Morgunblaðið - 16.04.1988, Side 60

Morgunblaðið - 16.04.1988, Side 60
60 a> „Tl/ö hundra& FJörti'u ogsjö katbáta-- Sarnlo'Kuir' i einum hv/e-ilí. " Tölvurnar aðeinstil óþurftar Til Velvakanda. A undanfomum árum hefur tölv- unum verið mikið hampað, jafnvel talað um tækniundur og þar fram eftir götunum. En þegar til kastana kemur virðast tölvumar koma að mun minna gagni en talið var og virðast alls ekki létta störf fólks. Venjulega eru þær aðeins til óþurft- ar. Tökum bankana til dæmis. Þar hafa biðraðir lengst að mun síðan tölvuvæðing kom þar til skjalana, og starfsfólki hefur flölgað. Kostn- aðurinn við þessa tölvuvæðingu hefur eflaust verið mikill, en hver er ávinningurinn? Gunnar 1 Ast er ... að hugga hvort annað. TM Rea. U.S. Pat. Oft.—all rights reserved c1984 Los Angeles Times Syndicate £=> « c—ð ‘ CZZD • 0 Með morgnnkaffinu Ekki báðir samtimis! HÖGNI HREKKVÍSI „ HVeRMIG SEM6UC A£> BABvA rtAWM ?! Askorun til B.S.R.B. og fjármálaráðherra Til Velvakanda. Nú fyrir stuttu fékk ég B.S.R.B. fréttir og á forsíðu stendur „Bar- átta fyrir kaupmætti" og meðal annars segir Kristján Thorlacíus í sinni ágætu grein að „launahækk- anir einar duga oftast skammt til að skapa raunhæfar kjarabætur". Svo sannarlega er hægt að taka undir þau orð Kristjáns. Enn ég vil vekja athygli á því að Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra hefur oft- ar en einu sinni sagt að til dæmis væri hugsanlegt að hækka persónu- afsláttinn til hagsbóta fyrir laun- þega, eða til að liðka fyrir samning- um þegar þeir eru á dagskrá. Eg skora því á B.S.R.B. að fara framá hækkun persónuafsláttar til dæmis í 18 eða 19 þúsund krónur en þeir sem ekki ná þeim tekjumörkurn fái fimm prósent launauppbót þrisvar á samningstímanum, aðrir ekki. Mikill fjöldi fólks, til dæmis vaktavinnufólk hjá ríki og bæ, neyð- ist til að vinna ómælda aukavinnu vegna mannfæðar og álags. Hvað fær það í staðinn - mikla skatta. Eg átel þá menn og fjármálaráð- herra sem sömdu frumvarpið um staðgreiðslu skatta, því þar er þeim refsað sem vinna mikið. Þetta er svívirða. Maður sem vinnur bara dagvinnu kemur mikið betur út en sá sem er neyddur til að vinna mikla aukavinnu. Vissulega væri það rós í hnappagatið fyrir Jón Baldvin fjár- málaráðherra ef þetta væri lagfært á einn eða annan hátt. Mjög alvar- legt mál er það þegar fólk er farð- ið að neita að vinna aukavinnu vegna þessara „refsi skatta“ og vissulega skilur maður afstöðu þessa fólks. Enn annað mál er að okkar litla þjóðfélag má ekki við því. Ég skora á B.S.R.B. að reyna eftir megni í næstu samningum að leggja áherslu á að bæta kjör fólks með hækkun persónufrádráttar og hækkun laun, en aðeins til þeirra sem ekki ná skattleysismörkum. Og sem félagsmaður í B.S.R.B. legg ég eftirfarandi til: 1. Að persónufrádráttur verði hækkaður í 19 þúsund krónur. 2. Að fólk geti látið af störfum 65 ára í stað 67 ára, og ellilífeyrir og annar lífeyrir verði borgaður út þá. Takmarkið hlýtur að vera 60 ára árið 2000. 3. Að B.S.R.B. styðji byggingu kaupleiguíbúða. 4. Að húsaleiga verði frádráttar- bær frá skatti. 