Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988 Afmæliskveðja: Páll H. Jónsson frá Laugum Páll Helgi Jónsson er fæddur að Mýri í Bárðardal, hátt til heiða, hinn 5. apríl 1908. Foreldrar hans voru hjónin Aðalbjörg Jónsdóttir og Jón Karlsson, bóndi þar og- organ- isti. Hann var undraverður maður að músíkhæfileikum og dugnaði, þótt eigi gengi hann heill til skóg- ar. Gengu af Jóni hinar ótrúlegustu sögur, og má segja, að þegar í lif- anda lífí hafí hann orðið þjóðsagna- persóna. Ekki að furða þótt af Jóni sé kominn fjöldi leiðandi söng- og músíkmanna bæði norðan heiða og sunnan. Frá sjö vikna aldri ólst Páll upp hjá alnafna sínum í Stafni í Reykjadal og konu hans Guðrúnu Tómasdóttur. Þótt ég megni ekki að skrifa um vin minn Pál H. Jónsson áttræðan eins og vert væri, langar mig samt tii að minnast hans nokkrum orðum í þakklætis- og virðingarskyni fyrir þau þó of fáu ár, sem leiðir okkur lágu saman á lífsleiðinni. Margs er að minnast, en fátt eitt verður sagt. Hvort tveggja er, að Páll H. er óvenju íjölhæfur maður, og afköst hans með ólíkindum. Um 30 ára skeið, samfleytt í blóma lífsins, var hann fastráðinn vinsæll kennari við Héraðsskólann að Laugum í Reykjadal, og svo aftur síðar stundakennari þar í átta ár, og þá einnig við Húsmæðraskólann. Bóndi var hann í sjö ár, og önnur sjö forstöðumaður Fræðsludeildar SIS, þá jafnframt ritstjóri Smvinn- eftir Ingibjörgu S. Guðmundsdóttur, Rak- el Valdimarsdóttur og Katrínu Pálsdóttur Ástæðan fyrir því að við teljum nauðsynlegt að fjalla frekar um stöðu Landakotsspítala í fjölmiðlum er að lítið hefur verið komið inn á mjög mikilvæg verðmæti — það er hagsmuni sjúklinga og starfsfólks. Sjúklingar sem hafa leitað eftir og fengið þjónustu á Landakotsspít- ala undanfarin ár og verið ánægðir með þá einstaklingsmiðuðu, per- sónulegu þjónustu sem þar er veitt geta ekki lengur gert ráð fyrir að eiga þá þjónustu vísa ef til sam- dráttar í rekstrinum kæmi. Mikil- væg tengsl sjúklinga við sjúkrahús- ið bæði við lækna og hjúkrunarfólk myndi ekki vera hægt að rækja áfram heldur þyrftu sjúklingar að leita til annarra stofnana sem væru þeim framandi. Landakotsspítali tekur sjö bráða- vaktir í mánuði. Á hverri slíkri vakt koma að jafnaði 30 sjúklingar. Stór hluti þessara sjúklinga er aldrað fólk með mikil hjúkrunarvandamál, sem annað hvort hefur verið reynt að sinna inn á heimilum af ótrú- legri þrautseigju eða það fínnst aleitt liggjandi inn á heimilum sínum ósjálfbjarga Því miður hefur hvorki verið hægt að bjóða upp á futlkomna heimahjúkrun og heimil- ishjálp eða pláss á hjúkrunarheimil- um bæði vegna skorts á starfsfólki og Qármagni. Um það bil 25% af legurými á bráðasjúkrahúsunum þremur á Stór-Reykjavíkursvæðinu er fast vegna þess að ekki er hægt að koma þessu fólki inn á öldrunar- deildir sem eru sniðnar fyrir þarfir þess. Landakotsspítali hefur mjög gott starfsfólk og ekki hafa verið miklir erfiðleikar við mönnun. Þetta er lítil stofnun og starfsfólkið tilbúið til þess að leggja mikið á sig til að unnar og samvinnustarfsmanna- blaðsins „Hlyns" meirihluta þess tíma. Þessi starfsaldur nær samtals yfir rúma hálfa öld (52 ár), og eru þá ekki tekin með í reikninginn §öl- mörg aukastörf, er Páli voru falin um lengri eða skemmri tíma. En þar með er ekki öll sagan sögð. Þetta er aðeins atvinnusaga mannsins í stórum dráttum; „brauðstritið" svokallaða. Af þeirri sögu einni saman mætti þó hver maður vera fullsæmdur. Samt veit enginn, hversu mörgum „mann- árum“ Páll hefur varið til viðbótar í ástundun fagurra lista, sjálfum sér og öðrum til yndisauka og lífsfyllingar. En staðreyndir verka hans eru til vitnisburðar um, að ekki var setið auðum höndum gagn- vart þeim verðmætum lífsins, sem hvorki mölur né ryð fær grandað. Hann er skáld, og var kirkjuorgan- isti og margfaldur söngstjóri um áratuga skeið og jafnframt og samtímis stjómarformaður heilla kórasambanda. Liggur eftir Pál óhemjumikið og fíjótt menningar- starf. Þá er hann afkastamikill rit- höfundur; hefur skrifað margar bækur, ljóðabækur, skáldsögur, meiriháttar fræðirit, leikþætti og leikrit, sem sýnd hafa-verið opin- berlega víða um land og leikin í útvarpi. Þá er Páll margverðlaunað- ur bamabókahöfundur. Sést af þessu hversu fjölhæfur og verkmik- ill listamaður hann er, og þá einkum með tilliti til þess, að hann var kom- „Ef fótur er settur fyr- ir núverandi starfsemi þá kemur það fyrst og fremst niður á öllum þeim fjölda sjúklinga sem bíða innlagna á sjúkrahús eða þurfa bráðaþjónustu." viðhalda starfseminni. Þar sem oft gengur erfíðlega að fá fólk til starfa á heilbrigðisstofnanir er starfsfólk á slíkum stofnunum mikils virði. Starf sem beinist að því að skapa og viðhalda góðum starfsanda, þróa fagmennsku, bæta starfsaðstöðu og ná upp góðri starfseiningu, er mikil- vægt og í raun mælanlegt til tekna. Ef til uppsagna starfsmanna kæmi og þyrfti síðar að ráða og þjálfa starfsmenn upp á nýtt hefði það i för með sér mikinn kostnað. Vitað er að snöggar breytingar á hefðbundinni starfsemi og stofn- un eru óæskilegar, slíkar bréytingar þurfa aðdraganda og undirbúning. AUar breytingar eiga að leiða til batnaðar og ætti að vera fagnað en ekki að vekja hræðslu. Þegar breytingar þurfa að eiga sér stað er mikilvægt að skilja undirstöðu- þætti þess kerfís sem verið er að fjalla um, stöðugleikaþætti, hvemig málum er háttað í núverandi kerfí og hvað breytingin hefur í för með sér. Við lokun einnar deildar og niður- fellingu bráðavakta er gert ráð fyr- ir rúmlega fimmtíu milljóna króna spamaði á ári. f rekstri deilda eru laun fyrir hjúkrun og aðstoð við hana auðvitað fyrirferðarmest. Launakerfi lækna við Landakots- spftala er þannig háttað að laun þeirra skerðast ef sjúklingum spítalans fækkar. Kostnaður við aðra þjónustuliði er einnig áætlað- ur. Kostnaður við hjúkrunarþjón- inn hátt á fímmtugsaldur, þegar fyrsta bók hans kom út, og lengst af síðan ekki gengið fullkomlega heill til skógar. Það má því heita með ólíkindum, hversu mikið liggur eftir hann. Af öllu þessu sést, hvílíkur menn- ingarfrömuður Páll hefur verið og hveija þýðingu hann hefúr haft fyrir samtíð sína. Snjall ræðumaður og fyrirlesari er Páll, enda verið eftirsóttur til málflutnings á fjöl- mennum samkomum við hátíðleg tækifæri og I útvarpi. Blaða- og tímaritsgreinar Páls em óteljandi og hafa jafnan vakið athygli. Snjail- ar tækifærisvísur hans hafa flogið víða um land. Páll H. Jónsson er mér að sjálf- sögðu persónulega nærstæðastur og eftirminnilegastur frá sam- starfsárum okkar á vegum sam- vinnusamtakanna. Þótt ég væri far- inn frá SÍS, þegar Páll kom þangað vorum við samt um nokkurt skeið samheijar og samstarfsmenn — hann sem forstöðumaður fræðslu- deildar Sambandsins, ég sem þá- kallaður útbreiðslustjóri Samvinnu- trygginga. Þá varð mér ljóst, hver afburða og alhliða félagsmálamað- ustuna er fyllilega útskýranlegur og viðmið um fjölda hjúkrunar- stunda áætlað á sjúkling er í fullu samræmi við viðurkennda