Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 72
upplýsingar ^ um vörur og pjónustu. FERSKLEIKI, jggfjp' ÞEGAR MESTÁ REYNIR FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988 VERÐ I LAUSASOLU 60 KR. Dollar hef- ur lækkað en pundið ' -hækkað Á FYRSTA mánuðinum frá gengisfellingunni 29. febrúar varð engin breyting á vegnu meðaltali gengis íslensku krón- unnar samkvæmt viðskiptavog. Hins vegar hefur Bandarikjadal- ur lækkað um 1,6% gagnvart krónunni, sterlingspund hefur hækkað um 3,5%, dönsk króna lækkað um 0,6%, vestur-þýskt mark Iækkað um 0,2%, japanskt yen lækkað um 1,3% og sérstök dráttarréttindi hækkað um 0,03%. Jón Ingvarsson, stjómarfor- maður Sölumiðstöðvar hraðfrysti- - húsanna, sagði í samtali við Morg- unblaðið, að sú stund nálgaðist nú óðum að ávinningur frystingarinnar af gengisbreytingunni yrði uppur- inn vegna minnkandi tekna og hækkandi tilkostnaðar. Auk þess sem gengi Bandaríkjadals hefði lækkað gagnvart íslensku krónunni um 1,6% hefði verð á þorskblokkum og hluta af þorskflakaframleiðsl- unni, sem seld væri á Bandaríkja- markaði, lækkað um 10 sent pund- ið. Enda þótt gengi sterlingspunds- ——ins hefði hækkað gagnvart íslensku krónunni um 3,5% frá gengisfelling- unni hefði verð á frystum fiski í Bretlandi lækkað, m.a. vegna auk- ins framboðs á óunnum íslenskum fiski þar. Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson Páskaveðrið: Morgunblaðið/Bjami Eiríksson Valsmenn tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn 1. deild karla í handknattleik með sigri yfir FH, 26:23 í úrslitaleik liðanna í gær. Á stærri myndinni eig- ast þeir við Geir Sveinsson fyrirliði Vals og Héðinn Gilsson. Á innfelldu myndinni fagna sigri Júlíus Jonasson, sem var valinn maður leiksins og Þórður Sigurðsson formaður handknattleiksdeildar Vals. ÞÚSUNDIR landsmanna ferðast með innanlandsflugi Flugleiða og Arnarflugs um páskana. Samkvæmt upplýsingum flugfélaganna eru áætlaðar aukaferðir til allra viðkomustaða. Ekkert er flogið á föstu- daginn langa og páskadag en aðra daga verða miklar annir í flug- inu. Einnig hafa verið annir hjá BSÍ undanfarna daga og er áætlað að um fimm þúsund manns taki sér far með áætlunarbifreiðum um páskana. Á vegum Plugleiða er ráðgert að fara 22 ferðir í dag, skírdag. Meðtaldar eru aukaferðir til allra viðkomustaða. Á laugardag verður einnig flogið á alla viðkomustaði og á annan dag páska verða farnar 27 ferðir með Fokker-vélum félags- ins og Boeing-þotur fara þá 3 ferð- Þúsundir landsmanna á faraldsfæti um páskana ir með farþega til og frá Akureyri. Að sögn starfsfólks Flugleiða fara flestir, nú eins og jafnan, til Akur- eyrar en aukaferðir verða farnar á alla viðkomustaði. Á vegum Arnarflugs verða farn- ar áætlunar- og aukaferðir til allra áfangastaða félagsins eftir því sem bókanir kreijast og veður leyfir. Ekkert flug er á föstudag og páska- dag. Að sögn starfsfólks Arnarflugs eykst ferðamannastraumurinn jafnt og þétt dag frá degi og er ekki að sjá að þyngri straumur liggi til eins staðar en annars. Ekki er vitað til að veður hafi tálmað flugi enn sem komið er og veðurspár virðast fremur hliðhollar ferðalöngum. Örn Sigurðsson hjá BSÍ sagði miklar annir hafa verið á öllum leið- um