5. Að flýtt sé byggingu blokka fyrir leiguíbúðir. Ríkisstar f smaður Yíkverji skrifar Islendingar hafa fyrir löngu upp- götvað að líkamleg hreyfing er mikilsverð fyrir heilsufarið, ekki sist nú á tímum þegar stærsti hluti vinnandi manna er orðinn innisetu- fólk. Þess vegna má nú í flestum hverfum borgarinnar sjá fólk á skokki ýmist snemma á morgnanna eða á kvöldin. Aðrir stunda sund- laugamar af kappi og enn aðrir kaupa sér tíma í alls konar leikfimi sem nóg framboð virðist vera á. Svo eru þeir sem kjósa líkamlega hreyfmgu í einhvers konar keppni og taka sig saman um að leigja tíma í íþróttahúsunum til að iðka körfu- knattleik, veggjatennis, badming- ton eða innanhúsknattspymu. En það er greinilega eins gott að fara sér ekki of geyst í þessu efni. í nýjasta Gjallarhomi, frétta- bréfí Samvinnutrygginga, upplýsir Gunnar Þór Jónsson, yfirlæknir slysadeildar Borgarspítalans, að á árinu 1986 hafi alls 2900 manns komið á slysadeildina vegna íþrótta- slysa. Þremur ámm áður vom slík slys alls um 2300 svo að þessum slysum fjölgar með hverju árinu og segir Gunnar íþróttaslýs vera orðin einn stærsta flokk slysa hjá deild- inni. Yfírlæknirinn segir að þetta end- urspegli þjóðfélagið, þar sem æ fleiri iðka íþróttir af einhverju tagi með vaxandi frítíma og auknum áhuga á heilbrigðu lífí. En sem sagt — hóf er best í heilbrigðinu líkt og á öðmm sviðum. XXX Yfírlæknir slysadeildar upplýsir einnig í Gjallarhomi að á slysa- deildinni séu menn uggandi yfír hinum mikla flölda slasaðra bama innan 5 ára aldurs sem komið sé með á deildina og þó einkum hversu mörg þeirra séu slösuð á höfði. Gunnar segir að á árinu 1984 hafí þannigyfír 78% af heildarfjölda allra slysatilfella sem til slysadeild- arinnar komu á því ári, verið slösuð böm innan við 5 ára. A því ári fékk deildin alls 1805 höfuðsár til með- ferðar en þar af vom um 900 meiðslanna á þessum ungu bömum. Þar við bætist að á árinu 1984 komu alls 173 tilfelli af heilahrist- ingi eða mænuáverkum og 120 þessarar tilfella vom á bömum inn- an 5 ára aldurs. —Það er augljóst að við hugsum ekki nógu vel um bömina okkar, hefur Gjallarhom eftir yfírlæknin- um. Oft hefur hér í þessum dálki verið deilt á rangar eða óná- kvæmar þýðingar með myndum og erlendum þáttum sjónvarpsstöðv- anna tveggja. En ekici stafa þessar vitleysur alltaf af því að þýðendum- ir hafí ekki nægilegt vald á tungu- málinu sem verið er að þýða úr eða of lítið vald á íslenskunni, heldur virðist oft á tíðum sem almenn þekking þýðenda sé með minnsta móti. Þannig kom það Víkveija æði spánskt fyrir sjónir þegar hann sá þann alkunna bamavin Winnie the Pooh kallaðan Vinna í sjónvarps- mynd á annarri hvorri stöðinni nú nýverið. Winnie the Pooh heitir Bangsím- on á íslandi — og ekkert annað. XXX Víkveija varð það á í síðasta dálki að beygja vitlaust nafn- orðið fískur, skrifa fiskjarins í stað físksins. Vísast hafa flestir áttað sig þegar á því að eignarfallsmynd- in er físks nema í orðatiltækinu að róa til fískjar og er sú orðmynd eignarfall kvenkynsorðsins físki = fískveiði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.