotturinn þar sem þekking margfaldar vinningslíkur. Lelklr 26. mars 1988 1 Charlton - Oxford 2 Chelsea - Southampton 3 Derby - Arsenal 4 Man. United - West Ham 5 Newcastle - Coventry 6 Norwich - Sheff. Wed. 7 Portsmouth - Q. P. R. 8 Tottenham - Nott’m Forest 9 Watford - Everton 10 Barnsley - Man. City 11 Bournemouth - Leeds 12 Plymouth - Blackburn 1 X 2 K MICHELA Figini varð þrefaldur sigurvegari íheimsbikarkeppni kvenna í alpagreinum. Síðasta heimsbikarmótið fór fram í Saalbach í Austurríki á mið- vikudaginn. Mateja Svet frá Júgóslavíu sigraði í síðasta heimsbikarmótinu, stórsvigi, og vann þar með heimsbikar- inn samanlagt í þeirri grein. Svet var með þriðja besta tímann eftir fyrri ferð, en náði langbesta tímanum ( síðari ferðinni og tryggði sér sigur. Hún hlaut samtals 87 stig og var 9 stigum á undan Catherine Quittet frá Frakkl- andi, sem náði aðeins 24. sæti á miðvikudaginn. Michela Figini sigraði í heimsbikar- keppninni samanlagt, þó svo að hún hafi ekki komist á blað í Saalbach. Hún hlaut samtals 244 stig. Brig- itte Oertii frá Sviss varð önnur með 226 stig og Anita Wachter frá Austurríki þriðja með 211 stig. Figini, sem er yngsta konan sem unnið hefur gullve'rðlaun á Ólympíuleikum, sigraði í fímm heimsbikarmótum í vetur, þremur brunmótum og tveimur mótum í Mlchela Flglnl frá Sviss varð þre- faldur sigurvegari í heimsbikarkeppni kvenna. risastórsvigi. Hún hefur alls unnið 19 mót á sex ára ferli sínum í heims- bikamum. Hún vann nú þrefalt, brun, risastórsvig og samanlagt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.