staðla. Oft er rætt um yfírvinnu hjúkrunar- fræðinga og séð ofsjónum yfír henni. Sú yfirvinna er tilkomin vegna þess að þörfín fyrir hjúkr- unarþjónustu við sjúklinga er sífellt fyrir hendi. Oft verður þessi þörf erfið kvöð í starfí hjúkrunarfræð- inga og sjúkraliða og krefst af þeim vinnuframlags langt út fyrir það sem þeir sjálfir kysu. Þeir sjúkling- ar sem fá sjúkrahúsvist eru í flest- um tilfellum mikið veikt fólk, þar sem göngudeildarþjónusta fyrir aðra hefur aukist til muna. Rétt er að beina því til kosinna fulltrúa þjóðarinnar að vera ekki of skjótráðir t ákvörðun þess eðlis að riðla starfsemi LandakotsspítaJa fyrirvaralaust. Stjómendur stofn- unarinnar hafa leitað eftir samráði við stjómendur heilbrigðismála um það hvort þeir óski eftir samdrætti í störfum og þjónustu stofnunarinn- ar. Ávalit hefur verið óskað eftir að hún sinnti að fuliu sfnu hlut- verki. Ráðamenn verða að vinna áfram með stofnuninni að áætlun um framtíðina. Ef fótur er settur fyrir núverandi starfsemi þá kemur það fyrst og fremst niður á öllum þeim flölda sjúklinga sem bíða inn- lagna á sjúkrahús eða þurfa bráða- þjónustu. En snögg breyting sem þessi myndi einnig hafa áhrif á alla starf- semi stofnunarinnar og trúlega skaða hana þannig að dýrt yrði að byggja upp aftur. Þrátt fyrir stórar yfiriýsingar Qármálaráðherra verð- ur slfkt ógæfuspor vonandi ekki stigið heldur unnið að lausn málsins af þekkingu og skynsemi. Höfundar: Ingibjörg S. tíuð- mundsdóttir er hjúkrunnrforstjóri ogRakel VaJdimarsdóttir og Katrín Pálsdóttir bjúkmnarfram- k væmdastjórar. ur Páll var. Þekking hans, skýrleiki I hugsun og framsetningu ein- kenndi málflutning hans, og hvort tveggja var yljað af hugsjónaglóð hins upptendraða samvinnumanns og birtist þannig sem áhrifamikil mælska. Hygg ég, að sjaldan eða aldrei hafí betur verið staðið að málsvöm og sókn fyrir málstað samvinnumanna í ræðu og riti en á forstöðu- og ritstjómarárum Páls H. Jónssonar. Finnst mér nú, á þessum róstutímum í samvinnu- stjóm og starfí, skarð fyrir skildi, enda mæla nú margir, „að Guð og menn og allt sé orðið breytt og ólíkt því, sem var í fyrri daga“. Á félagsmálaferli mínum hefí ég aldrei átt ánægjulegri samstöðu og samvinnu við nokkum mann heldur en Pál. Þá fannst mér einatt „ljúft og létt hvert spor“. Skemmtinn var hann og hrókur alls fagnaðar, með hnyttiorð á vörum, 1. fl. fundarmað- ur, átti gott með að láta „taka lag- ið“, söngmaður ágætur. Ekki sízt eru mér minnisstæðir húsmæðra- fundir SÍS og kaupfélaganna í Bi- fröst sumar eftir sumar. Páll sljóm- aði þar öllu til orðs og æðis, auk þess sem hann að öðru ieyti var aðalgerandinn og hreif þessar virðulegu konur upp úr skónum. Þær elskuðu hann allar og gleyma honum aldrei; ekki sizt fyrir söng- inn, fjörugan og hressandi, sem hann laðaði þannig fram með hljóð- færaleik og eigjn hljómmikilli söng- rödd sinni, að það „leiddi á lífið fagran blæ“, svo að þeim fannst „hver dagur sem dýrleg jól". En um þetta má ég vel vitni bera. Skemmtilegur ferðafélagi var Páll, Iifandi og fjörugur, hafsjór af sögum, söngvum og Ijóðum. Eg naut oft samvistanna við hann á langleiðum í bílnum okkar. Ekki get ég látið hjá h'ða að minn- ast nú og þakka Páli ógleymanlega einkaskemmtiferð okkar, sem hann tók mig óverðskuldaðan með sér í um „fomar slóðir" I Aðaldal og Reykjadal, meðal ættingja og vina. Aldrei þessu vant slepptum við beizlinu svolítið framaf okkur á til- fallandi „stund milli stríða", og nutum áhyggjulausir