Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 68
68 opor 5J5-JAW rP frTTr>A(lTTTMVT'^ (TTTTjMfp/TTnffOW MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988 TREYST NÝJU 400 ASA GULLFILMUNNI KÖRFUKNATTLEIKUR / PÁSKAMÓT Fyrstu landsleik- imir á íslandi PÁSKAMÓT íkörfuknattleik kvenna verður haldið í Reykjavík og Keflavík. Landslið íslands, unglingalandsliðið og landslið Luxemburg og Wales taka þátt i mótinu, sem hefst á laugardaginn. Landslið kvenna leikur í fyrsta skipti hér á landi í þessu móti, sem er liður í uppbyggingu kvenna- landsliðs, sem tekur þátt í átta þjóða móti í Luxemborg vorið 1989. Landsliðið er skipað þessum stúlkum: Anna Björk Bjamadóttir, ÍS, Auður Rafnsdóttir, Keflavík, Herdís Gunnars- dóttir, Haukum, Hafdís Helgadóttir, ÍS, Helga K. Friðriksdóttir, ÍS, María Jó- hannesdóttir, Njarðvík, Sólveig Páls- dóttir, Haukum, Svanhildur Káradóttir, Grindavík, Sigríður Guðbjömsdóttir, Njarðvík og Vigdís Þórisdóttir, ÍS. Unglingalandsliðið er skipað þessum stúlkum: Anna María Sveinsdóttir, Björk Haf- steinsdóttir og Kristín Blöndal, allar úr Keflavík, Sigrún Skarphéðinsdóttir, Hafdís Hafberg og Unnur Hentýsdóttir, Haukum, Marta Guðmundsdóttir og Ragnheiður Guðjónsdóttir, Grindavík, Linda Stefánsdóttir, ÍR, Helga Árna- dóttir og Hrönn Sigurðardóttir, KR og Harpa Magnúsdóttir, Njarðvík. Þjálfari kvennaliðanna er Sigurður Hjörleifsson. Aðstoðarþjálfari Guðný Eiríksdóttir. Sjá nánar um leiktíma - íþróttir helgarinnar. ]fj m | r||,l 7} ri 2 H - i '/í’ i Ll pi. 11 AÐALSTRÆTI 9 — REYKJAVÍK — S í fol 1 : 2 8 13 3 í "i f'h sí , | ; Wtor' Ml Jb | • 1 V1 ri T C s /f w § crpcpc- rJL, ÍÞRÓmR FOLX ■ MIKE Smith, landsliðsþjálfari Egyptalands í knattspymu fékk að taka pokann sinn í gær. Egypt- ar náðu ekki langt í Afríku-bik- arnum í knattspymu og því var Smith sagt upp. Forráðamenn egypska knattspymusambandsins sögðu að annar erlendur þjálfari myndi leysa Smith af hólmi. Sá hefði m.a. þjálfað landslið Wales... ■ PIERRE Littbarski gæti misst af fjögurra landa keppni í knattspyrnu í V-Þýskalandi sem hefst í dag. Littbarski meiddist á olnboga á æfingu eftir samstuð við Andreas Brehme. Þá er ólíklegt að Klaus Allofs geti leikið með vegna meiðsla. V-Þjóðveijar mæta Svíum í fyrsta leik keppninnar og Argentína mætir Sovétrikjunum. Valery Lobanovski, þjálfari Sov- étmanna mun missa af keppninni vegna veikinda. ■ NORMAN Whiteside verður ekki seldur fyrir minna en eina og hálfa milljón punda, segir Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United. „Eg hef heyrt talað um eina milljón, en sú tala er fjarri lagi. Manchester United getur fengið miklu meira fyrir hann,“ sagði Ferguson. Búist er við að ítölsk félög sýni Whiteside áhuga og hann hefur sjálfur sagt að hann vilji ekki leika með nokkru öðru liði í Englandi. Whiteside óskaði eftir því að verða settur á sölulista eftir að Alex Ferguson neitaði honum um fimm ára samn- ing. ■ KNA TTSP YRNUSAM- BAND Grikklands lýsti því yfir í gær að Grikkir hefðu ekkert á móti því að fá Englendinga að nýju inn í Evrópukeppni félagsliða. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA hefur reynt að fá álit sem flestra þjóða um hvort leyfa beri Englendingum að koma að nýju inn í Evrópukeppnina. ■ JOSE Maria Marguregui sagði í gær af sér sem þjálfari Celta í 1. deild knattspyrnunnar á Spáni. Hann átti í deilum við stjórn félagsins um stjómun liðsins. Búist er við að Marguregui taki við At- letico Madrid á næsta keppn- istímabili í stað Cesar Luis Me- notti sem var rekinn í síðustu viku. Um helgina UM páskahelgina verður ýmislegt um að vera í íþróttasviðinu. Körfuknattleikur: Haukar og KR leika slðari leik sinn í 4-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ I dag, skírdag. KR vann fyrri leik lið- anna með átta stiga mun. Leikurinn fer fram í íþróttahúsinu við Strand- götu og hefst kl. 14.00. A-landslið kvenna og unglingalands- liðið taka þátt í Páskamóti KKÍ þar sem A-landslið Luxemborgar og Wales taka þátt. Leikimir verða eins og hér segir: Laugardagur: Hagask. kl. 13.00 Ísland-UL Hagask. kl. 14.30 Wales—Luxemborg Sunnudagur: Keflav. kl. 16.00 fsland—Wales Keflav. kl. 17.30. UL—Luxemborg Mánudagur (annar i páskum): Hagask. kl. 13.00 ísland—Luxemborg Hagsk. kl. 14.30 UL-Wales Handknattleikur fslendingar leika við Japani þijá landsleiki á næstunni og verður fyrsti leikurinn I Vestmannaeyjum á annan í páskum. Sfðar verður leikið í Laug- ardalshöll 5. og 6. apríl. Knattspyrna Valur og Víkingur leika I Reykjavík- urmótinu á gervigrasinu í Laguardal kl. 20.30 á annan I páskum. KR og Ármann leika þriðjudaginn 5. mars kl. 20.30. Keila Um páskana verður haldið á vegum Keilufélags Reykjavíkur f keildusaln- um Öskjuhlíð svokallað Páskamót f keilu. Keppt verður f liða-, para og einstaklingskeppni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.