áætlunarbifreiða undanfarið. Hann giskaði á að 5 þúsund manns ferðist með bifreiðum BSÍ um pásk- ana. Öm sagði að straumurinn lægi einkum til Akureyrar, Hornafjarð- ar, Snæfellsness og Borgarfjarðar og hefði verið efnt til aukaferða á þessa staði. Tvær rútur hefðu farið til Akureyrar daglega í dymbilviku. Engar ferðir eru frá BSÍ föstudag- inn langa og páskadag, að því und- anskildu að á páskadag fer bíll frá Homafirði til Reykjavíkur og farnar verða nokkrar ferðir á styttri leið- um. Auk þessa má reikna með fjölda ferðalanga, sem ferðast á eigin veg- um, m.a. um óbyggðir og fyrir þá er rekin sérstök tilkynningarþjón- usta. Sjá bls. 21: Ferðafólk hvatt til að láta vita um ferðir sínar. Jökull samþykkti Höfn, Hornafirði. Verkalýðsfélagið Jökull á Höfn í Hornafirði samþykkt samningana, sem undirritaðir voru á Akureyri, með 92 atkvæð- um gegn 35. Tveggja daga allsherjaratkvæða- greiðsla fór fram meðal félags- manna í Jökli eftir að samningurinn hafði verið kynntur á vinnustöðum á Höfn. Yfírvinnubann sem boðað hafði verið síðasta laugardag kom aldrei til framkvæmda, þar sem Akureyrarsamningarnir voru undir- ritaðir um miðnætti kvöldið áður. JGG ÞORSTEINN Pálsson forsætisráðherra hefur falið Byggðastofnun að gera heildarúttekt á þróun byggðar í landinu. Kannaðar verði búsetubreytingar og staða höfuðatvinnugreina á landsbyggðinni. Jafnframt hefur forsætisráðherra falið stofnuninni að semja yfirlit um opinbera þróun í þessu efni með hliðsjón af mannfjöldabreyting- um, bættum samgöngum og þjóðfélagsbreytingum. „Ég hef átt viðræður við for- stjóra Byggðastofnunar um mögu- leika á því að stofnunin geri slíka úttekt. Á mánudag fékk ég í hend- ur minnisblað um mat Byggða- stofnunar á þeim aðstæðum sem fyrir hendi eru. í framhaldi af því akvað ég að fela stofnuninni þessa viðamiklu úttekt. Það er stefnt að því að þetta verði unnið eins hratt og nokkur kostur er og verði síðan grundvöllur fyrir áframhaldandi umræður og ákvarðanir," sagði Þorsteinn Pálsson. „Það er ljóst að það er vaxandi spenna milli þétt- býlis og dreifbýlis og mjög mikil- vægt að menn fái haldgóðar upplýs- ingar um þessa stöðu til að móta framtíðarstefnu á,“ sagði forsætis- ráðherra. Meðal þess sem felast á í úttekt Byggðastofnunar er gerð heildar- yfirlits um þær fjárveitingar ríkis- sjóðs, sem með einum eða öðrum hætti er varið til byggðamála. Með gerð slíks yfírlits verði leitt í ljós hvort breyttar áherslur í þessu efni geti greitt fyrir því, að markmið ríkisstjómarinnar í byggðamálum náist. Forsætisráðherra: Vindasamt í dag og á morgun en blíða á laugar- dag og páskadag í VEÐURSPÁ páskahelgarinnar er gert ráð fyrir norðan- og norð- austanátt um land allt á skírdag og föstudaginn langa. Víðast verð- ur stinningskaldi eða allhvass vindur. Snjókoma eða él verða um norðanvert landið, en þurrt og víða bjart syðra. Hiti verður nálægt frostmarki að degi til, en næturfrost 2-6 gráður. A laugardag er búist við að veður batni. Þá og á páskadag verður hæg breytileg átt, þurrt og bjart veður um land allt. Hiti verður um eða yfir frostmarki. MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út miðvikudaginn 6. aprfl. Úttekt á byggðamálum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.