unaðsstunda á mörgum bæjum. Allstaðar átti Páll vinum að mæta — einkum söngvinum frá fyrri árum — og oft og víða var lagið tekið af hjartans lyst, og ekki alltaf fyrir miðnætti. Það voru dýrlegir dagar — og heið- Margrét Soffía Björnsdóttír grafíklistamaður frá Sauðakróki hefur opnað sýningu á verkum sfnum f sýningarsal Bókasafns Akraness og stendur sýningin fram til páskadags. Á sýninguni er 52 verk sem aðallega eru unn- in á undanförnum mánuðum. Þetta er fyrsta einkasýning Mar- grétar en hún hefur áður tekið þátt í samsýningum bæði innanlands og utan. Margrét er búsett á Sauðár- króki og kennir þar myndmennt bæði við grunnskólann á staðnum svo og í Fjölbrautaskólanum. Hún nætur — í annars „nóttlausri vor- aldarveröld". Nú, á áttræðisafínæli sínu, þann 3ja í páskum, þegar Páll H. Jónsson verður áttræður og lítur yfír farinn veg, á ég von á því, að honum fínn- ist hann hafa verið gæfumaður í einkalífi sínu, þótt hann sem aðrir hafi mátt reyna, að „sorgin gleymir engum". Ungur að árum kvæntist hann unnustu sinni og jafnöldru, glæsilegri stúlku, Rannveigu Krist- jánsdóttur Jónssonar frá Fremsta- felli í Kinn, bróðurdóttur Jónasar frá Hriflu. Hún lézt árið 1966, mjög fyrir aldur fram, 58 ára gömul, eftir 38 ára farsælt og ástrikt hjónaband. Þau eignuðust fimm myndarleg böm, sem í aldursröð eru þessi: Sigríður, húsmóðir í Kópavogi, — Aðalbjörg, húsmóðir í Reykjadal — Ásdís, býr í Reykjavík — Heimir cand. mag. og Páll Þor- lákur verkstjóri, báðir í Kópavogi. Síðari kona Páls er Fanney hús- mæðrakennari Sigtryggsdóttir Hallgrímssonar frá Stóru-Reykjum í Reykjahverfi, listfeng og mikilhæf kona. Þau bjuggu sér hlýlegt og myndarlegt menningarheimili, fyrst í Holti hjá Laugum, en síðar á Húsavík. Hefur sambúð þeirra verið Páli sérstaklega mikilvæg, einkum eftir að efri árin færðust yfir og heilsu hans tók að hraka.. Kær- leiksrík umhyggja þeirra hvors fyr- ir öðru er aðdáunarverð og hrífandi. Mér þætti ekki ólíklegt, að Páll eft- ir straumskiptin miklu í lífí hans, myndi hafa viljað segja við Fann- eyju sína: „Þú komst sem engill af sjálfum Guði sendur." Eg þakka yndi margra unaðs- stunda á heimili þeirra Fanneyjar og Páls, og við Gróa kona mín sérs- taklega 3ja daga dvöl hjá þeim í sambandi við hátíðahöldin þar nyrðra í tilefni af aldarafmæli Kaupfélags Þingeyinga og sam- vinnuhreyfíngarinnar árið 1982. Sú dýrðardvöl gleymist aldrei, og ekki heldur samvinnusögulegur leikþátt- ur Páls, „ísana leysir", sem fluttur var að Laugum í hátíðarsýningu við mikla hrifníngu mikils mannfjölda. Við verðum áreiðanlega mörg, sem hugsum hlýtt til Páls H. Jóns- sonar frá Laugum á upprennandi merkisdegi hans, og þökkum hon- um heilshugar dáðríkt og óeigin- gjamt ævistarf öðrum til gleði og lífsfyllingar. Baldvin Þ. Kristjánsson stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands og síðan fram- haldsnám í Danmörku um fímm ára skeið. Margrét vinnur aðallega með þurmál og hefur þróað með sér ákveðna litameðferð. Margrét hefur ásamt fleiri aðilum opnað verkstæði á Sauðárkróki þar sem hún vinnur að list sinni þegar timi gefst. Sýningin á Akranesi er opin daglega frá kl. 16-21, nema skírdag og páskadag, en þá er opið frá kl. 14-21. Sýningin er sölusýn- ing. - JG Hagsmunir sjúklinga og starfsfólks Landakotsspítala Morgnnblaðid/Jón Gunnlaugsson Margrét Soffía Björnsdóttir vid eitt verka sinna á sýninguni á Akra- nesi. Akranes: Málverkasýning Akranesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.