Morgunblaðið - 30.03.1988, Side 64

Morgunblaðið - 30.03.1988, Side 64
| 7VLHLIÐA PRENTÞJÓNUSTA I GuðjónÓLhf. 91-2 72 33 I L á tékkareikninga meÖ hávaxtakjörum SAMVINNUBANKI ÍSLANDSHF MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR. ♦ Indriði H. Þorláksson um verkfall HÍK: Ekki þörf á úr- ^skurði félagsdóms Laganefnd BHMR athugar málið INDRIÐI H. Þorláksson formaður samninganefndar ríkisins segir varla þörf á að visa til félagsdóms deilu um hvort verkfall Hins íslenska kennarafélags hafi verið samþykkt eða ekki, þar sem ljóst sé að verkfall hafi ekki verið samþykkt og það sé skoðun allra lög- fræðinga sem hann hafi rætt við. Stjórn Hins íslenska kennarafé- lags ákvað í gær að vísa þessu máli til athugunar til stjórnar og laganefndar BHMR. Páll Halldórsson formaður BHMR segir banda- lagið álíta að þarna hafi verið samþykkt að fara i verkfall. Sú niður- staða hafi verið véfengd og verið sé að skoða lagalega fleti á mál- inu en væntanlega muni einhver dómstóll skera úr um það. í allsheijaratkvæðagreiðslu HÍK um boðun verkfalls frá og með 13. ■"Sykurmol- arnir skrifa uiidirútgáfu- samning Meðlimir íslensku rokkhljóm- sveitarinnar Sykurmolarnir fóru til Lundúna á mánudag til að skrifa undir samning við banda- riska stórfyrirtækið Electra um ■M^slötuútgáfu í Bandaríkjunum. Sykurmolamir hafa vakið mikla athygli hjá hljómplötuútgefendum víða um heim í kjölfar þess að lög þeirra Birthday og Cold Sweat náðu hátt á hinn svonefnda óháða lista í Bretlandi og náðu bæði lögin auk þess hátt á lista jrfír 50 vinsælustu íög Bretlands; Cold Sweat í 23. sæti. Samningurinn við Electra, sem er undirfyrirtæki WEIA., eins stærsta tónlistarútgáfufyrirtækis í heimi, fel- ur í sér umtalsverðar íjárupphæðir, en samningurinn er til fímm ára og kveður á um að hljómsveitin sendi frá sér sex hljómplötur á þeim tíma. Ekki fengust samningsatriði gefín upp, en samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins fær hljómsveitin töluvert ^a tíundu milljón króna við undirritun samningsins og skilmáli um pró- sentugreiðslur vegna sölu væntan- legra hljómplatna eru á meðal þess besta sem þekkist í slíkum samning- um. apríl, varð tveggja atkvæða munur með verkfallsboðuninni en 60 at- kvæðaseðlar voru auðir. í lögum um samningsrétt opinberra starfs- manna segir að meirihluti þeirra sem taka þátt í atkvæðagreiðslu verði að samþykkja verkfall, og er það túlkun samninganefndar ríkis- ins að svo hafi ekki verið í þessu tilfelli þar sem þeir sem skili auðu taki jafnan þátt í atkvæðagreiðsl- unni og aðrir. Morgunblaðið bar þetta undir Kristján Thorlacius formann BSRB og Birgi Bjöm Sigurjónsson starfs- mann BHMR en þeir voru í nefnd- inni sem samdi áðurgreind lög. Kristján sagðist ekki vilja tjá sig beint um málið þar sem BSRB væri ekki aðili að því, en sagði að þetta ágreiningsefni yrði greinilega sent til dómstóla og bæri að fagna því að úr þessu fengist skorið. Birg- ir Bjöm sagði að lög tækju aldrei til allra tilvika og þama væri greini- Iega grátt svæði. Hann sagðist því telja ágætt að fá úr þessu skorið. Deila um auða atkvæðaseðla kom upp í BSRB árið 1985, þegar Kenn- arasamband íslands greiddi at- kvæði um úrsögn úr BSRB. Stjóm BSRB úrskurðaði að telja ætti auða seðla með í atkvæðagreiðslu og réði það úrslitum um að úrsögnin var ekki talin gild. Kjörstjóm úrskurð- aði aftur á móti að auð og ógild atkvæði ætti ekki að telja með og því væri úrsögnin gild. Málinu lauk með því að atkvæðagreiðslan var endurtekin. Morgunblaðið/Karl Th. Sæmundsson RA UÐMAGINN ÞYKIR LOSTÆTI Trillukarlamir við Ægissíðuna í Reykjavík eru byij- aðir að vitja um rauðmaganetin. Myndin var tekin á sunnudaginn þegar Bjöm Guðjónsson var að selja tveimur frúm rauðmaga í kvöldmatinn. Mörgum þykir rauðmaginn eitthvert mesta lostæti sem þeir fá. Bretland: Verð á freðfiski lækkað um 6 tll 8% ÍSLENZKU fisksölufyrirtækin í Bretlandi hafa lækkað verð á af- Einstætt mál fyrir Borgardómi: Notaði nafn systur sinnar við giranguna Leysti síðan út sparimerki hennar EINSTÆTT mál er nú rekið fyrir Borgardómi. Kona notaði nafn systur sinnar þegar hún giftist og eftir giftinguna tók hún út spari- merki systurinnar, nærri tvö hundruð þúsund krónur. Þetta var gert með vitund brúðgumans og svaramannanna. Nú hefur systirin, sem uppgötvaði skyndilega að hún var gift kona, höfðað mál til að fá hjúskapinn ógiltan. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins mun forsaga málsins vera sú, að konan átti um 200 ! þúsund krónur í sparimerkjum og hafði systir hennar óskað eftir að fá það fé lánað. Hún vildi hins vegar ekki lána systur sinni féð. Þá tók systirin til þess bragðs að gifta sig og notaði nafn systur sinnar, sparimerkjaeigandans, svo henni væri mögulegt að leysa út sparimerkin eftir giftinguna. Brúðguminn vissi af þessum fyr- irætlunum og svaramennimir tveir sömuleiðis, enda mun annar þeirra hafa verið aðal hvatamaður gifting- arinnar. Giftingin fór fram í lok febrúar 1986 og lagði brúðurin þá fram ýmis vottorð og plögg á nafni systur sinnar. Brúðguminn og svaramennimir notuðu sín réttu nöfn við giftinguna. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er ekki talið að presturinn hafi gert mistök með því að gifta fólkið og em ekki hafðar uppi kröfur á hend- ur honum í málinu. Þegar giftingin var afstaðin kom að því að leysa sparimerkin út og var það gert með aðstoð svara- mannanna. Þeir hlutu dóm fyrir rúmu ári í Sakadómi Reykjavíkur fyrir fölsun umboða þegar pening- amir voru leystir út. Systirin upp- götvaði síðan hvemig í pottinn var búið og hefur nú höfðað mál til að hjúskapur hennar og „eiginmanns hennar" verði ógildur með dómi. Það er af sparimerkjunum að segja, að fé það, sem leyst var út, hafði annar svaramaðurinn með sér af landi brott og er hann nú í Kaup- mannahöfn. , Málið var þingfest í Borgardómi um miðjan mars og mun Jón L. Amalds, borgardómari, dæma í því. urðum sfnum um 6 til 8%. Frá áramótum hefur verð á blokk lækkað um 10% og flökin aðeins minna. Meiri verðlækkun hefur orðið á flökurn frystum um borð í frystiskipum. Verðlækkun þessi hefur í för með sér umtalsverða lækkun gjaldeyristekna miðað við að óbreytt magn verði áfram flutt á þennan markað. Skýring lækk- unarinnar er meðal annars mikið framboð af sjófrystum flökum og hins vegar mikið framboð af ferskum fiski og minnkandi fisk- neyzla. Iceland Seafood Ltd., sölufyrir- tæki Sambandsins í Hull, lækkaði verð hjá sér fyrir helgi, en Icelandic Freezing Plants Ltd., dótturfyrirtæki SH í Grimsby, lækkaði verðið í gær. Verð á flestum sjávarafurðum fer nú lækkandi víðast um heiminn, meðal annars vegna mikils framboðs og hins, að verð á sjávarafurðum er orðið miklum mun hærra en á kjúkl- ingum, svínakjöti og nautakjöti. Því er spáð í Erkins Seafood Letter, sem gefíð er út í Bandaríkjunum, að sala sjávarafurða verði erfíð á þessu ári, samdráttur verði í sölunni og verð lækki. Ingólfur Skúlason, forstjóri IFPL í Grimsby, sagði í samtali við Morg- unblaðið, að verð á þorskblokk væri nú komið niður í 1,80 dali pundið og hefði lækkað um 10% frá áramót- um. Flakapakkningar hefðu frá sama tíma lækkað heldur minna í verði. Mikið framboð á ferskum físki hefði valdið lækkandi verði á frystum og ferskum afurðum. Birgðir væru nokkrar og menn famir að bjóða físk- inn niður hver fyrir öðrum. Nú hefði svo farið að „páskahrotan" hefði engin orðið. Fastan væri yfírleitt tími mikillar sölu, en nú hefði engrar hreyfíngar eins og fyrri ár orðið vart. „Það er útlit fyrir mjög erfítt ár,“ sagði Ingólfur. „Það stefnir í verð- lækkun á nánast öllum fiskafurðum, neyzla þeirra hefur dregizt saman, en framboð er mikið. Verð á blokk- inni gæti lækkað enn meira og fersk- fískverð fer lækkandi sömuleiðis. Hækkun pundsins gagnvart krón- unni og öðrum gjaldmiðlum hefur reyndar þau áhrif að hún vegur upp á móti verðlækkunum, en einnig að fískafurðum er fremur beint inn á þennan markað og afleiðingin verður offramboð og verðlækkun hér, en skortur á Bandaríkjamarkaði. Þar að auki hvetur hátt gengi pundsins enn frekar en ella til sölu fersks físk að heiman. Við stefnum því í aukinn útflutning á hráefni til vinnslu á er- lendri grundu, útflutning á atvinnu og skerðum möguleika okkar til verð- mætasköpunar heima fyrir. Jafn- framt skerðir aukið framboð á fersk- um fiski möguleikana á arðbærri sölu frystra afurða. Með öðrum orð- um stefnum við í það að verða fyrsta flokks bananalýðveldi," sagði Ingólf-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.