Morgunblaðið - 04.06.1988, Page 47

Morgunblaðið - 04.06.1988, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988 Laukur Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Laukur er alveg ómissandi við matargerðina enda notaður út um allan heim. Því er á það minnst að óvenju stór safaríkur og fallegur laukur er nú fáanlegur í verslunum og því sjálfsagt að notfæra sér við matseldina. Það þarf ekki endilega að hafa lauk sem meðlæti með öðru, vel má gera úr honum sjálfstæðan rétt. Fylltur laukur 6 stórir laukar vatn og salt Fyiling; 2 þykkar hveitibrauðsneiðar 1 dl mjólk 2 tsk. salt 1 tsk. pipar 1 tsk. paprika 200 gr hakkað kjöt smjör Laukurinn hreinsaður og soðinn í um það bil 10 mín., saltað. Lok er skorið af lauknum og tekið innan- úr varlega eftir þarf að standa góð skel. Laukbitamir sem teknir eru úr eru saxaðir smátt. Brauðið er lagt í bleyti í mjólkina, síðan hrært saman við hakkið ásamt kryddi og söxuðum lauk. Kjötinu er síðan skipt niður á laukana, sett í ofnfast fat og smjörbitar settir ofan á lauk- ana, bakað í ofni í ca. 30 mín. við 225o C. Borið fram heitt með brauði og salati. Ætlað fyrir 6. Laukbakstur Deig: 3 dl hveiti 100 gr smjörlíki 2-3 msk. kalt vatn Fylling: 4 stórir laukar 1 msk. smjör eða smjörlíki 3 egg 2V2 dl mjólk 1 tsk. salt V2 tsk. pipar I-IV2 dl rifinn ostur. Deigið er hnoðað og geymt um stund á köldum stað. Laukurinn Fylltur laukur. skorinn í þunnar sneiðar, settur í smjörlíki á pönnu og aðeins látinn mýkjast, síðan kældur. Egg, mjólk og krydd hrært vel saman, rifnum ostinum hrært sam- an við. Deigið er flatt út, eða þrýst niður í smurt form (24 sm ummál), smjörpappír lagður yfir og deigið forbakað í 15 mín. við 225° C áður en lauknum er jafnað yfír. Eggja- hrærunni hellt yfír og bakað í 20-30 Laukbakstur. salt, pipar og örlítill hvítlaukur Laukurinn skorinn í þunnar sneiðar og látinn mýkjast eða soð- inn í smjöri á pönnu. Hveiti stráð yfir og þynnt út með mjólkinni, lát- ið sjóða í 5 mín. Sýrðum ijómanum er síðan hrært saman við, bragð- bætt með salti, pipar og hvítlauks- dufti. Borið fram heitt, með kjöti eða físki, steinselja klippt yfír um leið og borið er fram. Fyrir 4. mín. eða þar til kominn er gullin litur á. Borið fram heitt sem með- læti eða sjálfstæður réttur með sal- ati og brauði. Fyrir 4-6. Laukþykkni 4 stórir laukar 1 msk. smjör eða smjörlíki 2 msk.-hveiti 2 dl mjólk 1 dl sýrður rjómi Arásá samnings- réttinn fordæmd ALMENNUR fundur Félags járniðnaðarmanna hefur for- dæmt harðlega „ árás ríkisstjóm- arinnar á samningsrétt verka- lýðsfélaga og þá kjaraskerðingu sem henni fylgir. Þessi árás á kjör launafólks er gerð þrátt fyrir að ríkisstjórain viðurkenni að vanda efnahagslífsins má rekja til óráðsíu og skipulags- leysis en ekki til Iaunakjara verkafólks," segir í fréttatil- kynningu, sem Morgunblaðinu hefur borist. Ennfremur segir: „Með lagaboð- um um kjaraskerðingu og afnám samningsréttar er verkalýðshreyf- ingin svift aðstöðu til að sinna á eðlilegan hátt megin hlutverki sínu að semja um kaup og kjör. Félagfundurinn krefst þess að ríkisstjómin afturkalli lagasetning- una svo verkalýðsfélögum verði unnt að vinna að frjálsri samninga- gerð. Jafnframt beinir félagsfund- urinn því til ASÍ að undirbúnar verði aðgerðir af hálfu verkalýðs- samtakanna til að hnekkja kjara- og réttindaskerðingu ríkisstjómar- innar." Múrararmót- mæla bráða- birgðalögum STJÓRN og trúnaðarmannaráð Múrarafélags Reykjavíkur hefur samþykkt mótmæli við bráða- birgðalögum ríkisstj órnarinnar. I tillögunni sem samþykkt var er mótmælt „harðlega þeirri ger- ræðislegu aðför að fijálsum samn- ingsrétti sem felst í setningu bráða- birgðalaga nr. 14/1988 um aðgerð- ir í efnahagsmálum og skorar á öll launþegasamtök í landinu að sam- einast um aðgerðir til að fá þeim hrundið. f því sambandi verði meðal annars kannað hvort fullnægt hafí verið skilyrðum 28. gr. stjómar- skrárinnar fyrir slíkri lagasetn- ingu." Áskriftarsbninn er 83033 Borgaðu rafmagnsreikninginn áður en þú ferð í fríið! Þá verður heimkoman ánægjulegri Það er ómetanlegt að komast í gott sumarfrí en það er líka notalegt að koma heim aftur — ef allt er í lagi. Áður en við förum göngum við tryggilega frá öllu. Við greiðum rafmagnsreikninginn svo að heimilistækin geti sinnt skyldum sínum í fjarveru okkar og þjónað okkur strax við heimkomuna. Dreifikerfi Rafinagnsveitu Reykja- víkur er eitthvert hið öruggasta í heimi. Viðskiptavinirnir geta treyst á góða og ódýra orku, ef þeir aðeins greiða fyrir hana á eðlilegum tíma. Verði misbrestur þar á bætast við dráttarvextir - og þá er líka stutt í hvimleiða lokun. Rafmagnsreikningar eru sendir út á tveggja mánaða fresti. Eindagi þeirra er 15 dögum eftir útgáfudag. Ef reikningur hefúr ekki verið greiddur á eindaga reiknast á hann háir dráttar- vextir. Láttu rafmagnsreikninginn haía forgang! RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR SUDURLANDSBRAUT 34 SÍMI686222

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.