Morgunblaðið - 30.03.1988, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 30.03.1988, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1988 31 Spantax hættir starfsemi Palma, Reuter. SPÆNSKA flugfélagið Spantax lagði fyrirvaralaust niður starf- semi sína í gær vegna fjárhags- örðugleika. Spantax hefur aðal- lega stundað margs konar leigu- flug og kemur þessi ráðstöfun sér mjög illa fyrir þá 20.000 ferðamenn sem ætluðu sér að ferðast með félaginu yfir pásk- ana. Hundruð starfsmanna fyrirtæk- isins lokuðu í gær aðkeyrslunni að flugvellinum í Palma á Mallorka, þar sem Spantax hefur höfuðstöðv- ar sínar, í mótmælaskyni við þá ákvörðun stjómar fyrirtækisins að laun fyrir marsmánuð yrðu ekki greidd út. Á myndinni másjá hluta þess mikla fjölda farþega er teppt- ust í flugstöðinni í Las Palmas á Kanaríeyjum og lögðust til svefns á meðan reynt var að finna ein- hverja lausn á vandanum. Islamabad, Moskvu, Reuter. FIMM manns létust og nokkrir særðust þegar jeppabifreið full af sprengiefni sprakk á sunnudag í verslunargötu í Kabúl, höfuð- borg Afganistans. Að sögn vest- rænna stjómarerindreka voru fjórir hinna látnu sovéskir ráð- gjafar. Gennadíj Gerasímov, tals- maður sovéska utanríkisráðuneyt- isins, neitar því hins vegar að ein- hveijir hinna látnu hafi verið so- véskir. Sprengingin átti sér stað í Shahr Nau verslunarhverfínu en þar eru jafnan margir sovéskir embættis- menn og fjölskyldur þeirra á ferli. Að minnsta kosti fimm aðrar sprengjur hafa sprungið í Kabúl und- anfarna daga og orðið þremur mönn- um að bana. Vestrænu sendimenn- irnir segja að sprengjuárásir og skæruhemaður hafi færst í aukana upp á síðkastið eftir nokkurt hlé. Þeir segja að ekki sé vitað hvort skæruliðar sem beijast gegn lepp- stjóm Sovétmanna í Afganistan hafi komið sprengjunum fyrir eða hvort þar séu stríðandi fylkingar innan Kabúlstjómarinnar að verki. Gennadíj Gerasímov sagðist í gær hafa talað í síma við sendiherra Sov- étríkjanna í Kabúl. „Hann sagði mér að ekkert hefði gerst og að allir so- vésku ráðgjafamir væru vel á sig komnir,“ sagði Gerasímov. „Sam- kvæmt frásögn sendiherrans hafa einungis tvær sprengjur sprungið í Kabúl að undanfömu. Friðsamlegt er í borginni og vor í lofti." PASKATILBOO FRA LUXEMBORG Við erum með eftirfarandi bíia til leigu: Ford Fiesta, Escort, Sierra, Scorpio Luxus, Transit, Toyota, Mitshubishi. Allir okkar bílar eru nýlegir og flestir hlaðnir aukahlutum. Œ7S2 ÍSLENSKA BÍLALEIGAN Kabúl: Fimm manns far- ast í sprengjuárás Talið að sovéskir ráðgjafar hafi látist Lux Viking bílaleigan er eins og allt- af í hátíðaskapi. Þess vegna bjóðum viðöllum íslendingum páskatilboð. Kynnið ykkur okkar frábæra bílaúr- val og hið frábæra verð á næstu ferðaskrifstofu. Ath.: Allar bestu ferðaskrifstofur landsins eru með Lux Viking bíla. PACIT rITVÉL-AR REIKNIVÉLAR préntarar tölvuhúsgogn Forkosningar Demókrataflokksins: Jackson sæk- ir á Dukakis New York, Washingfton, Reuter. SPENNAN var mikil í gær fyr- ir forkosningar Demókrata- flokksins í Connecticut í gær. Búist var við því að Michael Dukakis, fylkissljóri í ná- grannafylkinu Massachussets, myndi vinna sigur yfir Jesse Jackson en hann hefur þó verið í mikilli vörn eftir stórsigur blökkumannaleiðtogans í Mic- higan síðastliðinn sunnudag. Jackson hláut 55% atkvæða í Michigan, þar sem einungis 13% íbúa em svartir, en Dukakis 28% og standa þeir nú nær jafnir í baráttunní um að verða forseta- efni Demókrataflokksins. Þeir hafa þó hvomgur náð þriðjungi þeirra 2082 kjörfulltrúa sem þarf til þess að vera ömggur um útn- efningu. Jackson hefur sótt mjög í sig veðrið eftir sigurinn í Mic- .higan og yrði það talinn sigur fyrir hann þó hann næði ekki nema öðm sæti í Connecticut. Dukakis þyrfti að vinna mikinn yfirburðarsigur til þess að endur- vinna sess sinn sem sigurstrang- Iegasti frambjóðandi demókrata. Margir innan raða Demókrata- flokksins óttast að Jackson myndi ekki takast að vinna frambjóð- anda repúblikana, ef hann hlyti útnefningu, þar sem stór hluti bandarísku þjóðarinnar sé ekki reiðubúinn að kjósa svertingja í hvíta húsið. Þeir em þó. enn hræddari um að herferð gegn Jackson myndi kljúfa flokkinn og hræða frá honum svarta kjósend- ur. Gephardt úr leik Fulltrúadeildarþingmaðurinn Richard Gephardt dró sig á mánu- daginn út úr baráttunni um útn- efningu Demókrataflokksins eftir að hafa lent í þriðja sæti í Mic- higan um helgina. Gephardt vann fyrstu forkosningar demókrata í Iowa, lenti í öðm sæti í New Hampshire og vann sigur í Suð- ur-Dakóta. Vonir hans um útnefn- ingu urðu þó að engu þegar hann lenti í fjórða sæti í flestum þeim 20 suðurríkjum sem kosið var í 8. mars síðastliðinn. Stefna Gep- hardts hefur aðallega byggst á kröfum um auknar innflutnings- hömlu og verndarstefnu. MICROSOFT HUGBÚNAÐUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.